Tíminn - 08.02.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1949, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn 33. árg. Reykjavík, Ijriðjudaginn 8. febrúar 1949 28. blað Sáu tvær stórar síldartorf- FALLEGT BRAGð ur við Portland á laugardag Síldarleitarskiplð Faniiey lætui* úr höfn frá Reykjavlk strax og veður leyfir. VélskiplS Fanney hefir ekki komizt út til að Ieita að síld ennþá, vegna hvassviðris undanfarna daga. En búið er að lögskrá ahöfaiua og fer skipið héðan suður fyrir Reykjaiies, strax og veður leyfir. Hins vegar bárust á laugardag öruggar fregnir um siiá norðvestur frá Portlandi. Sáu skipverjar á •vélbátnum Andvara þar tvær stórar síldartoríur. Eins og sagt var frá í Tím- anum fyrir helgina, hefir síld ar orðið vart úti fyrir Suður- landi oft að undanförnu. Var því ákveðið að senda vélskip- ið Fanney til síldarleitar á þessar slóðir. Er þegar búið að lögskrá skipshöfnina og verð- ur Jón Einarsson skipstjóri. Til aðstoðar við síldarleitina verður fenginn vanur maðin' frá Vestmannaeyjum, en ekki mun afráðið enn, hver hann verður. Fanney hefir enn ekki get- að farið af stað héðan frá Reykjavík, vegna hvassviðr- is að undanfömu, en fer strax og veður leyfir. Á laugardag barst skeyti til Reykjavíkur frá Benóný Frið rikssyni skipstjóra á vélbátn- um Andvara. Sagði hann þá, að vart. hefði orðið við síld þrjár og hálfa mílu norðvest- ur af Portlandi. Þann dag sáu skipverjar tvær stórar síldar- torfur á þessum slóðum. Fengu þeir einnig sild í botn- vörpuna og sild kom upp úr fiski, sem veiddist. Fiskafli var ágætur á þessum slóðum og fór Andvari inn .til Vest- mannaeyja um helgina með ágætan afla. Umræður um Atlanz hafsbandalag hófust í brezka þinginu í gær Umræður um Norður-At- lanzhafsbandala,gið hófust í neðri málstofu brezka þings- ins í gær, og flutti Mc. Neil aðstoðarutanrikisráðherra framsöguræðuna. í umræðun um á eftir spurði einn þing- manna hann, hvort stofnun slíks bandalags væri ekki ó- nauðsynleg varúðarráðstöf- un. Mc. Neil svaraöi því hik- laust neitandi, og bætti því við, að menn hefðu vænzt þess, að samtök S. Þ. myndu reynast nægilega sterk til þess að skapa öryggi og jafn- vægi í heimsmálunum, en vegna margvíslegs yfirgangs og ójafnaðar Rússa og þver- lyndis þeirra, hefðu þær von ir orðið að engu. Búnaðarþing hefst í dag Búnaðarþiiag kemur saman í dag. Það er eins og kunnugt er haldið annaðhvert ár og yar síðast haldið veturinn 1947. Fulltrúar voru margir komnir til bæjarins í gær. Fyrir þinginu liggja að sjálf- sögðu mörg vandamál og verk efni er bíða úrlausnar. Afm.æLish.átLðakö[cl Ármann.s: ur 300 drengjum argumu sma i Marglr Ijeztn í-iíimnnemi iélagsins sýna fcgnrðar^límn. Afmælishátíðahöld Ármanns standa enn yfir og er þátt- ur þeirva í kvöld allnýstárleg glímusýning, sem aðallega er til þess ætluð að glæða áhuga drengja og unglinga fyrir ís- lenzku glimunni. Þarna koma fram ýmsir þekktustu glímu- menn Ármanns, eldri sem yngri. Á þessa glímusýningu býð ur Ármann 300 drengjum á aldrinum 11—16 ára. Guðmundur Guörriunisson beitir klofbragði. Iiann er cinn þeirra glímumanna sem tckur þátt í feg- urðarglímukeppni Armanns í í- þróttahúsinu við Hálogaland í kvöld, og sagt er frá á öðrum stað hér í blaðinu. 300 drengjum er boðið á þá keppni. Áfengisvarnanefnd Reykja- víkur fær ekkert starfsfé BÓMsmálaráðhci'raiui ncitair nefndinni um ríkisstyrk, er hain telur sér bera samkvæmt regkgerð. Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur boðaði fréttamenn út- '■arps og blaða til fundar við sig á elliheimilið í gær. Flutti Gísli Sigurbjcrnsson þar skýrslu uni störf nefndarinnar, og verður nánar sagí frá þeim síðar. Gat Gísli þess, að þó að starfsskilyrði væru á margan hátt erfið, væru þó bjartar hliðar á því máli. Þegar nefnd in hefði snúið sér til almenn- ings um hjálp vegna stúlkna þeirra, sem eru heimilislaus- ar í Reykjavík vegna drykkju skapar, hefðu 20 heimili í bæn um boðið hjálp sína, og með- an slíkar undirtektir væru, mætti halda starfinu áfram. Nú hefir áfengisvarna- nefnd haft opna skrifstofu 1 klst. á dag undanfarið til leiðbeiningar og hjálpar við drykkjuskap og hefir hún í því sambandi haft samstarf við Alfreð Gíslason