Tíminn - 20.05.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1949, Blaðsíða 3
108. blað' TlMINN, föstedaginn 20. maí 1949. 3 iönámi me ijóðin hefir ekki orðið ásátt um varanieg úrræði Herra í'orseti. Ég hygg það rétt sem fram kom í umræðunum hér á al- Þ'ingi i gær, að nefna stjórn- timabil núverandi stjórnar, sem nú hefir staðið nokkuð á þriðja ár, „viðnámstímabilið“ og gæti ég trúað að það yrði nefnt því nafni síðar meir, er til þess er vitnað. í>að hófst er styrjaldartima bilinu var að mestu lokið, með hinum skjótfengnu og fljóteyddu ævintýralegu auð- æfum þjóðfélagsins, sem var- ið hafði verið í óvenjulegar framkvæmdir, máske nokkuð á þann veg er segir í vísunni: Sumt gama.n, sumt var þarft, I sumt við ekki um tölum. Ég ætla sem sé að leiða það J hjá mér að þessu sinni að rekja þá sögu. Það hefir svo 1 oít verið gjört, að menn ‘ munu annaðhvort hafa skap að sér skoðun um það nú eða ! þeir gjöra það ekki héðan af. j Þessu tímabili fylgdi síauk- , in verðþensla og svo stór- kostleg atvinnuröskun í þjóð- félaginu, að ekki á sinn líka í sögu þess. Öll þjóðfélags- byggingin hafði raskazt eins og þegar að holklaki lyftir húsi af grunni. Aðkoma núv. stjórnar og verksvið hennar. Næsta tímabil í stjórnmála sögunni hlýtur að verða mót- að af því að koma húsinu aft ur á fastan grunn. Spurning- in verður þá. Hefir ekki þessu timabili verið eitt í tilgangs- laust strit eða verra en það? Ég veit að sumir álita það, og vel má vera aö sá reynist dómur sögunnar síðar meir. En það var trú þess þing- meirihluta, sem að þessum stjórnarsamtökum stóð á sín- um tíma, að svo væri ekki, og það er skoðun okkar flestra enn, að þetta tímabil hafi verið óhjákvæmilegt. Þegar að þessi ríkisstjórn var mynduð hafði staðið yfir margra mánaða stjórnar- kréppa. Það var miður vetur, og ógjörningur að efna til kosninga til að láta þjóðina segja á þann hátt fyrir um vinnubrögö vegna hins breytta viðhorfs. Það voru mánuðir liðnir af árinu og engin samtök til um af- greiðslu fjárlaga. Vélbátaflot anum hafði að visu veriö kom íð úr höfn, en engin starfhæf stjórn til að annast samn- fnga um sölu væntanlegra af- urða,, sem var orðiö aðkall- andi. Þjóðfélagið var álíka statt og skip sem rak undan stormi og straumi. Þá var það að all- ir flokkar þingsins, nema sá er stýrir eftir stjörnum, sem liggja utanvið okkar sólkerfi, kommúnistaflokkurinn hófu samstarf um að ráða fram úr vandanum, með sam- stjórn þessara þriggja flokka, sem á margan hátt hafa gjörólíkar skoðanir um það, bvernig heppilegast sé að stýra málefnum þjóðarinnar, og oft veigamiklum í einstök- um atriðum, en eiga það sam eiginlegt að vilja byggja þá stjórn á grundvelli hins vest- ræna þingræðis og lýðræðis. Ræða Bjarna Ásgeirssonar, afvinnumálaráðherra, í eldhúsumræðunum 17. þ. m. En því aðeins getur þjóðin treyst því stjórnskipulagi, að það sé starfhæft hvenær sem á reynir. Stjórnarflokkarnir gerðu þá með sér starfssamning — sem að visu engin þeirra var fyllilega ánægður með — en varð eölilega eins konar msð- alverð allra meðalveröa — af