Tíminn - 18.02.1949, Page 6
6
37. blað
Wíjja Bíó
„Blómin mér
barztu.44
| Eínismikil og vel leikin ung- |
| Ungversk stórmynd gerð eftir :
| sögunni „Gentleman" eftir ung- i
| verska skáldið Ferenc Hersag. |
| Sýnd kl. 5, 7 og 9
| Aðalhlutver:
1 Poul Javor
AIiz Fenyes
E =
iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiuiiiiiimiiiimiiiHiiiniiiiiM
| Circnslíf 1
(The Dark Tower) ' =
| Sérstaklega fjöl'i.reytt og spenn \
| andi Cirkusmynd frá Warner =
Bros. =
| Aðalhlutverk: |
| Ben Lyon i
| Anne Crawford
David Farrar |
IAXJKAMYND: Alveg nýjar 1
| fréttamyndir frá Pathe, London =
| Sýnd kl. 5 og 9 |
| Síðasta sinn! |
Sala hefst kl. 1 e. h.
Sími 6444 jj
UIUIIIIII.IIII1HIIIUIIIIIIIIIIIHIIUIIUIIIHIIIIIIIIIIIIIIUI
e HafiharfáarÍatbíc i
I írsku augim brosa. |
1 Hin skemmtilega og hrífandi §
| músikmynd í eðlilegum litum. i
Aðalhlutver:
Monty Wooly 5
i June Haver
Dick Haynes
Sýnd kl. 7 og 9
Sími 9249 |
HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiuiiiuiiuiuimiiiiiiii
Erlent yfirllt
(Framhalcl af 5. síðu).
leggja af stað í Washingtonferð
sína og flutti honum tilboð Rússa
um ekki-árásarsáttmálann. Þykir
líklegt, að Rússar hafi ætlað sér
að tefja för Lange og breyta á-
ætlunum stjórnarinnar. Stjórnin
lét þetta hinsvegar engu breyta
um fyrirætlanir sínar og Lange hélt
áfram með ferðalagið, eins og á-
kveöið hafði verið.
Afstaða kommúnista.
Eins og vænta mátti, hafa norskir
kommúnistar hamast mjög gegn
þátttöku Noregs, hvort heldur sem
væri í norrænu varnarbandalagi
eða Atlantshafsbandalagi. Þeir
hafa talið norrænt varnarbandalag
gagnslaust, þar sem það gæti ekki
teflt fram herafla, er varið gæti
hiutaðeigandi lönd. Atlantshafs-
bandalagið hafa þeir hinsvegar
stimplað sem árásarbandalag stríðs
æsingamanna, er vildu hefja kross-
ferð gegn Sovétríkjunum. Jafn-
íramt hafa þeir haldið því fram,
p.S engin hætta stafaði af Sovét-
TÍMINN, föstudaginn 18. febrúar 1949
(jatnla Bíó .....
Blika á lofti
(Rage in Heaven)
Gullæðið
1 Áhrifamikil og vel leikin amer- =
(The Gold Rush)
Sprenghlægileg amerisk gaman
mynd. — Þetta er eitt af hinum
gömlu og sígildu listaverkum
hins mikla meistara Charles
Chaplin. — í myndina hefir
veriö settur tónn og tal.
Aöalhlutverk:
Charles Cliaplin
Mack Swain
Tom Murray
Sýnd kl. 5 og 7
ísk kvikmynd, gerð eftir skáld-
sögu James Hiltons
Aðalhlutver:
Ingrid Bergman
Robert Montgomery
George Sander
Aaukamynd
Palestínu-vandamálið
(This Modern Age Series)
Skemmtun klukkan 9 = =
jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiibiiiiii r
Sýnd kl. 5, 7 og 9
m,n 7jarHartfíó....
Klnkkau kallai*
(For whom the bell tolls)
I Stórfengleg mynd í eðlilegum I
I iitum eftir samnefndri skáld- |
= sögu E. Hemingways.
1 Aðalhlutver: |
| Gary Cooper
| Ingrid Berman.
| Bönnuð börnum yngri en 16 ára =
Sýnd kl. 9
Seldur á lcigu.
(Out of this world)
É Skemmtileg söngva- og gaman- =
É mynd. Aðalhiutver leika: §
= E:ldie Bracken
=• Veronica Lake
| Sýnd kl. 5 og 7 I
piiiHiiiiiiiHiiiiiiiuiiHinuuHiiiimvvniniiiiiiiiiiiiiiiliiii
Bœjatbíc
H afnarfirOi
(Leikfélag Hafnarfjarðar)
Frumsýning á 1
1 Gasljósmu í
= í kvöld klukkan 8.30. |
I Sími 9184 |
TlllllllllllllllllllHlllllllllllllÍlllllHHIHIIIIIIIIIIIIIHIHIIII
ríkjunum, er væri eina friðelsk-
andi stórveldið í heiminum.
