Tíminn - 06.04.1949, Page 3

Tíminn - 06.04.1949, Page 3
73. blað TÍMINN, miðvikudaginn 6. apríl 1949. 3 Merkiskona 100 ára í daí: Þorbjör; Aldarafmæli á í’ dag merkis konan Þorbrj örg Pálsdóttir — fyrrum prestskonu að Gils- bakka en lengi húsfreyju að Bjarnastöðum í Hvítársíöu. Ég vil hér með fáeinum orð um minnast þessarar óvenju tápmiklu gáfuðu hæfileika- og heiðurskonu á þessum fá- gæta afmælisdegi hennar. Verða því máli þó lítil skil gerð í einni blaðagrein og væri hún sannarlega þess verð að samin væri og sögð ævisaga hennar og persónu- lýsing heilsteypt og samfeld, á meðan hún sjálf er moldu of- ar. En til þess brestur mig nægan kunnugleika svo vel væri. Það sem ég segi hér um ætt hennar og uppruna, hefi ég aflað mér eftir beztu fáanlegum heimildum, frá Kristleifi hinum fróða á Stóra-Kroppi. Frú Þorbrjörg Pálsdóttir er af þrótt- og hæfileikamiklu borgfirzku bændafólki kom- in í ættir fram. * Foreldrar hennar voru hjónin Páll Jóns son og Guðrún Bóarnadöttir. Páll var sonur Jóns hrepp- stjóra á Þorvaldsstöðum, Auð unarsonar í Hrísum í Flóka- dal Þorleifssonar á Hofsstöö- um, Ámundasonar á Bjarna- stöðum Ólafssonar. Frá Ámunda á Bjarnastöðum eru komnar fjölmennar ættir um Borgarfjörð og víðar. Má nefna Fróðastaðaætt, Vil- mundarstaðaætt, Efstabæjar- ætt og mætti svo lengi telja. Frá honum er ogtaliðaðkomn ir séu fleiri hreppstjórar en nokkrum öðrum samtiðar- manni hans i Borgarfirði. Jón Auðunarson afi Þorbjarg ar var tvígiftur. Fyrri kona hans var Hildur Magnúsdótt- ir. Þeirra börn voru Magnús hinn auðgi á Vilmundarstöð- um og Herdís í Efstabæ. Síð- ari kona Jóns var Þórunn Jónsdóttir. Þeirra son var Páll faðir Þorbjargar. Voru þau því hálfbræðra börn Hannes bóndi í Deildartungu og Þor- björg. Bjarni faðir Guðrúirar móð ur Þorbjargar var Sumarliða- son, og var sú ætt allfjölmenn í uppsveitum Borgarfj arðar. En kona hans og móðir Guð- rúnar var systir Daníels hreppstjóra á Fróðastöðum og komu þar saman ættir þeirra hjöna Páls og Guðrún- ar. Páll faðir Þorbjargar var greindar og hæfileikamaður, en hneigðist meir að smíðum en búsýslu og stundaði eink- um þá iðn, enda var hann lag virkur vel. Hann skrifaði svo fagra rithönd að orð var á gert á þeirri tíð. Búskap stund aði hann þó meðfram smíð- unum um nokkurra ára skeið á ýmsum jörðum, lengst á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu. Þegar Þorbjörg vár um eða innan við 10 ára aldur brugðu foreldrar hennar búi vegna vanheilsu. Fram að þeim tíma hafði hún alist upp hjá þeim, en flutti nú að Síðu-Múla til hjónanna Jóns Þorvaldsson- ar frá Stóra Kroppi og Helgu Jónsdóttir frá Deildartungu. Hjá beim dvaldist hún svo fram undir fermingaraldur en fluttist þá að Gilsbakka til séra J-óns Hjartarsonar og konu hans Kristínar Þorvalds dóttur prests og sálmaskálds Böövarssonar. — Voru þau' vistaskifti ærið örlagarík fyr- ir hina ungu meyju og mörk uðu æviskeið hennar. þaðan í frá. | Börn prestshjónanna á Gilsbakka voru: Þórunn er síðar giftist frænda sinum Þorvaldi lækni á ísafirði, Hjörtur er lengi var læknir