Tíminn - 23.12.1948, Side 4

Tíminn - 23.12.1948, Side 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 23. des. 1943. 284. bla® Merkilegt ritsafn: GÖNGUR OG RÉTTIR Göngur og réttir. Suður- og Vesturland. 1. bindi. Bragi Sigurjónsson bjó til prentunar. Bókaútgáf- an Norðri. Akureyri 1948. Loks er komin í bókabúð- irnar bók, sem lengi hefir ver- ið beðið eftir. Það er fyrsta oindi ritsafns þess, sem iNTorðri hefir fengið Braga Sigurjónsson ritstjóra til að /inna að og fjallar um göng- ar og réttir. Söfnunarstarf petta hóf Bragi fyrir einum premur árum og síðan orð- .•ómurinn um það kom á loft, hafa margir beðið ritsafns bessa með óþreyju. Um þetta fyrsta bindi rit- safnsins verður ekki annað sagt, en að Braga hafi tekizt itarf sitt allvel, en það er á nargan hátt vandasamt. þar sem úr mörgu er að velja og mu í fyrsta sinn, sem slíkum rróðleik er safnað. Nokkra hugmynd má fá um ifni þessa bindis með því að rifja upp efnisyfirlitið, sem er meginatriðum þetta: Afréttarlönd Austur-Skafta /ellssýslu. Guðm. J. Hoffell iýsir helztu gangnasvæðum og tilhögun gangna, og auk þess eru ýmsar frásagnir eft- ir hann, Kristján Benedikts- son, Einholti, og Sigurð Björnsson, Kvískerjum. Afréttarlönd Vestur-Skafta ellssýslu. Þar eru lýsingar af ifréttum og frásagnir eftir Vigfús Sæmundsson, Borgar- íelli, Jón Gislason alþm., B. /. Ingimundarson og Árna /óhannesson, Gröf. Afréttarlönd i Rangárþingi. :?ár eru lýsingar af afréttum og frásagnir éftír Sæmund Einarsson, Stóru-Mörk, Sig- urþór Ólafsson í Kollabæ, Dlaf Jóhannsson í Koti, Valdi tnar BÖðvarsson, Botni, Ódd Oddsson, Heiði, Guðm. Árna- son, Múla, Árna Hannesson, Hrólfsstaðahelli og Guðjón /ónsson, Ási. Afréttarlönd i Árnessýslu. Þar eru lýsingar og frásagnir eftir Jóhann Kolbeinsson, Hamarsheiði, Ólaf Bergsson, Skriðufelli, Pál Stefánsson, A.sólfsstöðum, Jón Þorkelsson, Eirík Jónsson, Vorsabæ, Pál Arnason, Litlu-Reykjum, Þórð Kárason, Litla-Fljóti og Eln- ir J. Helgason. Afrétfarlönd Borgfirðinga jg Mýramanna. Þar eru lýs- .ngar og frásagnir eftir Krist leif Þorsteinsson, Stóra- Kroppi og Jón Eyjólfsson, Kópareykjum. Rúmlega 70 myndir prýða oókina, en alls er hún um 400 ols. í allstóru broti. Hér er því um hið myndarlegasta rit að ræða. Frágangurinn er allur hinn vandaðasti. í formála segir Bragi Sig- urjónsson m. a.: „Eigi geng ég þess dulinn, að margs verður í bók þessa vant, sem þar ætti að vera. Veldur þar miklu, að efnis- söfnun öll er tómstundaverk sem og úrvinnsla, en eigi veld ur þó minna, að hér er nýtt iand að nema og því mikill vandi á, hvað skuli taka og hverju liafna. Þá má lesandinn eigi frem- ur gleyma því, að öll vinna hinna raunverulega höfunda verks þess er ígripaverk að loknum dagsönnum. Vil ég að þetta sé öllum ljóst, ekki vegna þess að höfundar þurfi, kinnroöa að bera fyrir þætti sína, heldur hitt, að ehn séu iðkuð ritstörf í sveitum lands ins sem dægradvöl og yndis- auki með prýðisárahgri eins og margir þáttanna bera ljóst vitni.