Tíminn - 12.03.1949, Blaðsíða 5
55. blað
TÍMINN, laugardaginn 12. marz 1949
5
Ltmgard. 12. marz
Hafta- og skömmt-
unarkerfi Sjálf-
stæðisflokksins
Jafnvel Mbl. verður að
beygja sig fyrir staðreyndum.
Það er ekki afarlangt síðan
Mbl. hélt því fram, að það
væri raunar ekki neitt at-
hugavert við verzlunarmálin
á landi hér. Þá breiddi það úr
sér með hroka og yfirlæti og !
spurði Tímann hverjir það j
væru, sem rækju svartan (
mai’kað og brask, ef nokkrir
væru.
En svo fann blaðið, að það ,
hlaut almenna fyrirlitningu
fyrir að þræta fyrir það, að
svartur markaður ætti sér
stað. Þá söðlaði það um, og
fcr öðru hvoru að lýsa hinum
brennandi áhuga flokks síns
fyrir því, að .sigrast á svarta-
markað'sokrinu og braskinu.
Þarna var fremsta víglína
kaupsýslumálgagnsins biluð
og flótti brostinn á lið þess.
Mbl. treystist ekki lengur að
halda því fram, að verzlunar
málin væru svo hrein, að
þar ætti hvorki við að koma
með gagnrýni né leita eftir
lagfæringum.
Síðan hefir Mbl. verið á und
anhaldi og leggur mikið kapp
á að koma sér upp nýjum
varnarstöðvum. Eina tilraun
af því tagi gerir það í gær.
Og þá tekur það svo til orða
meðal annars:
„Vöruskortur vegna
strangra hafta og óheppilgt
skömmtunarfyrirkomulag er
ólag, sem er komiff „aff ofan,“
ólag, sem á rót sína að rekja
til alls þess skipulags, sem er
og hefir veriff á efnahagsmál-
um þjóðarinnar. Ólagsins er
ekki að leita í búðum kaup-
mannanna, heldur fyrst og
fremst á skrifstofum þess op-
inbera valds, sem ræður stefn
unni og framkvæmdinni í því,
sem aff verzlun lýtur.“
Og hver skyldi svo fara
með þetta opinbera vald, sem
ræður?
Það er Sjálfstæðisflokkur-
inn með fulltingi og stuðn-
ingi Alþýðuflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn á fov
mann í viðskiptanefnd, for-
mann í fjárhagsráði og
skömmtunarstjórann. Þann-
ig hefir hann ráðið þremur
þýðingarmestu embættum
varðandi framkvæmd þessara
mála allra. Það er hann, sem
stjórnar „skrifstofum þess
opinbera valds, sem ræður
stefnunni."
Alþýðuflokkurinn hefir til
þessa stutt Sjálfstæðisflokk-
inn til allra þessara valda.
Framsóknarmenn hafa kosið
aðra tilhögun og flutt tillög-
ur um það, en þær hafa ekki
náð fram að ganga til þessa.
Það er því augljóst mál, hverj
ir það eru, sem bera sök á
því „ólagi að ofan,“ sem Mbl.
talar nú um.
Undanhald Mbl. í þessum
málum er að ýmsu leyti
merkilegt. Það skilur að ekki
er annað hægt en að gera eitt
hvað til að friða almenning,
þó það vilji ekki neitt nema
þýðingarlaust kák til sýnis.
ERLENT YFIRLIT:
Kosningaundirbúnin
í Bretlandi
ur
Vcrkainaimaflokkurinn ilregur úr
liýtingarsiefiiuimi, en eyknr stuðning siirn
við samviimustcfnima
Nýlega er lokið tveimur auka- j að flokkurinn sveigi stefnu sína
kosningum til brezka þingsins og
hefir baráttan i þeim orðið til þess
að beina athygli að almennu þing-
kosningunum, sem eiga að fara
fram á næsta ári, ef ekki verður
þingrof áður. Síðari aukakosningin
fór fram í gærdag og var það 49.
aukakosningin, er hefir farið fram
s ðan kosið var til þings 1945. Þetta
var jafnframt 32. aukakosningin,
þar sem verkamannaflokkurinn
þurfti að verja þingsæti, og tókst
honum að halda því, eins og öllum
hinum. Það er einsdæmi í stjórn-
málasögu Breta, að stjórnar-
flokkur hafi háð jafnmargar auka-
kosningar, án þess að tapa þing-
sæti. Virðist það óneitanlega benda
'til þess, að fylgi Verkamannaflokks-
! ins standi traustum fótum.
meira til samræmis við breytt við-
horf og telji sig ekki andvígan opin
berum afskiptum eða skipulagn-
ingu, þar sem slíkt eigi við, þótt
áfram verði fyrst og fremst byggt
á grundvelli hins frjálsa framtaks.
