Tíminn - 08.02.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriðjudaginn 8. febrúar 1949 28. blað Stærsti smjörframleiðandi í heimi Niðurlag. Flestir bændur flytja rjóm- ann til búanna 3—4 sinnum i viku. (Síðan styrjöldin byrjaði hefir að vísu orðið á þéssu veruleg breyting, sem síðar skal greint frá). Þar er rjóminn flokkaður' í verð- rlokka eftir gæðum. Flokkun þessi hefir að sjálfsögðu skap að' vöruvöndun. Fftir að rjóminn hefir ver- ið strokkaður, er smjörið sett i kvartil og þau síðan flutt á vörubifreiðum til nærliggj- andi járnbrautarstöðva. Það- an flytur lestin þau til vöru- húsanna í Chicago, Duluth eða Minneapolis. Þarna er smjörið rannsakað og er rjómabúunum sent afrit af þéssum rannsóknum. En í lok hvers árs eru niðurstöður rannsóknanna birtar í Land o’ Lakes News og verðlaun veitt þeim, er framleiddu bézta smjörið. ★ í Minneapolis er aðalskrif- stofan og stærsta vöruhús Lol. Gæti verið fróðlegt að fara þar í gegn á skyndiför og fylgjast með smjörinu, sem er verið að afferma. Vöru húsið er tvær hæðir og kjall- ari og fyllir það út heila „blokk.“ Til beggja hliða eru járnbrautateinar, en akvegur ' tyrir báðum endum. Þegar smjörið kemur til /öruhússins, er það sett í kæli rúm, sem í er 5°C frost. Af hverjum strokki, sem er ca. 10 kvartil, er eitt kvartilið tekið inn í eftirlitsherbergið. Þar er smjörið athugað að útliti, , .iykt og bragði af matsmanni stjórnarinnar, sem þar með clokkar það. Hann tekur þá jafnframt sýnishorn af því, sem er sent upp á rannsókn- arstofuna til frekari athug? ana. Ef smjörið er talið þola geymslu er það geymt í 30°C frosti, stundum í allt að 6 mánuði áður en því er pakk- að. En smjöri með lélegri g'eymsluhæfileika er pakkað strax. Neðri hæðin er mest öll kæliklefar, en á efri hæðinni eru: skrifstofur, matsalur starfsfólksins, rannsóknar- stofur, smjörpökkunarsalur o. fl. Þegar smjörinu er pakkað, eru kvartilin flutt upp á lyftu reim. Öll pökkunin er fram- tívæmd með vélum. í smjör- pökkunarsalnum eru 4 véla- samstæöur og afkastar hver am sig 25 þúsund pundum (11,340 kg.) á dag. Allt starfs- fóikið er klætt hvítum fötum, og er undir ströngu heilbrigð- ■ íiséftirliti. Á rannsóknarstofunni er smjörið vatnsmælt, saltmælt, fitumælt og smáverugróður þess rannsakaður. í hluta af efri hæðinni er íóðurblöndunarstöð. Er hún rekin til þess að tryggja fram -léiðendum rjómans bezta fá- anlegt fóður handa búfénað- inum. Þarna á hæðinni eru iíka búnar til sýrur og annað, sem þarf til mjólkurrann- sókna, og er rjómabúunum sent það eftir þörfum. í kjallaranum eru geymdar fóðurvörur. Þar er véla-„lag- er“ og viðgerðadeild fyrir bú sambandsins. Véladeildin sendir 'frá sér faglærða menn út á rjómabúin ef eitthvað bilar þar. í kjallaranum er Efíir Edward Friðriksson einnig þvottahús, eru þar þvegin hvítu fötin af starfs- mönnum vöruhússins og einn ig af starfsmönnum rjóma- búanna. ★ Eins og fyrr er getið eru flest rjómabúanna smá og standa þétt. Þau eru flest byggð um síðustu aldamót, mörg af tækjum þeirra eru því gamaldags. Lol hefir á ýmsa lund reynt að koma þeim í nútíma horf. Eitt stærsta spor var stigið á síð- astliðnum vetri í þessa átt. Þá gerði Lol samning við stjórnina um leigu á stórum þurrmj ólkurverksmiðj um og kaup á nýtízku vélum fyrir ( rjómabúin. Stríðið orsakaði það að stór | ir hópar manna voru fluttir ( í fjarlægð frá venjulegum i markaði. Þetta þýddi það að' matvæli urðu að flytjast um lengri veg en áður til þessara neytehda. Til þess að koma þeim í mestu magni og á sem ódýrastan hátt voru þnu þurrkuð. Nú varð því að bréyta og stækka matvæla- verksmiöjurnar. Ryðfrítt stál og byggingarefni var takmark að, urðu því verksmiðjur þess ar að standá þar sém þær komu að mestum notum. Fyrir stríðið átti Lol 6 þurr- mjólkurvérksmiðjur, en núna hefir það á leigu 16 aðrar. I Verksmiðjurnar voru byggðar af „prívat“ byggingafyrir- tækjum, síðan keyptar af stjórninni og' leigðar Lol til fimm