Tíminn - 01.02.1949, Page 4

Tíminn - 01.02.1949, Page 4
•1 TÍMINN, þriðjudaginn 1. febrúar 1949 22. blað. „Siðasta bændafulltrúa- samþykktin" í 8. tbl. „Víkings“ þ. á. læt- 'ar hr. Steindór Árnason — nú orðinn forstjóri — ljós sitt skína. Tilefnið er það, aö í 68. og 70 tbl. „Tímahs" gerði ég -nokkrar athuga- semdir við grein, er nefnd- ur Steindór birti um bænd- ar, fulltrúa þeirra o. fl. í 10. .tbl. „Víkings" 1947. Þessar hugleiðingar mínar virðast allmjög hafa farið í taugar Steindórs Árnasonar og tjáir eigi um það að sakast, enda virðist ekki þurfa mikið til þess að þjóti allharkalega í þeim skjá. St. Á. segir, að ég hafi tal- ið mig sjálfkjörinn til þess, að ganga fram fyrir skjöldu tulltrúanna, er sátu Akur- eyrarfundinn. Ekki mun ég deila við St. Á. um það, hversu „sjálfkjörinn“ ég tel mig í þessu efni og ýmsum óðrum. Hann má lifa í sinni sælu trú í því efni. En ég vissi, að „Víkingur“ er lítið iesinn upp um sveitir yfir- leitt og bjóst því við, að fáir fulltrúanna, er St. Á. beindi fyrst og fremst geiri sínum að, eða jafnvel enginn þeirra sæi greinina og hefðu því ekki tækifæri til að svara henni. Enda mun það hafa verið rétt getið til. Og hér kom fleira til. Eins og menn sjá, sem lesa fyrri grein Stein dórs, þá helgaði hann bænd- am yfirleitt og þeirra fram- leiðslu ýmsar hugleiðingar á þann hátt, að ekki taldi ég ueina goðgá, þótt þar væru gjörðar við athugasemdir áf fleirum úr bændastétt en hinum kjörnu fulltrúum. Ég lít lika þannig á — og ég oýst við að fleiri bændur séu þeirrar skoðunar — að um leið og við kjósum vissa menn til þess áð framfylgja krof- um okkar, þá hvíli alveg ó- hjákvæmilega sú skylda á okkur um leið, bæði við þessa menn, sjálfa okkur og stétt okkar að sýna það í orði og verki að þetta séu okkar kröfur allra. En, það er ef til vill til ofmikils mælst, að St. .4 skilji þetta. St. Á. segir, að fulltrúunum hafi verið slæmur greiði gerð ar með þessum „vaðli“ mín- .im „um allt og ekkert.“ O-jæja. Ég hefi nú samt ekki orðið þess var, að stéttar- bræður mínum hafi þótt slík skömm að grein minni, að þeir hafi talið sér skylt að . biðja afsökunar á henni. En það er meira, en hægt er að segja um grein Steindórs forstjóra. St. Á. telur grein mína , „vaðal um allt og ekkert.“ En hvernig stendur þá á því, ,að hann telur sig þurfa að . skrifa 8 smáletursdálka um slíka grein? En þetta gerir hann nú samt og sannar með því, að fullyrðing hans um mína grein er út í loft- ,ið. Hann finnur, að málstað- ur hans og frammistaða er hvorttveggja lélegt, þótt hann reyni að hrækja hraust lega. Af sama toga er það spunn ið, er St. Á. velur mér ýms uppnefni, kallar mig „sletti- reku,“ „kálf“ og sakar mig um „þýlyndi" o. s. frv. Það skiptir nú auðvitað engu málefnalega, hvort ég er Eftir 9>orsícin Magiiíisson, Höfn „kálfur,“ „slettireka" eða eitthvað annaö. En þar sem St. Á. talar mannalega um það í seinni grein sinni, að við eigum að ræða málin al- mennt, en ekki vera með nein „persónulegheit,“ þá hefði átt að mega vænta þess, að hann steytti ekki sjálfur á því skeri. En hon- um hefir hér farið, sem fleir- um góðum mönnum, að hon- um hefir reynst hægara að kenna heilræðin en halda þau. St. Á. segir, að ég leyfi mér að skrifa um hug sinn til þessa og hins, búi sér til hugsanir og leggi síðan út af þeim. Honum láist nú af skiljanlegum ástæðum að nefna það hvaða hugsanir ég búi sér til. Grein hr. St. Á. lýsir bezt hug hans til „þessa og hins.