Tíminn - 23.01.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1949, Blaðsíða 3
16. bla'ð TÍMINN, sunnudaginn 23. janúar 1949. 3 # Þorkell Krafla: Koma nú loksins landbúnaðarvélarnar? Eins og ljóst er orðið, var „nýsköpunin“ svo kallaða að- allega togarakaup, kaup á bátum, bygging frystihúsa. Nýsköpunarstjórnin hafði stundum hælt sér af því, að hún hefði keypt togarana á ódýrum tímum, en það er nú komið í ljós, að togararnir voru keyptir með þeim skil- málum, að þeir skyldu hækka að sama skapi og efni og vinna hækkaði meðan verið væri að smíða þá. Þessi tog- ara- og bátakaup eru tiltölu- lega miklu minni en gerð voru eftir næstsíðustu styrj- öld, einkum þegar miðað er við þann auð, sem þjóðinni safnaðist nú. Tvennt er ef til vill eft- irtektarverðast við þessa svo kölluðu nýsköpun. í fyrsta lagi, að meginið af þeim peningum, sem þjóðinni hafði safnazt, eða nánar til- tekið 580 milljónir króna að viðbættum gífurlegum gjald- eyristekjum fyrir útfluttar vörur í 2 ár, fór að mjög miklu leyti í alls konar óþarfa og glingur, en í annan stað er það sérstaklega eftirtekt- arvert, að annar höfuðat- vinnuvegur þjóðarinnar, svo að segja gleymdist. í áætlun- inni, sem gerð var um hina svo kölluðu nýsköpun, voru ætlaðar 50 millj. kr. til kaupa á landbúnaðarvélum, en það var aldrei keypt fyrir nándar nærri þessa upphæð. Áætlun- in var ekki framkvæmd. Það voru fluttir inn jeppar, sem bændum var talin trú um, að þeir ættu að fá, en nú er það orðið upplýst mál, að mikl- um hluta þeirra var úthlutað til kaupstaðabúa af nýbygg- ingarráði, eftir þeim ein- kennilegu reglum, að hver pólitískur meðlimur ráðsins fékk vissa tölu bifreiða til út- hlutunar, eins og ránsfeng, en talið er, að skrifstofustjór inn hafi verið hálfdrættingur á við ráðsmennina. ★ En nokkur hluti Sjálfstæð- isflokksins sá og skildi, og það að vonum, hve hörmu- lega landbúnaðurinn hafði verið leikinn í öllum þessum innflutningsmálum, og hefir hann borið fram á Alþingi tillögu um innflutning jeppa og gert s.l. sumar samþykkt að sýna bændum einlægan vilja sinn í því að sjá um innflutning á landbúnaðarvél um. Það er nú vitað, að bún- aöarmálastjóri hefir nýlega gert tillögur um það, hve mik ið skúli flutt inn af landbún- aðarvélum á þessu ári, og enn fremur er vitað, að þessi mál eru nú á döfinni til á- kvörðunar í fjárhagsráði og hjá ríkisstjórninni. Það er með öðrum orðum þessa dag- ana verið að taka ákvarðan- ir um það af æðstu stjórnar- völdum landsins, hvort leyfa eigi íslenzkum bændum að eignast vélar og tæki í sam- ræmi við það, sem aðrar at- vinnugreinar landsmanna ráða yfir. Það er fyrirfram vitað mál, að Framsóknar- flokkurinn verður þessu máli hlynntur, og því verður ekki að óreyndu trúað, að þings- ályktunartillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi um þetta efni og landsfund- arsamþykktin frá s.l. sumri sé fláttskapur einn og hræsni. Ólíklegt má og telja, að jafn- aðarmenn séu þessu máli fjandsamlegir.