stefnu þeirra og skoðunum. Og þannig hefir stjórnarsam- starfið orðið. | Afstaða til samstjórna. Menn tala oft um það hve samstjórn fleiri flokka sé ó- æskileg og óeölileg. Það má vel vera að svo sé. En ætli þeir sömu menn hefðu það ekki líka til að telja það síður en svo æskilegt að einn flokk ur e. t. v. með íitlum meiri hluta þjóðarinnar næöi hrein um meiri hluta á alþingi, og gæti einn mótað og ráðið stjórnmálastefnunni, ef það væri ekki þeirra eigin flokk- ar er hrepptu það hnoss? Og væri ekki líklegt að ýms ir kjósendur úr minni hluta flokkanna óskuðu þá að þeir og þeirra hagsmuna og hugð, armál, ættu fulltrúa og hefðu 1 einhver áhrif hjá þingmeiri- ( hlut og ríkisstjórn — jafnvíð- j tækt vald, sem þing og stjórn hefir yfir hvers manns hag, í nútíma þjóðfélagi. Ég er hræddur um það. En annars virðist tómt mál að tala um það. Á meðan að háttvirtum kjós endum ekki þóknast að fela' einum flokki meirihlutavald á Alþingi, verða þeir aö sætta 1 sig við samstjórn fleiri flokka á einhvern hátt, þó að þeir þannig ekki geti fengiö jafn- hreinar línur í framkvæmd- um og ella. Skipulagning framkvæmda. Jæja, þegar stjórnin tók við störfum, var eins og fyrr er sagt hinum erlendu innstæð- ' um að verða lokið. Hins veg- ar biðu fjölda mörg og rnikil óleyst verkefni, sum nýhaf- in, onnur hálfgerð, mörg ó- , fullgerö og önnur sem ákvörð uð höfðu verið, og nauðsyn- j leg voru, en ekki hafin. Það rak því nauðir til aö koma skipulagi á þessa fjárfestingu ' til þess að sá gjaldeyri, sem' til félli og þeir fjármunir sem til voru, færu í það sem nauð- | synlegt var, til að forða eyði- t leggingu verðmæta og að hin | bráða nauðsyn yrði rnetin mest. Þetta viðnám var hafið með stofnun fjárhagsráðs og frarn kvæmd þeirra laga. Og þó að rnenn nú kveini og kvarti yfir þeim höftum og ófrelsi sem þetta hefir í för með sér, þá skilja þaö allir vitibornir menn, aö hér var aðeins verið að taka af þjóðinn frelsiö til að fara sér fjárhagslega að voða. Og þó að margvíslegar misfellur kunni aö vera á því starfi, sem öðrum verkum ó- fullkomnra manna, er nú ó- hætt að fullyrða að þaö hefir i aðalatriðum lánast eins og sannað hefir verið meðal ann ars í ræðum ráöherranna hér i gær. Menn tala mikið um hvað þetta skipulagsstarf hafi orð ið kostnaðarsamt, og er það út af fyrir sig rétt. En það hefir þó ekki kostað þjóðina nema brot af því sem það hefði kostað að láta þetta ó- gert. Landbúnaöarmálin. i Þá voru verkefnin í land- búnaðinum ekki síður aðkall andi, eins og menntamálaráð herra, gerði góð skil í ræðu sinni í gær. | Fyrir rás viðburðanna, stóð þessi annar undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar hallari fæti en nokkur önnur starfsgrein þjóðfélagsins, eft ir umrót styrjaldarinnar — og má segja að svo sé enn, þótt nokkuð hafi verið úr bætt. Atvinnuuppgripin við sjáv- ' arsíð. og sú óhemju fjárfest- j ing þar, er þeim voru sam- fara, höfðu rótað til sín fólki I úr öllum sveitum landsins svo að víða lá við og liggur enn við landauðn. | Viðnám ríkisstjórnarinnar gegn þessari þróun var