Tíminn - 01.04.1949, Page 7

Tíminn - 01.04.1949, Page 7
70. blað TÍMINN, föstudagiim 1. apríl 1949 7 Dánarmiimiiig': Saimicl Eg'gertsson (Framhald af 3. siðil). merkilegum tengslum við spaklega hugsun og listræna hneigð, að fágætt mun vera. Flestum er kunnugt um hæfi leika hans til dráttlistar, en færri vita, að Samúel var einnig svo sjálfmenntaður í söngfræði, að hann las auð- veldlega nótur og skrifaði iðulega upp lög, sem hann komst yfir og þótti falleg. Þegar hann var bóndi, kom hann líka upp kirkjusöng- flokk, sem hann æfði. Sögu landsins og svipmót bar hann svo að segja í brjöstinu, eins og teikningar hans og kort eru ljós vottur um. En auk þessa hafði hann mikinn á- huga fyrir heimspeki, mann- fi-æði og ættfræði og teikn- aði fallegt ættarskrárform. Þá lágu og ýmsir þættir nátt- úrufræðinnar ekki síður nær hug hans og hjarta, ekki sízt stjörnufræðin. Úranía var vissulega sú gyðjan, sem hann unni fölskvalaust og þjónaði af mikilli lotningu. Enda dró hann upp fleiri kort af hinum björtu stjörnum og bláa himinhveli henni til dýrðar. Samúel var einnig prýðilega ritfær og skrifaði npkkuð í blöð og tímarit. Ef til vili kemur einhverj- um í hug, að maður slíkur sem Samúel hafi hlotið að vera einn af þessum stirfnu, mannfælnu grúskurum. En slikt var víðs fjarri um hann. Þar sem Samúel var, hittum við alltaf fyrir líffullan, fjöl fróðan, sannleikselskandi áhugamann, sem ávallt hafði ánægju af því að fræða aðra og ræða við þá um áhugamál sín. Við hittum þar fyrir ljúfmennið hjartalireina, góð mennið glaða, speking með barnshj arta. Mörgum, sem kynntust honum, varð hann líka ógleymanlegur. Þótt Samúel hið ytra ætti við að etja erfiðleika hins fá- tæka alþýðumanns og lifði á- vallt lífi hans, var hann þó I raun og veru mikill gæfu- maður. Hann var heilsu- hraustur frarn á síðustu ár og líkamlegur léttleiki og fjör var þessurn smávaxna granna manni i blóð borið. Hann eignaðist elskulegar og vel gefnar dætur og fóstur- börn, sem sýndu honúm um- byggjusemi og ræktarsemi, og' hann átti mikilhæfa og ágæta konu, sem nú var lát- ih fyrir 10 árum. Bar hún uppi heimili þeirra með um- hyggju sinni og forsjá og var Samúel ómetanleg stoð í öllu hans starfi. Slik gæfa er mik- ijsvirði fyrir mann sem Samúel. Þeir eru oft að ein- hverju leyti eins og stór börn, einkum í því, sem veit að' hagfræðilegum og verald- legum efnum. Hjónaband þeirra var líka með ágætum, og á heimili þeirra skipaði alúð og sérstök gestrisni á- vallt öndvegið. Voru þau bæði samhent í því að skapa slíkt andrúmsloft, bæði gest- risin og hjálpfús oft um efni fram. Þótti öllum gott til þeirra að koma og til þeirra að leita, enda varð þeim vel til vina. Ég, er þessar línur skrifa, var í tölu þeirra, er voru svo lánsamir að kynn- ast Samúel náið og heimili hans. Finnst mér sjálfur liann, líf hans og öll þau fræ, sem honum voru „í brjóst of lagin“, ein bezta tryggingin fyrir því, að ein manhSævi, þótt löng sé, hljóti aðeins að vera lítill spölur á óendanlegri þroskabraut. Þess vegna vil ég nú, Samú- el, um leið og ég þakka þér fyrir allt, einnig samfagna þér af alhug, gamli, góði, elskulegi vinur. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Sameinuðu þjóðirn- ar — hugsjón og raimveruleiki (Framhald af 4. síðu). varanlegur. Af því höfum við líka reynsluna. En þótt hinum sameinuðu þjóðum hafi þannig verið skipt upp í tvær andstæður — og brátt vopnaðar fylk- ingar — er óþarft að tala með óvirðingu um hugsjón- ina S. Þ. fyrir því. Ég hefi sem hliðstæðu hnignunar S. Þ. valið okk- ar eigin sögu. Flestar aðrar þjóðir eiga svipaða sögu. Öll saga er meira og minna saga um baráttu einstaklinga, þjóða eða þjóðasamtaka, til þess að komast lengra fram á braut þróunarinnar. Saga um sigra þeirrar baráttu og ekki síður ósigra hennar. Hugsjónin fer á undan, vog- ar sér of langt á undan og bíður ósigra fyrir kaldhyggj- unni. En hugsjónin fellur aldrei í orustum, því hún lif- ir meðan mennirnir lifa á jörðinni. En hún dregur sig til baka til þess að sæta færi og sækja fram undir eins aft- ur, er veikar vonir eru um að geta komizt áfram nokkur fet. — Lýðveldið forna beið ó- sigur. Alþingi var lagt niður um skeið. En vegna þess, að hugsjónin varð ekki deydd, er nú hvorttveggja staðreynd að nýju. Og sízt munum viö telja okkur