Tíminn - 17.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þrlðjudaginn 17. mai 1949. 105. blaff Tvær leiðir - aukinn kaupmáttur launa, eða grunnkaupshækkun Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist í seinasta hefti Vinnunnar. Tíminn tekur sér bessaleyfi til þess aff birta hana í heilu gefa glögga hugmynd um lagi, þar sem hún mun afstöðu verkalýðssamtak- anna til dýrtíffar- og kaup gjaldsmálanna. Bæði fyrir og eftir hin skríjslegu ólæti kommúnista í sambandi við samþykkt Al- þingís um aöild íslands að At lajidshafssáttmálanum var ekki um annað meira rætt, ef tveir eða fleiri komu sam- an, en það hve óskapleg dýr- tíðin sé orðin, og hversu erf- itt sé að láta launin hrökkva til kaupa á brýnustu lífsnauð synjum. Á fundum miðstjórnar Al- þýðusambandsins hafa þdssi mál verið rædd all ýtarlega og komizt að þeirri niður- stöðu, sem raunar er opinbert mál, að dýrtíðin er miklu meiri og tilfinnanlegri en verðlagsvísitalan bendir til og að hin svokallaða „falda dýr- tíð“ kemur raunverulega á- takanlegast við alla laun- þega og alveg sérstaklega við þá, er verða að búa við upp- sprengda húsaleigu. Það hef- ir lengi verið á allra vitorði að vísitalan er röng, þ. e. vísi- talan sýnir hvergi nærri dýr- tíðina eins og hún raunveru- lega er, því láta mun nærri að vísitalan ætti nú að vera einhvers staðar milli 400—500 stig. Hinni röngu vísitölu hafa verkalýðsfélögin mætt með allmikilli grunnkaupshækk- un frá því sem var um það leyti sem vísitálan var sett, en gegn hinni „földu“ dýrtíð hafa engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu verkalýðssam takanna, að sú dýrtíff verði kveffin niffur með öllu og um leið upprætt öll sú spilling, er þróazt hefir í skjóli hinna ýmsu tilskipana og ráðstaf- ana ríkisvaldsins. Hvað skyldi t. d. það fyrir- komulag um byggingu húsa er hér verður lýst, hækka byggingarkostnað um fram það sem þyrfti að vera. 1. Aldrei er séð um það af hálfu þess opinbera að hægjanlegt byggingarefni sé í landinu til bygginga þeirra húsa, er fjárfestinga leyfi er gefið fyrir. Af þeim sökum tefjast byggingar stórkostlega og verða um 10—20% dýrari en þyrfti að vera. Vegna þessa fer einn- ig mikil og dýr vinna í það að leita búð úr búð að hin- um ýmsu hlutum er var*&a hverju sinni og að síðustu fást þeir ekki nema á svört um markaði, því flest *er hægt að fá ef nóg fé er í boði. 2. Sá, sem meistararéttindi hefir og sér um byggingu hússins, kemur einstöku sinnum í sínum lúxus-bíl, lítur eftir því að farið sé eftir teikningum, en skiptir sér minna af því hvort verkið gengur vel eða illa, en tekur fyrir sinn snúð 15% á öll greidd vinnulaun við byggingu hússins. Eftir Jón Sigurðsson, skrifstofustjóra Alþýðusainbands tslands. 3. Pípulagningameistarinn tekur 30% á kaup þeirra, sem vinna undir hans stjórn, málarameistarinn eitthvað svipaö og raf- virkjameistari 42% á kaup sinna manna og það á sveinskaup fyrir rafvirkja- nemanema á 1. og 2. náms- ári. Álagning þessi er vegna verkstæðiskostnaðar, en í mörgum ef ekki flestum til- fellum er verkstæði í einni lítilli herbergiskytru. Þessa spillingu á byggingarfyrir- komulagi verður að uppræta. Eftir því sem vinnan geng- ur ver og launagreiðslur eru meiri, þeim mun betri hagur meistarans og fer þá að verða skiljanlegur sá óskapa kostn- aður, sem er við byggingu húsa í Reykjavík, og um leið það gífurlega verð á leiguhús næði, sem margir verða við að búa, þó ekki sé talað um svartamarkaðshúsaleiguna. Hvað skyldi^ það rýra tekj - ur launþegnanna mikið að aldrei eru til nægar skömmt- unarvörur fyrir útgefnum innkaupsheimildum, svo