Tíminn - 13.01.1949, Side 1

Tíminn - 13.01.1949, Side 1
Ritstjöri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjórnarslmar: 4373 og 2353 AfgreiOslu- og auglf/s- ingasimi 2323 PrentsmiOjan Edda 33. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 13. janúár 1949. 9. bla?: Búnaðarþing kemur saman í byrjim febrúar Búnaðarþing kemur saman liér í Reykjavik 8. febrúar. Sækja það eins og venjulega 25 fulltrúar frá öllum búnað arsamböndum landsins. Fyr- ir þessu. þingi liggja mörg og sum mikilvæg mál, sem snerta hag landbúnaðarins og þau efni, sem efst eru nú á baugi meðal bænda um land allt. Akranesbátunum fækkaði um fjórð- ung frá því á síð- ustu vetrarvertíð Búast má við því, að undir- búningur undir vetrarvertíð- ina fari nú að hefjast í ver- stöðvunum og hefst sums staðar strax í dag. Þar sem samningum hefir verið sagt upp, eins og á sér stað á Akra nesi.verður fyrst að semja við sjómenn áður en byrjað verð ur, en tiltölulega fljótlegt er að búa bátana til veiða. Það voru útgerðarmenn á Akranesi, er sögðu upp gild- andi samningum nú um ára- mótin, en sagt er, að þeir muni ekki setja fram neinar róttækar breytingar á kjör- um sjómanna eða tryggingu, svo að samningar þurfi að stranda lengi á því atriði og útgerð hefjist ekki af þeim sökum. Akranesbátarnir verða mun færri á vertíðinni, sem í hönd fer, heklur en þeir voru 1 fyrra. Þá reru tuttugu bát- ar frá Akranesi, en nú verða þeir vart meira en fimmtán. Fjórir bátar hafa verið seld- ir burt frá því í fyrra, og voru þeir allir litlir, og af eldri skipum flotans þar. Voru það bátarnir Ármann, Egill Skallagrímsson, Ver og Ægir. Á þessari mynd sést egripzki stúdentinn, Inam Ibrahim Bej, sem myrti egipzka forsætisráðherrann fyrir skemmstu. Hann stendur þáma á miðri myiidinni, sem tekin var rétt cítir handtökuna. ygi meða! bænda um að fá sjálfvirkar hreyfil- Eitnþá cr þó aSIt óvíst um iimfluíiiing ftcssara tækjja á áirime. Meðal margra bænda, sem ekki eiga.kost á rafmagni frt, stærri virkjunúm eða hafa ekki vatnsvirkjanir við bæi sína, er mikill áhugi ríkjandi um öflun handhægra og sjálfvirkrt, benzín- eða dieselrafstöðva. Landssmiðjan, sem hefir at- hugun á útvegun slíkra rafstöðva méð höndum að beiðn landbúnaðarráðherra, hefir gefið blaðinu nokkrar upplýs ingar um þetta mál. Skólahús Vestur-Eyfellinga brennur tll kaldra kola í eldinum eyðitag'ðist einnig bókasafn sveitarinnar. Skólahúsið að Ásólfsskála í Vestur-Eyjaf jallahreppi brann til kaldra kola á sunnudaginn var, og fórust í eldin- um Öll kennslutæki, er skólanum tilheyrðu, og bókasafn! íestrarfélags hreppsins. Frá því að landbúnaðarráð- herra fól Landssmiðjunni síð astliðið haust að athuga möguleika á útvegun á þægi- legum og góðum sjálfvirkum rafstöðvum til notkunar á sveitabýlum, hefir verið stanzlaus straumur fyrir- spurna og pantana þil Lands- smiðjunnar, sem sýnir glögg- lega, hve mikinn áhuga bændur hafa fyrir því að m, í þessi tæki. Um 150 pantanir. Landssmiðjan hefir skrifac niður pantanir undanfarit að sjálfsögðu með þeim fyr irvara, að nauðsynleg gjald eyris- og innflutningsleyfi ft, ist og er sundurliðun pant- ana svo sem hér segir: Útför séra Einars Thorlacius Einar Thorlacíus, fyrrver- andi prófastur, var jarðsett- ur í Reykjavík í gær, og var jarðaö frá Dómkirkjunni. Séra Jón Auðuns og sér Magn ús Guðmundsson í Ólafsvík, tengdasonur hins látna, fluttu húskveðju, en i kirkjunni töl uðu séra Bjarni Jónsson og Sigurgeir Sigurðsson biskup. Séra Bjami Jónsson jarð- söng, Prestar báru kistuna úr kirkj u. Hús þetta var gamalt timb- urhús, og eina skólahúsið í Vestur-Eyjafjallahreppi. Verð ur það mjög til baga við kennsluna í sveitinni, að það skyldi brenna á miðju kennsluári, en gert mun þó ráð fyrir, að kennslu verði haldið áfram á einhverjum bæjanna í skólahverfinu. Ekki er vitað með vissu, hvað brunanum olli, en lík- legt þykir, að kviknað hafi í út frá ofni. Kennslutækin og bókasafn ið var óvátryggt. > | Akveðið að kaupa beitusíld frá Noregi Ríkisstjórnin hefir ákveð ið að beita sér fyrir því, að bætt verði úr hinum mikla