Tíminn - 01.02.1949, Page 3

Tíminn - 01.02.1949, Page 3
22. blað. TIMINN, þriðjudaginn 1. febrúar 1949 »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.............. ^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦i- ♦♦ :: ♦♦ 1 ll í siendingaþættir !:»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ zi»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Helga Þórðardóttir ^iokiiiii' miimingaFoi'S Pyrir sjötíu og fimm árum síðan, eða 21. janúar 1874, fæddist hjónunum að Hamri í Þverárhlíð, þeim Guðrúnu Hermannsdóttur og Þórði Þorsteinssyni, meybarn, sem síðar var vatni ausið og gef- ið hið fagra forn norræna nafn: Helga. Helga litla var síðan brátt tekin í fóstur af hjónunum Pinni Sveinssyni og Þórdísi konu hans að Háa- felli í Dölum, þar sem hún ólst síðan upp þar til hún varð gjafvaxta stúlka. Poreldrar Helgu fluttu einnig vestur í sömu sveit og bjuggu að Harrastöðum um langt skeið. Áttu þau níu börn, er náðu fullorðins- aldri. Er nú aðeins eitt þeirra 1 á lífi: Hermann, kennari við Laugarnesskólann, en áður, lengi bóndi að Glitsstöðum í Noröurárdal. Helga giftist laust eftir. aldamótin Pétri syni Hjálm- j týs Magnússonar bónda og læknis að Svínhóli og Kvenna j brekku, ágætum dugnaðar-, og ráðdeildarmanni. Bjuggu þau Helga og Pétur á þrem- ur jörðum í Dalasýslu og sið- an alllengi á Skógarströnd- inni, þar til þau brugðu búi fyrir nokkrum árum og fluttu til sinna góðu og efnilegu barna í Reykjavík: Sigríðar, Fanneyjar, Þórdísar og Hjálm týs. Hefir fjölskyldan síðan búið saman með hinni mestu prýði, síðustu árin að Greni- með 7 í Rykjavík. Þar and- aðist Helga 25. f. m. eftir mikla vanheilsu, sem hún bar með mesta hetjuskap. Búskapur þeirra Helgu og Péturs var jafnan farsæll og voru þau alltaf vel bjargálna, vegna dugnaðar síns, iðju- semi og ráðdeildar. Á harðindaárunum um 1880—90 lék Helga sér kát lítil stúlka vestur að Háafelli í Dölum, en fór strax og kraftar leyfðu að hjálpa til við hin erfiðu heimilisstörf. Eftir að Helga gerðist hús- freyja — og móðir — með ævifélaga sínum þar vestra, þá einkenndi jafnan heimili hennar góðvilji og glaðlyndi. Þótt húsmóðirin væri bók- hneigð, stundaði hún börnin sín fjögur og bústörfin jafn- an með prýði. Öllum var hlýtt til Helgu, er kynntust henni fyrir hennar gestrisni, glaða viðmót og hjálpsemi, er hún hefir m. a. gefið svo ríkulega börnum sínum í arf. Manni sínum var Helga hin ágætasta eiginkona og börnin hennar munu af al- hug geta tekið undir með Matthíasi er hann kveður eftir móður sína: Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við listaiindir. En enginn kenndi mér eins og þú ið eilífa og stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir. En það voru ekki aðeins börn Helgu, sem elskuðu hana. Allir vandala^sir, sem dvöldu á heimili hennar gerðu það einnig. Hún var Íslenzkar kvenhetjur Eftir Ilöðvar Magmisson, Laugarvatni ein af þessum látlausu, traustu íslenzku konum, sem starfa í kyrrþey en byggja upp traustustu stoðir þjóðfé- lagsins, með sívakandi starfi og sjálfsafneitun: góð heim- ili. Úti í löndum er það siður að leggja blóm á leiði ó- þekkta hermannsins og stund um að byggja við það vegleg og heimsfræg minnismerki eins og t. d. í París — við leiði þess manns, sem með brugðnum brandi gegn „ó- vinum“ þjóðar hans hefir lát ið lífið fyrir ættjörðina. Hér á íslandi væri góður siður á hátíðisdegi þjóðarinn ar, að leggja blómsveig á leiði óþekktu húsfreyjunnar ís- lenzku, móðurinnar, sem kenndi oss gegnum aldirnar: „ástkæra ylhýra málið og allri rödd fegra.“ Það hefir aldrei verið skráð og verður sennilega aldrei skráð hvað hinar kyrrlátu, yfirlætislausu íslenzku hús- mæður hafa um aldaraðir verið mikið íslenzku þjóðlífi. Og þegar þær falla frá, eftir sitt oft kyrrláta lifsstarf, en dýrmæta, minnast þeirra fáir eins og vert er. Það er eins og fæstir taki eftir þeim, nema þeir, sem hafa kynnst þeim persónu- lega. En konur eins og Helga Þórðardóttir, sem kvödd er í dag af eiginmanni, börnum og öðrum vinum, þær skilja eftir sig óskipta þökk og yl í hugum þeirra, sem kynnst hafa þeim á lífsleiðinni. V. G. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h.f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. Þetta er ein af þeim mörgu bókum, sem komu út fyrir jólin núna. Ekki veit ég, hvort allir eru með sama markinu brenndir og ég, þegar ég lýk lestri á nýrri bók, að ég legg þær frá mér með mismunandi gleði eítir lesturinn. Sumar leggur maður frá sér með það fyrir augum að líta aldrei i þa^r oftar, aðrar gefa litla ánægju, en hafa þó ekki skilið eftir neina gremju hjá manni, já svo sem ekkert hvorki gott né illt. Þá eru eftir þær bæk- ur, sem maður leggur frá sér með óblandinni ánægju að afloknum lestri. Ein þess- ara bóka eru íslenzku kven- het j urnar hennar Guðrúnu Björnsd. Þar fer saman hið söguríkasta efni og hugljúf- ur frásagnarstíll, sem tekur mann fastan og heldur föst- um við lesturinn unz lestri bókarinnar er lokið. Frú Guð rún er afburða vel ritfær og segir vel frá öllu, sem hún segir. Er hún þar um allt lík móður sinni frú Ingunni frá Kornsá, sem jafn ánægjulegt var að eiga tal við og lesa eftir, allt fram á elliár. Sögur þessar eru 9 fyrir ut- an Herleiðing og bókarlok. Myndir eru í bókinni af öll- um konunum, sem lýst er. Ekki kafna konur þessar und ir nafni þótt veglegt sé. Er þar hver konan annarri meiri — og betri, sem hver um sig hefir unnið svo stóra sigra á erfiðleikum og mannlegum raunum í lífinu, að hverjum hershöfðingja væri meir en samboðið, hvað þá meðal karlmönnum. Enda er það fyr ir löngu viðurkennt að í stærstu hörmum mannlegs lífs, hafa konurnar staðið sig betur, — en karlmennirnir. Þegar feðurnir hafa gugnað í sárum vinamissi hafa kon- ur þeirra hvergi haggast og verið þá þeirra stoð og styrk- ur, — sannar hetjur. Þetta hefir skeð á öllum öldum, allt frá því að Ásgerður fann ráðið að sækja Þorgerði dótt- ur sína í Hjarðarholt til að hugga mann sinn Egil Skalla grímsson, sem eftir dauða Böðvars var óhuggandi, þótt enginn veifiskaði væri, — j og fram á þennan dag. Það er jþví ekki um skör fram hjá frú Guðrúnu, þótt hún dragi fram i dagsbirtuna þessar fáu ágætiskonur, af mörgum, sem enn liggja óbættar hjá garði. Það er ekki fyrir allar stúlkur að fara í föt Jakobínu Jensdóttur ljósmóður á Siglu firði, þegar hún var að ferð- ast yfir Siglufjarðarskarð í blindhríð, og gekk af sér tvo röska menn. Vel fer þetta fagra nafn ljósmóðir á slíkri konu. Þá myndi margur karlmað urinn hafa kiknað meir en þær gerðu fátæku barnakon- urnar Dýrleif, María og Ste- fanía, sem allar börðust þrot- laust til sigurs við fátækt og heilsuleysi árum saman, unz fullum sigri var náð. Þá gleymir enginn, sem les um Maríu í Lundi, þegar hún braust norður yfir Siglufjarð arskarð á undan fjárhópnum í blindhríð gangandi við hlið uppáhaldshestsins, og bjarg- aði öllu fé og mönnum úr ihríðinni. Þá er það ekki fyr- I ir alla að búa til sólríkan sumardag og færa hann upp á baðstofuloft í stórhríð, eins og móðir höf. Ingunn gerði í Grímstungu einn hríðardag og skaffaði börnunum sínum togið sitt til að láta þau breyta því i græna töðu. Mörgu hafa góðu mæðurnar fundið upp á til að breyta tárum barna sinna í sólskins- bros fyrr og síöar, en þetta finnst mér bera af. Þá er ekki síður æviþáttur frú Bjargar Einarsdóttur, síð- ari konu séra Hjörleifs Ein- arssonar prófasts á Undir- felli, en móður frú Guðlaug- ar konu Sigurðar Kristinsson ar framkvæmdarstj óra. Fer þar allt saman frámunalega góð og merk kona, einkenni- lega viðburðarrík ævi, sem er „full af frægð og sJ/íði“, blönduð hinum sárustu sorg- um og hörmum, ástvinamissi, veikinda og dauða, en líka framúrskarandi þreki og lífs- gleði, sem entist henni alla ævi til 94 ára aldurs, — og svo frásagnarlist Guðrúnar. Ekki er frú Guðrún marg- orð um litlu frænku sína Ing- unni Jónsdóttur, Árnasonar bankastjóra og Sigríðar syst- ur Guðrúnar, þessa einkadótt ir þeirra hjóna, sem dó ung svo sviplega og öllum varð harmdauði, sem hana þekktu. Þegar allt samferða- fólkið er svo óþolinmótt