Tíminn - 05.02.1949, Side 2

Tíminn - 05.02.1949, Side 2
2 TÍMINN, laugardaginn 5. febrúar 1949 26. blað ST 'Jrá kafi til keiia nótt. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður verður í Iðunn- ar Apóteki, sími 7911. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpið í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.25 Dönskukennsla. — 19.00 Ensku kennsla. — 19.25 Tónleikar: Sam- söngur (plötur). — 1‘.45 Auglýsing- ar. — 20.00 Fréttir. — 20.30 Leikrit: „Fornenskur" eftir John Gals- worthy, f þýðingu Boga Ólafssonar (Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephen- sen). — 22.30 Fréttir og veðurfregn- ir. — 22.35 Danslög (plötur). — 24.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandið. Hvassafell kom til Hamborgar í fyrrinótt frá Rotterdam og fór það- an aftur í gær áieiðis til Osló. Vigör er í Carboner í Nýfundna- lándi. Ríkisskip. Esja var á Vopnafirði í gærmorg- un á norðurleið. Hekla er í Álaborg. Herðubreið er á Vestfjörðum á norð urleið. SkjaldbreiC fer frá Reykja- vík í kvöld til Snæfellsneshafna, Gilsfjarðar og Fiateyjar. Súðin er á leið frá Reykjavík til Ítalíu. Þyr- ill var í Hvalfirði í gær. Hermóður fór frá Patreksfirði í gærmorgun á leið til Sauðárkróks og Hofsóss. _«r Einarsson & Zoéga. Foldin er í Reykjavík. Linge- stroom fór frá Færeyjum síðdegis á fimmtudag, væntan’egur til Reykja víkur á laugardagskvöld. Reykjanes j fór frá Húsavík 29. f. m. áleiðis til Grikklands með viðkomu í Eng- landi. Flugferðir Flug. Allar miililandaflugvélar flug- félaganna eru x Reykjavík. Frá Flugfélagi íslands var reynt að fljúga í gær til Akureyrar, en varð að snúa aftur. Á sömu leið fór um tilraun til sjúkraflugs til Reykjaskóla. Árnað heilla ♦ Níræðisafmæli. ‘ Oddný Jónsdóttir í Símastöðvar- húsinu í Borgarnesi átti 90 ára af- mæli í gær. Oddný hefir á langri ævi jafnan verið góðkunn kona fjölda manna fyrir margra hluta sakir, Hún dvelur á heimili ágætis hjöriánna Þorkels Teitssonar sonar sltis og tengdadóttur sinnar Jó- hönnu Sigurðardóttur og er ern eniiþá eftir aldri. Allir, sem þekkja Oddnýju óska henni til hamingju í tilefni af af- mælinu. Trúlofun. Nýlega hafa birt hjúskaparheit sitt ungfrú Hildur Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason, Bolungavík. Einnig ungfrú Svava Kristjáns- dóttir og Auðunn Þorsteinsson hús- gagnasmiður Reykjavík. Messur á morgun Nesprestakall. Messa kl. 2 e. h. i kapellu háskól- ans. Sr. Jón Thorarensen. Laugarneskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10 árdegis. Sr. Garðar Svavarsson. Úr ýmsum áttum Gestir í bænum. Benedikt Einarsson bóndi Mið- engi, Benedikt Valgeirsson bóndi Noiðfirði, Guðmundur Þórarinsson kennari Eyrarbakka, Þorsteinn Kristleifsson bóndi Gullberastöðum. Útflutningur. Það vantaði rúmar fjórar milj- ónir upp á að við fengjum 400 milj. kr. fyrir útfluttar vörur árið 1948. Mest hefir verið selt til Bretlands eöa fyrir tæpar 119 miljónir króna. Þar næst til Þýzkalands fyrir rúm- lega 67,5 miljónir króna. Þriðja land ið, sem keypt hefir mest af okkur er Holland með vörukaup fyrir tæp lega 34,7 mi'jónir. Fjórða