“ Það þarf því engar hugsanir að búa honum til. Hann lýsir þeim full skil- merkilega sjálfur. St. Á. viðurkennir, að ekki ’ sitji á sér, að svara fyrir Gils ( Guðmundsson. Já. Mikið var! En hann getur nú samt ekki alveg stillt sig um það, þótt ég telji það vafasaman greiða við Gils. En það er sjálfsagt að taka viljann fyrir verkið! Steindór talar um „óbilgirn- ina,“ sem bændur hafi sýnt í því, að heimta sér til handa sérréttindi í því að skipa málum á löggjafarþingi þjóð arinnar. Hver eru þau sér- ( réttindi Steindór Árnason? | St. Á. verður mjög bilt við þá fullyrðingu mína, að öll bændastéttin standi að til- [ lögum fulltrúanna er sátu Akureyrarfundinn og segir, að hann „klígi ekki við öllu, j þann er beri slík rök á borð, fyrir íslenzka lesendur." í ( þessu sambandi má benda á það hvernig þessar marg-1 nefndu tillögur, sem svo ( mjög hrella St. Á. og fleiri. eru tilkomnar: Hvert hrpepabúnaðarfélag ’ í landinu kýs 2 fulltrúa inn- j an sinna vébanda, er síðan j koma saman á svonefndan „sýslufund“ og kýs hann síð- an 2 fulltrúa fyrir hverja sýslu, er síðan koma saman á aðalflund „Stéttar- sambands bænda.“ Fulltrúar þeir, er Akureyrarfundinn sátu eru þessir kjörnu full- trúar, 2 úr hverri sýslu landsins. Þeir fara þar auð- vitað eftir sannfæringu sinni eins og aðrir heiðarlegir menn. Þeir vita líka um ósk- ir og kröfur umbjóðenda sinna, bændanna, sem fólu þeim að fara þarna með um- boð sitt. Útkoma fundarins verður því samnefnari skoð- ana allrar bændastéttarinn- ar. Svo leyfir Steindór Árna- son sér, að kalla það órök- studdar fullyrðingar, er ég segi, að bændastéttin stæði öll að þessum kröfum. „Svo mæla börn, sem vilja,“ stend ur þar. En þessi staðhæfing St. Á. bregður ljósi yfir ann- að: Hún bendir til þess, að Steindór hafi skipað sér í flokk, þar sem málfrelsi og ritfrelsi sé ekki mjög í há- vegum haft; þar sem hann telur það höfuðsynd, að ég skyldi leyfa mér að fullyrða, að þetta væru kröfur bænda- stéttarinnar í heild, án þess — að mér skilst — að leggja fram umboð hvers bónda um, að ég megi nú segja þetta! En ég vona, að St. Á. eigi eftir að sjá það, að þeir eru nokkuð margir, bænd- urnir, sem standa að þess- um margnefndu samþykkt- um, já, miklu fleiri, en hann vill vera láta. Ég tek það fram að þetta ber ekki að skilja sem hótun. St. Á. segir, að þeir, sem sjóinn stundi, hafi óumdeil- anlega fylgst betur með tím- anum, en búandi menn. „En landbúnaðarbylting íslands eygist ekki í bezta sjónauka,“ segii- hann. Ekki skal ég neita því, að breitt er bil á milli sjósóknar á litlum, opnum árabátum, er vegna smæðar sinnar voru bundir við að „dorga upp við sand,“ (þótt ekki geti ég fallist á, að það væri „dáðlaust dorg,“ því sjórinn mun hafa verið