Tíminn - 20.05.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMIN’N', föstudaginn 20. maí 1949. 108. blad í nótt: Næturlæknir verður í læknávarð stofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður verður í Laugavegs apóteki, sími 1616. Næt- urakstur annast Litla bílastöðin, sími 1380. Útvarplb I kvöld: 19.30 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Catalína" eft ir Somerset Maugham; V. lestur lAndrés Björnsson). 21.00 Strok- kvartett útvarpsins. 221.15 Frá út- löndum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21.30 Tónleikar (plötur). 21.35 Erindi: Um jarövinnslu, fyrra erindi (Árni G. Eylands stjórnar- ráðsfulltrúi). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. 22.05 Ávarp um norrænt stúdentamót (Bergur Sigurbjörns- son viðskiptafræðingur). 22.15 Vin sæl lög (plötur). 22.30 Dagskrár- lok. Hvar eru. skipLn? Eimskip. Brúarfoss er í Antwerpen. Detti- foss er í Rotterdam; fer þaðan væntanlega í dag til Leith og Rvík- ur. Fjallfoss er í Antwerpen. Goða- foss er á Akureyri. Lagarfoss kom til Reykjarvíkur 18. maí frá Gauta- borg. Reykjafoss fór frá Vestm,- eyjum 18. maí til Hamborgar. Sel- foss fór frá Reykjavík 17. maí til Immingham og .Antwerpen. Trölla- iöss er í New York, fer þaðan vænt anlega 25. þ. m. til Reykjavíkur. Vatnajökull er á Akureyri. Rikisskip. Esja var á Vestíjörðum í gær á liorðurleið. Hekla er á Austfjörð- um á suðurleið. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er í Reykja vík. Þyrill er i Faxaflóa. Laxfoss. fer til Akraness og Borgarness kl. 12 á hádegi á morgun. Einarsson & Zoega. Foldin kom til Reykjavíkur síð- degis á miðvikudag. Lingestroom er á Súgandafirði. armaður í Þorlákshöfn. Gissur | Gissurarson, bóndi að Selkoti und- ir Eyjafjöllum. Vegirnir. Víða eru vegirnir að verða ak- færir, sem áður voru huldir snjó. Um það bil er að verða akfært aust ur á Síðu. Sæmilegt vestur í Dali og vestur í Stykkishólm. Verio er að ryðja Öxnadalsheiöi og Holta- vörðulieið'i. í gær árdegis var kom- iö úr Hrútafirðinum suður að Kon- ungsvörðu, en að sunnan í Holta- i vöiðuheiði var þá komið upp i Hæðarsteinsbrekkuna. i Úr Flóanum. | Gísli á Reykjum leit inn í skrif- j stofu Tímans í gær. Var hann glaö j j ur og reifur að vanda, en nú af: ! sérstökum ástæðum yfir sigri í bar ■ áttu og oryggi í afkomu byggðar- lags síns, sem hin nýja mjólkur- stöð veitir því. Gísli kvaö dálitla nál vera að byrja að koma i Flóanum og væru menn farnir að sleppa sauðfé. Sauðburður væri byrjaður og gengi vel. Fénaður hef'ði verið á- gætlega framgenginn og nær því aliir i Flóanum hefðu nægjanleg hey. Þeir væru líka búnir að láta mikið al' heyjum bæði í uppsveit- irnar og til Reykjavíkur. Vorverk stæðu nú sem hæst yíir og allt væri yfirleitt iiið bezta að' frétta, kvað Gísli. Fjárfestingarleyfi. Mætur Reykvíkingur, sem leit inn í skrifstofu Timans í gær, kvartaði sáran yfir því, hve dræð- ist hjá fjárhagsráði að veita þau fjárfestingarleyíi. sem ráðið ætl- aði að veita til húsbygginga hér i Reykjavík á þessu ári. ICvað hann mjög óþæ; iiegt fyiir þá. scm fengju að byggja, að vita ekki um | það, því nú væri kominn tími til ■ a'ð undirbúa byggingarnar á ýms- an hátt. Mjólkurstöðin. í dag kemur mjólkin á markað- inn úr nýju mjólkurstöðinni í fyrsta sinn. Er nú aö heyra á öll- um aðilum, að þeir séu ánægðir yfir, að hin nýja, myndarlega stöö skuli tekin til starfa. Morgunblaðið stillir sig meira að segja og hreytir ekki