landiö er Tékkóslóvakía með tæpar 40 milj- ónir, þá Bandai'íkin með nokkuð á 27. miljónina, þá Finnland með nokkuð yfir 17,6 miljónir. Næst kem ur Frakkland með tæpar 17 milj- ónir, Danmörk 15,6 miljónir, Svi- þjóð 14,8, Ítalía rúmar 13, Grikk- land fyrir tæpar 12 mi'jónir króna. Loks eru nokkuð mörg lönd, sem hafa keypt af okkur fyrir neðan 10 miljónir króna: Pólland, Rússland, Palestína o. fl. Úr Breiðdal. í bréfakaíla úr Bi'eiðdal segir svo m. a. í nýprentuðum Frey: „Baga- legust vöntun er á vefnaöarvörum og ef s’.íkt endurtekur sig verða viðskiptamenn kaupfélaganna að beita öðrum ráðum. Girðingarefni hefir vantað allt árið og þakjárn hefir varla sézt“... „Vinnu með dráttarvélum var haldið áfram á svipaðan hátt og undanfarin ár. Kostnaður á vinnu- stund var kr. 33,50. Skurðgrafa gróf 1435 m. vega- lengd eða 4800 rúmmetra og varð kostnaður kr. 3,40 á m-'!. Ráðgerð er mikil vinna með henni næsta sum- Frevr. Febrúarhefti Búnaðarblaðsins Freys er komið út. Flytur það: Fræðs’a og menning í sveitum, eftir Bjarna Bjarnason. Kýrnar hita í- búðarliúsið. Hitinn í fjósinu. Um mjaltir. Júgurbólga eftir Ásgeir Einarsson. Sjálfvirkur flórmokstur. ! Meiri áburður. Þættir um góðhesta og Annáli. Flestar greinarnar, sem höfundar er ekki getið munu vera eftir rit- stjóra Freys, Gísla Kristjánsson. Kartöflur. Þótt dálítið sé ennþá til af kart- öflum í landinu, einkanlega í Eyja- firði og nokkuð á Hornafiröi og í Rangárvallasýslu, er byrjað að flytja dálítið inn til landsins af kartöflum. Voru birgðir orðnar litl- ar hér í Reykjavík og umhverfinu. Kartöflurnar eru fluttar frá Dan- mörku. Mest verðmæti. Þetta voru þær vörur, sem mest- ir peningar fengust (brutto) fyrir af útfluttum vörum árið 1948: ís- íi.'kur 90 miljónir króna, síldarolía 7.4 mi!jónir, freðfiskur 68 miljónir, síldarmjöl 34 miljónir, lýsi 33 milj- ónir, saltfiskur 30 miljónir, söltuð' síld 22 miljónir og gærur 16 milj- ónir króna. Brotum fram yfir heila miljón króna er jafnan sleppt hér. Þessi mynd af útflutningnum gefur þó ekki rétta mynd um hinar raun- verulegu tekjur í þjóðarbúið, því frá dregst auðvitað misjafnlega rnikið af erlendum gjaldeyri, sem eyözt hefir við öflun varanna. Dettifoss. Hið nýja skip Eimskipafélags ís- lands, Dettifoss, er ráðgert aö leggja af stað frá Kaupmannahöfn til íslands n.k. þriðjudag með við- komu í .Álaborg. Skipshöfnin á Dettifossi tók sér far nýlega í flugvél héðan til Kaup- mannahafnar. Framsóknarvis. í gærkvöldi var framsóknarvist í mjólkurstöðvarsalnum og fór hún að venju hið bezta fram. í kvöld gengst Framsóknarfélag Hafnar- fjarðar fyrir skemmtisamkomu að „Hótel Björninn" og verður þar eitt af aðalskemmtiatriðunum fram- sóknarvist. Vanskil. Þ°ir, sem verða fyrir vanskilum á Tímanum eru vinsamlega beðn- ir að láta 'aígreiðsluna vita um þau, simi hennar er 2323. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• || LEIKFÉLAG REYKJAVIKLR sýnir H VOLPONE g :: :: annað kvöld kl. 8. Miðasala í dag frá kl. 4—7. Sími 3191 || :: :: Börn fá ekki aðgang :: :: 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 S. B. T. Oansleikur 1 að Röðli í kvöld kl. 9. (Nýju- og gömludansarnir). Simi i \ 5327. ~ | iiillllililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiliiiillim s.k.td Eldri dansarnir I G. T.