að fjöldi fólks, sem engan tíma eða tækifæri hefir til að standa í biðröðum þó einhver óvera sé seld opinberlega í einstaka verzlun, verður að kaupa skó og klæði bakdyra- megin hjá kaupmönnum og oft við uppsprengdu verði. Áreiðanlega rýrir það tekj- ur barnaheimilanna að aldrei skuli fást neitt efni til fata í verzlunum þannig, að hús- móöirin geti sjálf saumað flík ur á börnin og annaö er heim ilið þarfnast, eins og var áður fyrr, en í þess stað verður að kaupa allt tilbúið á tvöföldu verði, ef ekki allt að fimm- földu verði við það sem það þyrfti raunverulega að kosta heimilin. Kvenkjólar sem ekki myndu kosta nema 300— 400 kr. ef efni fengist í búð- um og viðkomandi gæti látið sauma þar sem henni sýndist, kosta ekki undir 800—-900 kr. hjá kjólaverzlunum, sem allt- af virðast fá nóg efni til að sauma úr, þó sjaldan sjáist efni í vefnaðarvöruverzlun- um. Svona mætti lengi telja en allt er þetta til þess að rýra tekjur launþeganna svo, að af launum einum verður ekki lengur lifað hér á landi, nema kannski aðeins fyrir þá, sem eru svo heppnir að eiga þak yfir höfuðið, sitja í gam- alli leigu eða búa í bröggum leigulítið. Þessi spilling í verzlunar- og húsnæðismálum vilja verkalýðssamtökin og samtök annarra launþega gera kröfu til að upprætt verði tafar- laust með öllu, það getur kost að átök, en þetta verður að lagast. Miðstjórn A. S. í. átti við- ræður við ríkisstjórnina í vet ur, en árangur varð lítill. Þess vegna beindi miðstjórn- in þeim tilmælum til sam- bandsfélaganna, að þau segðu upp samningum jafn- skjótt og uppsagnarákvæði leyfðu, með grunnkaupshækk un fyrir augum, ef ekki yrði gengið inn á þá leið, sem mið- stjórnin teldi bezta og affara sælasta, að auka kaupmátt launanna með lækkun dýrtið arinnar. Nú þegar hafa um 20—30 félög í Reykjavík og úti á landi sagt upp samningum og hækkað kaup. Flest hafa að- eins hækkað til samræmis við önnur félög, en nokkur orðið við tilmælum miðstjórnar og hækkað sem rúmlega nemur aukningu dýrtíðarinnar frá því vísitalan var bundin. Miðstjórnin lítur svo á að kauphækkun sé nauðvörn samtakanna gegn aðgerðar- leysi valdhafanna í dýrtið- armálum og telur aö hækkun kaups sé aðeins skammgóður vermir, því áframhaldandi kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags á sama tíma sem framleiðsluvörur okkar lækka á erlendum markaði, leiði af sér æ vaxandi vandræði og géti ekki endað nema á einn veg, þ. e. með algjöru hruni. Stjórn verkalýðssamtak- anna hefir gert kröfur sínar um aukinn kaupmátt launa, með lækkun dýrtíðar, og þá einnig og sérstaklega, lækk- un hinnar „földu dýrtíðar“ og bent á leiöir, er gætu orðið til úrbóta. Lengi vel var ekki sjáanlegt að ríkisstjórninni væri alvara með að gera nokkuð til að verða við óskum miðstjórnar innar, um að bæta hag laun- þeganna, því í þá 5 mánuði sem liðnir eru frá þvi að nú- verandi miðstjórn A. S. í. tók við stjórn, verkalýðssamtak- anna, hefir ríkisstjórnin gef- ið kost á aðeins tveimur við- ræðufundum, þar til nú ’fyrir rúmri viku, að viðræður hóf- ust á ný og hafa fundir verið haldnir daglega síðan og þá sérstaklega um þau mál, sem getið er hér að framan. Hvað með þessum viðræð- um vinnst, er ekki hægt að segja um á þessu stigi við- ræðnanna, en orð eru til alls fyrst, og svo virðist sem rík- isstjórninni sé fullkomin al- vara um að leiöir finnist til lagfæringar á núverandi á- standi, og takast megi að lækka dýrtíð án þess að til launaskerðingar þurfi að koma. Hins vegar mega þessar við ræður ekki verða um of lang- drægar, því sannarlega er á- standið svo alvarlegt fyrir þjóðina sem heild, og ekki