Tíminn - 24.04.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 24. apríl 1949. 81. blað Norðlenzkur snjóavetur fyrir 50 árum Fjárrekstur yfir Holtavörðuheiði um sumarmálin 1899 Þéssi vetur, sem nú er að i líða, mun vera talinn harðast ur nú um nokkurra ára skeið,! og veruleg fannþyngsli hafa' verið í sumum héruðunum;j En hríðarbyljir hafa ekki ver ið neitt í líkingu við það, sem 1 áður var, á seinni hluta 19. aldar, því þá áttu menn, sem nú eru komnir á gamalsald- ur, að venjast norðan gadd- byljum, sem stundum stóðu vikurnar út, og hlóð snjó að hýbýlum manna, svo sum- staðar stóð lítið meira en þök in upp úr fannbreiðunni. Og fylgdi þá venjulega „lands- ins forni fjandi,“ hafísinn. En þó þessir snjóavetrar væru alltiðir á öldinni sem leið, urðu þó ekki fellivetrar | eins oft og ætla mætti eftir öllum aðstæðum. Fóðurbætis' gjöf var þá ekki þekkt, ekkert nema úthey á að byggja, því taðan var ekki einu sinni þá fyrir kýrnar hj á allflestum áður en bændur fóru almennt að bæta og stækka túh sín, en það voru oft i þá daga sterkir heybændur, sem björguðu þá oft þeim, er verst voru staddir. I En svo kom fyrir, að bænd ur gripu til róttækra ráðstaf- ana til björgunar bústofni sínum, t. d. varð Pétur Sig- j urðsson, fóstri minn, að lóga helmingnum af lömbunum. Efíir Jón Marteinsson frá Fossi. sér á haga, þau voru rekin norður í VestúrhópogÞingum mánaðamótin Góu og Ein- mánaðar, en um sumarmálin, þegar engin breyting var á tiðarfarinu og hafsísinn var að reka að lanöinu, var sjáan iegt, að þetta mundi ekki duga. Vitað var áö suður um allan Borgárfjörð var nær al- auð jörð og öllu var borgið ef hægt væri að komast með féð þangað, en þröskuldur illur var í milli, sem var Holta- vörðúheiði, húíi var af póst- inum álitin álófær, og bein- línis lífshættulegt að leggja á stað með ær í því veðurútliti, sem alltaf var, þvi engin kind hefði þrótt til að komast 'af þótt ekki kæmi ófær bylur, sem alltaf mátti búast við. Til þess þurfti ekki nema hvessa, þvi fönn var 'laus. En eklci dró samt þetta úr þeim, sem voru búnir að ráða við sig að reyna að koma fénu suður, en það voru þeir Fossbændur, Jón Bjarnason og Guðmundur Þorsteinsson, og Hrúttungu- bændur, Tómas og Þorsteinn Þorsteinssynir, og mun Jón Bjarnason hafa verið aðal- hvatamaðurinn. Ákveðið var að senda tvo menn suður til að hafa eitt- hvað vist fyrir féð ef þetta ana þar fyrir neðan. Nokkrir menn fóru fyrir hópnum og tróðu braut fyrir féð, fyrstur fór gamall maður mikill vexti. Það- var Ásbjörn Jónsson bóndi Geithól. Hafði hann gjört tilraun með að koma fénu suður fvrir heiði, en varð að snúa við. Var hann nú á heimleið með fé sitt heim í heyleysið. Man ég hvað mér rann til rifja að sjá þessa sjón. Hét ég þá því, með sjálf um mér að ég skyldi leggja alla mína krafta fram til að þetta þyrfti ekki að endur- taka sig, og hygg ég að öðr- um muni hafa verið svipað innan brjósts, sem þarna voru staddir. Daginn eftir var hafist handa með undirbúning undir heiðarferðina, flutt var hey að Grænumýrartungu og troö in braut alla leið þangað. Blot 1 að hafði fyrir sunnan heiði | síðustu daga þó þoka og kaf- ( ald væri fyrir norðan, en þenn an dag var þokunni létt og komið bjart veður og mikið frost, og ef það veður héldist mundi ef til vill verða hjarn ofan Norðurárdalinn og mundi það ráða úrslitum hvort tækist að koma fénu yfir heiðina. unnar stund. Ég er nú bara fávis til þess að ærnar sjálfar héldu lífinu þetta var harkaleg aðferð (og mundi ekki síður þykja það nú), en dugði þó, til að halda bústofninum. Til skýringar ætla ég að geta þess, að hann var hrak- inn svo snemma um vorið frá fyrri ábúðarjörð sinni, Reykj- um í Hrútafirði, og varð hann þá að taka afskekkt fjallabýli. Ég heyrði hann síðar segja kunningja sínum, að þetta hefði verið fyrsta verkið sitt þar. En svo er hitt tilfellið, en þar var bjargað bæði ám og lömbum, og er það aðaluppistaðan í þessari grein. Það bjargráð sem gripið var til í þetta sinn til að afstýra felli, vakti