ónotum í mjólkurstöðina eða mjólkurfram- leiðendur á þessum tímamótum. Loðskinn. Fréttamaður frá Tímanum átti stutt viðtal við H. J. Hólmjárn í gær og spurði hann eftir loö'dýr- um og loðskinnasölu. Kvað irann dauft yfir eldi loðdýra og markaöi á skinnunum. Minkaskinn seldust þó á 120—150 krónur, en refaskinn ekki nema um 200 krónur og væri næstum sama, hvort væri af blá- refum eða silfurrefum. Refabúin færu sífellt fækkandi og smækkandi. Villiminkum kvaö Hólmjárn litlar vonir um aö væri hægt að útrýma, og villireíum hefði stór- fjö’gað síðustu árin. Crgelhljómleikar. Ragnar Björnsson heldur orgel- hljómleika í Dómkirkjunni i tovöld. Hefjast þeir klukkan tíu. Verkalýðsforingi. ‘ í Lögbergi er sagt frá því, að í Wtur. hafi liinum kunna verkalýðs- foringja Friörik Fljózdal, sem cr heiðursforseti Bandalags járn- brautarverkamanna i Bandarikjun um, yerið haidið virðulegt heið- urssamsæti í Chicago. Hélt Banda- lagið og aðrir forustumenn járn- brautarféiaganna þetta sanisæti til heiöurs hinum aldna íslenzka for- ingja sínum á 79. afmælisdegi hans 150 manns sátu hófið. Jé(ci%á(íf Túngötu 5 til liádegis á laugardag. ‘serofj.S'erig -p '-iH njojsji.ois i .11 -pjas .ibsiiujuj; 'insA.injsnv yaj 6 un3.iouis3Bpnuuus 'jusæu gujs jb j.3bt -.injiiABrji/íoa; m n0A.3uití uin ‘iSog gaui ddn ‘nBfjsjipSux jua'j jn -gns snjjo um Bti ‘nfJiiiJiJEpuB.ijg pB SoApg i So .inJiiAnsAijx pj iujba -.iBjiapjx gaiu inpns piJia mp.iOA — 'IIOaSui.x So nfJiiiJiiBpuBijg ‘Soa -iag ‘JiiAnsA'.ixx uin piajsuiiq bibj fiB iiiaSfiB.i spUBjsi 3EiajBpia.x Hreinsum gólfteppi, einrtig bólstruð húsgögn. Gólfteppa- lircmstmiu Barónsstíg—Skúlagötu, Sími 7360. liöld berð og' lieitiir veizlamtatur senciur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR Leikfélag’ Heykiavíkur sýnir $ $ HÁMLET i eftir William Sliakespeare í kvöld klukkan 8,00 e. h. a é Leikstjóri: Edvin Tiemroth. —- Miöasala í dag frá kl. ^ é 2. — Sími 3191 & Flugferbir Flusfélajr Islands. Gullfaxi kemur í kvöld frá Osló. Fer í fyrramáiiö beint til Kaup- mannahafnar. í gær var ftógið til Akureyrar (tvisvar), Vestm.eyja (tvisvar), Reyðarfjarðar, Norðfj., Fáskrúðs- fjarðar og Keflavíkur. Loftleiðir. Hekla fór árdegis í dag til Hnfn- ar. Væntanleg til baka á morgun. í gær var flogiö til Vestmanna- eyja <3 ferðir), ísafjaiðar, Patreks fjarðar, Steingrímsfjarðar, Djúpa- víkur, Bíldudals, Akureyrar og Sands. Árnað heiíta Sextugur. Myndarbóndinn Sgurður Sigurðs son hreppstjóri í Lambhnga í Borg arfjarðarsýslu er 60 ára i dag. — Verður hans minnzt nánar hér í blnðinu á morgun. Trúlofun. í gær birtu hjúskaparheit siit ungfrú Titia Hartemink frá Hoi- landi og Ásgeir Bjarnason (ráð- herra) á Reykjum. Llr ýmsu.rn áttum Gestir í fcænum: Þórhállur Slgtryggsson, kaupfé- lagsstjóri, Husavík. Voldimar Jóns- son bóndi. Álfhólum, Guðjón Jóns- son bóndí, Ási. Þórir Friðgeirsson. gjaldker; ICau!>é'ags ÞingeyUiga, Húsavík. Skúii Þorleiísson útgerð- Öryggisleysi er verst Varla cr hægt aó segja annað en afkoma manna vfirieitt hafi ver ið góð fram að þessu hér á landi: nægjanleg atvinna, hátt kaup- gjald og nær því alisnægtir, þótt einstaka hluti hafi vantað iilfinn- anlega eða veriö erfitt aö íá síð- ustu áiin. Og ýmislegt við sljórn- aríarið gjarnan mátt vera sköru- legra heldur en það heíir verið. Barlómur og er. iðieikatal manna hefir veiið að miklu lcyti fjas, þrátt fyrir óvenjulega erfiðan vetur sið- ast, vegna snjóa og veðurfars, sem olli miklum örðugleikum ýmsum einstaklingum. En eitt er að og sem nagar og grefur sundur þjóðfélagið, veikir það og einstaklinga þess. Þetta er öryggisleysið. Þrátt fyrir allar launahækkanir launafólksins, launasamninga um fleiri krónur og ýms fríðindi, þrátt fyrir hátt verð á vörum hænd- i anna, fislci sjcmannanna, iðnaðar- | vörum iðnaðarmannanná — og öl!