Tíminn - 08.04.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.04.1949, Blaðsíða 7
I 74. blaö TÍMINN, föstudaginn 8. apríl 1949. Frægasti sagnfræð- ingur, scaa nts er nppi (Framhald af 3. síöu). því, að sú mannúð, sem upp- lýsingin skapaði, var ekki kristin mannúð, sem byggð- ist á hinum fornkristnu dyggðum: trú, von og kær- leika, heldur á hinum djöf- ullegu sjúkdómseinkennum: tálvonum, hræðslu og munúð. .Það var ekki ávöxtur harðr- ar baráttu, sem háð var af brennandi trú og áhuga, heldur auðfengin aukageta við að bæla þennan áhuga. Marxistar andvígir Toynbee. Auðvitað hafa skoðanir Toynbees að mörgu leyti gert hann að skotspæni Marxista og realista í skilningi á sög- unni. Sagnfræðirit hans hafa í spotti verið kölluð „Tablet de Luxe“ (The Tablet er frægt, kaþólskt tímarit). j Margir gagnrýnendur núa honum því um nasir, að hann | sé kaþólskur, en samt er hann í kirkju mótmælenda.1 (í stjcrnmálum ólst hann upp í frjálslynda flokknum,! en kaus síðast samvinnu- flokkinn Common-wealth) Nýlega hefir kommúnistarit- ið „Modern Quarterly" ráðist hart á hann fyrir það, að hann „virði ekki staðreyndir , og vísindalega viðurkennd- an skilning“. Kommúnistar segja, áð hugleiðingar hans endi með ótta og örvæntingu og vísvitandi efist hann and- stætt lögmálum lýðræðisins um skilyrði skynseminnar til að bjarga, en í þess stað falli hann á kné undir himni páfastólsins og biðji um1 undur. i Annar ádeilumaður, hinn öruggi Marxisti í verka- mannaflokknum, R. H. Cross- man, hefir í „New Statesman and Nation“ (málgagni rót- tækra manna, sem hafa að stefnuskrármálum ódýra að- göngumiða að leiksýningum, sálgreiningu og leiðbeiningar um kynferðismál) haldið því fram, að rit Toynbees væru hin mesta fásinna, „svo sem sjá má við lauslegt yfirlit hvaða sagnfræðirits sem vera skal“. Boðberi trúarinnar. Það var 1922, þegar skoð- anir Oswalds Spenglers um endalok vestrænnar menn- ingar voru mest til úmræðu, að Toynbee skrifaði stutta grein, sem fyrstu drög að því ævistarfi, sem átti fyrir sér að gnæfa yfir alla sagnfræði- lega heimsspeki samtíðar- innar. (Perill Spenglers varð hins vegar s4, að hann hneigðist meir og meir að nazisma.) Sem sagn.fræðing- ur og heimsspekingur snerist Toynbee frá þeirri skoðun, að trúin sé til vegna menning- arinnar aö því sjónarmiði, að menningin sé til vegna trú- arlífsins. Hann sér fyrir sér þá kristni, sem samræmi það, sem Konfúsíus, Búddha, Só- krates, Múhameð og mann- kynsleiðtogar, sem enn eru ó- fæddir, hafa kennt og munu kenna mannkyninu. Þannig er hann einn hinna fáu djúp vitru hugsuðu þessara tíma, sem byggir skoðun sína á bjartsýnum viðhorfum. í heimalandi sínu er hann kall aður maður trúarinnar. Það má líka kalla hann tákn þessara tíma. Jafnframt því, sem hann bregður fyrir augu lesenda miskunnarlausum j fyrirbærum atburðarásarinn ! ar, bendir hann á guðsríkið, hið innra með manninum. I Hann bindur engar vonir við heimsborgarahátt sem leið-1 ina að samfélagi allra þjóða,1 en treystir á hitt, að verða samþegnar í guðsríkinu. Búseta þingmaim- anna ^ (Framhald af 4. siðu). hafa forréttindaaðstöðu inn- an þjóðfélagsins. I En til þess að lækna þá öfugþróun þarf enga stjórn- arskrárbreytingu í þá átt að lögfestá búsetu þingmanna í héruðunum. Til þess þarf að- eins það, að kjósendur úti um land öðlist fullan skiln-1 ing og rétt mat á því, hvaða' menn og flokkar það eru, sem fastast standa með mál- efnum fólksins í dreifbýlinu, og að þeir skipi sér fastar en hingað til í pólitíska vígstöðu með þeim mönnum, en láti hvorki flokksbönd né fagur- mæli hafa áhrif á sig í þá átt, að kjósa æ ofan í æ þá þíngmenn, er leggja áhuga- mál umbjóðenda sinna á hill- una, er á þing kemur. Yrði hinsvegar að því horf- ið á næstu árum að lögfesta bússtu þingmanna í kjör- dæmum, svo að allir núver- andi utanhéraðsþingmenn misstu rétt til framboðs og þingmennsku í kjördæmum sínum, mundi reynslan sýna, að þar væri öfugt spor stigið í þá átt að efla völd og áhrif dreifbýlisins á Alþingi, því einmitt sumir af þeim þing- mönnum, er við það misstu rétt til þingsetu, hafa jafn- an reynzt ötulustu og áhrifa- mestu foringjar í baráttu- málum fólksins úti á lands- byggðinni gegn yfirdrottn- unarvaldinu í Reykjavik. Slík stjórnarskrárbreyting, sem af stuðningsmönnum er þó hugsuð sem leið til þess að hnekkja forréttinda- og útþensluvaldi Reykjavíkur, yrði á þann hátt áreiðanlega í sumum tilfellum einn hinn bezti greiði, er því valdi væri gerr. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. Minningar or ð: J«n ISjörnssoii (Framhald af 3. síðu). félag sitt, og í landsmálum skipaði hann sér í raðir stétt- arbræðra sinna, sem þeim flestum finnst þeir eigi að vera i vegna atvinnu sinnar. Aldrei mun þó Jón hafa lát ið pólitíska andstæðinga sína gjalda skoðana mismunar né ósanngjarnar fram- komu þeirra í hans garð. Þeg- ar við, sem vorum á öndverð-- um meið við hann í landsmál- um leituðum til hans í ein- hverjum vandræðum okkar, er eitthvað vantaði, þá var allt hjartanlega velkomið, sem Jón gat gert, þótt það kostaði hann mikla fyrirhöfn eða annað við útveganir þess. Við starfsfólk sitt var hann sérstaklega raungóður og tryggur. Bónbetri og hjálpsamari mann heldur en Jón frá Bæ hafa Borgfirðingar o. fl. tæp- lega þekkt. Honum mun hafa verið sérstök unun að því að geta hjálpaö öðrum mönn- um. Og nú þegar Jón Björnsson frá Bæ er kvaddur hinstu kveðju, gleymist smáþrasið, sem löngum stendur um dugn aðarmennina, meðan þeir eru i fullu fjöri, en menn minnast Jóns frá Bæ almennt um breiðar byggðir Borgar- fjarðar og víðar með innileg- um hlýleika og þakklæti fyr- ir svo margt sem þeir hafa af honum þegið fyrr eða síðar. Jón var leitandi í andleg- um málum og hneígðist ein- dregið, einkum á síðari árum, að framhaldandi lífi og fram haldandi þroska m-annanna á öðrum tilverustigum. Þang- að myndi gott að koma. Heill sé þér gamli sveitungi í þínum nvju heimkynnum! 7. apríl .1949 V. G. inaaaHBBaai HAMBORG Umboðsmenn vorir í Hamborg eru frá í. apríl 1949 Theodor & F. Eimbche ,Brúggehaus“, Raboisen 5 H.f. Eimskipafélag Islands I TILBOÐ I I = írvals hangikjöt Dilkakjöt IVaniflcttur lnndi Kjjiit «<f Grœnmeti M.s. Dettifoss fermir í Rotterdam og A-nt- werpn 8.—12 apríl. M.s. Vatnajökull fermir í Antwerpen og Leith 5.—9. apríl. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Bergur Jónsson Málaflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65, siml 5S33. Heima: Hafnarfirði, simi 9234 Óskast í einkaleyfi til veitinga á íþróttavellinum á = | Melunum í sumar, (gosdrykkur, kaffi, sælgæti o. fl.) | Nánari upplýsingar gefur Vallarstjóri, Pétur Bering 1 i sími 6295 eftir kl. 5. | Tilboðum sé skilað til vallarstjóra fyrir hádegi á | I laugardag 9. apríl. I | Vallarstjóri f mmiiiimiimmmiiiiiiiiiimiiiiiiimmiimiiiiiiimiiiiiiimimimmmiiiiiimmiiiiiimimmiiiiiiimmmmmmqi HHHHNHHHHHiaiHMHHIIHtiaaillHNHRHIIHaHHHHieiBHHI H B H H H ■ HHSCHHHHHHHHHHHHHHNHHHHHBaiHHHHHHHMHHHEíBHHHHHMHHW I FLUGFERÐ 1 ■" í ■!l Ráðgert er að flugferð verið til London i sambandi ■! *■ ■ \ við brezku iðnaðarsýninguna sem haldin er í London ■* ;■ og Birmingham dagana 2.—13. maí n. k. *■ Væntanlegir farþegar hafi samband við aðalskrif- ’■ ■" ■ ■“ stofu vora sem fyrst. Lækjargötu 2 i o ■ s ■ i i ■ n ■ ■ i AÐALFUNDUR í í I ! Byggingasamvinnufélags starfsmanna S. V. R. verður | haidinn á Þórsgötu 1 fimmtudaginn 14. apríl kl. 2 e. h. $ Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. j Stjórn félagsins. I Aðeins söludagar enn eftir í 4. flokki HAPPDRÆTTIÐ • •t»»»»«*«»<>»«*************«*******«««»»*««»«»»»*»4*»»**<****t*l******* »*»***«»«' ■ ...................... ........ ..... .. . ................... - «»•«••»»* l*********!*********************** I »**«**«♦»«.»«♦♦♦*•«>♦*»••♦«»♦*♦»*♦♦«««»•♦♦♦♦♦♦♦*♦•«♦»♦»♦♦»*♦*»*♦♦♦*»•**»*♦♦*♦«•♦••*«•*•*•♦*♦♦*«•♦»•*«« »♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦«m*»»»4m«*»' ■ •»»»•«« *+■++ ♦-» •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.