Churchill og félagar hans vilja
hinsvegar halda uppi hlífðarlausri
baráttu gegn öllum höftum og opin
berum afskiptum, en að öðru leyti
vilja þeir ekki marka stefnu flokks
ins mjög ákveðið, svo að hann geti
haft óbundnar hendur, ef hann
kæijiist aftur í stjórnaraðstöðu. Hin
ir eldri leiðtogar flokksins fylgja
Churchill einkum að málum.
Antony Eden er talinn halda sér
að mestu utan við þessar deilur og
reyni hann að bera sáttarorð á
milli.
Stefna Verkamanna-
flokksins.
Af hálfu Verkamannaflokksins er
t ekki unnið síður kappsamlega að
undirbúningi þingkosninganna 1945.
Kosningin í South
Hammersmith.
Af öllum þessum 49 aukakosning-
um, er farið hafa fram síðan 1945
hafa tvær þær áðurnefndu vakið
einna mesta athygli og þó sérstak-
lega sú, sem fyrr fór fram. Hún var | Om mánaðamótin seinustu héldu
háð i einni útborg Londonar, South j helstu ráðamenn hans fund á
Hammersmith, rétt fyrir seinustu eyjunni Wight og er talið, að þar
manaðamót. Verkamannaflokkur- j hafi kosningastefna flokksins verið
inn hafði unnið þetta kjördæmi j mörkuð í aðalatriðum, en endan-
1945 í fyrsta sinn með fremur litl-
um meirihluta eða um 3500 atkvæð
um. íhaldsmenn hugðu því gott til
glóðarinnar og blöð þeirra fullyrtu,
að úrslitin í South Hammersmith
myndu verða allgóður mælikvarði
á úr^lit almennu kosninganna 1950.
íhaldsmenn lögðu sig líka mjög
fram í kosningabaráttunni o| kvöld
ið fyrir kosningadaginn var Churc-
hill sjálfur sendur á vettvang. Hanp
ók um göturnar í bíl og hélt smá-
ræður á götuhornum, þar sem
mannfjöldi hafði safnast saman.
Móttökurnar voru nokkuð misjafn-
ar, éinkum í verkamannahverfun-
um. Úrslitin daginn eftir sýndu
að koma Churchills hafði ekki
bjargað íhaldsflokknum. Verka-
mannaflokkurinn hélt þingsætinu,
en meirihluti hans hafði þó nokk-
uð minnkað.
Óánægja með Churchill.
Það er talið, að báðir flokkarnir
telji sig hafa lært verulega af bar-
áttunni og úrslitunum í þessum
kosningum. M. a. virðast úrslitin
hafa ýtt undir óánægjuna í íhalds-
flokknum með forustu Churchills.
Ýms hin yngri foringjaefni íhalds
flokksins telja stefnu flokksins of
óljósa og afturhaldssama og kenha
Churchill um. Leiðtogi þeirra
manna er einkum talinn vera Butl-
er fyrrverandi menntamálaráð-
herra, sem oft er nefndur sem eitt
líklegasta forsætisráðherraefni
íhaldsflokksins. Þessir menn vilja,
lega verði gengið frá henni á þingi
flokksins, er haldið verður í Black-
pool um hvítasunnuleytið í vor.
Það er taliö, að Morrison hafi unn-
ið mest að undirbúningi kosninga-
stefnunnar. í henni mun ekki lofað
neinni nýrri verulegri þjóðnýtingu
á næsta kjörtímabili, heldur verið
aðallega unnið að því að styrkja
þá þjóðnýtingu, er ráðist hefir ver-
ið í að undanförnu. Þykir þetta
sýna, að flokkurinn telji þjóðnýt-
inguna ekki vænlega til fylgis,
enda orða ýmsir erlendir frétta-
menn, sem dvalið hafa í Bretlandi,
umsögn sína um þau mál þannig,
að stjórnin hafi haldiö fylgi sínu,
þrátt fyrir þjóðnýtinguna, vegna
ýmsra annara verka sinna, eins og
t. d. trygginganna og annara ráð-
stafana til að tryggja öryggi og
afkomu almennings. í*hinni nýju
kosningastefnuskrá mun líka lögð
aðaláherslan á að bæta kjör al-
þýðumanna með áframhaldi á slík-
um ráðstöfunum, eins og afnámi á
skömmtun, lækkun á verðlagi o. s.
frv. Það hefir ekki síst treyst að-
stöðu stjórnarinnar í seinni tíð, að
hún hefir getað afnumið ýmsar
skammtanir og styrkt þanng
trúna á batnandi tíma framundan.
