Tíminn - 01.04.1949, Síða 2

Tíminn - 01.04.1949, Síða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 1. aprit 1949 70. blað 'tá hati til heiia 1 nótt: Næturakstur er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 4050. Næturvörður er í Reykjavík- ur Apóteki. Næturakstur annast Litla bílstöðin, simi 1380. Útvarpib 1 kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.30 íslenzkukennsla. — 19.00 Lýzkukennsla. — 19.25 Þingfréttir. — 19.45 Auglýsingar. — 20.00 Frétt- ir. — 20.20 Skíöaþáttur (Ólafur Þorsteinsson). — 20.30 Útvarpssag- an: „Opinberun" eftir Romanof; fýrri hluti (Helgi Hjörvar). — 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Ýmis þjóðlög, útsett af Kassmayer. — 21.15 Frá útlöndum (Jón Magnús- son fréttastjóri). — 21.30 íslenzk tónlfst: Einsöngslög eftir Björgvin Guðmundsson (plötur). — 21.45 Er- indi: Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (Ásgeir Ásgeirsson al- þingism.). — 22.00 Fréttir og veöur- fregnir. — 22.05 Passíusálmar. — 22.15 Útvarp frá Hótel Borg: Hljóm svéit Carls Billich leikur létt lög. — 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru. skipin? Rfkisskip. Esja var á Akureýri í gær á aust- uríeiEi Hekla á að fara kl. 12 á há- degi i dag austur um land í hring- ffiBö. Heróubreið er á Austfjörðum á .norðurleið. Skjaldbreið er vænt- anleg til Reykjavíkur i dag. Þyrill j Vár við Langanes í gærmorgun. Súðin kom til Raufarhafnar um hádegi í gær. Einarsson & Zoega. Foldin er í Reykjavík. Spaar- nestroom er væntanlegur til Reykja víkur eftir helgina. Reykjanes er væritanlegt til Vestmannaeyja um mánaðamótin. En kæmist það' upp yrði það lífæö afkomu manna þar á Raufarhöfn, kvað Hólmsteinn. Kol lækka. í dag lækka- kol í verði í ko’.a- verzlunum í Reykjavík. um tíu krón ur smálestin. Óþrifnaður. í gær var verið að hreinsa grjót- mulnlng og ýmis konar saur af götum í miðbænum. Var þetta lát- ið á vörubíl, en engar hlífar voru meðfram palli hans. Bílnum var svo ekið inn alla Hverfisgötu og hrundi þá farmurinn út af smátt og smátt inn alla götuna. Virðist þetta heldur einkennileg sorphreins un að dreifa sorpinu frá einni göt- unni á aðra. Blöið og timarit Tímarit Verkfræðingafélags íslands, sem gefið er út af stjórn félagsins, 4. hefti 33. árg., hefir nýlega borizt Tímanum Skiifar Finnbogi R. Þorvaldsson þar fyrst minningarorð um Árna . Daníeisson verkfræðing. Næst er aðalgrein þessa heftis, sem heitir, Jarðgufuraforkuverin í Toscana, 1 eftir Va’garð Thoroddsen, rafveitu stjóra. Loks eru ýmsar athuganir | og fréttir. Eru það aöallega stuttar frásagnir (eftir F. R. Þ.), með j myndum af níu ungum mönnum, sem teknir hafa verið inn í Verk- | fræðingafélagið árið 1947. Skólaskýrslur Skýrslur Menntaskólans í Reykja vík fyrir árið 1946—’47 og 1947—'48 hafa borizt Tímanum. Er í þeim margháttaðan fróðleik að' finna um hinn fjölmennasta skóla lands- ins — Menntaskólann. í upphafi fyrra skólaársins, sem skýrslurnar fjalla um voru skráð- ir 402 nemendur 127 stúlkur og 275 piltar. í upphafi síðara skólaársins (1947—’48), voru skráðir 445 nem- endur, þar af 145 stúlkur og 300 piltar. Skýrsiur þessar, sem eru allítar- iega saman teknar, sýna talsvert g’ögga beinagrind skólaársins: námsgreinar, stundaf jölda, nöfn kennara og nemenda, einkunnir o. m. fl. En hold og blóð skólastarfsins geta auðvitað skólaskýrslur ekki sýnt, en undir því hvernig tekst að klæða beinagrindurnar í hinu dag- lega námi, félags’ífi, vakandi á- huga, þroska, áhrifum —• eftir því fer mikið hve skólanámið og skóia- veran verður til mikillar blessunar þeim, er í skólanum dvelja. Sltýrsla um Gangfræðaskólann í Reykja- vík skólaárið 1947—’48. Vitnar hún um mikla aðsókn, marga kennara og mikið starf. En árangurinn verður varla dæmdur nema helzt með því að kynnast nemendunum sjálfum. Vin- andi er hann samt mikill og góð- ur. Skiðafélag Reykjavíkur mælist til þess, að þeir meðlimir eða aðrir, sem njóta vilja gisting- ar eða greiða í Skíðaskálanum um helgar, noti skíð'aferðir þess að öðru jöfnu. Skíðaferð á laugardag kl. 2, til baka kl. 6. Sunnudag kl. 9 og kl. 10. Farið frá Austurvelli og Litlu ' bíistöðinni. Farmiðar þar og hjá Miiller. Viö bílana, ef eitthvað verð ur óselt. Skiöafélag Reykjavíkur. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara í ferðalag á skíð- um yfir Kjöl næstkomandi sunnu- dag, verði gott veður. Ekið að Foss- á í Hvalfirði, en gengið þaðan á l skíðum upp Þrándastaðafjall yfir hæstan jökul (787 m.), að Kárastöð um í Þngvallasveit. Leið þessi er með afbrigðum skemmtileg og nóg ur snjór. Farmiðar seldir á laugar- | daginn til kl. 4 e h. á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5. Farfuglar! Munið skemmtifundinn aö Röðli í kvöld, hefst kl 9. Skemmtiatriði. Á fundinum liggur frammi á- skriftarlistí fyrir þá sem vilja taka þátt í námskeiði deildarinnar í hjálp í viðlögum, einnig verður les- in upp ferð'aáætlun sumarsins. Nefndin. Prentarar Árshátíð félagsins verður í Tjarn- arkafíi, annað kvöld (laugardag), kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í dag kl. 5—7. Simi TDIA YS er 81300 frá kl. 9—5 eftir kl. 5 Ritstjórn 81302 — — - Fréttir 81303 — — - Augl. 81301 Köld borð og heltnr veizlumatur sendur út um allan bæ. SILD & FISKUR Eldurinn gerir.ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnatryggingum Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Sími 2292. FARGJÖLD Frá og með 1. apríl verða fargjöld á eftirtöldum utanlands flugleiðum vorum, sem hér -segir: Flugferðir Flugfélag Islands. Gullfaxi er í Reykjavík Flogið var í gær til Akureyrar, Vestmanna eyja og Austfjarðanna fjögurra. Loftleiðir. Hekla og Geysir eru í Reýkja- vík. En Geysir fer n.k. þirðjudag til London, Prestvíkur og Stokk- hólms, en Hekla fer beint til Kaup- mannahafnar sama dag. bæði full- fermd farþegum, Geysir með 44 en Hekia með 42. í gær var fiogið til Vestmanna- eyja, Akureyrar, ísafjarðar og Patreksfjarðar. Úr ýmsom áttum Frá Raufarhöfn. Hólmsteinn Helgason oddviti á Raufarhöfn, leit inn í skrifstofu Tímans í gær og var spurður tíð- inda að norðan. Fiskafla hvað Hólmsteinn hafa verið lítinn á Raufarhöfn síðan á áramótum, en þó nokkurn í janúar. En síðan hefði virzt fiskilítið á ná- iægum miðum. En í haust var all- góður fiskaili. Raufarhöfn er alltaf .stækkandi kauptún. Helzta dag- skrármái og framtíöarmál þorpsins undanfarið er hraöfrystihúsmálið. Innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir vélum og öðru viðvíkjandi hraðfrystihúsinu hefði nýbygginga- ráð veitt og eitthvað kom af þ. h. 1947—’48. Byrjað var að reisa hús- ið og komust upp veggir og skii- rúm, en siðan hefði allt strandaö. Aðeins kæmu falleg bréf frá Jó- hanni fjármálaráðherra með fyrir- heitum um fullan stuöning við að koma upp hraðfrystihúsinu En svo næði þaö ekki lengra. Raufarhafnarhreppur, Kaupfélag N.-Þingeyinga og 70—80 einstakl- ingar hefðu lagt fé í nö koma þessu af stað, en svo væri al’t þurrausið. En ráðgeit hefði verið að frysti- húsit kostaði um eina miljón ki. EFTIR OVEÐRIÐ Næstum hvar sem tveir menn eða fieiri mættust á förnum vegi í gær, barst talið að hinu pólitíska óveðri, sem geisaö hefði í bænum undanfarið og náði hámarki sínu við Alþingishúsið kl. 2—3 miðviku- daginn 30. marz. Flestir hafa lritt og annað til málanna að leggja. Ásakanir og varnir skiptast á — klögunarmálin ganga á víxl En a’lir eru vissir um að sökin sé ekki hj&’ sjálfum