lækni. Hins vegar hefir dóms- málaráðherra neitað nefnd- inni um rckstursfé og hefir hún því ekki ennþá fengið neitt fé til starfsemi sinnar. Hjálparstöð. Mættir á fundi þessum voru Alfreð Gíslason læknir og sr. Kristinn Stefánsson stórtemplar og tóku þeir báð- ir til máls. Alfreð Gíslason lagði á- herzlu á það, að hér vantaði tilfinnanlegast hjálparstöð til leiðbeininga, rannsókna og skemmri lækninga, og fyrst og fremst yrðu menn að gera sér grein fyrir því al- mennt, að örykkjuskapurinn er einhver skæðasti sjúkdóm- ur þjóðfélagsins, þó að hann sé jafnframt sá, sem miiinst er sinnt. „Svarta bókin'*. Kristinn Stefánsson skýrði frá því, að á síðasta ári hefði verið gefin út í Svíþjóð svo kölluð „svört bók“, sem væri lítill útdráttur úr blaðafrá- sögnum um slys, óhöpp og misgjörðir ýmiskonar vegna áfengisnautnar. Hefði sú bók vakið mikla athygli í Svíþjöð. Hér væri hins vegar ekki um það að ræða, að birta slíkt safn, því að blöðin gætu yfir- leitt aldrei um það, að áfeng- isnautn ætti neinn þátt í því, þó að dauðaslys, sjálfsmorð o. s. frv. hlytust af henni, svo að allir vissu. Sýning þessi nefnist Bikar glima Ármanns, og fer hún fram í íþróttahúsinu við Há- logaland klukkan 8.30 í kvöld. Verða gefin stig fyrir hverja glímu, og bikarinn er feg- urðarglímuverðlaun. Verður glímt í lotum, sem hver verö- ur ein mínúta. Dómarar verða fjórir, og eru það þeir Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, Kjartan Bergman, Jörgen Þorbergsson og Sig- urður Ingason. Keppendurnir verða fjór- tán, og eru Þeir þessir: Guð- mundur Ágústsson, Guðmund ur Guðmundsson, Rúnar Guð mundsson, Steinn Guðmunds son, Gunnlaugur Ingason, Sig urður Hallbj örnsson, Gauti Arnþórsson, Sveinn Þorvarðs son, Grétar Sigurðsson, Anton Högnason, Sigurjón Ingason, Hjörtur Elíasson, Gísli Guð- mundsson og Einar Ingimund arson. Eins og sjá má af þessari keppendaskrá verður þessi glímusýning hin athyglisverð asta, og þar sem stig eru að- eins veitt fyrir fegurð trygg- ir það, að glímumennirnir sýna það bezta, er þeir búa yfir. Eins og fyrr segir efnir Armann til þessarar sýning- ar i því augnamiði, að efla á- huga drengja á hinni fögri þjóöaríþrótt, sem um leið ei öndvegisíþrótt félagsins, og er slíkt mjög þakkavert Drengir þeir, sem vilja þiggjc, þetta boð, geta vitjað að- göngumiða í bókaverzlun Lái usar Blöndal, Skólavörðustíg 12 eftir hádegi á morgun meðan miðarnir endast. Að- göngumiðar fyrir fullorðn& og aðra verða seldir á morg- un í bókaverzlun Lárusar Blöndal og ísafold. Ferðii verða frá Ferðaskrifstofu rík- isins. Stjórnarhersveitir vinna á við Rangoon Allharðir bardagar geisa nt við Rangoon og hafa hersveil, ir stjórnarinnar hrakið nokk uð af liði uppreisnarmanns aftur út úr borginni. Hörð- ustu átökin eru nú um járn- brautarlínu um 150 km. fré, borginni. Afengisvarnanefnd hefir samstarf við framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar og boð- ar meðal annars stórtemplar á alla meiri háttar fundi sína. Bátar almennt á sjó í gær Ágætur afli Sijá flcstnm. I gær voru bátar yfirleitt á sjó frá öllum verstöðvum sunnanlands, allir Akranes- bátar voru á sjó, og einnig bátar frá Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík og Sandgeröi. Aflabrögð voru góð í gær, eins og að undanförnu, þeg- hefir verið róið. Akranesbátar reru ekki á laugardagskvöldið, en sam- kvæmt hinum nýju sjómanna samningum, er ekki gert ráð fyrir því að verið sé á sjá á sunnudögum. í gær var ekki sem bezt sjóveður og lentu bátarnir í barningi, en þó var ekki vitað um það í gær- kvöldi að nokkurt tjón hefði orðið á veiðarfærum. Gnn barizt í Indónesíu Hollendingum hefir ekkx enn tekizt að koma á algerum friði í Indónesíu og hafa all- mikil átök átt sér þar stað síc ustu daga. Hollendingar við- urkenna sjálfir, að þeir hafi í janúar misst þar 200 menn og 500 i allt, síðan hernaðar- aðgerðir hófust í vetur. Mænuveikin að fjara út á Akureyri Mænuveikin virðist vera að fjara út á Akureyri, og mun ekki hafa komið fram nema. eitt nýtt sjúkdómstilfelli í síð ustu viku. i Samkomubanni hefir þó ekki verið aflétt, en sennilega verður það gert áður en langt um líður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.