ára. Lol getúr svo eign- azt þessar verksmiðjur seinna meir ef það óskar þess. | Þá var og endurnýjaður véla kostur margra rjómab. og þeim breytt þannig að þau taka nú á móti mjólk í stað rjóma. Núna er fnjólkin skil-, in og smjör gert á búunum, en undanrenna og áfir sendar á tankbílum í þurrmjólkurverk smiðjurnar. í framtíðinni er ætlunin að nota verksmiðjur þessar, sem miðstöðvar framleiðslusvæð- anna. Þar verður þá framleitt undanrennuduft, mjólkur- duft, rjómaduft o. fl. En rjómabúin, ’ sem þéttast standa grisjuð og þau lögð niður, sem verst bera sig. ★ Þegar maður athugar upp- byggingu Lol kemur í ljós að þaö hefur tilveru sína á meðal 80.000 bænda, sem eru fram- leiðendur rjómabúanna, þeir eru því hinir raunverulegu eig endur þess. Hin rúmlega 400 bú er'ú þó taldir eigendurnir (members). Rjómabúunum er síðan skipt niður í 18 fram- leiðslusvæði, en svæði þessi (districts) kjósa fulltrúa sem mynda stjórn Lol. Þeir kjósa framkvæmdastjórn og yfir henni forseta. Núverandi forseti þess er Mr. John Brandt. Hann er maður miðaldra, unglegur og snar i hreyfingum. Hann er alþýðlegur enda af bændum kominn. Skólanám hans end- aði eftir eitt ár í gagnfræöa- skóla, því að þá missti' hann móður sína og varð hann þá að hjálpa til við mjaltirnar o. fl. Wisconsin-háskólinn hefir þó sæmt hann heiðurs- meistaragráðu í hagfræði. Er Mr. Brandt hafði aldur til tók hann við ættaróðalinu, varð síðan framkvæmdastjóri rjámabús síns, þá fulltrúi framleiðslusvæðisins, og loks 1923 kosinn forseti Lol. Hann er ræðumaður góður og gædd ur frábærum stjórnarhæfileik um. „Það er sem Mr. Brandt sjái þúsund leiðir þar sem öðr um sýnist öll sund lokuð.“ í ræðum hans ber mikið á þess- um orðum, „við skulum vinna . . . af alefli . . . á samvinnu- grundvelli“ og eftir þeim vinn ur hann. ★ Hér vestra, og raunar hvar sem er, getur engin framleisla átt sér langa lífdaga nema að hún sé auglýst. Hinn 15. maí 1930 gerði Lol samning við James Butler matvörubúð irnar (stærstu í New York, 1100 að tölu) um að annast sölu á Lol-smjöri. Jafnframt var hrundið af stað víðtækri uaglýsingastarfsemi í bækl- ingum, blöðum og í útvarpi. Nú er Lol-smjörið auglýst í mörgum stórblöðum Banda- ríkjanna og á fjölda útvarps- stöðva (Blue networks). Á einni slíkri stöð — KSTP í St. Paul — þuldi Valdimar Björns son fréttir eldsnemma á morgnana méðan bændurnir mjólkuðu. en nú er Valdimar kominn í sjóherinn og annar flytur fréttirnar. Takmark Lol hefir aldrei verið, að mynda einokun (monopoly) á smjörsölunni, heldur að keppa um söluna á frjálsum markaði, þar sem nafn þess tryggði vörugæði. Til þessa hefi Lol-smjörið ver ið selt á frjálsum markaði, en nú er ei lengur svo. „Sámur frændi“ kaupir mest af því og notar það handa hermönn um sínum, því þeir eru mat- lystugir og þurfa kjarnfæðu í viltum leik við „gulukvikind- in.“ En borgaraklæddir neyt- endur fá vissan hluta af birgð unum fyrir hámarksverð. Þrátt fyrir hámarksverð og aðrar hömlur, er Lol ákveðið í að minnka ekki við sig kröf- urnar. Einhvern tíma endar stríðið og frjáls samkeppni hefst að nýju. Aðalfundur Lol 1943 bar þess Ijóst vitni. Annars er aðalfundurinn merkisviðburður hjá meðlim- um Lol. Auk venjulegra aðal- fundastarfa eru ýms skemmti atriði. En aðsóknin stafar þó ef til vill mest af því að þá eru afhent verðlaun þeim sem framleiddu bezta smjörið á árinu. Fyrsta árið greiddu áhuga- menn Lol úr eigin vasa 375 dollara, en fengu að láni 1000 dollara til þess að kaupa rit- föng og leigja skrifstofu. Rúmum 20 árum síðar er velta þess 65 miljón dollara á ári. Þessi augnabliksmynd, sem ég hefi dregið hér upp er lýs- ing á stóriðnaði. Ameríka er land stóriðnaðarins og er á stundum talið vafasamt að við, kotþjóðarbörnin, getum öðlast þar hagnýta þekkingu, vegna óskyldra aðstæöna. Um slíkt má deila, en hitt mun flestum ljóst að hér er margt að sjá og ýmislegt, sem taka má til fyrirmyndar. (FramhalcL á 7. síðu). J>að mun vora undantekning, ef