Tíminn - 14.04.1949, Síða 1
Mikilsverð reynzla fengin al
votheysturnui
Samhand íslenzkra sainvinmifélaga teluir
míi virkan þátt í npplýsinga- og tilramia-
starfsemi risn nýjimg'ar lamlbimaðarins
Síðustu árin haía margar merkar nýjung'ar í landbúnað-
armálum komið fram á sjónarsviðið. Flestar hafa þessar
nýjungar borizt hingað af hendingu og fyrir tilviljun og
enn er það svo að margir eru skilningssljóir á nýjungarnar
af því þær eru nýjungar, þó að gildi þeirra hafi ótvírætt
verið veðurkefint í nágrannalöndunum. Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga hefir nú mjög látið þessi mál til !
sín taka og gekkst það fyrir því ásamt Gísla Kristjánssyni j
ritstjóra Freys, að hingað voru fengnir votheysturnar á
síðastliðnu sumri, en þeir hafa mjög rutt sér til rúms eink- |
um í Sviþjóð nú upp á síðkastið. Reynsla er nú fengin
með þann turn sem látið var hey í síðastliðið sumar, að
Gunnarsholti á Rangárvöllum og verður ekki annað sagt
en sú reynzla Iofi mjög góðu um þessa fóðurverkunarað- |
ferð hér á landi. Samband íslenzkra samvinnufélaga bauð
blaðamönnum austur að Gunnarsholti síðastliðinn sunnu-
dag til að kynna sér þessa nýjun í íslenzkum landbúnaði,
svo þeir með eigin augum gætu séð hvernig heyið er verkað
I’etta er framhlið hins nýja gist húss og flugafgreiðslu á Keflavík-
urflu velli
Votheysturnar nýjung
hér á landi.
Votheysturnarnir eru nýj-
ung hér á landi, þó að þeir
hafi árum saman verið notað
ir erlendis við góða raun, eink
um eftir að nú eru komin til
skjalanna tæki sem gera alla
vinnu við verkun heysins á
þennan hátt, eins auðvelda og
hún getur frekast veriö. Er í
raun og veru með þeirri bylt-
ingu, sem hér er um að ræða
. búið að gera heyspapinn að
mestu óháðan tíðarfarinu og
gera hann að nokkurs konar
iðnaði, sem hægt er að vinna
eftir fyrirframgerðri áætlun,
sem staðist getur svo aö segja
upp á klukkustund. Hefir áð-
ur verið lýst hér í Tímanum
all rækilega vinnuaðferðum
við verkun heysins í turnum
og skal það ekki endurtekið að
þessu s'nni.
Margir vantrúaðir í
fyrstu.
En það er svo með þessa
nýjung eins og allar aðrar, að
margir eru mótíallnir þeim
þegar í upphafi þó engin
réynsla sé fengin. Þannig var
það líka með votheysturninn
í Gunnarsholti. Hafa jafnvel
hinar furðulegustu sögusagn
ir gengið um landið í sam-
bandi við turir'nn. Maður úr
öðrum landsfjórðungi kom að
Gunnarsholti í vetur og var
hissa að sjá þar turninn uppi
standandi. í hans byggðar-
lagi hafði maður, sem fyrir
fram var fróður um verkanir
T í m i n n
Næsta blað af Tímanum
kemur ekki út fyrr en mið-
vikudáginn í næstu viku. Al-
gert frí er í prentsmiðjunum
fram yfir páska.
votheysgerðar í turni tilkynnt
að turninn væri löngu brunn-
in. Átti að hafa hitnað svo í
heyinu í turninum að hann
hefði brunnið í haust með öllu
1 heyinu sem í honum var.
Þessu var trúað, þar til ann-
að vitr/.ðist í byggðarlagið,
’eftir ábyggilgum heimildum.
Því hefir einnig verið haldið
ákaft fram að allt heyið hafi
eyðilagzt, sumir segja gegn-
frosið í vetur, en aðrir segja
að það hafi orðið að eitri.
| Frá þessum atvikum er að
eins sagt hér til gamans, en
þau bregða ljósi yfir það
hvernig nýjungum er stund-
um tekiö, þó að þær að öðlist
miklar og almennar vinsæld-
ir.