sótt- ur fast þá, ekki síður en nú) og t. d. sjósóknar á nýtízku togara, sem gæti borið sig um flest heimsins höf. En bæði þessi þróunarstig í ísl. útgerð muna núlifandi menn. En hvað sést á hinu leitinu? Litlir, kargaþýfðir túnkrag- ar, þar sem áburðurinn var fluttur á þá á klökkum og mulinn ofan í jörðina með „klárum," engin tæki til heyskapar önnur en orfið, ljárinn og hrífan, heyið flutt á sama hátt og áburðurinn á túnin; engin heyhlaða, en heyið borið upp í tóft og þak- ið með torfi. Nú stór og slétt tún, (þótt flestir játi, að þau þurfi enn að stækka, enda unnið ósleitilega að því), þar sem heyskapurinn er ýmist framkvæmdur með hesta- verkfærum, eða jafnvel ein- göngu með vélknúðum áhöld um. Bæði þessi stig íslenzks landbúnaðar muna núlifandi menn. Það fer svo auðvitað eftir smekk og skoðun hvers einstaklings, hvort hann tel- ur breiðara bil á milli ára- bátsins og nýtízku togarans, eða orfsins með íslenzka ljánum og „Farmall-“vél- arinnar. Ekki mun ég fjölyrða mjög um þann spádóm St. Á. (eða kannske megi kalla það ósk?) að ég „og aðrir þeir, er þrjóskast við að yfirgefa óbyggilegustu krummavíkur landsins muni að líkindum allóþyrmilega fá að kenna þrásetunnar næsta harðinda tímabil.“ Aldrei mun St. Á. hafa það í sinni hendi að ákveða kjör og afdrif okkar „krummavíkur-“búa, hversu mjög sem hann belgir sig, og mætti hann því spara sér slíkar spásagnir, enda, að ég hygg ekkert spámannlega vaxinn. Ég hygg, að það fólk, sem „krummavíkurnar“ hafa alið og fóstrað hafi sízt stað- ið að baki hinna, er í þétt- býlinu lifðu, enda skiljan- legt,'því „krummavíkurnar,“ margar hverjar, bjóða börn- um sínum mikla björg og mikil skilyrði til mannsæm- andi lífsafkomu og mikils þroska, en þó alveg ófrá- (Framhald á 7. síðu). Þá er nú janúar liðinn og hefir ýmsum verið erfiður. Stormur og stórviðri hafa geysað og valdið skaða á mönnum og fé. í Reykja- vík hefir þetta verið snjóþyngsti mánuður í allmörg ár. Óhætt mun að fullyrða, að hefðu svona snjó- ar verið fyrir 10 árum, hefðu engir bílar komizt nejtt lengra frá bæn- um. Þá hefðu einhverntíma orðið mjólkurlitlir dagar í Reykjavík. En nú hafa ýturnar brotizt í því að halda vegunum opnum, og hefir þó gengið erfiðlega. En janúar enda með þíðviðri, sem ná mun um landið allt. Og margur vonar eflaust, að með þeirri þíðu mætti eitthvað stilla til, hvað sem úr því verður. En hvernig sem veðrum verður háttað, leng- ist þó dagurinn jafnt og þétt og að sama skapi léttir yfir mörgum, því að þrátt fyrir öll þægindi er það nú svo, að drungi og myrkur skammdegisins verður mörgum þungt 1 skauti. Leikhúsgestur skrifar mér: „Það er ekki ætlun mín að deila við dómarann, en þó langar mig til að gera smávegis athugasemd við eitt atriði í dómi þeim, sem Morgun- blaðið birti um Volpone-sýninguna. Þar segir, að Haraldur Björnsson hafi tileinkað sér gervi Pauls Reu- merts en ekki leik hans. Hér vildi ég benda á það, að Volpone er miklu eldri en Reumert og gervið mun líka vera eldra en Reumert. Það mun því vera misskilningur að hér sé um Reumertsgervi að l-æöa, — heldur er þetta