Tíminn - 24.04.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.04.1949, Blaðsíða 8
tÆRLENT YFfRLIT" I DAG: MtrKtwnnálið * LuntíL < árg. Reykjavík „Á FÖRWM VEGI“ í DAG: Fáeinar stöUur enn. 24. apríl 1949 fommíínistar hafa tekið Nan- king og gersigrað stjórnar herinn á þessum slóðum Óguaröld ríkir nú í Xankhig, en reynt K erðna* a«§ aflienda sig'nrvesíHrunnm Síorg- ina á skipulegau isátt. Hersveitir kommúnista liafa tekiff Nanking nieð leift- \ sókn og gersigrað hersveitir stjórnarinnar á fiessum slóð- v:m og stökkt leifum þeirra á flótfa. Ógnaröld ríkti í borg- 1' ihi í gær, en eins konar öryggisráð, sem borgarbúar hafa : oinaff, reynir að halda uppi friði og reglu og á einnig að } ifa það verk með höndum að afhenda borgina skipulega í hendur kommúnistum. Hersveitir lcommúnista ( veymciu yfir Jangtse í all- an gærdag og hersveitir þær, (em áður voru komnar yfir una, sóttu mjög hratt að iianking úr tveirn áttum. Jieyndu hersveitir stjórnar- ínnar að veita viðnám, en iokst hvergi aö hefta sókn- j, aa né halda undan á skipu- legum flótta. Eru nú aðeins cftir dreifðar leifar þeirra á jjessum slóðum. Mikill fjöldi flóttamanna, hprgara og hermanna, : ey.ndi að flýja borgina í gær, eu kommúnistar náðu brátt i.oaljárnbrautinni á sitt vald <yg heftu brottför eftir henni. íiKömmu síðar umkringdu ^fpir hana alveg og var gert ; á9 fyrir því, aö þeir mundu 'nalda inn í hana i gærkvöldi. Öryggisráð það, sem borg- arar í Nanking stofnuðu, mun afhenda yfirráð hennar skipulega í hendur kommún- ístum til þess að reyna að koma í veg fyrir valdbeit- íngu. Þegar sýnt þótti, að all ar varnir borgarinnar væru þrotnar, hófst ógnaröld í lienni. Múgur æddi um göt- urnar og ruplaði og rændi. Borgin er einnig vatnslaus og i afmagnslaus og eykur það mjög á vandræðin. Hersveitir kommúnista sækja nú einnig mjög hratt að Shanghai og hefir stjórn- arhernum verið skipað að láta borgina af hendi and- spyrnulaust og einnig Han- kau. Erlendir sendiherrar halda enn kyrru fyrir í Nanking, þótt stjórnin hafi flutt að- setur sitt til Kanton. V erðlaunaaf hending skíðalandsmótsins í kvöld verður haldin skemmtun í samkomusal nýju mjólkurstöðvarinnar þar sem afhent verða verðlaun fyrir unnin afrek á Skíðalandsmót :nu. Verður þá væntanlega oúið að keppa i öllu nema cinni grein og verða verðlaun að sjáifsögðu ekki afhent I þeirri grein. Samkoman hefst klukkan ö.tta um kvöldið og er allt skiðafólk velkomið að sækja skemmtunina meðan liúsrúm leyfir. Hörður og Vestri á ísafirði fara tii Færeyja Stjórn í. S. í. hefir gefið knattspyrnufél. Herði og Vestra á ísafirði leyfi til að fara með íþróttaflokk til Færeyja á sumri komanda. Er hér. um að ræða flokk frjálsíþrótta- og knattspyrnu manna. Gert er ráð fyrir, að flokkurinn fari héðan í byrj- un júlímánaðar. Er mikill á- hugi fyrir þessari íþróttaför á ísafirði. Mun þetta vera fyrsta íþróttaförin utan Reykjavíkur, sem ákveðin er til útlanda. Kínverjar eru taldir friðsamir og staaisamir aö eðlisfari, þótt nú sé skálmöid í landi þeirra. l*eir kunna manna bezt að njóta g'óðrar hvíldar og pípu sinnar að loknu dagsverki. Hér sést lúnverskur erfiöismaður njóta kvöldblíSunnar eftir erfiði dagsins. Útför brezku sjó- liðanua fór fram í gær Útför brezku sjóliðanna, sem fórust í árásunum á brezku herskipin á Jangtse um daginn. Þeir sem særðust liggja nú á bandarísku sjúkra húsi í Shanghai. Mjólkurframleiösla jókst í f Eyjafirði á siöasta ári Frá úrsfundf MJóIkursamlags KFA. sem nýlega var haldinu. Ársfundur Mjólkursamlags KEA á Akureyri var nýlega haldinn, Á fundinum mættu 110 fulltrúar mjólkurframleið- enda, auk stjórnar og framkvæmdastjóra samlagsins og nokkurra gesta. Afkoma samlagsins varð góð á síðasta ári og er um mikla aukningu mjólkurframleiðslunnar í Eyja- firði að ræða frá árinu áður. Alþjóðaþing Rauða krossins í Sviss Alþjóðaþing Rauða kross- ins stendur nú yfir í Geneve í Sviss. Rússar og ýmsar aðr- ar þjóðir i Austur-Evrópu hafa sótt um, upptöku í Rauðakrossinn. Arið sem leið tók Mjólkur- samlag KEA á móti 6 millj- ónum og. 635 þúsund lítrum af mjólk með tæplega 3.6% fitumagni. Nam aukning mjólkurmagnsins um 650 þúsund lítrum miðað við ár- ið áður. Af mjólkurmagni þessu hefir langsamlega mest ur hlutinn farið til vinnslu, eða 65%, en