Tíminn - 24.02.1949, Page 4

Tíminn - 24.02.1949, Page 4
TÍMINN, fimmtudaginn 24. febrúar 1949 42. blað Svar við grein um stjórnar- skrármálið i. í 20. og 21. tbl. Tímans þ.1 á., ritar Kristján Jónsson, Garðsstöðum allýtarlega grein um stjórnarskrármál- ið. í grein þessari er nokkur gagnrýni á þeim tillögum, sem fjórðungsþingin á Norð- arlandi og Austurlandi hafa sameinazt um í stjórnarskrár málinu. Það erU einkum tvö atriði úr tillögum fjórðungsþing- anna, sem greinarhöfundur getur ekki fellt sig við. í fyrsta lagi ákvæðin um sér- staká fylkjaskipun í iandínu, sem hann telur með öllu gagnslausa og aðéins til þess falna að auka umstang og kostnað. í öðru lagi, telur nann ákvæði tíllágnanna um r'orsetann fráleitar. Sameiginlegt fjórðúngs- þingunum hefir greinarhöf- undur það, að hann vill auka völd héraðanna og einnig for setans, þó hvorttveggja þetta vilji. hann með öðrum hætti en fjðrðungsþingin hafa lagt ciL Greinarhöfundur á því bersýnilega samleið með þeim mönnum, sem standa að tillögum fjórðungsþing- ailna, á. m. k. í veigamiklum atriðum. II. Tilgangur fjórðungsþing- anha með því að stofna til sérstakra fylkja, er fyrst og irernst sá, að dreifa ríkisvald irttij sem langt um of hefir safnazt á einn stað í höfuð- borginni nú hin síðustu ár- in. Þessi dreifing er hugsuð m’eð þeim hætti, að mál, sem nú heyra undir ríkisstofnan- ir,1 Staðsettar í höfuðborginni, verði af þeim tekin og flutt i hendur fylkjanna, eða stofn ahá á þeirra vegum, stað- séttra í héruðum landsins eft ír því, sem bezt reynist henta. Sú dreifing ríkisvaldsins, sem cillögurnar miða að, auka því völd héraðanna og virðist greinarhöfundi það atriði út af fyrir sig þóknanlegt. Til- 'lögur fjórðungsþinganna marka stefnuna í þessu efni aðeins í stórum dráttum, en þar er ekki gerð nánari grein t'yrir því, hversu með hina einstöku málaflokka skuli t'arið. Sú leið er því í sjálfu sér opin, að sveitar- og bæj- arstjórnum verði falin aukin völd frá því, sem nú er, eins og greinarhöfundur óskar eft :ir. Það atriði kæmi að sjálf- sögðu til nánari athugunar á væntanlegum fylkisþing- um. Það eru í raun og veru tvær leiðir til þess, að auka völd héraðanna. Annars veg ar er sú leið, að ákveða með lögum, jafnvel stjórnar- skránni, hvaða málefni skuli leggja í vald héraðanna, og hverjum aðilum skuli falin handhöfn þeirra. Aðalagnú- ínn á þessari leið er sá, að fýrirfram er erfitt að átta sig á því til fullrar hlítar, hvaða mál skuli leggja í vald hérað- anna, svo og um nánari til- högun um meðferð þeirra. Er hætta á því, ef þessi leið yrði farin, að j>mist yrði gengið og langt, eða of skammt. Efíir SSjáSsn?»r Villijjálmssoii, Seyðisfirði Gæti því svo farið, aö tilraun sem þessi til þess að auka völd héraðanna, væri verr gerð en alls ekki. Hin leiðin er sú, að tryggja héruðunum öruggt áhrifa- vald á löggjafarþinginu, t. d. með því að láta fulltrúa þeirra skipa aðra deildina. Hér við er þess aö gæta, að skípun annarrar deildar þingsins með hlutfallskosn- ingum, eins og greinarhöfund ur virðist helzt hallast að, tryggir alls ekki