Þeir hafa hvað eftir annað gert það, að um- ræðuefni í Alþýðublaðinu, að nauðsynlegt væri, að landbún aðurinn fengi vélar til um- ráða,- til þess aö framleiðsl- an yrði ódýrari og verkamenn fengju landbúnaðarvörurnar með hagkvæmara verði. Búnaðarmálastjóri hefir gert sínar rökstuddu tillögur um nauðsynlegan innflutn- ing og nú standa yfir þessa dagana endanlegar ákvarð- anir um þessi mál. En flest- ir munu telja, að landbún- aðarvélarnar, sem íslenzkir bændur hafa þráð svo mjög, séu nú loksins að koma, því þótt mikil tvöfeldni og flátt- j skapur ríki í íslenzkum stjórn ’ málum af hendi ýmissa, verð ur því ekki að óreyndu trú- að, eftir allar þær samþykkt- ir, sem um þetta mál hafa verið gerðar, að bændum | verði nú neitað um innílutn 1 ing á landbúnaðarvélum. Vitanlega ættu landbúnaðar- vélar að vera það fyrsta, sem Marshall-peningarnir eru not aðir til, þegar þess er gætt, hvernig hin svo kallaða ný- á landsfundi sínum til þess sköpun vanrækti landbúnaö- inn gersamlega. Auk þess ber sýo vitanlega að ætla land- búnaðarvélunum sinn fulla skerf í innflutningsáætlun- inni. Til sölu vatnsorkurafstöð 4.5 kílówött ásamt aðrennslisrörum úr járni, nokkrum staurum og vírum. Látið bæjarlæk- inn hita og lýsa heimilið. Munið: tækifærisverð. — Sími 14 D, Kirkjuból, Akranesi. Bragi S. Geirdal. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiniiii] Þakka hjartanlega hlýjar kveðjur, heimsóknir og | | gjafir á 70 ára afmæli mínu 8. janúar síðastliðinn. | Dagur Brynjúlfsson.1 I lllalllllll■■•l•llll•llllllllll■lll■lll•llllll■lllllllllllll■ll•l•llllllllllllllll■llllllllllllll•llll■■llllllllll•llllllllllllllll•lllllllll•ll Sótt í brnnna sögnnnar Hclltiliökin í Reykjavík. Þetta er 100 ára gömul skammagreln, sem Þjóðólfur birti á fyrsta ári sínu, 13. janúar 1849. Glöggir lesendur munu fá af greininni nokkra hugmynd um byggingarmál bæjarins og blaða- mennsku á þeirri tíð. Það er nú orðinn siður í Reykjavík, að þekja húsin með hellusteini. Hellusteinn þessi er samkynja hellum þeim, sem hafðar eru í ritspjöld og reikningstöflur og flestir munu þekkja. Þakspjöldin eru negld með eirnöglurn ofan á langböndin, sem liggja á sperrunum. Svo eru hellur þessar skaraðar, eins og títt er að gera á torfi; ríður mjög á því tvennu, að hellurnar séu trúlega negld- ar og falli sem bezt. Éegar búið er að leggja helluþakið á húsið, þá eru samskeytin öll á hellunum að innanverðu fyllt með Cementi, og ríður ekki minna á, að það sé líka vand- lega gjört. Þegar Cementið þornar, verður það hart eins og steinn, og þá er þakið al- búið. Dómkirkjan var hið fyrsta helluþakta hús í Reykjavík. Síðan var farið að þekja þar fleiri hús með hellum. Sum af húsum þess- um eru steinhús, en sum eru með tréveggj- um; en bezt á helluþakið samt við stein- veggi. Það er kostur á helluþökum, að eigi sakar, þótt eldneistar fljúgi á þau, eða þó loga leggi á þau nokkurn, ef kviknar í næsta húsi, eða loga bregður upp um stromp á steinþöktu húsi, og er því hægra að verja slíkt hús elds- voða. En þök þessi eru mjög köld og hin verstu þök, ef illa er frá þeim gengið. í sumar, er var, var lagt helluþak á skóla- húsið í Reykjavík. Mun herra Schuthe, húsasmiður, hafa stutt mjög að því. En fyr- ir þá sök er helluþakið lagt á skólahúsið, að þakið, sem áður var á honum, og var úr tré, þótti óhafandi sökum leka, og segj a kunn- ugir menn, að það hafi eigi verið