Tíminn - 01.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 1. mai 194ff. 86. blað Ritgerðir Stephans G. Stephanssonar Niðurlag. | í einni skáldlegri ritgerð segir Stephan: „En nú ætla ég að fara að verða skemmtilegur og yrf.tja eins og ykkur ætti að líka bezt. Ég skal kveða um það, sem þið öll trúið, að þessi mannheimur sé ekkert ann- að en stórt súputrog, sem við sitjum öll við, og að sá sé sæl astur, sem krækir í flesta og feitasta bitana, og þeim til hughreystingar, sem annað hvort fá ekkert eða sitja með lapþunna súpuna, skal ég ríma um það eins hjartnæmt og ég get, að uppi yfir okkur hangi ennþá stærra súputrog, þar sem allir fái einhvern tíma. svo meira og meira en nóg, að enginn verði útund- 1 an. Framvegis ætla ég að setj a aðgreinistölu á skýin,1 svo þið vitið um hvert þeirra ég er að kveða í það og það skiptið, og þá verða kvæðin mín hér um bil svona, fyrir- sögn og efni: Vísa um svartaskýið no. 2, sem situr á brúninni á Skollakoll. Ég ætla að úr því rigni, svo of þurr jörðin dygni, sig Rauðka og Rósa græði, svo rjóminn úr þeim flæði“. Þannig gat hann brugðið upp mynd af hugsun fólks og smekk og kröfum þess til lífs ins. Honum hraus hugur við þeim kynbótabúskap, þar sem húsbóndinn sjálfur var verst ræktaða skepnan í allri hjörð inni. Og löngun hans til að starfa, svo að mannlífið yrði fegurra og betra, átti enga samleið með þeim, ,sem bundu vonir sínar og trú þessa heims og annars við súputrog. Stephan G. var alþýðusinni og tók jafnan máli hinna kúg uðu og smáðu. Þó var hann fjarri öllu lýðskrumi og vissi það fullvel, að mikið vantaði á, að hinir fátæku hefðu allt af þann þroska, sem nauðsyn krefur. Hann féll ekki í þá gröf að kaupa sér lof með smjaðri. í ævintýrinu Kviksettur bregður Stephan* upp mynd, sem nær óvenju langt til að skýra íslenzkt stjórnmálalíf eins og það er nú, meira en hálfri öld eftir að ritgerðin er skrifuð vestur í Ameríku. Þar segir frá hugsjónamann- inum, sem ætlaði að berjast til liðs „þessum kyrpingslegu manndvergum, með hnýttu hendurnar og bogna bakið, með undirleita svipinn og þokuaugun". Hann ritaði grein í blað sitt Bersögli, til að sýna, „að undir skipulagi hinna svokölluðu siðuðu manna borguðu öreigar hæstu tolla; að skilvísir menn yrðu gjarnast að borga skuldir hinna óráðvöndu, að sá, sem ekkert ætti, en drægi fram lífið á erfiði sínu einu saman, greiddi öðrum skatt af öllum lífsnauðsynjum sín um“. Hann benti á Fésjóð gjaldþrota kaupmanninn, sem allir vissu, að byrjaði verzlun allslaus, sem allir vissu, að varð gjaldþrota með stórskuldir, sem hann borg- aði aldrei, og allir vissu, að nú var iðjulaus ríkismaður“. Eftir Halhlór Kristjánsson Hann skrifaði líka um1 „Stigamenn á stjórnarbraut- um“. „Ríkisómagar væru dubbaðir embættismenn" og nefndi í því sambandi Lýting Töskubak, sem sendur var um allar jarðir með tóma stjórn- artösku, einungis til að draga embættisyfirskin yfir 3000 dollara árslaunin hans. „Næsta dag bar Lýtingur Töskubakur bænarskrá í kring til undirskrifta, að stjórnin hætti að leggja fé til vegabóta og vatnsræslu um mýrarnar í afskekktu út- kjálkabyggðinni Heiðaþingi, því skattar væru almenningi óbærir, sökum alls þess kostn aðar. Þeir með bogna bakið ogx undirleita svipinn vildu allir koma nafninu sínu þar að, og ákafastir voru þeir, sem ekki kunnu að skrifa það sjálfir, en urðu að fá aðra til að gera það. Sjálfir bjuggu þeir í borg með steinrennd- um strætum; hvern skratt- ann varðaði þá svo um, þótt landar þeirra í Heiðaþingi lægju í fenjunum þar; þeim var ofætlun að borga til að draga þá upp, þeir gátu gert það sjálfir. Um kvöldið bættu þeir nýjum endurlausnara við í trú sína, honum Lýtingi. Hann var þó eini framfara- maðurinn, sem nokkuð vildi gera almenningi til hagsbóta. Hvernig áttu þeir að lá hon- um, þó hann tæki við því, sem að honum var rétt af stjórnarbitlingum né afþakk- aði það, sem þeir vissu að hann vann