Reynsian í Gunnarsholti
| Af þeim fjórum votheys-
jturnum sem S. í. S. flutti til
| landsins síðastliðið sumar
] reyndist elcki unnt að nota
nema einn til heyverkunar,
vegna þess hve seint turnarn
ir komu á sumrinu. En í Gunn
arsholti var turninn fylltur
af þrennskonar heyi. Háar-
töðu nýskriðnum liöfrum og'
grasi af valllendissléttu. Allt
verkaðist heyið ákaflega vel,
eins og vothey getur bezt ver
ið verkað. Ekkert farg var lát
ið ofan á turninn og skemmd-
ist þó ekki ein einasta tugga
af heyinu. í vetur kom einnig
reynsla á það að heyið frýs
ekki í turnunum, eins og
margir voru hræddir um. í
Gunnarholti varð frostiö í
vetur oft dögum saman milli
10 og 20 stig og var heyið í
turninum ófrosið. Ástæðan er
ef til vill sú að efnamyndun
gerist í heyinu, sem kemur í
veg fyrir að þaö frjósi.
Runólfur bóndi í Gunnar-
holti lét svo ummælt við
blaðamenn á sunnudaginn að
kýr hefðu þrifist ákaflega vel
af votheyinu úr turninum.
Hefir þeim daglega verið gef-
ið yfir 20 kg. af votheyi, 3 kg.
af þurrheyi og lítilsháttar af
fóðurbæti eftir nythæð grip-
anna.
Auk þess sagði Runólfur að
mikill munur væri á því hvað
auöveldara væri að vinna að
hirðingu kúnna og gjafir á
votheyinu en þurheyi, eða
heyi sem verkaö er í venjuleg
um tóftum.
Litlar horfur um að hægt
verði að koma upp votheys- ]
turnum í sumar.
Eins og sakir standa eru
litlar horfur á því að hægt
veriö að koma upp mörgum
votheysturnum næsta sumar.
Mun vera ákveðið að veita
ekki nema 10 fjárfestingar-
leyíir fyrir turnum, þó að 140
bændur iiaíi sótt um að fá að
byggja turna. Líklega verður
ekki leyfður neinn innflutn-
ingur á tilbúnum turnum,
heldur verða þeir steyptir hér
sem reistir verða að þessu
sinni.
í Svíþjóð leggja bændur og
þeir sem fara með leiöbein-
ingamál bænda mikla á-
herzlu á það að koma upp
turnum í stað annarra hey-
geymslan. Er nú svo komiðþar
í landi að ríkisstyrkur fæst
ekki lengur á neinar votheys
geymslna.Er nú svo komiðþar
telja margir útlendir búnað-
arfrcmuðar að þeir nýju bún
aðarhættir sem koma með
votheysturnum það merkasta
sem lcomið hefir fram í þessu
efni, enn sem komið er.
Samband isl. samvinnufél-
aga hefir hafizt handa um að
taká af auknum krafti þátt í
tilraunum í þágu landbúnað
arins svo að auðveldara verði
að ryðja hér merkum nýjung
um braut. Hefir það i þessu
skyni boðist til að aðstoða
við athuganir, sem eru
enn nýjar af nálinni er-
lend's, þar sem fjóshitinh er
notaöur til upphitunar íbúð-
Hafíslirafl land- |
fast við Horn |
Hafís sást í gær á sigl- j
ingaleið fyrir Norðurlandi |
milli Sigluf jarðar og \
Horns. Esja var á ferð á i
þessum slóðum og sá hafís j
hrafl á allri þessari leið. i
] Við Horn er ísinn landfast j
ur frá Reykjarf jarðarál að i
i Hornbjargi. Þetta er þá að j
eins sundurlaus ís, sem j
i hægt er að sigla gegnum, j
; en er hættulegur í myrkri. j
j íshraflið virtist ná svo j
j langt til hafs sem séð varð. j
Almenningi ekki
leyft að skoða
Keflavíkurhótelið
Vegna sÍEtmrar nni-
gengni þegar Iiútelið
var sýnt
Vegna ósæmilegrar fram-
komu er nokkrir menn sýndu
er komu að skoða Keflavik-
urhótelið á sunnudaginn var,
hafa þeir sem yfir hótelinu
ráða nú ákveðið að hafa hótel
ið ekki til sýnis fyrir almenn-
ing fyrst um sinn.