nokkurntíma kemur svo út tölu- blað af Morgunblaðinu, að ekki séu i því einhverjar auglýsingar, þar sem leitað er eftir kunningsskap við fólk. Stundum auglýsir roskinn maður í góðum efnum eftir kven- manni til að hugsa um sig. Stund- um er óskað eftir blíðlyndri og þolinmóðri stúlku. í sumum til- fellunum er tekið fram, að hjóna- band sé í huga, en miklu oftar er allt látið laust um það. Algengast mun vera að óska eftir fólki til að skemmta sér með um lengri eða skemmri tíma. Stundum er það jafnvel bundið við eina ákveðna skemmtun eða tiltekna helgi. Stundum auglýsa menn einir sér, stundum í hóp, tveir eða þr:r, eft- ir tveimur eða þremur. Þetta er náttúrlega ekki neitt til að amast við, og engri einmana sál ætti það að vera of gött að leita eftir samúð og vermandi hlýju með einni litilli auglýsingu. En ósköp eru margir einmana og vinafáir í Reykjavík nú á þessum síðustu og verstu tímum. Því að sannarlega er það einmanalegt og fáskrúðugt, að eiga ekki neina vini til að njóta . helganna með og verða að auglýsa eftir einhverjum af götunni til að skemmta sér með. Illa væri þetta aumingja fólk komið í sínum ein- stæðingsskap ef ekki væri Morg- unblaðið. Annars skal ég gefa þeim, sem einmana eru og vita því ekki hvernig þeir eiga að verja sínum tómstundum, gott ráð. Þeir ættu að leita samstarfs við einhverja. Það er annars hálfgerð ónáttúra, að vera í vandræðum með það, hvað gera skuli í tómstundunum. Svo mörg eru þau verkefni, sem kalla á krafta manna, að þar þarf enginn að verða afskiptur. Og þeg- ar við gætum þess, hvað mörg eru þau félög, sem vinna að ýmsum málum, sem almenn velferð er undir komin, þá ætti ekki að vera nelnn vandi að finna sér einhvers staðar sálufélag á þeim vettvangi, svo að einstæðingsskapurinn þurfi ekki að nísta menn inn að hjarta- rótum. Og á þeim vettvansi hefir oft verið stofnað til varanlegrar vináttu. Sennilega munu þ’eir, sem aug- lýsa eftir ungu fólki til að skemmta sér með, fæstir telja það æskilega skemmtun að starfa með í skóg- ræktarfélagi, slysavarnafélagi, bindindisfélagi o. s. frv. En þó munu margir þeir, sem í slikum fé- lagsskap hafa unnið, minnast með sérstakri ánægju ýmsra stunda þaðan og jafnvel eiga þaðan marg- ar sínar ljúfustu minningar. Og munu það ekki vera beztu skemmt- anirnar, sem láta eftir minningar, sem verða dýrgripir hjartans og ylja huganum, þó að mörg ár séu liðin? Ættum við því ekki einmitt að leita slíkra skemmtana og kosta kapps um að finna þar þá gleði, sem fylgir okkur fram á veginrx og aldrei verður frá okkur tekin til fulls? Starkaður gamli. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vinarhug í tilefni af andláti og jarðarför mannsins míns. Signrðar Benediktssonar í Búðardal. Einnig mínar innilegustu þakkir til allra sem veittu mér aðstoð og hjálp. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ingibjörg Ebenesersdóttir. Þakka hjartanlega hreppsnefnd Hvolshrepps fyrir myndarlega gjöf er hún færði mér á 50 ára afmæli mínu 12. janúar síðastliðinn. Einnig þakka ég skeyti og hlýjar kveðjur er mér bárust. Þorsteinn Runólfsson. Markaskarði. Til sölu arðvænlegt fyrirtæki | Af sérstökum ástæðum er til sölu fyrirtæki, sem fram- | leiðir heita og kalda rétti, smurt brauð o. fl. Góður | staðúr og góð sambönd. Mjög fullkomnar vélar. ALMENNA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7, sími 7324. ■tbiiiiiiiikiiiiiiiiiiii iiiiiiiriiiiiiiiiiiiiinAi'feiiiiiiiikiiiiiiiiiiviiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiWVkiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinniiiimininiiniiiiiniiiii Notuð ísl. frímerki kaupi ég ávallt hæsta verði | JÓN AGNARS § Box 356. — Reykjavík. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimmmmiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiimiiimijiiiiiiiimiinmiiimiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiii': siiiininlliiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.