Tíminn - 17.05.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.05.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsólcnarflokkurinn Skrifstofur í Edduliúsinu Fréttdsímar: 81302 og 81304 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 17. maí 1949. 105. blað Flotvarpan reynd hér við þorsk- veiðar Nú hefir fengizt leyfi til þess að reyna flotvörpuna, sem nú vekur mikla athygli sjómanna víösvegar, einnig hér á landi. Er það Landsam- band íslenzkra útvegsmanna, sem hefir forgöngu um þetta nauðsynj amál. Er flotvarpa, sem nota á við síldveiðar kominn til lands- ins og upp á Akranes, þar sem á að reyna hana. En nú hefir verið samið urn að' fá hingað' einnig til reynslu flo.tvörpu, sem nota á við þorskveiðar og er hún vænt- anleg til landsins undir mán- aðamótin. Verð'ur hún send til Vestmannaeyja, en vélbátur- inn Andvari frá Þórshöfn, sem þaðan stundar togveiðar mun reyna vörpuna. Verður fróðlegt fyrir. íslenzka sjó- menn að sjá það hvernig þessi tæki, sem valdið hafa miklum atvinnulífsbreytingum erlend is, reynast hér við land. Landssamband ísl. útvegs- manna mun nú einnig hafa fengið leyfi til að láta fram- leiða þessar vörputegundir hér á landi, ef þær reynast vel. Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: ia inniendra og erlendra ira tijá félaginu nam rúmum kr. sJ. ár FiiKíiiii'ÍKsi lýsíi eindreg'im einróma við sí|órtíarska*árílIIög'Mr Merðieisd- Endurbyggingar oj ný stórhýsi húsa eftir styrjöldina ganga mjög vel í Finnlanli rísa upp í Helsingfors. Hér sést nýtt gistihús, sem ný- lokið er við. ing'a og AustfirfSins'a Ðagana 29. 05 30. apríl s.l. var 68. aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga haldinn i Húsavík. Fundinn sátu 82 fulltrúar frá 10 félagsdeildum, auk stjórnar, framkvæmdastjóra og cndurskoðenda. Fundarstjóri var kjörinn Karl Kristjáns- son, formaður félagsstjórnar. Sala félagsins í innlendum og erlendum vörum nam alls rúmum 9 millj. kr. og hafði auk- izt um rúmlega hálfa aðra millj. á árinu. Finnsku fimleika- meiínirnir hlakka til íslandsferð- arinnar (Konia liingaó annað kvöld. Finnsku fimleikamennirnir koma hingað til lands annað kvöld og sýna í fyrsta sinn i íþróttahúsinu á Hálogalandi næstkomandi fimmtudags- kvöld. Jens Guðbjörnssyni formanni Ármanns, en á þess vegum koma þeir hingað, barst í gær bréf frá farar- stjóranum, þar sem hann til- kynnti endanlega hverir yrðu í förinni. Eru það allir fræg- ustu fimleikamenn Finna, sem margir hverjir hafa hlot- ið heimsfrægð' hverir fyrir sína grein áhaldaleikfiminn- ar. Fararstj órinn sagði það einnig í bréfinu, að Finnarnir hlökkuðu mjög til íslands- ferðarinnar. Finnarnir sem koma eru annars þessir: Fararstjóri: lektor Váinö Lahtinen, þjálfari'- Birger Stenman, fulltrúi félagsins: Keijo Ryhánen. Leikfimis- menn: Paavo Aaltonen, Veikko Huhtanen, Kalevi Lai- tiheh, Olavi Rove, Sulo Salmi, Heikki Savolainen, Esa Seeste og Aimo Tanner. Stórbruni á Akranesi í gærmorgun Stór hraðfrystiliós, fiskvinnslustöði «}*' vcrzlun brennur. Frá fréttaritara Timans á Akranesi. í gærmorgunn varð stórbruni á Akranesi. Koin upp eldur í all mikilli sambyggingu, sem er eign Haraldar Bövarsson- sonar. En þar eru til húsa frystihús, niatarbúð og margt iieira. Brann það að' heita má, sem brunnið gat, en þó brunnu sjálfir frystiklefarnir ekki og því óvíst hversu mikl- ar skemmdir urðu á fiskinum, sem geymdur var í húsinu.1 Klukkan rúmlega fimm í gærmorgunn varð fyrst vart við eldinn. Voru það vélstjór- ar við írystihúsið, sem voru að koma til vinnu sinnar er fyrstir urðu eldsins varir. Virt is.t þeim eldurinn hafa komið upp hjá tengli vi'ö hitadunk og er það þvi hald manna, að' kviknað hafi í útfrá rafmagni. Slökkvilið staðarins vann kappsamlega að því að ráða niðurlögum eldsins og reynd- ist það erfitt verk og torsótt. Var ekki búið að slökkva fyrr en um hádegið. Af völdum þessa bruna urðu mjög miklar skemmdir, brann matarbúðin alveg til kaldra kola og allt, sem í henni var af vörum og verzlunaráhöld- um. Auk þess brann mestur hlutinn af hraðfrystihúsinu, og þar á meðal vinnusalurinn og þau áhöld og tæki sem þar voru. Er jafnan mikið af á- höldum í frystihúsum, sem vinna íiskinn til útflutnings- pökkunar: færibönd, vogir og annað slikt. Auk þess mun tals vert hafa skemmzt af fisk- birgðum, þó að eirn sé ekki fyllilega vitað hversu mikið tjón þar er um að ræð'a, þar ‘ sem fiskurinn i húsinu hafði I i gær ekki verið rannsakaður ] til