sjónarmið íiéraðanna. ÞingfUlltrúar þannig kosnir, eru fyrst og fremst handbendi þél’rrá póli tísku flokka, sem bera 'fram þann framboðsl., S'em nöfn þeirra standa á. Æðsta sjón- armið slíkra þingmanna er flokkurinn, og ef ekki yrði upp tekið búsetuskilyrði í kjördæmi, má vísast reikna með því, að flestir þessir þing menn yrðu búsettir í Reykja- vík. Héraðssjónarmið þeirra, ef nokkurs slíks sjónarmiðs gætti annars hjá jafn flokks pólitískum mönnum og þeim, sem hæfir yrðu taldir til þess að taka sæti á framboðslista eins eða annars stjórnmála- flokks, yröi sennilega fyrst og fremst sjónarmið Reykja- vikur. Tillögur f|órðungsþiriganna gera ráð fyrir því, að fylkis- þingin kjósi þingménn ann- arrar þingdeildarinnar. Slík- ír þingmenn yrðu líklega oft- ast kosnir úr hópi fylkisþihg manna. Méð starfi sínu á fylk isþingum hafa þeir féngið ná in kynni á málefnum síns héráðs óg jafnan oftast á- huga fyrir þeim málum, sem helzt horfa til velferðar í fylk inu. Þannig mætti ætla, ef tillögur fjórðungsþinganna yrðu að lögum, að önnur þing deildin hefði jafnan vakandi auga á því, sem nau'ðsynleg- ast er og gagnlegast framtáki og framförum hinna ein- stöku bæja og sveita víðs veg ar í landinu. Ef þingmenn hinnar deildarinnar væru kosnir í einmenningskjör- dæmum, eins og tillögurnar gera ráð fyrir, mætti örugg- lega vænta þess tillits til hér- aðanna af hálfu löggjafar- þingsins í heild, sem nauðsyn legt er til þess að .völd hérað- anna verði aukin eftir því, sem gagnlegt og hentugt mætti reynast. III. Greinarhöfundi vaxa fylk- isþingin mjög í augum. Tel- ur hann að kostnaður verði úr hófi fram af árlegum þing höldum þeirra, svo og vegna fylkisstjórna og fylkisstjóra. Vissúlega verður að gera ráð fyrir verulegum kostnaði af þessu nýmæli, sérstaklega ef tilganginum er náð og mörg þau mál, sem nú heyra undir ríkisstofnanir í Reykjavík, Alþingi eða ríkisstjórn, yrðu lögð til fylkjanna. Ekki skal hér efast um dugnað og hag- sýni þeirra valdhafa, og starfsliðs þeirra, sem nú fara með öll völd í landinu og nú hafa aðsetur í Reykjavík, en það mun ýmsum þykja oftrú á hæfni þeirra og afköstum, ef ekki finndust einnig heima í héruðum menn, sem unnið gætu að framkvæmd þessara mála með álíka dugnaði og kostgæfni og þeir, sem nú vinna þessi störf í höfuðborg- inni. Ef ýms mál og fram- kvæmd þeirra yrðu flutt úr höfuðborginni til ýmsra staða út á landi, er augljóst að ekki .þarf að halda fjöl- mennt starfslið vegna þeirra verka, sem unnin eru annars staðar og mun því sparast ] kostnaður við launahald í Reykjavík, sem ástæða er til að hafa- í huga, þegar til greina kemur kostnaður vegna fylkjanna. Ýmsum vex í augum kostn- aður af fundum Alþingis. Verði tillögur fjórðungsþing- anna að lögum, styttist seta Alþingis til stórra muna. Það sem einkum hefir tafið störf Alþingis, er fjárlagasetning- in. Samkvæmt tillögum fjórð ungsþinganna, skal forsetinn hafa lagt fram frumvarp til fjárlaga eigi síðar en einni viku eftir að þing kemur sam an. Ef Alþingi hefir ekki lok- ið fjárlagasetningu fyrir árs- lok, gildir