beituskorti, sem fyrirsjá- anlegur er á vertíðinni í vetur, með því að kaupa beitusíld frá Noregi. Kefir svokallaðri beitu- nefnd, sem hafa á umsjón með því, að næg beita sé ti! í Iandinu, verið falið að annast kaupin og inn- flutninginn. Ekki mun enn hafa ver- ið ákveðið, hversu mikið af síld verður keypt 1 Noregi, og að sjáTfsögðu verður beitusíldarkaupum þar hætt, ef sfld kynni að veið ast hér vi<S land síðar í vetur. Ráðunautar Búnað- arþingsins kenna við framhaldsskól- ann á Hvanneyri Eins og kunnugt er starfar nú framhaldsdeild á Hvann- eyri með átta nemendum. Er gert ráð fyrir að piltar þeir, i sem þar hafa stundað nám | ljúki prófi í vor og hafa þeir þá fengið haldgóða menntun, enda verið fjögur ár við nám við búnaðarskólann. Er þessi framhaldsdeild tveggja ára viðbótarnám við hið venju- lega búfræðinám, og til þess ætlast að eingöngu þeir, sem lokið hafa almennu búfræði- prófi geti komizt í þessa deild. Jafnast þessi framhaldsdeild að nokkru leyti á við búfræði háskóla i öðrum löndum, nema styttra. Ráð'unautar Búnaðarfélags íslands annast að nokkru leyti kennslu þá, er fram fer við framhaldsdeildina og hafa tveir ráðunautar þegar kennt þar í vetur. Ásgeir Ein arsson hefir kennt landmæl- ingar og dr. Halldór Pálsson kennir þar nú ýmislegt varö andi sauðfjárrækt. Mikil eftirspurn er eftir starfsorku þessara ungu manna, er þarna eru að ljúka námi og munu margir þeirra nú þegar vera ráðnir, sem ráðunautar við búnaðarsam- bönd, ýmist sem sérfræðing- ar í jarðrækt, búfjárrækt, eða hvoru tveggju. 95 stk. 6000 W., 220 V. Dieselrafstöðvar 21 — 3000 W., 220 V. Dieselrafstöðvar 7 — 1500 W., 220 V. Benzínrafstöðvar 2 — 800 W., 220 V. Benzínrafstöðvar 12 — 800 W., 32 V. Benzínrafstöðvar 11 — 500 W., 32 V. Benzínrafstöðvár Samtals hafa því borizt um 150 ákveðnar pantanir til Landssmiðjunnar, en nokkur búnaðarsambönd hafa feng- ið frest fram að næstu mán- aðamótum til þess að leggja inn pöntun sína, og er það í ýmsum tilfellum fjölmargar stöðvar, sem búnaðarsam- böndin panta fyrir meðlimi sína í einu lagi. Vantar raftæki. Landssmiðjan litur svo á, að það sé tómt mál að tala um innflutning á rafstöðvum fyrir bændur, nema að um leið sé tryggt, að þeir fái nauðsynlegt raflagningarefni og rafmagnseldavélar, þar seip þeirra er þörf. Fyrir því mun Lands- smiöjan leggja aðal-áherzlu á að fá tryggðan innflutning fyrir raflagningarefni til þeirra rafstöðva, sem hún sér um innflutning á, og- enn fremur mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur, til að útvega þægilegar raf- magnseldavélar, annaðhvort erlendis frá eða af innlend- um markaði. Aætlun um raflagningarefni. Landssmiðjan hefir látið rannsaka, hversu mikið raf- lagningarefni þurfi á meðal- býli, og hefir komið í ljós, að þetta efni kostar frá kr. 1300.00 til 1600.00 í erlendum gjaldeyri fyrir hvern sveita- bæ að meðaltali. Að sjálf- sögðu er þetta dálítið mis- jafnt eftir aðstæðum og húsa skipun. Eins og tekiö var fram áð ur, hafa enn ekki verið veitu nein gjaldeyris- og innflutn ingsleyfi fyrir þessum tækj um og allt er enn óvist um hvernig því máli reiðir af, er. Landssmiðjan mun að sjálf sögðu fylgja málinu eftir eins og henni er frekast unm frá sinni hálfu. Bændur verða hins vegai að hafa biðlund í nokkurr. tínra ennþá, því að eftir ac nauðsynleg leyfi eru fengin, tekur afgreiðsla vélanna frí, 6 vikum og upp í 4 mánuði Dagheimili í stað kirkna Forustumenn kirkjumála :. Kaupmannahöfn hafa ákveí ið að láta staðar numið mec kirkjubyggingar þar- til ræt- ist úr með húsnæðismál borg arbúa. Hins vegar hafa þeii varið fé úr byggingarsjóöum. sínum til að reisa dagheimil. fyrir börn þeirra fjölskyldna sem sitja i lökustu ibúðum. Sums staðar eru dagstofui' þeirra dagheimili eins konai bænhús og messað í þeim á helgum. Altarið og altaris- taflan eru þá birgð með renni hurðum hversdagslega en. þegar líður að messutímuir, eru hurðirnar dregnar frá. og salurinn í þessu barna- heimili breytist í kirkju, sem ætluð er nærliggjandi hverfi um stundarsakir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.