logið. — Schuthe hafði umsjón yfir því, er þak þetta var lagt á; en það drógst fram undir haust, og var gjört í mesta flýti, þá er rigningarn- ar voru sem ákafastar í septembermánuði. Siðan var það kíttað að innan með Cementi, eins og venja er. Sömuleiðis var tréþakið gamla rifið af biskupshúsinu í Laugarnesi, og helluþak lagt á það í staðinn, og lagöi Schúthe sjálfur þakið á, ásamt öðrum dönsk um manni, og munu því margir hafa ímynd- að sér, að það hafi verið vel gjört og vand- lega; en reynslan hefir þegar sýnt, að það hafi verið fjarri. 23. dag desembermánaðar var hér syðra ofsaveður hið mesta á land- sunnan með ákafri rigningu, og þá varð það líka bert, hversu trúlega Schúthe haföi lagt helluþökin á. Skólinn lak eins og hrip, loftin flutu öll í vatni, og öll herbergin á austurhlið hússins, svo varla gat nokkur inn í þau komið eða inni í þeim verið. Ofan af efsta loftinu streymdi vatnið í stórlækjum, ofan allan stigann og út í fordyri hússins. í einni stofu var sett undir 40 dropa, og þó var eins og undir engan væri sett. En þótt þetta kunni að þykja mikill leki, þá var hann þó varla teljandi hjá lekanum í Laug- arnesi. Þar stóðu fimm menn í austri alla nóttina og var einn stampur fullur, er ann- ar var tæmdur. Þar að auki reif og nokkuð af þakinu af Laugarnesstofu. Þetta er nóg- ur vottur þess, hversu vandvirkur Schúthe hefir verið í því, að leggja helluþök á hús, mun hann og vera óvanur þeim starfa. Þak- ið á kirkjunni hafði verið vandað meir, því að þótt nokkuð læki inn um þakið, þá var það þó ekki svo, að orð sé á því gjörandi; og svo má leggja helluþökin á, að eigi leki neitt. því að önnur helluþökt hús í bænum láku lítið eða ekkert, og eitt þeirra er þó ókittaö ennþá, og það sem eftirtektarverðast er, að það þak hafði lagt danskur maður, sem mun vera því starfi óvanur, með hjálp tveggja íslendinga sunnan úr Hafnarfirði, sem líklegt er að séu því líka óvanir, og allt fyrir þetta lak húsið þó varla einum dropa. Það er því auðséð, að leki sá hinn mikli, sem er á skólahúsinu og biskupsstofunni í Laug- arnesi, kemur af því, að illa eru lögð þökin og illa kíttuð, en það er Schúthes skuld; því að hann átti að sjá um það, að þökin væru vel lögð og vel frá þeim gengið; og víst eiga íslendingar hönk upp í bakið á Schúthe, ef stórhús landsins fúna niður sakir leka fyrir handvömm hans, og verða eigi til annars hæf en að þurka í þeim þvott sem kjöllur- um, eins og nú er í Laugarnesi. Og að ví'su er það hart aðgöngu, að íslendingar skúlí hafa það bótalaust, þar sem beinast sýnist liggj a við, að Schúthe eigi að borga allt það tjón, sem af aðgjörðum hans flýtur; og að' vorri hyggju var þa'ð yfirsjón biskupsins, er hann lét eigi greinda menn skoða húsið, þegar lak svo fjarskalega, og hann sá, hversu frá því var. gengið, fyrst eigi var kostur á því þegar í sumar, að fá menn. sem vissu hvernig helluþök á að leggja, til að segja álit sitt um, hvernig gengið væri frá húsinu í öllum efnum. En svona fer, þegar Rentu- kammerið ætlar að hafa sparnað við fyrir hönd íslendinga. Lýsing Svcins Pálssonar á brjóstveiki (f ritum Lærdómslistafélagsins 1797 birtist grein eftir Svein Pálsson nm sjúkdóma, sem