sér, heldur einhverjum öðrum — helzt óljúfum andstæðingum. Eins og venjulega, þar sem fleiri deila, er hér auðvitað ekki öll sökin hjá einum aðiía. En a lir finna að hlutir hafa skeö, sem eru á annan hátt heldur en æskilegt er. Við, sém staddir vornm í Alþing- ishúsinu 30. marz, þegar umræð- urnar og atkvæöagreiðsla um inn- gör.gu i Atlantshafsbandalagið fór fram í Sameinuðu Alþingi, af þar til löglega kosnum fuíltrúum þjóð- arinnar, munum lengi minnast þess, þegar grjóthríðin skall á hús- inu og hver rúðan eftir aðra mol- aðist sundur inn í þingsalinn og grjót og glerbrot voru um borð og stóla þingmannanna. En úti fyrir stóðu þúsundir manna, er þöktu að mestu Austurvöll. Og stór hópur af þeim æpandi upp í hina brotnu glugga húss löggjafasamkomu hinn ar íslenzku þjóðar. En þegar óveðrinu slotaði, þá stóð hið gamla fræga Alþingishús við Austurvöll hnípið og hljótt með flestar rúður brotnar í dyrum og gluggum, er vissu að aðalgötunni, en gasfýlan og grátandi fólk í hóp- um læddist mg götur miðbæjarins og særðir menn héldu til sjúkra- húsa og sáragræðslumanna til þess að leita sér bót meina sinna, er þeir höfðu hlotið í hinu pólitíska gjörningaveðri. sem geisað liafði yfir höfuðstaðinn @ Allir hljóta að finna, að hér er ekki al't með felldu. Þó óttast marg ir, að þetta sé aðeins uppliaf þess, sem koma mun, ef sú þróun held- ur áfram, að hér myndist á aðra hliðina fylking undir forustu auð- drottna- og óhóísseggja, sem setið hafa sólar megin í lífinu, en hins vegar fylking undir handleiðslu frá ofbeldissinnuðum byltinga- og ang- urgöpum, sem gengið hafa á hönd fjærskyldu stórveldi, Sem þeir hlýta svo algerlega kalli frá í viðskiptum við sína eigin þjóð. Hið pólitiska óveður undanfarna daga ætti að verða til þess að greiða rykský frá augum hugsandi fólks, sem hefir daprazt sýn fram að þessu af ofvexti í einstak’ings- framtakinu eða austrænni oíbirtu. Tæplega getur nokkuð annað bjargað þjóðinni nú út úr því öng- þveiti, sem hún er alltaf að sökkva í dýpra og dýpra, annað en að miðflokksmenn taki höndum sam- an um að skapa grundvöll undir heilbrigt þjóðlíf og þjóðarbúskap. Þaö eru til nógu margir menn í flokkunum til hægri og vinstri, sem ættu að koma til liðs við þá mið- flokksmenn, sem fyrir eru, og skapa með þeim nógu öfluga mið- fylkingu. En aðallega eru þeir þó meðal bænda, sjómanna, verka- manna og iðnaöarmanna — ein- mitt stéttanna, sem eðlilegast er að vinni saman. Myndaðist heilsteypt miðfylking, sem tæki algerlega völdin i land- inu í sinar hendur, myndu sjúk- legir yfirstéttar sælkerar og of- stækisfullir ofbeldismenn, erind- rekar annarra þjóða, hafa lítið að segja í íslenzkum málum. En að þessi miðfylking ísienzkra umbótamanna eflist, þolir ekki iengi bið úr þessu, því það er tak- markaður tími, sem hægt er að þola að dáðleysi annars vegar og öfgar frá yztu jöðrum ofbeldis og yfirgangs hins vegar, iialdizt í hend ur til þess að færa allt í kaf, sem dýrmætast er hér á þessari eyju okkar. V. G. Reykjavík - - Prestvík .... Kr. 693,00 Reykj avík - - Kaupmannahöfn .... .... — 1072.00 Reykjavík - - Osló .... — 878,00 Reykjavík - - -Stokkhólmur — 1154,00 Flugfélay Islands ! j •tttiiMiimiimiMiiiiiiiiiiiMiHiiiiitiiiHiiMiiiHiiiiiiiiiikiiiiiititiiiiitimiiiitiitimiiitiHiiiiimiiiiiiiiiiii'iiiiiii'iiiiiiiii auglýsing! | Nr. 91949 ! | frá skömmtunarstjóra I Skömmtunarreitimir, skammtar nr. 6 og 7 á fyrsta 1 | skömmtunarseðli 1949 gildir hvor um sig fyrir y2 kg. I i af skömmtuðu smjöri til 1. júli 1949, þó þannig að | [ skammturinn nr. 7 gengur ekki í gildi, fyrr en 15. maí f I nœst komandi. | I Reykjavík, 31. marz 1949 Skömmtunarstjóri f - ? Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.