Árangur af þessum áróðri komm
únista hefir orðið sáralítill. Á
flokksþingi, er þeir héldu rétt eftir
seinustu mánaðamót. varð aðal-
ritari flokksins, Peter Furubotn,
fyrir þungum ádeilum, þar sem
honum var kennt um, að hann
hefði látið flokkinn halda uppi
rangri „taktik" í þessum málum.
eða réttara sagt stefna flokksins
hafi ekki verið nógu dulbúin.
Ýmsar fregnir segja, að stjórn
Kominform sé mjög óánægð yfir
starfsemi kommúnistaflokkanna á
Norðurlöndum og heimti foringja-
skipti í þeim. Nokkuð er það, að
Linderot, formaður sænska komm-
únistaflokksins, hefir beðist lausn-
ar. Ber hann við heilsubresti, en
pólitískar ástæður eru ekki síður
taldar valda afsögn hans. Hörðustu
Moskvumennirnir í flokknum hafa
um lengra skeið deilt á forustu
hans.
!
I
I
í
I
I
Auglýsragasími
TÍMAIVS
er 81300.
| Bönnuð börnum yngri en 16 ára 1
“ 5
IIIIIIIIIIIIIIIIIIHI'lllliril IIIIIIII UwialHIIHHI IIIII 11111*1(11111
HHIIIIHlrt
| Jack líkskeri
| („The Lodger")
1 Afar spennandi og dularfull 1
| amerísk stórmynd byggð á sönn jj
= um viðburðum er gerðust í =
§ London á síðustu árum 19. ald- I
1 ar. |
i Aðalhlutverk: |
I Marlen Oberon I
George Sanders |
I Laird Cregar i
Sir Cedris Hardwick
Sýnd kl. 5, 7 og 9 |
| Bönnuð börnum yngri en 16 ára I
Sími 1182
JHHHIIIHHIU .111IIIIIIIIIIIIIHIHI111111111111111111111111111117
Xýtt i'íkisbákii
(Framhald af 5. slðu).
skipaður skrifstofustjóri fjár
málaráðuneytisins eða þegar
Jón Syeinsson var skipaður
skattdómari.
Reynslan af hinum opin-
beru skriffinnskustofnunum
á fslandi er vissulega slík, að
Alþingi ætti að hugsa sig vel
um áður en það bætir nýju
bákni við. Fjármálavandræð-
in verða líka aldrei leyst með
því, að Alþingi reyni að
koma vandanum og ábyrgð-
inni af sér yfir á einhverja
nýja valdalitla embættis-
menn eða stofnanir. Vandinn
verður ekki leystur, nema
þingið setji rögg í sig, marki
sjálft nýja fjármálastefnu og
feli nýjum mönnum að fram-
fylgja henni. X+Y.
Fasteignasölu-
miðstöðin
Lækjargötu 10 B. Sími 6530.
Annast sölu fasteigna,
skipa, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
ar, svo sem brunatryggingar,
innbús-, líftryggingar o. fl. í
umboði Jóns Finnbogasonar
hjá Sjóvátryggingarfélagi ís-
lands h.f. Viðtalstími alla
virka daga kl. 10—5, aðra
tíma eftir samkomulagi.
Notuð íslenzk
frimerki
kaupi eg avalt hæsta verði.
Jón Agnars, P.O. Box 356,
Reykjavík.
!»S5S$ÍS54$55SÍ4i5555$55Í55Í55555i5Í5555555555Í55555i54555ÍÍ555Í5i5^^
BERNHARD NORDH:
I JÖTUNHEIMUM 1
FJALLANNA
:|i 56. DAGUR f;
furðuðu sig bara á því, að það skyldu vera óbrotin bein í
skrokknum á þeim eftir aðganginn.
Jónas sagði hvorki föður sínum né bræðrum frá senn-
unni, sem orðið hafði á Saxanesi. En sagan lá samt ekki í
þagnargildi. Þegar Jónas kom að Laufskálum, nokkrum
dögum síðar, spurði Aron hann, hvernig því véki við, að
hann skyldi ráðast á Saxanesbændurnar með hníf og byssu.
