Tíminn - 23.01.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1949, Blaðsíða 2
Reykjavík, sunnudaginn 23. janúar 194ft. 16. blað Jrá hafi til keiia í dag: Helgidagsvörslu annast Óskar Þ. ÞórSarson læknir Plókagötu 5 sími 362.2. í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpib í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 17.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á celló (Þórhallur Árnasoný: 20.35 Erindi: Sögulegar rannsóknir um ævi Jesú frá Nazar et; síðara erindi (Ásmundur Guð- mundsson prófessonr). 21.25 Eri- indi: Ný viðhorf og nýjar starfsað ferðir (Jónas Kristjánsson læknir). 21.50 Tónleikar (plötur). 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Esja var á Akureyri í gær á aust urleið. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld til Húnaflóa- Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er í Reykjavík. Súðin er á leið til Reykjavik til Ítalíu. Hermóður var á Flateyri í gær á norðurleið. Tvær villur. Tvær prentvillur höfðu í gær slæðst inn á 2. síðu blaðsins: í trúlofunarfrétt átti að vera Hreiður borg en ekki Heiðborg og í grein- inni Rabbað við togarasjómann átti að vera vitfítl en ekki ritfifl. Fundur. Félag Framsóknarkvenna í Reykja vík heldur fund kl. 8,30 annað- kvöld í Tjarnarcafé uppi. Allar Framsóknarkonur vel- komnar. Hvar fóru þeir? Heiðarnar austur eru ófærar. Eft ir Krísuvíkurveginum fóru margar bifreiðar í fyrradag og fluttu þá m. a. 20—30 þús. lítra af mjólk til Reykjavíkur. í gærmorgun segir Morgunblaðið að ekki hafi tekizt að opna Krísuvíkurleiðina í fyrra- dag. Hvar fóru bílarnir? Fóru þeir máske sjóleiðis fyrir Reykjanes- skagann? Torfærur. Einn ágætur borgari benti Tím- anum á í gær að mjög væri óþægi- legt og gæti hætta stafað af, að víða hafi snjónum verið ausið upp á gangstéttirnar í bænum, þegar honum hefir verið rutt af vegun- um. Vegna bessa eru gangstéttirn- ar allvíða hálf- eða alófærar gang- andi fólki, ekki sízt börnum. Freyst ar þetta til þess að ganga helzt eftir aðalveginum og eykur það vit- anlega stórlega slysahættuna. Benti þessi borgari á að það ætti að n^ga fara með litla snjósköfu eftir gang stéttunum og minnka snjóhröngl- ið á þeim, svo að þær yrðu gang- andi. Kron. Kassakvittanir þær, sem fólk fær, þegar það kaupir vörur í Kron er félagið nú að minna á að skila þessa dagana. Verzlunin Hagtíðindi nýkomin segja að verzlanir í Reykjavík hafi verið samtals 904 í árslok 1947. Þar af hafi verið heildverzlanir og um- boðsverzlanir 189, en smásöluverzl anir hafi þá greinst þannig í sund- ur eftir því hvað þær verzluðu með sem aðalvöru: matvöru 155. vefn- aðarvöru 163, skófatnað 20, bækur og pappír 33, smávöru. silfurmuni úr o. fl. 53, húsgögn 21, raftæki og bifreiðavarahluti 25, járnvörur og byggingavörur 21, ýmsar vörur 117. fiskur 36 brauð og mjólk 71. S.SC.T Nýju og gömlu dansarnir í Q. T.