eitt af fyrstu verkefnum hennar. Fyrsta sporið var að tryggja þeim, er af framleiöslustörf- um í sveitinni vinna, starfs- laun svipað því sem aðrar al- þýðustéttir landsins höfðu tryggt sér og veita stéttar- félagsskap þeirra starfstéttog aðstöðu, sem m. a. 8. lands- kjörinn Árni Sig. hafði neit- að þeim um á sínum velmegt ardögum. Annað var efling lands- stofnana landbúnaðarins, sem menntamálaráðherra skýrði frá hér í gær. Þá hefir veriö reynt að bæta úr vanrækslu 2. þ.m. Rvk Einars Olgeirss., þegar hann var „herra“ í nýbygging arráði og varði miklu af fé því er landbúnaðinum hafði verið heitið í vélakaup, til annara hluta. Fjárfestingarstarfinu hefir aítur verið beint upp í sveit- irnar, eftir því sem getan og gjaldeyrinn hafa leyft — og þyrfti þó sannarlega betur að gjöra. Itaforkumálin. Þá vil ég enn minna á ei’tt stórkostlegt nauðsynja- og á- 1 hugamál fólksins í dreifbýl- inu, sem reynt hefir verið að þolca nokkuð áleiðis, en það eru raforkumál byggðanna. Þannig hefir verið unnið að línulagningum frá hinum stærri orkuverum, um nær- liggjandi byggðir, bæði sunn- an lands og noröan, og nú í sumar eru fyrirhugaðar fram kvæmdir í þessum efnum í Borgarfirði út frá Andakýls- árvirkjunum. Þá hefir verið unnið að virkjun Sauðár í Skagafirði, sem nú er langt komin til raf orkuframleiðslu, bæði fyrir Sauðárkrók og nærliggjandi byggðir. Undirbúningur hefir verið hafin að virkjun Fossár í Snæfellsnessýslu, og verður byrjað á verkinu næsta sum- ar. Nú er raforka Sogsins og Laxárvirkj unarinnar að heita má fullnýtt, og er undirbún- ingur hafin að stækkun þeirra beggja, og standa von- ir til að þeim framkvæmdum verði hrundið áfram með að- stoö Marshallhj álparinnar. En frá þessum stóru virkjun- um verður að leiða rafmagn út um byggðina langa vegu. Hitt er mönnum ljóst, að vegna hins mikla strjálbýlis landsins er útilokað að unnt verði að veita öllum býlum landsins raforku á þennan hátt í náinni framtíð. Þau úr- ! ræði, sem þar eru hugsuð, eru j í fyrsta lagi í smærri vatns- | virkjanir, þar sem vel hagar til fyrir eitt býli eða fleiri saman - og að því slepptu raf orkuframleiðsla frá disel- stöðvum. j Til að greiða fyrir þessu, | hefir rikisstjórnin notað heimild í raforkulögunum, til að lána ódýrt fé til hinna smærri virkjana, og hefir nú þegar verið lánað til all- margra slikra framkvæmda, og eru mörg ný í undirbún- ingi. Er mikill áhugi meðal bænda .viða um land að hefja slíkar framkvæmdir — og hef ir nú verið afráðið að raf- orkustjórn rikisins, taki 'í, þjónustu sina þegar á þessu i ári, sérstakan ráðunaut fyrir I almenning til leiðbeiniirga og mælinga á þeim stöðum, er slíkar virkjanir koma til greina. Til þess svo að greiða fyrir öflun diselrafstöðva þar sem hin fyrrnefndu tvö úr- ræði ekki koma til greina — hefir stjörnin beitt sér fyrir því aö hafin verði á þessu ári allverulegur innflutningur slíkra stöðva með tilheyrandi tækjum og jafnframt gjörðar ráðstafanir til eftirlits og at- hugun á því hverjar tegundir reynist bezt, svo unnt verði að fá sem bezt öryggi í notk- un