á Vesturlandi, Þorvaldur er síð- ar var prestur, Árni síðar kaupmaður og Grímur síðar skólastjóri — allir á ísafirði. Öll voru systkinin eldri en Þorbjörg nema Grímur, er var yngstur þeirra. Ekki mundi sá maöur hafa þótt spámannlega vaxinn (eins og aldarandinn var þá á landi hér), er þá hefði sagt það fyrir að þessi unga um- komulitla þjónustustúlka, er nú fluttist á prestsetrið ætti eftir að verða húsmóðir staðar ins og stjúpa þessara glæsi- legu systkina. En það er oft erfitt að rekja þræði forlaganna — og einmitt þetta átti fyrir Þor- björgu að liggja. Eftir nokkur ár frá því að hún fluttist aö Gilsbakka missti séra Jón Kristínu konu sina. Setti þá heimilið niður um sinn sem vonlegt var, er það naut ekki lengur hinnar reyndu og i mikilsvirtu húsmóður, enda fóru þá börnin að flytjast að! heiman. En árið 1872 giftist J séra Jón Þorbjörgu er þá var | rösklega 22 ára. Séra Jón var i þá 57 ára, svo að aldursmun- J ur var ærinn. Var orð á því gjört hve fljót hin unga hús- móðir var að ná tökum á allri stjórn heimilisins, og vinna upp það sem farið hafði for- j görðum frá því er hinnar! fyrri húsfreyju missti við. | Með stj órnsemi, dugnaði og prúðmennsku vann hún séf j hylli allra hjúa sinna og hinn roskni prestur, eiginmaður hennar, unni henni hugást- um. Vorið 1881 missti frú Þor- björg mann sinn séra Jón Hjartarson eftir 9 ára hjóna- band. Ekki varð þeim barna auðið. Eftir lát séra Jóns var séra Magnús Andrésson vígður til að þjóna þar embætti og tók hann við brauðinu þá um vor ið og fluttist að Gilsbakka. Það ár dvaldi frú Þorbjörg þó um kyrrt. Bjarnastaðir er næsti bær neðanvert við Gilsbakka. Var sú jörð þá í eigu kirkiunnar, og var gömul hefð, að prests- ekkjur frá Gilsbakka hlutu þar ábúð ef þær óskuðu. Þessa jörð kaus frú Þorbjörg sér til ábúðar og flutti þangað árið eftir þ. e. árið 1882, og hefir hefmili hennar verið þar siðan. Það ár giftist hún seinni manni sínum Páli Helgasyni af Seltjarnarnesi. Helgi faðir Páls var Einarsson bróðir Jóns útvegsbónda í ÞORBJORG PALSDOTTIR myndin tekin fyrir örfáum dögum Skildinganesi, afa Sigurjóns á Álafossi og þeirra bræðra. En móðir Páls var Þuríður Guðmundsdóttir Jokobssonar frá Húsafelli. Páll var mikill myndarmaður, þá i blóma lífs ins, formaður góður og sláttu maður svo af bar. Hann var söngleskur og söngmaður góður og stýrði söng í Gils- bakkakirkju frá því hann kom að Bjarnastöðum og til æviloka. Þeim Páli og Þorbjörgu búnaðist vel á Bjarnastöðum og bjuggu þar við góðan efna- hag og almennar vinsældir um fjóra áratugi þar til hann lézt. Þegar heimiluð var sala kirkjujarða keyptu þau Bjarnastaðina. Þau híónin eignuðust þrjú börn, Jón er nú býr á Bjarna- stöðum, kvæntur Jófríði Guð mundsdóttir, Guðmund sem dáinn er fyrir mörgum árum, bónda á Þorvaldsstöðum og síðar á Bjarnastöðum. kvænt ur Maríu Guðmundsdóttur og Kristínu húsfreyju i Fljóts- tungu konu Bergþórs bónda þar. — Dvelur Þorbjörg nú hjá þeim hjónum og hefir um skeið haft þar vetrarvist en er jafnan heima á Bjarnastöð um um sumartímann. Þegar ég kynntist