gamait og hefðbundið Volponegervi, sem bæði Reumert og Haraldur hafa tekið að erfðum. Hitt ætla ég ekki að efa, að vel hafi Reumert leikið Volpone, en þó ekki svo vel, að englnn mætti sjá hann öðruvísi. Ég held, að það sé eitthvað bogið við það, ef menn verða svo hrifnir, að þeim finnst allt ómögulegt, sem er með öðrum blæ. Mér virðist þessi Reumerts- dýrkun því líkust, sem einhver hefði orðið hrifinn af ljóshærðri stúlku og finndist svo og segði, að allar dökkhærðar stúlkur væru ó- freskjur. Sá Volpone, sem Haraldur sýndi, var að mínu viti góður og féll vei við efni leiksins og gang. Og mér finnst, að eitthvað hafi vantað í skynjun þeirra áhorfenda, sem ekki fundu hvað viðbjóðsleg skepna þetta var, en vissu ekki neitt, nema að hann væri ósköp leiðinlegur. — Svo hætti ég mér ekki lengra út í þessi mál, en á þessu veit ég að mér er stætt.“ Eitt langar mig til að nefna hér. Leiðtogar þjóðar vorrar tala stund um um ábyrga aðila í þjóðmálum. Ég held til dæmis, að ég hafi lesið í blöðum og heyrt i ræðu talað um það, að ekki væri rétt að tala neitt um hugsaniegt Atlantshafs- bandalag, meðan ábyrgir aðilar hefðu ekkert sagt um það. Hverjir eru þessir ábyrgu aðilar? Mér er ekki kunnugt, að nokkur íslenzkur stjórnmálamaður hafi sætt ábyrgð fyrir afstöðu sína í stjórnmálum. Þeir hætta yfirleitfc engu nema áliti sinu, tiltrú og fylgi og raunar ekki öðru vísi en hver og einn, sem tekur afstöðu opin- berlega. Hver er ábyrgð Ólafs Thors af Keflavíkursamningnum? Og hvað er Jóhann Hafstein ábyrgari en séra Jakob í þessum málum? Og mér finnst jafnvel að mætti spyrja: Er Stefán Jóhann ábyrgarí en Sigurbjörn dósent? Ríkisstjórn og þingmenn hafa valdið til að binda þjóðina meS samningum, en ábyrgðin og af- leiðingarnar falla ekki á þá sjálfa fremur en aðra. Og ég held, að við ættum að gera okkur Ijóst, að i lýðræðislandi erum við öll ábyrg. Látum bíða, að skipta fullorðnu fólki í ábyrga og óábyrga þangað til við höfum aðeins einn stjórnar- flokk með framboðsrétti og valda- stöðu. Geymum það, þangað til upp eru teknir hinir austrænu hættir, að enginn fær pappírsblað eða fjölritunartæki til að skrifa annað en stjórnin vill og engum er heimill fundarstaður eða gatan til að segja annað en það eitt. sem rikisstjórnin vill láta ségja. Undir lýðræðisskipulaginu erum vlð öll ábyrg og skyldug til að hugsa hleypidómalaust. Starkaður gamli Gaðmundur Krlstmundsson bróðir okkar verður jarðaður frá þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði næstkomandi miðvikudag, 2. febr., kl. 1,30 e. h. Athöfnin hefst með bæn að heimili hans Brekku- götu 12 Hafnarfirði. Ingibjörg Kristmundsdóttir, Gunnlaugur Kristmundsson Jarðarför konunnar minnar Stciiiuniiar Krislinar Þórarinsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 2. febrúar og hefst með húskveðju að heimili okkar Hringbraut 37, kl. 2,30 e. h. Fyrir mína hönd, barna okkar, foreldra hennar og systkina. Stefán Hannesson. 9 Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á sextugs af- mæli mínu. Halldór Hansen.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.