ekki til, — þeir, sem sjálfir voru aldrei ánægð ir með lífið, af því þeir kom- ust svo sjaldan að því að fá eitthvað fyrir ekkert, einung is af því að þeir höfðu orðið útundan hjá forsjóninni í að fá sinn hluta af bragðvísi, eða að mennirnir höfðu í æsku þeirra sett þá hjá skóla- göngu“. Var það ekki í vetur, sem fjármálaráðherra vor áætlaði 3 milljónir á fjárlagafrum- varpi ríkisins til nýrra vega, en í fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar eru veittar 5 miljónir til nýrra gatna og holræsa? Og Lýtingur Tösku- bakur varð endurlausnari í trú borgaranna, hvað sem hef ir nú verið í Heiðaþingi! Hér er ekki rúm að rekja þetta ævintýri Stephans til enda, en það ættu allir að lesa. Það gæti orðið til skiln- ings á því, hvernig vanþrosk- aður múgur dregur stjórn- málamenn niður. Stephan G. var of mikill raunsæismaður og of glögg- skyggn til þess, að hann héldi að forréttindamaöurinn þyrfti að vera nokkuð verri en hinir, sem óskuðu sér for- réttinda og öfunduðust yfir því, að þau hefðu fallið öðr- um í skaut. Hann vissi, að slikar smásálir frelsa aldrei heiminn og við þær eru eng- ar vonir bindandi um það. Hann vissi, að það er enginn gæfuvegur, að kaupa sér met orð með því, að ganga til þrælkunar hjá slíkum múg, þó að forusta eigi að heita. Stundum reyna kommún- lstar að eigna sér Stephan G. Vist er það rétt, að hann gat verið róttækur. Hann leit byltinguna í Rússlandi með samúð og spurði: Er til ríkis kominn kannske karlssonur úr garðshorninu? Er hann heims úr böli boginn, blóðugur að rísa og hækka, múginn vorn að máttka, stækka? Sannleiksvottur lýtum log- inn! Ljós, er fyrir hundrað árum Frakkar slökktu í sínum sár- um? Lítilmagnans morgunroði? Fóttroðinna fyrirboði? Þá gat hann líka sagt: og úr þjófshönd sessa sinna skilaði hann okkur frelsi Finna. Hvort myndi hann þá nú vilja spyrja um frelsi þjóð- anna austan Eystrasaltsins? Mér leiðist allt þref um það, hvar skipa eigi stórmenni fyrri alda í flokka samtíðar- innar. Það verður alltaf að öðrum þræði leikur við að snúa styttum þeirra og eru í því litlar röksemdir. Hitt er víst, að fáir standa fjær hópsefjun og múgmennsku en Stephan G. Hann vissi það, að Þegar sérhver ganti og gjóstur grunnhyggnina æsti í róst- ur, fús til sig og sína að spara, sjálfur ætlar hvergi að fara, eggjaði hæst á múgamanns- ins mannablót til fósturlands- ins, viss að bera í sínum sjóði sæmd og auðlegð frá hans blóði, tómum köllum kokhreyst- innar kaupa nafnbót lýðhyllinnar. Stærstan huga þurfti þá að þora að sitja hjá. Honum hefði naumast ver- I ið geðþekkur leikur að kasta i grjóti í nafni friðarins. Og , fáir hafa fastar risið gegn kúgun og einræði og þeim klíkum, sem segja mönnum , fyrir um það, hvernig þeir i skuli hugsa. Svo mikið er víst, að einræöið, sem höfuðsitur hvern sjálfstæðan anda, var aldrei hugsjón eða óska- draumur þessa skálds. Hann | var enginn flokksmaður og vildi ekki vera, þó að hann fylgdi flokkum að málum. En fyrst hann var of sjálf- stæður til að lúta flokksaga, myndi hann sízt hafa kosið sér það þjóðskipulag, að að- I eins einn flokkur sé leyfður, ' strangur flokkur og lokaður, ' og ráði einn öllu í landinu. ' Öll rit Stephans G. eru mark jviss og ákveðin barátta gegn slíkri kúgun. Það er eitt, sem I gefur þeim erindi til okkar allra. í bréfum og ritgerðum Stephans eru margar dýr- mætar perlur, svo aö bók menntalega er þetta síðasta bindi þeirra í fremstu röð þeirra bóka, sem út hafa kom ið á íslenzku síðustu ár. Stephan á marga vini og læri Stundum fáum viff skemmtilega gesti inn í skrifstofur blaðanna. Til dæmis kom nýlega að máli við mig aldraður maður sunnan úr Garði Hann er fæddur norður í Húna- vatnssýslu en ólst upp í Reykjavík eftlr að hann var kominn um ferm- ingaraldur. Og frá þeim tíma sagði hann mér eina smásögu, sem hann vildi láta geymast. Þessi nýi borgari Reykjavíkur var að leika sér með öðrum jafnöldr- um