Jónas þybbaðist við. Hvers konar kjaftasögur voru þetta?
Hann hafði ekki notað önnur vopn en hnefana. Byssan
hefði hangið heima, og hnífurinn — ja, hann þurfti ekki
á honum að halda. Loks sagði Jónas bróður sínum, hvað
gerzt hafði á Saxanesi og þegar Aron vissi, að lagðar höfðu
verið hendur á hann, áður en berserksgapgurinn kom á
hann, harðnaði á honum brúnin.
— Þetta var rétt, Jónas, sagði hann grimmdarlega. Það
er kominn tími til þess, að fólk viti, að Hliðarmenn láta
ekki troða á sér.
Jónas virti Aron fyrir sér.
— Hefir einhver hér á Laufskálum verið að hnotabítast
við þig? spurði hann seinlega.
— Hvað áttu við?
— Ég myndi kannske taka þann hinn sama í karpúsið,
þegar tóm gæfist til.
Aron var hugsi litla stund. En svo fullvissaði hann bróð-
ur sinn um það, að allt væri eins og það 'ætti að vera. Þrátt
fyrir þessa staðhæfingu Arons, var Jónas mjög ögrandi við
fólkið í Laufskálum. En það lét eins og það yrði þess ekki
vart. Aron lét þetta afskiptalaust, og með sjálfum sér naut
hann þess að heyra, hvernig Jónas kastaði hnífilyrðum á
báða bóga, án þess að nokkur þyrði að gjalda þessum ó-
spektarmanni í sömu mynt. Nú fékk það sjálft að reyna,
hvernig það var áð taka þegjandi við hverju, sem að því
var rétt! *
Þegar hann var háttaður um kvöldið, spurði kona hans:
— Hvað hefir eiginlega gripið bróður þinn?
— Ekki neitt, held ég.
— Hann var sífellt að reyna að koma af stað ófriði.
— Það getur ekki verið rétt.
— Jú. Af hverju er hann orðinn svona æstur?
— Það veit ég ekki, svaraöi Aron. Og það var satt, því að
hann furðaði sig manna mest á því, hve uppivöðslusamur
Jónas var orðinn.
— Og hann er dónalegur við kvenfólk.
— Það er alls ekki rétt.
— Jú, segi ég. Hann hrækti að Ellu, þegar hún kom inn
og spurði hann, hvernig hann hefði farið að því að bjarga
sér í stórhríð uppi á háfjöllum. Hann hlýtur að vera oröinn
geggjaður.
Aron þagði, því að hann vissi það af gamalli reynslu, að
konan varð alltaf að hafa síðasta oröið. Hann hugleiddi
þetta hins vegar með sjálfum sér, og hann gat ekki borið
á móti því, að framkoma Jónasar hafði verið einkennileg.
Hafði hann ringlazt í útilegunni? Jæja — ef það kæmi ekki
fram nema innan hæfilegra takmarka, þá höfðu bændurnir
við Kolturvatnið bara gott af því. En að hann væri dóna-
legur við kvenfólk — hefði hrækt að Ellu — nei, það gat
ekki verið. Hann var vissulega ekki neinn kvenhatari!
Kona Arons hafði því miður rétt fyrir sér. Jónas var ekki
lengur mjúkur á manninn við stúlkurnar. Það lá viö að
hann nísti tönnum í hvert skipti, sem ung stúlka kom í
námunda við hann. Þær reyndu að gera sig eins bliðar í
máli og þær gátu og dilluðu sér framan í karlmenn, en
þegar til alvörunnar kom — ja svei, þá var fyrst spurt um
það, hvort menn ættu kýr og hús og hefðu þolanlegt jarð-
næði. Allt átti aö vera til reiöu — ekki annað en ganga inn
og setjast við kjötpottinn! Það voru þó fáar stúlkur á Lauf-
skálum, og þess vegna hafði Jónas látið svo lítið að þiggja
þar næturgistingu.
Jónas fór frá Laufskálum morguninn eftir, urrandi eins
og hundur, sem misst hefir af kjötbeini. Hann fór þó ekki
heim, heldur tók stefnu yfir að Saxanesi. Já — þeir höfðu
dreift út þeirri sögu, að hann hefði ráðizt á þá með hníf og
byssu. Þeir skyldu ekki sleppa við syndagjöldin!
Hann hljóp yfir vatnið eins og trylltur maður, og brún
augun leiftruðu af vonzku, þegar hann kom að Saxanesi.
Hann hefði ekki einu sinni vikið fyrir byssukjöftum. Hvað