til bana verða á Is- landi. Hér er einn kafli þeirrar ritgerðar birtur til sýnis). Brjóstveiki þekkist af varandi þurrum, síðan þyngri og seinast greftri blöndnum hósta, mæði, þyngslum fyrir brjósti, hásum málrómi, og upp á síðkastið hægri sótt meö hitaflögri, magnleysi og náttsvitum, er kallast rýrnunarsótt. Sjúkdómur þessi er al- mennari til sveita en sjávar, og er það( merki til hann orsakist a'ö mestu, hér í landi, af áður undangengnum og illa læknuðum lungnanna bólgum, sem helzt grípa þá, er krapta beztir eru, og hafa viðurværi sitt af landi, grefur þá í lungunum, og springur siðan, er þekkist af graftraruppgangi, en, ekki er það sjaldnar að smáeitlar eða vatnssullir koma, í lungun, er um síðir verða að illsku kaunum og fortæring lungn- anna, og er hvert um sig eins fárlegt, því þó lungnasullur springi, vogur og sullhús gangi upp og manneskjan þykist fullbata, sækir veikin hana þó heim aftur við minnsta tækifæri, nema unglingur sé og gjaldi var- huga við öllu því, er skaða kynni. Brjóstveiki getur og orsakazt af brjósts vatnssýki, eink- anlega skyldu þeir, sem jafnaðarlega drag- ast með þurrum berringshósta og hæsi, mæðast við hverja áreynslu, aí hverri helzt orsök sem vera kann, vara sig, því það er viss undirbúningur til brjóstveiki. Og hver sú veiki, hvort heldur ickt (gigt), skyrbjúgur, kláði, heimakoma eður anna'ð, sem slær inn, lendir oftast í lungunum og ollir (veldur) nefndu tilfelli, ef ei hastar- legri lungnabólgu. Sumir eru meir hneigðir og svo sem skapaðir til brjóstveikju, þeir nefnilega, sem eru langleitir, hálsmjóir, ber- axlaðir, flatbrjóstaðir, limagrannir og hör- undsfínir, illgeðja'ðir og bráðsinna. Líka gengur hún í arf mann frá manni, yfir- fallast þessir oftast milli hálftvítugs og þrítugs, nái 36 árum komast þeir til fimm- tugs eður lengur, en fái þeir hana, er þeim ekki hjálpar von. í tilliti til áður sagðs, og lækningarmátans er brjóstveiki yfir höf- uð 2-slags nefnd. A) Lungnasullur, er þekkist af undanfar- andi lungnasótt, og hastarlega uppáfallandi graftrar uppgangi, við hvers byrjun oftast iíður yfir hinn sjúka, af umbreyting þieirri er verður þegar sullurinn springur. í slíku tilfelli skal: 1. ) Búa þannig að sjúklingi, sem kennt er í 2. 2. ) Láta hann drekka mjólk er hylde- blómstur eru soð'in í, taka inn kínabarkar- seyði, er fæst á apótekum, 3var á dag 1 sþón, og daglega vera á ferli, ef kraftar hans leyfa, en vara sig við köldu og óhreinu lofti, skörp- um dömpum og allri ólykt. B) Lungnamein er þekkist af áðursögðu, helzt varandi berrings hósta, sífelldum upp- gangi graftrar og móleitrar vilsu, andfýlu, brjóstþyngslum, mæði og uppdráttarsótt, er þá aö reyna, þótt einskis fullna'ðarbata sé von: 1. ) Að opna æð á fæti áttundu hverja viku, en láta ei blæða meira en pela, eink- um sé langt sí'ðan veikin byrjaði. 2. ) Búi sjúklingur vi'ö sjávarsíðu hvar ó- hollt loft, illt vatn og slæm húsakynni eru, ætti hann hvert sumar, meðan heitast er, að halda sig upp til sveita og hræra sig af öilum kröftum. 3. ) Fyrst á vorin svo sem 6 vikna tíma drekka te af fjallagrösum, eöur nýja mjólk (Framliald á 6. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.