almenna athygli á sinni tíð því þar fylgdi mikil áhætta fyrir menn og skepn- ur, en hvað um það, ekkert lá fyrir ánum annað en hníf- urinn, eða hungurdauði þang að til þær ultu útaf úr hor, en til þess gátu þeir menn ekki hugsað, sem braut- ryðjendur voru þarna. Veturinn og vorið 1899 var frábrugðið öðrum vetrum undanfarið að lítið var um norðan stórhríðar, og alls ekki eftir að kom fram undir þorra, en þó varð hann svo þungur í skauti bændum að við felli lá. Veðurlag var þann ig, að þoka lá yfir firðinum álla útmánuði og fennti úr henni flesta daga meira og minna og man ég eftir að ég heyrði gamla menn segja, áð þeir myndu ekki eftir annari eins snjódyngju, sem komin var þá um sumarmálin. Bændur voru búnir að létta 'af sér öllum hrossum, sem á- litin voru fær um að bjarga tækist. í þessa ferð fóru Þor- steinn í Hrútatungu og Sig- urður Valdimarsson, þá vinnu maöur hjá Jóni Bjarnasyni, nú smiður í Hafnarfirði, fóru þeir suður um Stafholtstung- ur og allt upp að Húsafelli og Kalmanstungu, að. ráði bnæda að hýsa féð í hellin- um. Yfirleitt voru undirtektir bænda að hýsa féð í hellin- þeir þó að þakka einum manni, að öllu var komið fyr- ir, sem suður var rekið. Það var Þorsteinn Hjálmarsson í Örnólfsdal. Lögðu þeir upp frá honum í síðasta áfangann á Norðurleið . laugardags- morguninn fyrstan í sumri og hugðust ná norður um kveld- ið, en náðu ekki fremsta bæ í Hrútafirði fyrr en morgun- inn eftir, þá þrekaðir mjög eftir sólarhringsgöngu, því niða þoka og kafald var á heiðinni. Þennan sama dag kom „Skálholt" á Borðeyri fyrstu ferð á því ári. Þótti Aasberg skipstjóra hafa tekist giftu- samlega að sigla í gegnum ís út á flóanum og inn Hrúta- fjörð lóðslaus í niða þoku, því víða er blindsker á þeirri leið og því hættuleg innsigl- ing. Kom nú sér næsta vel þessi skipskoma, því bjargar- lítið mun yfirleitt hafa verið á bæjum, en vörulaust var fyr- ir alllöngu á Borðeyri. Og eft ir að skipið kom, var kúm gef ið eitthvað lítilsháttar af mat og er það fyrsta sem ég veit til, að skepnum væri gefinn matur til fóðurdrýginda. Þennan sama dag var ég staddur á Bálkastöðum með nokkrum mönnum. Sáum við þá fjárhóp ekki allstóran og nokkra menn þokast út mel- Undirbúningi öllum var lokið á mánudagskvöld. Svo var lagt upp með Foss-féð snemma morguns daginn eft ir. Um dagmálabil var komiö að Grænumýrartungu var þá búið að fara þriggja til fjögurra km. leið um morgun inn yfir hálstagl það, sem er á milli Hrútafjarðarár og Sík ár. Voru nú þarna fyrir 50 sauðir frá Oddsstöðum. Áttu þeir að verða með, svo greið- ara gengi, en reyndist það gagnstæða. Mun hópurinn þá hafa verið upp undir 200 fjár. Dreif nú að fjöldi fólks til hjálpar, um eða yfir 20 manns og ekki var örgrant að þarna sæust sumar blómarós irnar af bæjunum í kring klæddar í karlmannabrækur og eggjuðu karlmennina í bar áttunni, voru þær í því likar kynsystrum sínum allra alda, og ekki var laust við að okk- ur yngri mönnunum væri létt ara í sinni að hafa þær með, en ekki vissi ég samt, að sam- an drægi neitt alvarlega milli karls og konu eins og oft vill verða i svaðilförum. Var nú skipst á að troða braut á undan, var það erfitt mjög því fönnin var föst und- ir, þó hvergi héldi uppi manni eða skepnu og mikill lausa- snjór ofan á og víða kom fyrir, að hún tæki í brókarlinda. Var illt að koma fénu í braut ina óvilja og ekki hægt að koma því í sporaslóð fyrr en komið var algjörlega upp fyr- ir heiðarbrún og mesti bratt- inn var búinn, en þá var degi mikið tekið að halla. Töldu því allir eru sáu til reksturs- ins neðan úr sveitinni algjör- lega vonlaust að þetta tækist. i Framh. Gcirmundur Heljarskinn tekur hér til máls í dag. Þar sem hann lýsir veðráttu vetrarins leyfi ég mér að segja það til skýringar, að hann mun vera Breiðfirðingur og gef ég honum orðið þar með: „Hér legg ég orð í bclg. Langt er nú umliðið síðan ég hefi tekið þátt í umræðum í baðstofunni. Um ýmis legt mætti rabba ef tími væri tii. Mér verður þá fyrst fyrir að minn- ast