hvað sízt fyrir alla þá, er lifa verða af launum einum sam- an, að fullkomin þörf er skjótra framkvæmda, ef vel á að fara. í þessum, sem og öðrum þeim málum er verkalýðs- samtökin verða, vill mið- stjórnin vera á verði og gera sitt bezta, og mun vinna að íramgangi þess sem hún tel- ur fært og affarasælast hverju sinni, fyrir verkalýös- stéttir landsins og launþega. Verði hins vegar lítill eða (Framhald, á 6. síOuJ. Leiðinleg en augljós prentvilla var í Ráðarímunni um daginn, þar sem stóð: Eitthvert ráð ef á er talið ekki er þá um svarið sagt en átti auðvitað að vera tregt. Þetta hafa vitanlega allir séð, sem eitthvað höfðu með vísur að gera, en villan er í sjálfu sér engu betri fyrir því. Gisli Jónsson frá Stóradal hefir litið inn til mín með stökur um tvær bækur. Fyrst eru þrjár um Faxa: „Fengur er í Faxa að sjá frábær skil gerð hesti, mættu vera minni frá Miklabæjarpresti. Broddi raðar, ber að rök, byggir upp frá grunni, Undirstaða ekki slök er úr forneskjunni. Verkið unnið er af dug, um þarf niargt að geta, maðurinn af heilum hug hestinn kann að meta'*. Gísli segir, að þegar hann var ungur, hafi algengasta umræðu- efni í baðstofunni verið bækur, er lesnar voru upphátt, og efni þeirra og persónur, og svo hestarnir. Hon um þykir því engin furða, þó að ennþá manni og manni, svo að hér heyrist einhvern tíma staka um lesnar bækur. Og því segir hann: „Ásgeir finnur orðum stað eru kynni að vonum. Þegar hlynnir hugur að hestaminningunum. Ennþá get ég stundir stytt, sterkum haldið vana. Alltaf get ég heima hitt horfna góðhestana. Vantar mig að vonum dug vel þcim yngri að kynnast, en þeir gömlu gleðja hug, gott er þeirra að minnast. Hugstætt efni hressir sál, horfinn tíma gyllir, eitt er víst að Asgeirrsmál ekki lestri spillir. Þeir, sem hafa hestavit, hljóta því að fagna til er orðið einstætt rit íslendingasagna. Þegar taka vélar völd vegi hestum banna, sóttir verða á sagnaspjöld söngvar snillinganna. Framtiðin mun fagna óm fyrri tíma manna, sem að lögðu lífræn blóm á leiði gæðinganna. Þó að sumir legðust lágt lífs að þörfum brýnum, hásæti þeir hafa átt hestunum á sínum. Margan gladdi gæðingsiund, Gotinn var hans sómi, svo að jafnvel stund og stund stafaði af báðum ljómi.“ Það má þatcka þessar stökur álveg sérstaklega. Það er ekki út í bláinn, þegar Gísli vikur að þeirri lifsnautn og lífsfyllingu,, sem það hefir gefið mörgum fátækum bónda manni við erfið lífskjör, að eiga góðan hest og njóta hans. Þar átti hann sitt hásæti og konungdóm, þó að hlutskiptið væri oft lágt. En ég ætla ekki að þynna meira út efni þessara ágætu visna, en tek aðeins undir það að lokum, sem þar segir, aö við fögnum því, að til er orðið einstætt rit íslendingasagna. Nú var rétta stundin til þess, að það kæmi fram. í Alþýðublaðinu er það upplýst um daginn, að Jón Thoroddsen hafi kynnzt laginu við: Vorið er komið og grundirnar gróa, í eða úr sönglagasafni, sem kom út 18 ár- um eftir að hann dó. Þetta segir sá, sem ætlaði að leiðrétta þann, sem reyndi að leiðrétta Hannes á Horninu. Þannig kemur einn öðr- um meiri. Starkaður gamli. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, GUÐNA GUÐNASONAR frá Kotmúla. Steinunn Halldórsdóttir. Iljartans þakkir til barna, ættingja, tengdafólks og vina minna fyrir gjafir, blóm og heillaóskir á sjötugs- afmæli mínu, 12. maí 1949. — Guð blessi ykkur öll. Rósa Guffmundsdóttir frá Patreksfirði. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á sextugsafmæli mínu, 19. apríl síðastliðinn. Herborg Friðriksdóttir Syðra-Lóni. AUGLYSIÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.