afgangurinn ; 35% hefir verið selt sem neyzlumjólk. Mest hefir verið framleitt af skyri, smjöri og ostum. Endanlegt verð mjólkur- innar til framleiðenda varð tæplega 159 aurar fyrir líter- inn. Á ársfundinum flutti Ólaf- ur Jónsson framkvæmda- stjóri Ræktunarstöðvarinnar erindi um frumvarp til nýrra jarðræktarlaga, sem- Búnað- arþing gekk entíanlega frá í síðasta mánuði. Hjörtur Eld- járn flutti einnig erindi á fundinum og fjallaði það um nautgriparæktarstarfið í Eyjafirði tvö síðustu ár. Söfnun Sumargjaf- ar meiri en nokkru sinni fyrr Heildartekjur Sumargjafar á sumardaginn fyrsta námu alls um 145 þús. kr. og er það meira en safnazt hefir nokkru sinni fyrr og um 12 þús. kr. meira en í fyrra. Merkjasala varð þó nokkru minni vegna veðursins, en aukin sala Sól- skins og Barnadagsblaðsins bætti hana upp. Frá aðalfnndi Rangæingafélagsins Aðalfundur Rangæinga- félagsins í Reykjavík var hald inn í Tjarnarkaffi síðastlið- inn þriðjudag. í skýrslu stjórnarinnar um starfsemina á liðnu starfsári var þetta helzt: Skemmtiferð hafi verið far in austur í Rangárhérað á síð astliðnu sumri. Haldinn hafði verið einn fræðslufundur á vegum félags ins í Tjarnarbíó og þrír skemmtifundir í Tjarnar- kaffi. Árshátíðin var haldin i Sjálfstæðishúsinu 22. janúar Á árinu hafði verið unnið að örnefnasöfnum í Rangár- héraði. Einnig hafði héraðs- sögu Rangæinga miðað nokk uð áfram, en að skráningu hennar vinna þeir Siaurður Þórarinsson j arðf ræðingur. Pálmi Hannesson rektor. Björn Þorsteinsson savnfræð ingur og séra Sigurður Einars son. Félagið er e'nnig að láta taka kvikmynd úr héraðinu og annast það Kjartan O Bjarnason. Úr stjórn áttu að ganga þrír menn, formaður og tveir með stjórnendur, en atkvæða- greiðsla fór þannig að þeir voru allir endurkosnir. Stjórn ina skipa nú þessir menn: Andrés Guðnason, formaður, * Jón Árnason og Ólafur Sigur þórsson, gjalökerar, Tryggvi ' Árnason ritari og Óli B. Páls- I son varafromaöur. 81. blað Starfsemi Kvöld- skóla K.F.U.M. Nýlega er lokið 28. starfs- ári þessa vinsæla skóla. Þar stunduðu nám síðastliöinn vetur nokkuð á annað hundr aö piltar og stúlkur á aldrin- um 15 ára til þrítugs, og voru þessar námsgreinar kennd- ■ ar; íslenzka, íslenzk bók- meríntasaga, danska, enska/ kristin fræði, upplestur, reikningur, bókfærsla og handavinna. Hæstu einkunnir við vor- profin hlutu þessir nemend- urír : ' " f A-déild: Kristinn Jónas- son frá Þórshöfn á Langa- nesa (meðaleinkunn 8.64 st.), f B-deild: Sigríður Jóns- dóttir frá Hóli í Skagafirði (meöaleink. 8.88). í C-deild (framhalds- deild): Jóna Guðjónsdóttir ún Reykjavík (meðaleinkunn 9.28). Voru þessum nemendum afhentar vandaðar verð- laúnabækur. En einnig veit- ir skóhnn árlega bókaverð- laún þeim nemendum sínum, er’sérstaklega skara fram úr í kristnum fræðum, og hlutu þau verðlaun að þessu sinni: Kristinn Jónasson frá Þórs- höfn (í A-deild), Karen Guð- mundsdóttir úr Rvík (í B- deild) og.Jóna Guðjónsdóttir úr. Rvík (i C-deild). Skólinn -á miklum og al- mennum vinsældum að fagna unl land allt. Þykir nemend- um og aðstandendum þeirra mikið hagræði að því, að þar skuli vera hægt að öðlast margvíslega hagnýta fræðslu, jafnframt því, sem nemend- ur stunda atvinnu, ef þeir óska sliks: Starfsemi skólans er miðuð við það, að nemend- ur geti óhindrað stundað at- vinnu sína eða nám í sér- skólum. Hafa t. d. ýmsir af nemendum skólans jafn- framt stundað nám í Hand- íðaskölanum, Tónlistarskól- anuin og víðar. Að undan- íförnu hefir það færzt mjög í vöxt, að fólk utan af landi sæfcti nám í kvöldskóla K. F. U. M.. sem starfar frá 1. okt. til siöasta vetrardags. Má væilta þess, að aðsókn að skól anum eigi enn fyrir sér að aufcast, og er það að makleg- leikum. Fólk bjargast naum lega er bær brenmr Aðfáranótt síðastliðins fimmtudags brann bær til kaldra kola: Var það bærinn aö Meirihlíð í Hólshreppi i Ve$tur-ísafjarÖarsýslu. Hús- bóndinn var við gegningar þegar eldsins varð vart en kona hans og tvær dætur heifna. Mátti ekki tæpara . stapda að þeim tækist aö 1 bjarga sér út úr húsinu, en allt sem . innanstokks var brann. Fólk kom til hjálpar úrr Bolungayík og tókst með hjálp þess aö verja úti- I hús, sem voru rétt við bæinn. I Elcisupptök, eru ókunn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.