þeirra í framtíðinni og að hægara verði að tryggja nauö synlega varahluti. Heimild til hagkvæmara lána vegna þessara fram- kvæmda voru sett i lög þau um ræktunarsjóö er afgreidd voru á þinginu 1947, og nú á þessu þingi hefir auk þess verið heimilað að lána úr raf- orkusjóöi til þeirra meö góð- um kjörum. Hætt er þó við, ef verulegur skriður kemst á þessar fram- kvæmdir, aö afla verði báð- um þessum lánsstofnunum aukið fé til þeirrar starfsemi. Ýmislegt fleira væri ástæða til að nefna, sem stjórnin hef er unnið að til að veita við- nám gegn fólksflóttanum úr sveitunum, — sem hér er ekki timi til — viðnám sem einn- ig hér þarf aö veröa að öflugri sókn. Sjávarútvegsmálm. Ég vil þó með nokkrum orð um rninnast á hinn aðalat- vinnuveg þjóðarinnar — sjáv arútveginn, og viðnám það er, ríkisstjórn og þingmeirihluti hefir veitt. þar gegn yfirvof- andi hruni og þjóðarvoða. En þá er komið að sjálfum kjarn anum í dýrtíðarmálinu mikla. Öll verðbólgan botnfellist sem sé að iokum í kostnaðar- verði útflutningsvörunnar, þvi að þar koma fram á einn eða annan hátt allar kröfur allra einstakiinga og stétta þjóðfélagsins, sem þær gjöra í þjóðarbúið um kaup og kjör. Allt hjálpast þetta að til að skapa kostnaðarverð útflutn- ingsframleiðslunnar. Hið er- lenda verðlag hefir þjóðin aft ur á móti ekki á valdi sínu — og verður því að sætta sig við það, sem heimsmarkaðsverðið segir til um á hverjum tima. Nú hefir það verið stað- reynd mörg undanfarin ár, að þeir sem að útgerðinni standa hafa ekki borið úr být um á erlendum mörkuðum, það sem kostað hefir að fram leiða ýmsa veigamikla útflutn ingsvöruflokka. Féð hefir því smám saman tapazt út úr út- gerðarstarfseminni og hún staðið fjárhagslega hallara og hallara fæti með hverju ár- inu. — Gegn þessu varð að snúast á einn eða annan hátt. — Stjcrnin setti sér það mark að spyrna fæti við hinni vax- andi verðbclgu eftir því sem við yrði komið og hefir tekizt það í sumum greinum en mis tekizt í öðru — þvi að það þurfti sterkari stíflugarö gegn þeim straum — eii sem máske hún og vafalaust þjóð- in i heild gerði sér grein fyr- ir. Þó varð sá árangur af þess- ari viðleitni eins og getið var um hér í gær að á árinu 1948 hækkaði ekki framíéiðslu- kostnaður útgerðarinnar sem var nýjung um margra ára skeið. Leiðir í dýrtíðarmálunum. En þetta var ekki nóg. Hið áorðna misræmi verður að laga til fulls. Til þess eru þrjár aðalleið- ir. 1. að þjóðin í heild dragi nokk uð úr kröfum sínum svo að- framleiðslukostnaður út- flutningsvörunnar lækki til samræmis við hið erlenda markaðsverð. Þetta hefir verið nefnd lækkunarleið. 2. Að erlenda verðlagiö á út- flutningsvörunni verði hækkuð, án þess að innan- landskostnaðurinn hækkL að sama skapi. í því efni ráðum við ekki yfir annarrí. leið en gengislækkun með’ viðeigandi hliðar ráðstöf- unum. Um hvoruga þessa leið hef- ir enn sem komið er verið unnt að fá nokkra samstöðu eða samtök meðstéttumlands ins, né þingflokkum. Þá vai ekki nema þriðja leiðin fyrir (Framhald d 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.