- húsinu sunnudagskvöld kl. 9. — Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30. iiiiiiiiiiiiniiii iii iii ii iiiiii iii n iiiiiii 111111111111 iiimiiii ii iii ii 11111111111111111 ii iii iii i iii iii ii iinim iii imiiiiiniiiiiiiiimiM I S. G. T. GÖMIU DANSARNIR | \ að Röðli í kvöld kl. 9. — Sími 5377. iiiiiiliiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiii ' BLANDAÐIR AVEXTIR KVÚLDSÝNING Vegna fjölda áskoranna verður sýning í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 2 i dag. Sími 2339. — Dansað til kl. 1. « St « Leikfélag Reykjavíkur sýnir GULLNA HLIÐIÐ Flugferðir Flugfélag íslands. Gullfaxi er ennþá á Gander. En Hekla, sem fór í stað hans til Prest víkur og Kaupmannahafnar var væntanleg þaðan í gærkvöld ineð um 30 farþega. Ekkert flogið innanlands. m eóóur i clt acj Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h., séra Bjarni Jónsson. Messa kl. 5 e. h. séra Jón Auðuns. Fríkirkjan. Messa kl. 5 e. h. séra Árnin Sig- urðsson. Hallgrímskirkja. Kl. 11 f. h. hámessa séra Jakob Jónsson. Kl. 1,30 e. h. Barnaguðs- þjónusta, séra Jakob Jónsson kl. 5 e. h. síðdegismessa séra Sigurjón Árnáson, kl. 8.30 e. h. Æskulýðs- samkoma, séra Jakob Jónsson, ræðu efni: Unga fólkið og Reykjavík. (Allt ungt fólk velkomið). Lauganesskirkja. Barnaguðþjónusla kl. 10 f. h. Messa kl. 2 e. h. Séra Garðar Svav arsson. Úr ýmsum áttum Fundur utanrikisráð- herranna. Utanríkisráðherra hefir fyrir nqkkrum dötJim fengið boð um að taka þátt i fundi utanríkisráðherra Norðurlanda. sem haldinn verður í Oslö hinn 28. janúar. og hefir hann n'ú í samráði við ríkisstjórnina, tekið boðinu. Mjólkin. Mjólkurbifreiðum frá Selfossi g-e^k.ágætlega að komast til Reykja víkur í gær eftir Krýsuvíkurvegin- um. Voru um þrjá klukkutíma á leiðinni. Verður mjólkin ekki skömmtuð í dag.því búist er við að hún verið nægjanleg. Austanfjalls næst nú mjólk til Flóabúsins lang- víðast að af mjólkursvæði þess. SAMGONGUR Nú þegar snjóar með meira móti og vegir gerast torfærir fara menn að athuga ýmislegt, sem betur mætti fara í sarngöngunum. Eitt af því eru samgöngurnar frá Reykja- vík til og frá Borgarfjarðarhéraði. Eins og kunnugt er létu Borgfirð ingar byggja nýtt skip árið 193? Laxfoss, og greiddi það mjög fyrir samgöngum milli Borgarfjarðar- héraðs Norður- og Vesturlandsins við Reykjavík. Þá hófust eins dags ferðir milli Akureyrar og Reykjavík ur. fyrir nokkrum árum strandaði svo Laxfoss eins og kunnugt er rétt við Reykjavikurhöfn og var það af armikill fjárhagslegur skaði og ó- þægindi fyrir félagið, sem á skipið. j Samt var Laxfoss endurbyggður og nokkuð stækkaður og hefir siðan verjð hinn ágætasti farkostur. Hann hefir lengi farið 5 ferðir til Borgar ness og 12 til Akraness á viku. Lax- j foss er hraðskreiður fer ágæt- j lega um fólk í honum. a. m. þegar er sæmilegt veður. Menn skyldu nú ætla. að fögnuð j ur væri yfir að hafa svoria góða fleytu á milli höfuðstaðarins og eins blómlegasta héraðs landsins, sem leiðir fjölda ferðamanna til Norðúr- og Vesturlandsins liggur um. En sú virðist ekki reyndin. Skipið er 'vénjulega hálftómt og rekið með tapi. Fjöldi sérleyfisbíla fer til og frá Reykjavík vestur og norður um Borgaffjörð. En þeir eru bókstaf- lega sama sem allir skipulagðir af ríkisvaldinu fram hjá þessu góða skipi og þrætt með þá inn fyrir allan Hvalfjörð. Og vörur eins og hillast margir til þess að fara með- fram hjá skipinu líka. Nú þessa dagana liggja t. d. fleiri mjólkurbílar Borgfirðinga dag eftir dag fastir í sköflum inni með Hval- firði, meðan Laxfoss rennir tómur frá bryggju og að daglega, ýmist í Borgarnesi, Akrarnesi eða Reykja vík. Og ráðgert er að fara nú að moka Hvalfjörð með ærnum kostn- aði fyrir ríkið, ef ske kynni að veg urinn þar yrði fær 2—4 daga áður en skeflir aftur í snjótraðirnar. útbreiðslufund Fyrir utan þann óhemju