“ Það er ekki ofmælt, að margir þættirnir séu prýðis- góðir. Og huggun má það vera þeim, sem telja eitthvað vanta, að sennilega verða þrjú bindi í þessu ritsafni. í næsta bindi verður sagt frá göngum og réttum á Norð- ur- og Austurlandi, en í þriðja bindi kæmi þá það, sem oröið hefði útundan í hinum bind- unum. Ólíkleg tilgáta er það ekki, að þetta seinasta bindi myndi standa hinum vel jafn fætis, því að vel mætti fyrri bindin rifja upp endurminn- ingar ýmsra í sambandi við ] göngur og réttir, er þeim | (þætti ástæða til að skrá á blað fyrst skriður er kominn á söfnun slikra frásagna. Um efni það, sem ritsafn þetta fjallar um, þarf ekki að fara mörgum orðum. Við það eru tengdar margar skemmti legustu endurminningar flestra þeirra, sem bornir eru í sveitum landsins og enn munu þeir skipa röskan helm ing landsmamia. Vegna frá- sagna þeirra hafa göngur og réttir líka yfir sér ævintýra- ljóma í hugum þeirra, sem í borgum eru bornir og aldrei hafa kynnst þeim í sjón og reynd. Þetta ritverk mun því ekki verða síður kærkomið lestararefni í kaupstöðum en sveitum, og hjálpa betur en flest annað til að lyfta hug- anum í faðm blárra fjalla og þjóðlegra ævintýra. Þ. G. MERKIR ISLENDINGAR Hér er komið út 2. bindi þessarar bókar, og eru í því ævisögur 15 manna. Hafa flestar þeirra verið birtar áð- ur í tímaritum eða Ijóðabók- um, sem nú eru á fárra manna höndum. Tvær hinar fyrstu, þeirra Hallgríms Péturssonar og Skúla Magnússonar, hafa þó eigi verið gefnar út áður. Ekki er um það að villast, að merkir eru þeir menn, sem um er ritað, og þó ólíkir. Sama máli gegnir um höf- undana. En það er sameigin- legt með þeim öllum, að þeir eru merkir íslendingar, sem markað hafa djúp spor í sögu þjóðarinnar og bók- menntir. Fjöldamörgu fólki öðru bregður fyrir i sögunum, og tíðarandi höfundanna seg- ir mjög til sín, sem vænta má. Um allt slíkt á þetta bindi sammerkt við hið fyrsta, sem kom út í fyrra og hlaut maklegar vinsældir. En það tel ég víst, að þeim, sem lesa þetta bindi, muni eigi finn- ast minna til þess koma en hins. Er þess að vænta, að út- gefendur haldi svo fram, sem horfir, því að vissulega er það góðra gjalda vert, að halda upp minningu þeirra manna. sem bezt hafa dugað þjóðinni til framfara og mennta. Þess ber enn aö geta, að bókin er mjög falleg, eftir því sem nú gerist, og virðist vandlega unnin á allan hátt. P. H. ❖ Húsgagnavmlnii Kristjáns Siggeirss©itar. -OWM*** % eoiiecý jo Bókabúð Æskuttuat*. ,fí Óskum öllum viðskiptavinum okkar ecjra, jo í lolci. Giinmiíl)arl$iim h.f. Sjávarborg við Skúlagötu. eouei ÍÖþ . ’f}' Farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin. Raftækjjaverzlunin Ljosafoss. Laugaveg 27. Farsælt nýár. Verksmiðjan Skáruir. QLkL ' • * ecj jo Magnús Vígluntlsson, heildverzlun h.f. Verksmiðjan Frani. } o ■J! Farsælt nýár. Bókabúð Lárusar Btöndal. Farsælt nýár. Olíuverzlun íslands h.f. eCJ Ji Byggingarfélagið Brú h.f. ec} }o d! Farsælt komandi ár. H.f. Haniar. K*í' QÍÁiLi jól! Farsælt nýár. Alnaenna byjí'jiing’arfélagi® h.f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.