Sumir andstæðingar hennar segja
í gamni og alvöru, að hún hafi
unnið áðurnefnda aukakosningu í
South Hammersmith með því að
tilkynna væntanlegt afnám súkku-
laðiskömmtunarinnar fáum dögum
fyrir kosninguna.
CHURCHILL
Vermamannaflokkurinn
og samvinnufélögin.
í sambandi við verðlags- og
verzlunarmálin vekur það sérstaka
athygli, að verkamannaflokkurinn
mun í kosningastefnu sinni leggja
stóraukna áherzlu á stuðning við
kaupfélögin. Hann mun benda á
samvinnufélögin sem eitt öruggasta
úrræðið til þess að hafa hemil á
verðlaginu og færa það niður.
Hinsvegar mun ekki minnst einu
1 orði á þjóðnýtingu verzlunarinnar
í kosningastefnu Verkamannaflokks
ins. í áróðri flokksins er hinsvegar
lögð alltaf meiri og meiri áherzla á
úrræði samvinnufélagsskaparins í
verzlunarmálum. Meðal annars kom
þetta mjög greinilega fram í kosn
ingabaráttunni í South Hammer-
smith, enda var va’inn þar til fram
boðs fyrir flokkinn maður, sem hef
ir tekið allvirkan þátt í kaupfélags-
skapnum og stendur framarlega í
samvinnuflokknum. Framboð sitt
orðaði hann þannig, að hann væri
frambjóðandi Verkamannaflokks-
ins og Samvinnuflokksins.
Það, sem talið er gera úrslit
næstu þingkosninga í Bretlandi
nokuð óviss, er afstaða þeirra
kjósenda, er fylgja frjálslynda
(Framhald á 6. siðu)
Það tekur þann kostinn að
deila á framkvæmdina í hin-
um opinberu skrifstofum,
sem þess eigin menn stjórna.
Framsóknarmenn mega vel
við það una, að Mbl. deili á
skrifstofuvald Sjálfstæðis-
flokksins í þeim málum, sem
lúta að opinberri stjórn á
verzlun og skömmtun. Hitt er
annað mál, að enginn þarf
að halda, að þær ádeilur séu
gerðar til annars en að sýnast
Samtök þeirra manna, sem
mest græða á verzlunar-
rekstri, fara ekki að fórna
dyggum þjónum fyrr en all-
ar leiðir eru lokaðar. en eigi
að síður mætti mörgum hin-
um óbreyttu leiðtogum Sjálf-
stæðisflokksins þykja athygl-
isverð þess fordæming Mbl. á
Raddir nábúanna
Alþýðublaðið ræðir í for-
ustgrein í gær um Atlants-
hafsbandalagið og bendir á
ákvarðanir Norðmanna og
Dana. Það segir:
„Það er athyglisvert fyrir okk
ur íslendinga í þessu sambandi,
að þær tvær þjóöir, sem eru okk
ur nálægastar og skyldastar,
mega nú teljast staðráðnar í að
gei-ast aðilar að Atiantshafs-
bandalaginu. Norðmönnum og
Dönum er Ijóst, hvaða þýðingu
varnarsamtök lýöræðisþjóðanna
geta haft fyrir öryggi þeirra og
frelsi. Þessar þjóðir eiga sér þá
ósk æðsta að mega vcra í friði,
en þær hafa fengið dýrkeypta
reynslu af hlutleysi og varnar-
leysi, og þær vilja láta vítin sér
að varnaði verða. Þær stíga
þetta spor að mjög athuguðu
máli. Rússar hafa sent Norð-
mönnum hótun til að reyna að
hindra þátttöku þeirra í At-
tlandshafsbandalaginu, en Norð
menn svöruöu þeim einarðlega
og gáfu ótvirætt í skyn, að þeir
kysu samstöðuna við Vesturveld
in en ekki við einræðsríkið í
austri. Fyrir milligöngu Pól-
verja sendu Rússar Dönum hlið
stæða orðsendingu, en með sama
árangri."