sínum við Klapparklöppina og þótti Húnvetningnum fjaran merki- leg. Sérstaklega vöktu ígulkerin at- hygli hans og spurði hann strák- ana, hvort þetta væri ekki hirt. Einn þeirra, sem Páll hét, segir honum þá, að Tryggvi Gunnarsson bankastjóri kaupi þetta. Tínir pilt- ur þá saman ,8 ígulker og leggur af stað meff þau í bankann, en leiknautar hans fylgja honum eftir. Einn þeirra hét Georg og sagffi honum í laumi, aff hér væri verið að gabba hann og þetta væri hvergi keypt. Segir nú ekki af ferffum drengs, fyrri en hann hefir náð fundi bankastjórans. Sýnir hann Tryggva ígulkerin og spyr hann hvort það sé satt að hann kaupi þetta. Tryggvi horfir á hann um stund og spyr hann um nafn og heimili og hvort hann sé löngu kominn í bæinn. Piltur segist heita Hafliði Nikulásson, eiga heima í Nikulása koti og vera fluttur í bæinn fyrir þremur vikum. Þegar Tryggvi hefir heyrt þetta allt segizt hann kaupa ígulkerin og spyr Hafliöa hvað hann hafi heyrt um verð, en hinn segir, að sér hafi verið sagt að hann borg aði 25 aura fyrir stykkið. Tryggvi lætur það gott heita og fara nú kaupin fram, en jafnframt spyr hann Hafliða þó, hver hafi sagt hon um þetta. Hinn segir það og jafn- framt hvað Georg hafi lagt til mál anna. Tryggvi segir honum nú, að hann kaupi ekki meiri ígulker, en nú verði Skugga-Sveinn sýndur annað kvöld og skuli þeir Georg fara þangað og fær honunj aura fyrir aðgangi fyrir þá báða, en seg- ir honum að gefa Páli enga skýrslu en láta hann sjá peningana, Þegar Páll sá hvað góða ferð „ginningar- fxfl" hans hafði farið, vildi hann gjarnan græða eitthvað á ígulkera- tekju sjálfur og tíndi væna hrúgu í poka og færði Tryggva, en hann (Framhald á 5. síðu) bað hann gera við hvað sem hon- um sýndist, en ekki keypti hann þetta. Sneri Páll sneyptur frá hon- um og hlaut aðhlátur félaga sinna og skildi þá, hver orðiff hafði aff ginningarfifli. Þessi saga þykir mér góð og hún sýnir vel hvernig maður Tryggvi Gunnarsson var, aðgætinn og ró- legur, nærgætinn og góðgjarn og gamansamur með næman smekk fyrir því, sem glettið var, samfara siðferðilegri alvöru. En svo er hér bréf frá Álfi: Margir hafa hent gaman að veð- urspám Hannesar á Horninu í vet- ur — öllum góðviðraloforðunum. Hafa víst ýmsir hugsað sem svo í vor: Heldur fatast Hannes tetri hans er rotin spádómsgjörff, hafði lofað hlýjum vetri hunangsblíðu og grænni jcrð. En eftirmæli vetrarins gætu veriff eitthvaff á þessa leið Þú hefir verið viðsjáll vetur — verri en piparsveinageð. Sólskin á morgni svikið getur, syrtir í álinn hryssing meff, útsynningsbylur brestur á, brotsjóar mæða skipin þá. Vísa, sem gerff var sunnlcnzka óveffrasumarið í hitteðfyrra, gæti einnig hafa verið kveðin í vetur — oft og tíðum: Þetta er leiður allra átta fjandi útsynningur gleiður, tvístígandi. Austan bræla, norðan náhraglandi nú er varla hundi útsigandi!! í þinghússlagnum — illræmda á Austurvelli hugsuðu ýmsir upp- hátt: Þeir steyta hnefana, frelsi, frelsi — fordæma móðgaðir vestrænt helsi - kasta grjóti og hrópa hátt. En berji að dyrum Stalin, Stalin, stundum arftaki Hitlers talinn, opna þeir landið upp á gátt ! !“ Ekki get ég veriff aff stinga undir stól þessum kveðskap, þó að fyrsta vísan sé flim um Hannes minn, og vona ég að hann taki þessu meff stillingu. Við erum hvort eð er allir útsettir fyrir háff og spé hér í heimi og þeir þó mest, sem helzt eru á almannafæri eins og blaða- mennirnir. Starkaffur gamli. Dóttir okkar, Jóhaima Þorbjörg, andaðist fimmtudaginn 28. þ. m. Sigrún Jónsdóttir, Björn Jónsson, Ölvaldsstöðum. Jarðarför hjartkærs eiginmanns míns og föður okkar, Árn aJ. Ámasoiiar, húsgagnasmíðameistara, Mánagötu 24, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 3. maí og hefst með húskveðju frá heimili hins Iátna klukkan 1 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Guðrún Einarsdóttir og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.