Þó verður Ferðaskrifstofu
ríkisins leyft að fara þangað
me‘<$ 200 manns sem fær að
skoða hótelið í fylgd með leið
sögumönnum skrifstofunnar.
Engum einkabifreiðum verð-
ur leyft að fara inn á völl-
inn.
Hefir verið gripið til þessa
ráðs vegna ósæmilegrar fram
komu í húsakynnum hótels-
ins. í mannþrönginni síðast-
liðinn sunnudag höfðu ein-
hverjir notað tækifærið til að
skemma þar húsgögn og krota
á veggi ýmislegt ósæmilegt
orðbragð og niðrandi ummæli
um erlendar þjóðir.
Lélegur afli hjá
Akranesbátum
Frá fréttaritara Tímans
á Akranesi.
Akranesbátar hafa róið á
degi hverjum nú að undan-
förnu, en afli hefir verið treg
, ur nú um nokkurt skeið hjá
flestum bájtaunum en ákaf-
lega misjafnt þó. Afla þeir
3—7 smálestir í róðri. Afla-
hæstu Akranesbátarnir tveir.
í Sigurfari og Böðvar munu nú
; vera með um 400 smálesta
afla miðað við slægöan fisk
með haus.
arhúsa. Má segja að hin
' gamla islenzka aðferð um
.fjóshitann í baöstofunum sé
! nú endurborin með nýtísku-
legra sniði. Lá erindi varð-
andi þetta fyrir síðasta Bún
aðarþingi frá S. í. S.
Er þetta einn þátturinn í
þeirri viðleitni samvinnusam
takanna að reisa byggingar
og hagnýta þær á sem
beztan hátt.
Nýr svigbikar
Litla skíðafélagið í Reykja-
vík hefir afhent Skíðasam-
bandinu fagran verðlauna-
grip „Svigbikar Litla skíða-
félagsins." Verður keppt um
hann í fjögura manna sveit-
um á Skiðamóti íslands og nú
í fyrsta sinn á mótinu sem
hefst við Reykjavík þ. 21.
apríl n. k.
Þá hefir Gunnar Akselsson
kaupmaður í Reykjavík af-
hent Skíðasambandinu vegg-
skjöld, sem sú sveit hlýtur að
verðlaupum er vinnur skíða-
gönguna á Skíðamóti íslands
1949, en það verður í fyrsta
sinn, sem keppt er i þeirri
grein á Skíðamóti íslands.
Titlillinn „Skíðakappi ís-
lands“ hefir nú verið afnum-
inn. Titill þessi var áðurnotað
ur um íslandsmeistara í nor-
rænni tvíkeppni, þ. e. tví-
keppni í skíðagöngu og stökki,
I en notkun hans var orðin úr-
elt þar eð svig og brun eru
einnig orðnar höfuðgreinar
skíðaíþróttarinnar.
I Stjjórn SKÍ hefir löggilt
Ragnar Ingólfsson, Reykjavik
sem skíðadómara.
5. kirkjutónleikai*
Páls tsólfssonar
Páll ísólfsson heldur
fimmtu kirkjutónleika sína í
Dómkirkjunni á þessum vetri
á föstudaginn langa. Leikin
verður eingöngu föstutónlist
og er aðgangur frjáls og ó-
keypis.
33. árg.
Reykjavík, fimmtudaginn 14. apríl 1949.
77. blað
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 Off 81304
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
Ritstj&ri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandl:
Framsóknarflokkurinn