út af því að bíllinn hafði bilað, og talar ekki um annað en óhappið, segir Inga litla, sem um stund hafði verið þögul. „Hvers vegna er alltaf verið að tala um það sem orðið er?. Því má ekki eins tala um það, sem verður í kvöld, þegar við komum að Laugarvatni og fáum svo gott að borða og allt verður svo skemmtilegt“. Það var litla stúlkan ein, sem vildi dreifa áhyggjunum og horfa fram til gleðinnar, sem í vændum var, en ekki einblina á yfir- standandi erfiðleika. Þá er að lokum Amma mín, frásögn frú Guðrúnar á æskuást ömmu sinnar. Finnst mér sú lýsing bera jafnvel af öllu í bókinni. Það er þessi sak- lausa „ást í íslandsdölum“, sem Þorsteinn Erlingsson kveður svo fagurlega um, sem þarna kemur fram. En inn í þennan helga lund voga ég mér ekki. Þó vil ég ekki biðja afsökunar á því, að ósjálfrátt dettur mér i hug, að höf., sem er alin upp á sömu æsku- sfcöðvum og í sama dalmim þekki eitthvað til likrar hrifn inga og amma hennar, en nú má ekki segja meira. — Þetta er orðið lengra mál en til stóð, en þetta hug- ljúfa efni og frásögn heíir teygt mig áfram. Að lokum þakka ég frú Guð rúnu fyrir bókina. Hún hlýt- ur að verða kærkomin öllum íslenzkum konum. En hver skrifar um allar þær ágætu konur, í öllum landsfjórð- ungum, sem óbættar liggja hjá garði. Frú Guðrún hefir leyst af hendi sitt hlutverk með mikl- um sóma, og á þakkir skildar fyrir. Þessa bók er gaman að eiga og lesa oft, en það er meira en sagt verður um margar bækur. Nýlendustaöa Grænlands Eftir dr. Jón Dúason Vilhjálmur Finsen er ein- asti lögfræðingur Austur-ís- lendinga, er heimsfrægð hef- ir hlotið. í 20. kapítulanum í óprentuðu réttarsögunni sinni í Árnasafni segir hann undir fyrirsögninni „Territor- ium Grænland (þegnréttur)“ , „ . . . Frá íslandi byggðist Grænland 986 og nýlenda þessi var talin hluti hins ís- [ lenzka þjóðfélagssvæðis. Til þess vísa orðin „í várum lög- um.“ Það verður því að álíta, ■■ að öll íslenzk lög og réttar- j venjur hafi að sjálfsögðu ver ið í gildi á Grænlandi, er virð- J ist hafa haft sérstakt þing,' er virðist hafa verið skapþing (ekki eins og þau norsku), en raunar aðeins dómþing, ekki löggjafarþing.“ Síðar ritar hann á rönd ritsins, sér til minnis: „Hér ætti, ef til vill,1 að gera grein fyrir landsvæði hins íslenzk-grænlenzka þjóð félags.“ í . ísl. útgáfunni af Grágás hafði hann áður sýnt fram á, að Grænland væri ný- J lenda íslands og hluti hins ísl. þjóðfélagssvæðis og sömu- [ leiðis í dönsku þýðingunni á konungsbók. I Hinn stórmerki nýlátni landi vor próf. juris Svein- björn Johnson, er var dóms- málaráðherra og hæstarrétt- ardómari í Norður-Dakota og síðast próf. í lögum og lög- fræðilegur ráðunautur ríkis- háskólans í Illinois, fullyrðir í formála fyrir hinni ensku þýðingu sinni á Grágás, aö Grænland hafi verið hluti hins ísl þjóðfélags. Á einum stað farast honum t. d. þann- ig orð: „ . . . Veldi Noregs- konungs náði vestur á mitt haf í átt til íslands (Gula- þingsl. 111, Ngl. I, 50). ísland fór með yfirráðarétt austur á mitt haf í átt til Noregs. ís- lendingar töldu sig hafa yf- irráðarétt í vestur frá íslandi, þar á meðal yfir Grænlandi (Ib. 195—97, III. 436—66), einnig yfir landaleitan, til að finna ný lönd og eru þá höfð í huga nýfundin lönd í vestri (Vínland og það svæði yfir- leitt). Grænland var numið frá íslandi og var samkvæmt alþjóðalögum nýlenda ís- lands. í Frostaþingslögum eru tilsvarandi fyrirmæli, þar sem sagt er beinum og ber- um orðum, að taka arfs skuli fara að íslenzkum lögum, þeg ar eigandinn deyi“ fyrir vest- an mitt haf eða á íslandi út „(Ngl. I, 210, gr. 6). Það virð- ist vera útkljáð mál eftir beztu heimildum, að Græn- land var numið af íslending- um og landnámiö byrjaði 985 eða 986 e. Kr.f.“ Hinn víðkunni þjóðarrétt- arfræðingur og ágæti íslands vinur, dr. jur. Ragnar Lund- borg, hefir haldið fram sömu skoðun og þessir tveir landar vorir og ennfremur, að þessi réttarstaða Grænlands hafi (Framhald, á 7. slðu). 4B* fl rfynt#(WW

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.