frú Þor- björgu fyrst var hún komin um áttrætt. Á þvi æfiskeiði er værð og sljóleiki ellinnar að jafnaði farið að setja mót sitt á þá, sem þeim aldri ná. Ég hafði að vísu heyrt Þor- bjargar getið áður en fund- um okkar fyrst bar saman og lífsfjör hennar og áhuga rómað. En sJón var sögu rik- ari. Nú stóð ég frammi fyrir fremur smágerðri og grann- vaxinni konu en svo þrung- inni lifsorku og vakandi starfshug sem stæði hún enn i blóma lifsins. Hún kom mér fyrir sjónir eins og fíngerð stálfjöður, sem þó seint mundi bresta heldur rétta sig jafnharðan við eftir hverja sveigju er lífið legði á hana. Með verk í hönd og vökult auga ræddi hún af eldlegum áhuga um menn og málefni um viðfangsefni dagsins í sveitinni, í héraðinu, í þj óðmál unum. Allstaðar fylgdist hún með og ekkert var henn óvið-" komandi. Ég fann að hún liafði á langri starfsamri æfi fundið og tileiknað jsér þá lífsspeki skáldsins sem lýst er í þessum orðum: „Að lífsins kvöð og kjarni er að líða. og kenna til í stormum sinna tíða.“ í önnum liðinna æfidaga hafði þrek þessarar fínbyggðu konu verið rómað, hvort held ur var við bústörfin í bænum, við tóvinnuna i baðstofunni eða hrífuna á teignum. Als- staðar birtist sama hamhleyp an. Mun þar meifu háfa vald ið hin andlega orka en kraft- ar líkamans einir saman eins og jafnan er þar sem afrek eru háð. Og það fann ég flj ótt að svo mun um alla, er henni kynntust, að orka þessi geisl- aði langt „út fyrir hringinn þrönga“ sem umlykur að jafn aði hin daglegu húsmóður- störf. - - 1AJ «/*- - -A'í Niðurlag á bréfi sem I>orbjörg P álsdóttir skrifaði á 99, aldursári. Hún var annáluð fyrir hj álp semi og góðvild við alla sem voru hjálparþurfa og hönd nennar náði til. Umhyggjan fyrir ættingjum og vinum er óþreytandi. Og hugur henn- ar fylgdi heill og sterkur öllu og öllum sem sannfærilig hennar og samvizka sögðu henni að færðu mál samfélags ins til betri vegar. Ég sagði áður að hún hefði minnt mig á stálfiöður. Önnur samlíking er þó máske fyllri og meira í samræmi við þá tirna sem við lifum á. Hún minnti á raf- hlöðu sem orkan gneistaði frá í allar áttir — sem knúði til starfa og framkvæmda og bar hita og yl til alls sem hún unni og dáði. Þessi orka hefir enzt henni um <£da>:skeið og tekur nú nokkuð að daprast sem von er að. Þó mega und- ur heita á hve mikilli lífsorku hún lumar enn. Enn þá í vet- ur hefir hún setið við tóvinnu 12 og 13 tíma á dag, og ekki vill hún fara að venja sig á þá „ómennsku" að leggjast útaf meðan dagur er. Enda telur hún sitt mesta yndi að geta gert „eitthvað til gagns“ eins og hún orðar það í sendi- bréfum fyrir tveimur árum. Til marks um tap hennar og starfshug er þessi saga. Sið- astliðið vor bar svo v.ið að allt heimilsfólkiö hafði farið til kirkju að jarðarför. Hún ein var í bænum. Þá var nýfarið að láta kýr út, en þær höfðu ekki verið leyStar þennan dag vegna kalsaveðurs um morguninn. Um hádegisbilið birti til og hlýnaði. Urðu nú baulur óróar á básum. Þá ger ir þessi 99 ára unglingur sér lítið fyrir, — labbar út í fjós- ið, leysir kýrnar og