fulls. Eldurinn komst hins jvegar ekki í sjálfa frystiklef- ■ ana, þar sem veggir frysti- hússins og loft voru úr stein- ' stéypu. Þakið þar ofan á ibrann hins vegar eins og brunnið gat og frystivélar hússins skemmdust i brunan- um. ! Auk hins beina tjóns, sem hlotizt hefir af þessum mikla eldsvoða á Akranesi, er af f honum mikið og tilfinnanlegt óbeint tjón fyrir marga ibúa kaupstaðarins. Við það að þessi fyrirtæki brunnu missir fjöldi manns atvinnu sína í bili. Hið óbeina tjón eigend- anna, Haraldar Böðvarssonar & Co. er þó mest, þar sem frystihúsið er eitt af þýðing- armestu atriðunum í rekstri þess fyrirtækis. Var búið að semja um að frystihús þetta 1 frysti hvalkj ötið fyrir vinnslu ' stöðina í Hvalfirði, og þó að Akurnesingar geti fryst hval- 1 kjötið í öðrum frystihúsum skapast óþægindi og raks af þes.sum bruna fyrir atvinnu- lífió á Akranesi í heild. Múrarar segja upp sanmingum Allsher j aratkvæðagreiðslu Múrarafélags Reykjavikur um uppsögn kaup- og kjarasamn nga viö Múrarameistarafélag' ið, lauk á föstudagskvöld. Úr- slit urðu þau að með uppsögn inni voru 41 en móti 18. Samningnum er því sagt upp frá og með 15. maí. Aður en gengið var til dag- skrár bauð fundarstjóri full- trúa velkomna en þó sérstak- lega Björn Sigtryggsson, bónda á Brún, fyrrv. formann félagsins, sem hafði nú náð sér svo eftir langvarandi van- heilsu, að hann gat sótt fund inn. Að síðustu bað hann fundarmenn að rísa úr sæt- um og votta Sigurði heitnum Jónssyni á Ainarvatni þakk- læti og virðingu, en hann lézt á s.l. vetri. Siaurður át+i lengi sæti i stj.órn kaupfélagsins. Að lokinni ræðu fundar- stjóra sungu fundarmenn lagið „Blessuð sértu sveitin min“, undir stjórn Jónasar Helgasonar á Grænavatni. Skýrsla framkvæmda- stjóra. Þórhallur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri félagsins flutti skýrslu um hag og rekst ur félagsins. Sala félagsins í erlendum og innlendum vörum nam rúmurn 9 milljónum kröna, I og hafði aukist um 1 milljón og 658 þúsund. Var aukning sú eingöngu vörur mjólkur- samlagsins, brauðgerðarinn ar og sláturfjárvara. Sala að keyptra vara lækkaði um 540 þúsund og kom sú lækkun ein göngu á innanbúðarvarning. Sjóðeignir félagsmanna eru nú 1 milljón 688 þúsund krón ur, og höfðu þær aukist á ár- inu um 246 þúsund. Af fé því sem rekstur félagsins þarnast er 621/2% eigið fé. Skuldir viðskiptamanna eru engar. Enda fyrir nokkr- um árum, tekinn upp sá verzl unarháttur að verzla ein- göngu gegn staðgreiðslu. Hinn 1. jún s.l. hóf félagið brauðgrðai-starfsemi i félagi við bakarameistara Sigtrygg Pétursson, sem á 1/4 í fyrir- tækinu. Starfsemin gekk vel og nam sala brauðgerðarinn- ar þessa 7 mánuði 331 þús. kr. Fundurinn samþykkti að endurgreiða félagsmönnum 5% af endurgreiösluskyldri úttekt þeirra árið 1948, og nam sú upphæð 73800 krón- um og var öll lögð i Stofnsjóð ! félagsmanna. I Úr menningarsjóði félags- ins voru veittar þessar upp- hæðir. Til Skógræktarfélags S- Þingeyinga kr. 1000,00. Til kaupa á kvikmyndavél kr. 4000,00. Til Vélritunar á hér- aðslýsingu Þingeyjarsýslu kr. 1000,00. Til Bókastafns S.- Þhigeyinga kr. 1000,00. Endurkosnir voru i stjórn félagsins þeir Baldur Baldvins son, bóndi á Ófeigsstöðum og Bjartmar Guðmundsson, bóndi á Sandi. Framkvæmdir á árinu. Á árinu var haldið áfram byggingu hins nýja verzlunar húss, steypt ein hæð, unniö að húsinu að innan, lagðar vatns, skólp og hitaleiðslur. í ár er fengið fjárfestingar- leyfi til þess að steypa þriðju hæð og klára húsið að utan. Einnig verður unnið að inn- réttingu búða og skrifstofa ef efni fæst. Stofnun minjasafns. Stjórn félagsins hafði á ár- inu rætt um stoínun minja- safns og verndun fornhýsa. Þar sem þetta mál getur ver- ið sameiginlegt fyrir öll kaup \ (Framliald á 8. siðuí Goðafoss sneri við vegna íss Goðafoss fór héðan frá Reykjavík á miðnætti aðfara nótt síðastliðins sunnudags. Ætlaði skipið vestur fyrir land til Akureyrar og víðar til Norður- og Austurlandsins. Var skipið fullhlaðið meðvör um norður. En síðdegis á sunnudag sendi skipstjóri skipsins út skeyti, þar sem hann tilkynnti skipafélaginu, að venjuleg siglingaleið væri ófær vegna ísreks og var skip inu snúið við aftur og siglt vestur fyrií Horn, suður fyrir land, og er það nú á leið norð ur austur um land. Þegar skip ið sneri við, var það statt á Húnaflóa og var þá óslitinn ís að heita má svo langt sem sá og siglingaleiðin lokuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.