kostnað, að halda Hvalfjarðarveginum við, er það á takmörkum að forsvaran- legt sé að láta bifreiðastjórana bæta þeim stóra krók við langan og erfiðan akstur, þegar þeir eru að koma norðan og vestan úr landi. T. d. um daginn þegar sérleyfis- ferðis kom að norðan frá Sauðár- króki í slæmri færð, þá voru bit- reiðarnar loks komnar um kl. 12 að nóttu suöur hjá Hvammi í Norður- árdal og þá með upp undir 100 farþega. Það getur nú hver maður reynt að fara í spor bílstjóranna. að eiga þá eftir að aka fyrir Hval- fjörð um nóttina. Og ennþá er ekki minnsta atriðið 1 og það er hinn óhemjulegi aksturs kostnaður, sem einstaklingar og þjóðarheildin verður fyrir af þessu ráðlagi. Nú er fargjald með Lax- fossi 15 krónur milli Akraness og Reykjavikur, en 25 krónur milli Reykjavíkur og Borgarness. En fyr ir Hvalfjörð um 30 kr. frá Reykja- vík til Akraness og um 40 kr. til Borgarness. En þó er þetta ekki aðalatriðið. Hin gífurlega eyðsla á benzíni og bílum, oft hinn miður góða Hval- fjarðarveg, er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Auðvitað er sama hvort eru 10 eða 100 menn með Laxfossi úr því hann fer ferðina hvort sem er. Seinustu ferðina fyrir jól sagði t. d. eitt blaðið frá því, að þá hefðu 7 stórar bifreiðar lagt héðan norður hlaðnar fólki og pósti, en það sagði ekki frá því að þrjár þeirra biluðu á Hvalfjarðar- veginum. Það hefir líka ekki sagt frá því að Kaupfélag Borgfirðinga tók í notkun nýjan dýran mjólkur tankbil í febrúar í fyrra til þess að aka mjólk eftir Hvalfjarðarveg inum, en að hann var orðinn út- gerður og ónýtur s. 1. haust. Nei, hvernig búskapur okkar ís- lendinga er nú er ekki að kenna síldarleysi eða' harðindum — það er fyrst og fremst að kenna ráðleysi okkar og búskussahætti. V. G. « « « í 'ikátaheimilinu við Snorrabraut, sunnudaginn 23. jan. « |j kl. 2 e. h. ll ♦♦ *t :: í! « Fundarefni: « « « « 1. Varnir og.lækning mænuveiki (Jónas Kristjánsson læknir). 2. Upplestur (Þórbergur Þórðarson). 3. Ræða (Gretar Fells). 4. Munurinn á almennum lækningum og náttúrulækningum (upplestur). 5. Hreindýrin í Arnarnesi, (gaman og alvara). 6. Frásögn af lækningum á krabbameini. Öllum heimill aðgangur ókeypis. «:::«::«:::t::::::::««:::::::::«::::::::::«:::::::::::::::«:::t«t:s::::«««:«:««ss iiiiiiiiiiiiiiniiinniiiiiiiiiiniiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiimiiiiiinuiiiiiiiiHiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimini i Náttúrulækningafélag íslands heldur I almenna skemmtun í Tjarnarcafé máund. 24. janúar kl. 8,30 e. h. Til skemmtunar verður m. a.: Minni félagsins (Gretar Fells). = Einleikur á píanó (Skúli Halldórsson). íslenzkar kvikmyndir (Vigfús Sigurgeirsson). 1 Gamanþáttur (eftirhermur o. fl.). I Náttúrulækningafélag íslands 60 ára (gamanþátt- 1 ur Axel Helgason). i Ekki samkvæmisklæðnaður — Öllum heimill aögangur. Allur ágóði af skemmtuninni rennur í heilsuhælis- | sjóð. — Aðgöngumiðar seldir i Flóru, Austurstr. 4 og I Matthildarbúð, Laugaveg 34 A. iiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiimimiiimiiimuiiiimniiiiiiimmmmimmmmmmmmmmmiiiiMMiiiimimiim Auglýsið í TÍMANUM . /*'-» -'e iiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiniiiimiiiinmiiimiiiiiiniiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiimiiiiiiiimmiiiiimiiiimminiiiiiiin:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.