-hústmi í kvöld kl. 9. — Húsinu lokað kl. 10.30. — Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. — 8 IXCÓLFSCAFÉ. €ldn dt :: i H U :: anóarnir ♦♦ ♦♦ í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 9. ;; ♦ ♦ ♦J Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. Gengið inn frá Hverfis- :: götu. — Sími 2826. — ÖLVUN BÖNNUÐ. CjiiÁmuutlur Jói onóóon heldur LueÉju h íjáin ieika í Gamla Bíó sunnudaginn 6. febrúar kl. 3 síðd. VINSÆL LÖG innlencl — ei’lend. Við hljóðfærið: FRITZ WEISSHAPPEL. Aðgögunmiðar seldir í bókabúð Lárusar Blöndal og hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. SÍÐASTA SINN. Hið nýja slysavarnarfélag æknanna Það er bæði vert og skylt að gefa gaum þeirri baráttu, sem lækn- ar í Reykjavík eru nú að hef ja, gegn krabbameini á íslandi. Það er skylda almennings að taka hönd- um saman við læknana í þessu máli og veita þeim að sínu leyti svipaðan stuðning og Slysavarna- félagið hefir hlotið hjá þjóöinni. Hér er í rauninni um slysavarnir að ræða. Krabbamein er skæðasti sjúkdómurinn, sem nú þjáir íslend inga, og þessi sjúkdómur virðist fara heldur í vöxt og ieggjast öllu meir á yngri fólk en áður var. Sé hins vegar brugðizt rétt við í tæka tíð, má oft koma í veg fyrir, að sjúkdómririnn valdi ótímabærum dauðdaga. Þetta er aðeins eitt dæmi af möi'gum, sem nefna mætti um það, að hér er í raun og sann- leika utn þýðingarlnikia slysavarna starfsemi að ræða. En hversu mikill og góður árang urinn verður, veltur að verulegu leyti á því, hve góðar undirtektir almennings verða, ekki aðeins í Reykjavík, heldur um land allt. Mætti þessi nýi félagsskapur skiln- ingi og njóti góðrar samvinnu við fólkið í landinu, getur varla hjá því farið, að margt gott muni af hon- um leiöa og mörgum manni verði forðað frá þjáningarfullum sjúk- dómi og dauða fyrir aldur fram. Taki fólkið þessari viðleitni lækn- anna hins vegar með tómlæti og tregðu, er þess varla að vænta, að mikill árangur náist, hversu ötul- lega sem fram verður gengið af þeirra hálfu. En þegar hér er um að tefla líf og heilsu fjölda manna í landinu — sem sagt það, sem fólk vill flest til vinna að varðveita —, þá mætti það virðast harla öfugsnúið við- liorf, ef fyrir tómlætis sakir væri ekki tekið í þær hendur, sem fram eru réttar. Heilbrigðisástand er sem betur fer yfirleitt gott hér á landi, og að sumu leyti betra en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. En þó má áreiðanlega mjög margt gera til þess, að það verði enn betra. Og hér er verið að reyna að stíga spor í þá átt. J. H. STÖLKU vantar nú þegar á Hótel Borg. Herbergi getur fylgt. Upplýsingar á skrifstofunni. ♦ t ♦ ♦ Hótel Borg t Kaupi góðu verffi ERLENDAR RÆKUR UM ÍSLAND Þeir, sem kynnu að eiga slíkar bækur, er þeir vildu selja, sendi Tímanum tilboð, merkt J. H. — Tilgreind- ur sé höfundur bókar, titill og útgáfustaður og ár. Ennfremur ásigkomulag. ji;)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.