frumvarp forset- ans sem fjárlög næsta fjár- hagsár. Alþingi mun því sjald an sitja lengur en ca. 90 daga á ári og geta menn borið það saman við þinghaldið undan- farin ár. Mun því kostnaður við Alþingishaldið stórlækka, ef tillögur fjórðungsþinganna verða að lögum. Þegar allt kemur til alls mun það sann- ast, að kostnaður við ríkis- haldið stórlækkar, ef sú skip- un verður tekin upp, sem felst í tillögum fjórðungsþinganna. IV. Greinarhöfundur bendir á þann möguleika, að hrepps- nefndir, bæjarstjórnir og sýslunefndir kjósi til annarr- ar þingdeildar, óþarft sé þess vegna að stofna til sérstakra fylkisþinga. Greinarhöfund- ur bætir því nú samt við, að flestum muni þykja of mik- ill réttur lagður í hendur þessara aðila með því, aö heimila þeim að kjósa aðra þingdeild, til þessa muni því alls ekki koma. Ekkert gagn er að þessari uppástungu, fyrst fyrirsjáanlegt er, að hún verði aldrei tekin til greina. Yfirleitt má telja, að sýslunefndir, bæjarstjórnir og hreppsnefndir hafi ekki, sem slíkar bolmagn til þess að koma fram gagnvart rík- isvaldinu, sem nægilega sjálf stæðir aðilar. Þessar nefndir munu því hrökkva skammt til þess, að standa fyrir þeirri dreifingu ríkisvaldsins, sem flestir telja nú nauðsynlega. Reynslan er og mála sönnust í þessu efni. Sú þróun, sem átt hefir sér stað, hefir farið fram þrátt fyrir tilveru og starf þessara nefnda og er þó umkomuleysi þeirra hvergi lögfest, né yfirleitt nein á- kveðin markalína dregin í lög um milli valdssviðs þeirra og Enginn lagamaður nefnist hann sá sem hér tekur til máús. Fyrst gerir hann almanna tryggingalögin að umræðuefni og þarf ég ekki að hafa neinn formála fyrir þvi: „Pétur og Páll eru bræður. Meira að segja tvíburar. Pétur kvongaðist er hann var 22 ára. Hann er nú 45 ára og á sex börn, það élsta 22 ára og það yngsta 16 ára. Hann er efnalítill en kemst vel af. Börnin hans eru öll í skóla. Þau eiga öll að borga tryggingar gjald til almennatrygginganna og hjónln líka. Auk þess varð að skera eitt barn Péturs upp og varð hann að greiða þann kostnáð, á þriðja þúsund krónur. Meöan Pétur var að ala upp börn sín voru foreldrar hans hjá hon- um. Hann greiddi þeim kaup, svo þau ættu eitthvað til elliáranna. Páll gifti sig fyrir áttá árum. Var hann þá orðin mjög vel efnað- ur maður, enda fékk óðalsjörðina. Nú á Páll átta börn og greiðir rikið honum meðlag með 5 þéirra, sam- kvæmt alnianmrtryggingalögun- um. Foreldrar þeirra bræðra eru nú til heimiiis hjá Páli. Þau halda enn fullri heilsu og eru sæmilega efnuð. En þau eru orðin 67 ára, svo Páll fær þeirra ellistyrk. Þetta erú staðreyndir, ef til vill geta þessi lög verkað ehhþá órétt- iátlegar en í þessu dæmi. Ef til vill hafa þau líka einhverja kosti, þannig að þau komi þeim fá- tæku að liði. En þau kosta líka ó- hemju og við framkvæmd þeirra er mikið starfsmannahald. Auðvitað er sjálfsagt að þeir efnaðri hjálpi þeim fátæku og vanheilu. En væri ekki nægjanlegt að það væri sveita sjóður er sæi urh slíkt. Því ég sé ekkert óheiðarlegra við að þyggja af sveit ef heilsan er farin og efni engin, en að greiða útsvar til hrepps ins meðan maður var þess megn- Ugúr. Almannatryggingarlögin eru enn ekki gömul og eru víst enn í deigl- unni. En marga vankanta . verður að sníða af þeim, ef þau eiga að verða vinsæl og koma að notum sem vonast hefir verið eftir.