- ! um trýggingalögunum, þá er al't í eintómri óvissu um afkomu manna. ! Aliur búskapur og v.erðmæti er líkastur lotteríi eða sildarkasti. Engar lfkur eru um það, hve margra króna virði húsiÓ, jöröin, sldpið eða annaö vcrður næsta ár. Og allra sízt þó rjálfur gjaldmið- illinn: krónan. Sá, sem át.ti t. d. 20 þús. krónur fyrir 10 árum og l'ól þjóðinni þær ti! ávöxtunar í banka eða spari- sióði rncð ábyrgð þjóð élagsins sem trystgingu á t;ak við -- hann á íut mi‘:i 20 cg 30 þús. krónur. Hafi i/V vnpm VDRiÐ ER KOMIÐ KVÖLDSÝNING i Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30 ASgöngumiðar seldir frá kl. 2. Sími 2339 Dansað til kl. 1 -•*♦♦*♦♦♦•♦*•♦♦•♦♦•♦*♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦»*♦♦*♦♦•*♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦••«•••»♦»♦*♦•♦•♦•♦•♦♦♦♦•»•4' • 4 ♦ • I Ihnskóianemendur L Reykjavík ZK annar maður átt 20 þús. kr. fyrir 10 áium og varið þeim til að íesta lraup t. d. á 60 þús. króna húsi i Reykjavlk. Hann á fyrirhafnar- laust nú um hálfa milljón króna, eigi hann liúsið', en selji það nú. Þetta er aðeins eitt „sláandi' dæmíð um það öryggirleysi, sem hefir verið í því aö trúa þjóðfé- laginu fyrir fjármunum sínum. Og þegar þjóðfélagiö gengur á undan í eyðileggingu verðmæta fyrir ein- staklingunum, þá er varla von á góðu. Að spara og fara vel með eigur sínar virðist vera orðið einskis- virði, enda sézt það hvergi né heyr ist, að það sé nokkur dyggð. Helzta öryggið nú á dögum virð- ist vera að gera nógu harðar kröf- ur í stéttarfélögum, að heimta heizt meira en sannvirði fyrir vörur sín- ar og vinnu. Aö vera nógu vogaður eða bírref- inn að kaupa og selja virðist helzta leiðin til glæsilegrar afkomu. En allt þetta verkar sem vaxandi plágur og endar í verkíöllum, rem eru hin versta hrossalækning á skiptingu arðsins af atvinnureks.tr- inum, cða gífurlegri auðsöfnun ein stakra ósvífinna stórgróðamanna. Þaö', sem þjóðina vanlar nú einna mest, er örygc/i og jesta, þar sem hver uppsker eftir því, sem hann sáir. Þróun, þrorki og réttlát skipt- ing líísgæðanna )+w-ir farsæld i líf einstaklinganna og þjóðarinnar allrar, en öryggisleysið veldur losi. flótta, skuldum, fátækt og ófarsæld á raarga vegu. Oryggisleysið er verst. V. G. I hvítasunnuíerö skólans veröur fariö aö Kirkju- bæjarklaustri og vi'ðar. Farmiöar verða seldir í skólanum, sem hér segir: í dag kl. 18—20 á morgun laugardag kl. 17—19 og á sunnudag kl. 11—12. Þaö er áríðandi að þátttakendur gefi sig strax fram. Nánari upplýsingar í sími 7334 og 80548, milli kl. 18—19 næstu daga. Ferðanefndin ♦♦*♦♦♦♦*♦♦♦•♦>••••♦«♦•«♦♦♦»*•••••»♦♦•♦•♦#♦»••♦ ■ ■ i ■ 11 ■ 111 ■ i ■ 111 • ■ ■ ■ • iii 11 • ■ i Nemendaíónleikar Tóníistarskólans veróa haldnir í Tripoli-leikhúsinu, laugard. 21. mai og laugard. 28. maí 1949, báða dagana kl. 2,30 síðd. Aögöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. immmmmiiimmiiimmimmimmimimiiimiiimimiimimimimmmmmtmmmimimmmimimmiia»iM Stúlkur óslcast á saumastofu vorá, Kirkjustræti $ !é 8 B. — Upplýsingar hjá ldæóskeranum. 4 Gefiun Reykiavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.