á það mál sem efst hefir verið á dagskrá síðustu daga n. 1. þátt- taka íslendinga í Atlantshafsbanda laginu. Okkur sveitakörlunum sum- um þótti nú ætla að fara að koma heldur betur líf í tuskurnar í Reykjavík þá daga. Já mikið er hvað ættjarðarástin getur gjört menn að stórum hetjum á hætt- unnar stund. Ég er nú bara fávis sveitamaður, en ég er nógu gamall til þess að muna — og muna vel — lokaþátt sjálfstæðisbaráttu íslend- inga frá árunum 1913—1918. (ég tel það lokaþátt sem átti sér stað á þeim árum) Og .víst er um það, að oft áttu sér stað mikil átök, utan þings sem innan. En aldrei heyrði ég minnst á að grjóti væri kastað á Alþingishúsið eða að þurft hefði að verja líf þingmanna með fjölmennu lögregluliði. Af hverju stafa þessar æsingar? Ekki getur það verið af heimsku manna nú fremur en áður því þjóð in hefir haft tækifæri til að vera betur upplýst en hún var í mínu ungdæmi. Ekki getur það verið styrjaldarótti, sem gripið heíir fólk ið, því það sýnist ekkert hættu- legra, sjálfstæði okkar að ganga í Atlantshafsbandalagiö, heldur en gjörast aðili að sambandi Samein- uðu þjóðanna, sem ég vissi ekki til að ylli neinum æsingúm hér á landi, á sinni tíð. Það er enginn íslend- ingur svo skyni skroppinn, að hann í alvöru láti sér detta í huga, að aðild okkar í Atlantshafsbandalag- inu leiði okkur inn í styrjöld, sem við án hans hefðum sloppið við. Svo ekki meira um Veturinn í vetur hcfir verið óvenju harður og man ég ekki oft eftir svo snjóasömum vetri síðan 1919—1920, algjört jarðbann hér um slóðir frá 1. des. og ekkert minkun- armót þar á enn, og í dag er 5. apríl. Desember, janúar og febrúar framúrskarandi storma og um- hleypingasamir. Kalt hafa dýrin átt sem úti hafa verið í vetur, hross og jafnvel sauðfé. Og þarfara verk væri fyrir alþingismenn, að búa til lög sem bönnuðu slíka meðferð & húsdýrum og þá, að láta þau ganga úti á gaddinum allan veturinn, heldur en ýmis frumvörp, sem bit- ist er um, oft vikum saman. í sambandi við þetta mál dettur mér í hug tillaga Aðalbjargar í útvarpinu einusinni í vetur, vegna matargjafar til smáfuglanna. Flest á nú að fara að láta ríkisvaidið skipta sér af, ef ekki er hægt að gefa smáfugli brauömola eöa mjöl- hnefa, án þess að fá sérstakan skammt til þess. Ég held, að það hljóti að vera óvenju hugrökk manneskja, þessi Aðalbjörg. Nei, það er áreiðanlega ekki af skorti á kornvöru, ef smáfuglunum er ekkl gefið almennt. Það er af hugsun- leysi og hjartakulda, sem það er ekki gjört. Og nær væri þeim, sem láta sig allt varða, hvort sem þeir (eða þær) hafa vit á því eða ekki, að reyna til að glæða það hugarþel með þjóðinni, sem til þess þarf að gefa smáfuglum og öðrum smæl- ingjum mola, sem falla af borðum þeirra, án skömmtunarseðla." Framhald af þessu bréfi mun fcirtast hér í baðstofunni á þriðju- daginn. Starkaður gamli Hjartanlega þakka ég öllum þeim er sýndu mér vinsemd á sextugsafmæli mínu. Kristín Stefánsdóttir, * Asum. iiiiiiiiiiiiiiiliiiiiillliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimimct - — |auglýsing| frá Viðskiptanefnd Viskiptanefndin hefur ákveðið, að smásöluverzlun- | | um skuli óheimilt að selja hverskonar vefnaðarvörur § I til iðnaðarframleiðslu, og að þeim jafnframt sé ó- 1 1 heimilt að framleiða nokkrar vörur úr slíkum efnum | I án samþykkis nefndarinnar. | Jafnframt hefur nefndin ákveðið, að heildverzlun- | | um skuli skylt að selja umrædda vöru eingöngu til i | smásöluverzlana, án þess að krefjast gjaldeyris- og | 1 innflutningsleyfa, hafi heildverzlunin sjálf fengiö | | gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir vörunni. Þeir, sem uppvísir verða að því að brjóta þessi á- | 1 kvæði eiga á hættu að verða sviptir gjaldeyris- og i \ innflutningsleyfum framvegis. | Reykjavík, 22. apríl 1949. Viðskiptanefndin ÍÍIHIIHHHIIHHHHIIIimmHIIHIHHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHimilHIHIHIIIIIIIIIIHIIIHIIIHIIIHIHHHHIIIIIimilUIIIIIIHHIim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.