það sæma að kasta steini að þeim, sem varðveittu hugsjónina um lýðveldi og Alþing, gegnum hinar myrku aldir — löngu eftir að hvorttveggja var hrunið. Þjóðabandalagið hrundi — S. Þ. risu á rústum þess. S. Þ. kunna að bíða ósigur og margar stofnanir þess drukkna í blóðbaði Sturlunga aldar, sem nær um veröld alla. — En hugsjónin, hinar sameinuðu þjóðir, deyr ekki fyrir því. Við íslendingar eig- um að styðja að því að varð- veita þessa hugsjón, sem ekki er aðeins eina von varn- arlausra smáþjóða, heldur eina von gjörvallrar verald- arinnar um frið og farsælt lif. — Eftir nokkra áratugi — eða eftir nokkrar aldir — mun haldið þing S. Þ. með valdi til að setja heiminum lög, valdi til að gæta lag- anna, valdi til að koma í veg fyrir styrjöld — og það mun þykja viðiíka sjálfsagt og eðlilegt eins og að þing hverr ar þjóðar hefir vald til að setja þjóð sinni lög, láta gæta þeirra og afstýra borgara- styrjöldum. Meðan þetta er ekki gert getur heimurinn einatt átt þess von að standa á sama stigi og ísl. þjóðfélag á Sturlungaöld. Af þessum ástæðum verð- ur veröldin að stefna að því marki að gera hugsjónina: Hinar sameinuðu þjóðir, að raunveruleika. Mætti þá svo fara, að yfir S KIPAUTGC Ki) , RIKISINS ^ „Skjaidbreið" til Vestmannayja hinn 4. þ. m. Tekið á móti flutningi á morgun og mánudaginn. Pantaðir farseðlar óskast sótt ir á mánudaginn. * Aætlaðar flugferðir í apríl 1949 innanlands Frá Reykjavík: Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Keflavíkur Mánudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Þriðj udaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Miðvikudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Hólmavíkur — ísafjarðar Fimmtuciiga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Seyðisfjarðar — Norðfjarðar — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsfjarðar Föstudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja . — Hornafjarðar — Fagurhólmsmýrar — Kirkj ubæj arklausturs Laugardaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — ísafjarðar — Keflavíkur Ennfremur frá Akureyri til Siglufjarðar alla daga og frá Akureyri til Ólafsfjarðar,1 mánudaga og fimmtudaga. FcrSist með föxuimm Flugfélag íslands þinghúsdyrum hinna samein uðu þjóða stæðu orð, sem þýddu: „Með lögum skal land byggja“, og að bak við þær dyr væri vald, sem væri þess umkomið að sjá um, að þau orð yrðu að raunveruleika um alla veröld — um alla framtíð. ! Hvaða ósigra, sem S. Þ. kunna nú að bíða í fram- kvæmd, vegna vanþroska mannkynsins, má hugsjón þeirra aldrei slokkna í brjóst um mannanna. GLATT A HJALLA KVDLDSYNING í Sjálfstæðishúsinu i kvöld (föstudag) kl. 8,30. Að- göngumiða má panta í síma 2339 kl. 10—12. Pantanir óskast sóttar kl. 2—4 — Dansað til kl. 1. : ! ! Verðlækkun kola I Frá og með morgundeginum 1. april lækka kol um kr. 10.00 og miðast kolaverð þá við kr. 240.00 pr. smálest. | Kolaverzlanirnar í Reykjavík I Happdrættislán ríkissjóðs Nokkur skuldabréf í A-flokki Happdrættisláns rík- issjóðs eru til sölu hjá ríkisféhirði í Arnarhvoli. Dreg- ið verður næst í þeim flokki 15. april. Skuldabréf í B-flokki Happdrættislánsins verða fyrst um sinn aðeins seld hjá ríkisféhirði, en almenn sala bréfa, sem óseld eru í þeim flokki, hefst væntan- lega 1. júní. Fjármálaráðuneytið, 31. marz 1949. ♦ I Trésmiðafélag Reykjavíkur I | TILKYNNING | Samkvæmt ákvörðun trúnaðarmannaráðs Tré- \ I smiðafélags Reykjavíkur fer fram allsherjaratkvæða- | | greiðsla í skrifstofu félagsins, Kirkjutorgi 4, dagana 1 1 2. og 3. apríl n.k. um framkomnar tillögur um breyt- í | ingu á tímakaupi trésmiða í húsasmíðaiðn. Atkvæða- | | greiðslan hefst laugardaginn 2. april 1949 kl. 14 (kl. | 1 2 e. h.) og stendur þann dag til kl. 22 (kl. 10 e. h.), I | hefsc aftur sunnudaginn 3. apríl kl. 10 og lýkur þann 1 | dag kl. 22 (kl. 10 að kvöldi). } Atkvæðisrétt hafa þeir einir, sem hafa greitt að | | fullu iðgjald sitt fyrir árið 1948 og ekki skulda eldri i f gjöld. | Tillögur þær, sem atkvæði verður greitt um, liggja f | frammi í skrifstofu félagsins og geta félagsmenn í | kynnt sér þær þar. | Kjörstjórnin. | mmmiimmimmiimiimiimmmmmiiimmmmmimiimmmmmimiimmimimmimmmmmmiiiimmmmmmmmmmmmmiimiimmimiiimi ALGLÝSIIVGASÍMI TÍMAAS ER 81300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.