kemur þeim á gras. Lengi vel haföi hún mikla ánægju af bréfaskiptum við ættingja og vini. Voru sendi- bréf hennar skýr og skemmti leg enda hafði hún afbragðs góða rithönd eins og faðir hennár — og hefir henni litt förlast hún fram á síöustu ár. Nú um tveggja ára skeið hef ir hún lítt eða ekki dregið til stafs, — en hér er birt sýnis (FramJiald á *>. síöu) Sextugur: Kristján Davíðs- son, Neðri- Hjarðardal í dag er Kristján Daviðsson bóndi í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði sextugur. Hann er fæddur að Kirkju bóli í Valþjófsdal í Önundar- firði 6. april 1889. Foreldrar hans Davíð Davíðsson og. Jó- hanna Jónsdóttir fluttust* síð ar að Álfadal á Ingjaldssandi og bjuggu þar og ólst Kristján þar upp. ;[öv. Á yngri árum stunciaöi Kristján . Daviðsson ,„>t, sj6- mennsku öðrum þræði,, eins og löngum hefir veriö titt ,um bændasyni á yestfjörðuni. En J.engstan hlut ævinnar hefir hann þó stundað bút>kap. Hafa þeir bræður, hann og'Jó hannes, lengi rekið félagsbú í Híarðardal með mþCjlum myndarskap. Hér verður ekki rakin ævi- saga Kristjáns, þó að afmælis hans sé minnst, en hann .er um margt hinn merkasti mað ur. Hann hefir gengt og-gegn ir ýmsum trúnaðarstörfUm fyrir sveit sína og samferða- menn og hefir nú meðal ann- ars verið oddviti um 7 ára skeið. Það er sammæli allra, sem til þekkja, að Kristján ræki hvert starf, sem honum er tiltrúað af alúðu, glögg- skyggni og trúmennsku. Þeir bræður, Kristján og Jóhannes Davíðssynir, hafa hvor um sig gengt svo mörg- um félagsstörfum, að ófært hefði einyrkja verið að sinna þeim öllum. Þeir hafa þar beint og óbeint stutt hvor ann an, og hefir félagsbúskapur þeirra valdið þvi, að sam- ferðamönnunum hefir notast betur en ella að starfskröft- um þeirra. Kristján Davíðsson nreifst ungur á morgni þessarar ald- ar af mannbótahugsjónum þeim, sem þá fóru víða sigur- för um landið og mótuðu með al annars hreyfingu ung- mennafélaganna, en i henni vann Kristján lengi gott starf af alúð og heilindum svo sem önnur verk sin. Eina smásögu vil ég segja frá æskuárum hans, því að bæði er í henni mannlýsing og þar kemur fram sú lífsstefna, sem Krist- ján hefir fylgt. Tóbakspaútn var algeng í umhverfi hans og fór þá svo þar sem annars staðar, að unglingum þ'ötti i hugsunarleysi sinu, sem það væri nokkur vegsaukí og manndómsbragur að þýi, að sýna öll merki þess, að þeir hefðu tóbak um nönd frjáls- lega svo sem siður væri full- vaxinna manna. Hafði Krist- ján eignast reykj apipál'! "sem þá var stolt ungra m’annk að sýna sig með. En hintfm hýju hugsjónum fylgdi meðal"ahn- ars sú skoðun, að mönnúm bæri að lifa svo, áð landi þeirra yrðu sem bezt nót að starfskröftum þeirra og fiár- munum til góðra hluta. Því væri nautnastefna tókaks tízkunnar bæði brot ‘á Skyn- samlegri meðferð íjár- muna og boðorði sjálfs- varðveizlunnar. Og þeg- ar Kirstján hafði gert sér þetta ljóst tók hann pipuna sína, fór út með hana og muldi hana meö sleggju úti á steini. Þannig hefir Kristján' CFramhald á 6. síðu):.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.