Alþýffublaffið telur, að val
íslendinga hljóti að verða á
svipaða leið og þessara frænd
innflutnings- og skömmtun-, þj óða, ef ekki fylgja banda-
arkerfi Sjálfstæðisflokksins. lagsþátttökunni kvaðir um
Og vel mættu þeir hugleiða,1 erlendan her og herstöðvar á
hvort þessu kerfi er komið á ! friðartímum. Yfirgnæfandi
vegna þess, að Sjálfstæðis-' meirihluti þjóðarinnar muni
flokkurinn er „flokkur allra því fylgjandi. Á móti munu
stétta“ eða nokkurra út- j aðallega vera kommúnistar og
valdra. [þeir, sem blekkjast af þeim.
Beztu stuðnings-
menn Atlanzhafs-
bandalagsins
Þjóðviljinn fyllir dálka sína
dag eftir dag meff skömmum
og svívirðingum um Atlants-
hafsbandalagiff. Þátttaka ís-
lands í því er talin leiða ör-
ugglega til glötunar á sjálf-
stæffi þjóðarinnar og allir
þeir, sem vilja láta athuga,
hvort ísland eigi aff taka þatt
í því, eru dæmdir landráða-
menn og kvislingar. Oft hefir
Þjóffviljinn verið stórorffur og
þungur í dómum, en aldrei
sem nú.
Hér skal ekki rætt um þátt
töku íslands í Atlantshafs-
bandalaginu, því aff þaff mál
mun bráðlega liggja þannig
fyrir, aff hægt verffur að
ræffa um þaff, án þess aff
þurfa að byggja á ágizkunum
effa líkum. Þá fyrst er hægt
aff marka sér endanlega af-
stöðu til málsins og dæma um
þaff, hvort þátttakan samrým
ist sérstöðu þjóðarinnar og
öryggisþörfum.
Hitt er hægt aff krefja
strax til mergjar, hvað mun ■
orsaka þessi furðulegu óhljóð
og ólæti í Þjóðviljanum.
Þess er þá fyrst aff gæta,
að flokksbræffur Þjóffviljans
I nágrannalöndunum reka nú
alveg samskonar áróður. Þar
hafa þeir ekki affeins ham-*
ast gegn Atlantshafsbanda-
laginu, heldur hömuðust þeir
einnig á Norðurlöndum gegn
hinu fyrirhugaffa norræna
varnarbandalagi, sem átti að
vera óháð stórveldunum. í
öllum lýðræðislöndum Ev-
rópu hafa þeir á sama hátt
hamast gegn hverskonar her
vörnum og kallaff þær land-
ráff og öffrum slíkum nöfnum.
Það liggur þannig fyrir, að
í öllum lýffræffislöndum vilja
kommúnistar ekki aðeins úti
loka þátttöku í bandalagi eins
og Atlantshafsbandalagi, held
ur hverskonar hervarnir. Þeir
vilja hafa löndin opin og
varnarlaus.
Á sama tíma hafa komm-
únistar lýst hjessun sinni yfir
vígbúnaði Sovétríkjanna og
landanna austan járntjalds-
ins. Til viðbótar því hafa for-
sprakkar þeirra í lýffræðis-
löndunum nú keppst viff að
lýsa yfir því, að þeir myndu
taka fagnandi á móti rúss-
neskum her, ef hann brytist
inn í lönd þeirra.
Þetta er alveg nægilegt til
þess aff skilja baráttu komm-
únista gegn Atlantshafs-
bandalaginu. Þeir vilja hafa
lýffræffislöndin varnarlaus,
svo að innrás rauffa hersins
verffi fyrirhafnarlaus og fagn
aðarmóttaka þeirra því minni
erfiffleikum bundin. Þeir líta
á Rússland sem sitt raun-
verulega föffurland og út-
þenslu þess sem mesta sigur
stefnu sinnar.
Barátta kommúnisíadeild-
arinnar hér úti á íslandi er
affeins lítill þáttur í þeirri al-
þjófflegu baráttu kommún-
ista, aff lýffræffislöndin séu
varnarlaus, svo að Rússum
verffi auffvelt að hertaka þau,
þegar tími þeirra kemur.
Þessi barátta kommúnista
hér upplýsir það jafnframt,
aff barátta þeirra fyrir varn-
arleysi íslands er sprottin af
því, aff húsbændur þeirra
telja sér hag af því, að þaff
sé varnarlaust. Þaff er sönnun
þess, aff voldugir affilar hafa
augastað á íslandi.
(Framhalá d 7. síðu).