“ Nú finnst mér að vísu að þessi dæmi séu ekki svo hræðileg. Víst er það óeðlilegt að gömlu hjónin skuli vera nýlega flutt frá Pétri, svo að þar fengu þau kaupið, en ellilífeyri hjá Páli, en víst er það fræðilegur möguleiki. Hitt þykir mér undarlegra með uppskurðinn á barninu hans Péturs, hvers vegna sjúkratrygging greiðir ekki kostn- að í því tilfelli og bið því um nán- ari skýringu. Hitt megum við al- drei setja fyrij; okkur, þó að ýmsir hefðu haft meiri verðleika til al- menns styrks, áður en lögin fengu gHdi, en ýmsir þeirra, sem njóta hans nú. Þann samanburð þurfum við ekki að gera. — Og að síðustu — sé það svona erfitt hjá Pétri og börnum hans. að greiða til trygg- inganna og því skal ég ekki neita, — er þá ekki gott, að Páll geti lágt fyrir upp í tryggingagjöld sinna 8 barna þegar þau koma á þennan erfiða aldur? En svó snýr þessi sami höfundur sér að öðru efni, sem taisvert hefir verið talað um, þar sem er hæsta- réttardómurinn um eignarrétt á refnum. Og þá segir svo: „Það er næsta undarlegt, að dóm ur meiri hluta hæstaréttar skuli tekinn alvarlega. Ekki síst þar sem undirrétti og einum af dómendum hæstaréttar sýnist það gagnstæða. Enda held ég að almenningur á- líti að refir og minnkar og önnur skaðræðisdýr sem sloppið hafa úr haldi séu réttdræp og ófriðhelg. Múndi Björn Pálsson hafa greitt skyttunni Guðmundi á Bollastöð- um skaða er tófa hans hefði valdið, ef svo hefði til tekist a5 tófan hefði géngið áfram í fé hans eða annarra?" Víst væri fróölegt að vita, hvort hægt er að krefjast skaðabóta af eigendum svona villidýra. Ég er hræddur um, að þeir leggi meira kapp á að sanná eignarréttinn þeg- ar eftir verðmætum feldi er að slægjast, heldur en ef um er að ræða að greiða skaðabætúr. Heyrt hef ég þess getið, að minnkaeig- andi kánnaðist ek:|i við, að það væri dýr úr sinni hjörð, sem hon- um var sagt til inni í hænsnahúsl nágrannans. En þá er það sennilega hinna að sanna eignarréttinn. Starkaður gamli Hjartans þökk flyt- ég þeim nemendum mínum úr barnaskólanum á Flateyri árin 1912—’30, sem sæmdu mig hinni rausnarlegu gjöf til minningar um samveru okkar þar. Þótt gjöfin sé góð og höfðingleg er mér þó miklum mun kærara það hugarþel, sem á bak við liggur. Guð blessi ykkur öll. p. t. Reykjavík 17. febrúar 1949 Snorri Sigfússon námstjóri uttttttts Bændur, húsasmiðir | Eigum fyrirliggjaridi hurðir úr Oregon Pine og Furu Stærðir: 60x200 cm. 70x200 cm. 80x200 cm. :í ÝT Takmarkaðar birgðir. — Tökum aö okkur aö smíða H eftir pöntunum allt til húsa, svo sem hurðir, glugga alls konar innréttingar. Trésmiðjan Herkúles h.f. Blönduhlíð, sími 7295 ft « *• :: :: ft 8 (Framhald á 5. síðu) Kxtltttitxitliiiitttiniittitxxnuttliiiitiiitlttiiltitiiiiiiilttttr.iitiiitiitiiltv.tittittt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.