Tíminn - 15.06.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.06.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóris Jón Hélgason Útgefandl: Framsóknarflokkurtnn ——--------------- ( Skrifstcfur i Edduhúsinu !j Fréttasímar: 81302 og 8130i j AfgreiOslusimi 2323 ! Auglýsingasimi 81300 j !* PrentsmiOjan Edda jj 33. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 15. júní 1949. 125. blafe’ Málaferlin gegn Landsbank- anum varðandi lánasky Idu stofnlánadeiídarinnar Málíliitningi fyrir Isorgardémi Eeykjja- víknr er loki<$ og dóinur væutaifilegur næstu slaga. Næstu daga er væntanlegur dómur í borgardómi Reykja- víkur í máli Helga Benediktssonar útvegsbónda í Vestmanna eyjum gegn Landsbanka íslands. Er flutningi málsins fyrir borgardómi lokið og dómur í málinu þar væntanlegur alvcg næstu daga. Fullvíst er talið, að málinu verði ví§að til hæsta réttar, hver svo sem niðurstaða dómsins kann að verða. Mál Helga Benediktssonar gegn Landsbankanum, varð'- andi það, hvor stofnlánadeild bankans sé skylt að veita stofnlán út á skip hans, Helga Helgason, sem er stærsta skip, sem smíðað hef ir verið hér á landi og kallað er almennt flaggskip ís- lenzka bátaflotans, var flutt fyrir borgardómi Reykjavík- ur síðastliðinn föstudag og þá lagt í dóm, og mun dóm- ur væntanlegur næstu daga í undirrétti. Varnir sínar í málinu bygg ir Landsbankinn aðallega á því, að stjórn Landsbankans hljóti alltaf að hafa síðasta orðið um lánveitingar, og ný- byggingarráð hafi ávísað hærri lánaupphæðum úr stofnlánadeildinni heldur en svaraði til fjárráða deildar- innar, og þannig hagað sér eins og óreiðuaðili, sem gefur út ávísanir á hærri upphæð- ir en inneignum hans og láns trausti nemur. Helgi byggir aftur á móti kröfur sínar á því, að hér sé um skyldulán að ræða, sem séu háð uppfyllingu ákveð- inna skilyrða, en ekki háð geð þótta bankastjórnar og lánin út á skip njóti forgangsrétt- ar og bankastjórninni hafi verið óheimilt samkvæmt landslögum að lána fé til ann arra framkvæmda, eins og gert hefir verið, fyrr en bú- ið var að fullnægja lánaþörf inni til skipa. Af hálfu Helga Benedikts- sonar flytur Guttormur Er- lendsson hæstaréttarlögmað- ur málið, en Einar B. Guð- mundsson hrm. fyrir hönd Landsbankans. Telja má full víst, að málinu verði skotið til hæstaréttar hver sem nið- Finnski sendiherr- ann staddur hér Finnski sendiherrann á ís- landi, Tarjanne, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi, er kom- inn hingað til lands og mun dvelja hér í viku. Kom hann í fyrradag. urstaða undirréttarins kann að verða. Mál þetta hefir vakið ó- venjulega athygli allt frá því er Helgi Benediktsson stefndi bankastjórum Landsbankans fyrir lögreglurétt í Reykjavík samkvæmt reglugerðarákvæð um Stofnlánadeildarinnar. Málinu var vísað frá lögreglu réttinum og tók borgardómar inn í Reykj avík það þá til með ferðar. Var á sínum tíma skýrt all ítarlega frá þessu máli hér í blaðinu og telur blaðið því rétt aö skýra frá því, á hvaða rekspöl málið er nú komið, og mun einnig verða skýrt frá dómsniður- stöðu strax og kunnugt er um hana. Sala skuldabréfa í B-flokki að hefj- ast aftur í dag hefst að nýju almenn sala skuldabréfa i B-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs. Eru óseld í þeim flokki skulda bréf fyrir tæpar 5 milljónir króna, en samtals var upp- hæð B-flokks 15 milljónir króna. Happdrættisskuldabréfin verða seld í öllum bönkum og sparisjóðum, póstafgreiðsl- um, skrifstofum bæjarfógeta og sýslumanna og í Reykja- vík einnig á skrifstofu ríkis- féhirðis. Óski aðrir umboðs- menn lánsins eftir bréfum til sölu, geta þeir snúið sér til f j ármálaráðuney tisins. Dregið verður næst í happ- drætti B-flokks þann 15. júlí. Er enn eftir að draga 29 sinn- um í þessum flokki Happ- drættislánsins um samtals 13.369 vininga. Þar af eru 29 vinningar 75.000 krónur hver, 29 vinningar 40.000 krónur hver, 29 vinningar 15.000 kr. hver og 87 vinningar 10.000 krónur hver. Vinningar eru undanþegnir öllum opinber- um gjöldum, öðrum en eign- arskatti. Vegna margra fyrirspurna (Framhuld á 8. síðuj Fyrir nokkrum dögum sátu utanrikisráöherrar fjórveldanna, sem eru á fjórveldafundinum í París, kvöldverðarboó hjá Auriol Frakklandsforseta. í því boði var þessi mynd tekin. Auriol er annar frá vinstri (á tali við Vishinsky). Schuman, Bevin og Acheson hlusta á. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII' | Þingvallafimdur | I Framsóknar- | I manna [ = Fyrsti héraðsfundurinn } 1 af fimm, sm Framsóknar- } | flokkurinn heldur á þessu | I vori, verður á Þingvöllum } 1 um næstu helgi, 18. og 19.} f júlí og hefst kl. 3 á laugar- \ I daginn. } Fundir þessir eru ein- | | göngu ætlaðir Framsókn- } | armönnum og er áriðandi} I að sem flestir Framsóknar- I | menn mæti á Þingvala- 1 ’ } fundinum af Suður og Suð- |1 | Vesturlandi. ! Á fundinum varða flutt! | yfirlitserindi um stj órn- \ i málaviðhorfið og siðan al- } = mennar umræður um það.! ! Trúnaðarmenn flokksins} } í hverjum hreppi eru vin- i Í samlega beðnir að stuðla } ! að góðri fundarsókn og} } vinna að því, að flokks- ! i menn hafi samtök um} 1 ferðalagið. 1 iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiviiiiÍMiiii Skátaskólinn að Úlfljótsvatni starf- ar í sumar Nú í sumar býðst skátum, drengjum á aldrinum 12 ára og eldri, að dvelja að Úlfljóts vatni um vikutíma eða leng- ur í sumarfríum 2. til 29. júlí, og er gert ráð fyrir fjórum vikuútilegu á því tímabili. Öllu’m skátum, hvað sem eru af landinu, er heimil þátt- taka. Dvalið verður í tjöld- um og væri æskilegt, að skát- arnir kæmu sjálfir með tjöld (Framhald á 8. síðu) Björgunarflugvélin afhenf slysavarnafélaginu til reynzlu í þrjá mánuði Flugvélin reynd hér viö bjjörgunar- os: sjiikraflug og landhelgisgæzlu á [feini íírna > í gær var Slysavarnafélagi íslands afhent helikoptev - flugvélin, en félagið fær vélina lánaða í þrjá mánuði og segíu að þeim tíma Ioknum til um það, hvort vélin verður keypt til starfa hér á landi. í gær var ráðherrum og fleiri aðilunn boðið að koma á loft í vélinni, en þetta er eins og kunnugt er fyrsta helikopterflugvélin, sem kemur hingað til landi Það er nú orðið all langt síðan það kom fyrst til tals að fá hingað til lands björg- unarflugvél af helicopter- gerð, en slíkar flugvélateg- undir eru notaðar við ýms björgunarstörf og sjúkraflug með ágætum árangri í öðr-1 um löndum. Iiins vegar er, það með öllu óreynt, hvernig slík flugvél kann að reynast hér á landi eða hvaða flug- vélategund af þessari gerð henti bezt. En almennt er það , skoðun manna, að slík flug- 1 vél sé heppileg til björgun- arstarfa hér við land. Það var Halldór Kj artans- son forstöðumaður innflutn- ingsfyrirtækisins Elding trad ing company í Reykjavík, sem bauð mönnum í gær að skoða vélina. Var flugvélin reynd og henni flogið nokkr- um sinnum á loft. Var fyrst flogið með Eystein Jónsson flugmálaráðherra, sem lagt hefir áherzlu á það, að slík björgunarflugvél kæmi til landsins, en síðan með Jó- hann Jósefsson fjármálaráð- herra. En að því loknu með ýmsa opinbera starfsmenn. Þegar flugvélin hafði verio skoðuö all rækilega, var gest- um boðið til kaffidrykkiu & flugvallarhótelinu. Voru þair fluttar ræður og voru ræðu- menn sammála um, að héir væri stigið merkilegt spor í (Framliald á 8. síou.) tiiiimiiHiiimiiiiiiiiiimitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiitiiiiiiis^ I Framsóknarmenn f I Reykjavík } Fjölmennið á héraðs- jj I fund Framsóknarmanna á j; } Þingvöllum um næstu [í ! helgi! ! Ferð'r verða frá.Ferða- }i } skrifstofunni kl. 2 og kl. 4 j| I á laugardaginn og á sunnu- jj ! daginn kl. 1. ! Framsóknarmenn 1}} i Reykjavík, sem ætla með ii ! þessum ferðum eru vin- jj } samlegast beðnir að til- ii ! kynna skrifstofu Fram- }j ! sóknarflokksins um það jj } sem fyrst °g eigi síðar en |j } fyrir hádegi á laugardag- § I inn. ii MHtiiiiiiiiiiiHHimHiiiitiiiiiciiitiiitiiiiiiiiiiim*tiiiiiii*»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.