Tíminn - 15.06.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðviku'daginn 15. júní 1949. 125. blað Játningarnar, kirkjan og biblian 3kki alls fyrir löngu gafst i jss tilefni til þess að hugleiða | guöi játninganna fyrir oss og knstna menn yfirleitt. Xirkjublaðið birti nýlega -remar um félag játninga- srúrra presta, og sumir mál- ivarar þess félags birtu síðan stuttar yfirlýsingar um það í blöðunum. Ekki er það hugs- un mín að fara að ræða hér, ívaö mér kann að hafa þótt /annugsað við stofnun félags, sem ber slíkt heiti sem þetta. :ig tel slíka félagsstofnun get-a leitt ýmist til góðs eða :ils fyrir kirlrjuna, eftir því ,em á er haldið. Verði hún til að-efla réttan skilning á gildi „atFj-inganna, er ekkert nema ^ott um hana að segja. Verði hun aftur á móti til þess að iata líta svo út, sem klofning- innn innan kirkjunnar sé .neiri og hættulegri en hann er, getur það orðið til að villa þeim sýn, sem ekki eru fróðir am þróunina á hinum guð- iræðilega vettvangi. Ég vona, aó þeim sem f undið hafa köll- un hjá sér til að kveðja til 'aljóðs fyrir því, að menn leggi . itund á að kynna sér játn- .ngarnar og sögu þeirra sem bezt, beri gæfu til að þjóna Kristi og kirkju hans með þessu fyrirtæki sínu. Læt ég . svo fitrætt um það mál út af fyrir sig. Ég hefi ekki heldur hugsað mér að ræða hér hina logíræöilegu hlið máisins, sem . heizt, hefir verið rædd í Kbl. Eg veit, að hvorki guðfræð- . Ingar né lögfræðingar eru á eitt sáttir um það, að hve , rníklu íeyti hinar svonefndu höf uöj átningar lútherskrar 'Jdrkju eru bindandi fyrir oss. !Þetta er fræðilegt atriði, sem ékki á, erindi í prédikun. Þaö, sem fyrir mér vakiv í dag, er .þaö, að vér fyrir Guðs augliti hugum hvert með öðru, hvað se hið raunverulega gildi .játninganna, hvaða vald þær 'hafi yfir oss, og af hverju það oald takrnarkist. En fyrst og iremst ber oss þó að spyrj a 'pess, á hvern hátt játning- arnar geti gert oss betri lœri- meina Krists. Þær játningar, sem hér er .un að ræða, eru fimm að tölu, jg engin þeirra er orðin til, syo að menn viti, á fyrstu aratugum kristninnar, heldur nafa sumar þeirra verið lengi að mótast. Aðrar eru frá sér- stökum tímum, sem vér þekkjum vel af sögulegum ' heimildum, og þær eru samd- ar af nafngreindum guðfræð- mgum. Þrjár af játningun- im eru kaþólskur arfur. Það eru hin postullega trúarjátn- ing, Nikeujátningin og A- þanasíusarjátningin. En eftir siðaskiptin öðlast hin unga látherska kirkja tvö rit„ sem akveðið er að leggja til grund- vallar fyrir kenningum henn- ar, að því leyti sérstaklega sem snertir afstöðuna til hinna gömlu kirkjukenninga, ýmist móti eða með. Þessi rit 'eru Ágsborgai'j átningin og ’ cræði Lúters hin minni. Af játningaritunum eru tvö, sem Öllum almenningi á íslandi eru kunnug, sem sé postn.l- lega trúarjátningin, og Fræð- in. Og ég hi'gg, að það séu engar öfgar, þótt ég segi, að ahnarsstaðar á Nerðurlöndum sé því líkt háttað og hér, að guðíræðingar einir kynni sér hinar játningarnar nokkuð að xáö'i. En að sjálfsögöu eru þess ar játningar lesnar og skýrðar Eæða efíip séra Jakob Jónsson. í öllum lútherskum presta- skólum, og þá auðvitað hér við Háskóla íslands. Nú er ekki úr vegi að spyrja: Hvaða hlutverk er þessum játningum ætlaö? Hver var tilgangurinn með því að semja þær og varðveita þær? í textanum, sem ég las, er verið að áminna ungan mann, sem hefir tekið að sér forystu í kristnum söfnuði. Hann er áminntur um að berjast trú- arinnar góðu baráttu. Og hann er minntur á góða játn-. ingu, sem hann hafi játað í viðurvist 'margra votta. Ekki er fullkomlega Ijóst, hvers konar játningu hér er átt við. Höfundur bréfsins minnir í næstu seíningum á játningu Krists sjálfs frammi fyrir Pílátusi. Ef til vill er því átt við það, að þessum unga safn- aðarforstj óra eða prédikara hafi áður auðnast að bera fram játningu sinnar kristnu trúar, umkringdur af óvin- um eða í mikilli áhættu, eins og frelsarinn sjálfur hafði. gert frammi fyrir landshöfð- ingjanum. Jesús hafði sagt: „Hver sem við mig kannast fyrir mönnunum, við hann mun ég einnig kannast fyrir föður mínum á himnum.“ Aö játa trú sína á Krist, jafnvel þó að píslarvættið væri ann- ars vegar, var þá sama sem að vera hans maður, hvað sem aðrir kynnu að bjóða, trúa honum fyrir sér, þótt maður- inn væri yfirgefinn af öllum öðrum. Bæði Nýja-testament- ið ok kirkjusagan geyma fagrar sögur um slíkar játn- ingar. Sá, sem aftur á móti gafst upp við að játa trú sína á Krist, var að segja sig úr lögum við hann, ganga úr vist hans og flokki. Eins og nærri má geta, hafa aídrei verið samdar neinar sérstakar játningar til þess gerðar að bera fram vio slík tækifæri sem hér hefir verið minnst á. Á hættunnar og ógnanna stund getur hvort- tveggja átt sér stað, aö menn grípi til orða, sem aðrir hafi mótað, og að menn í geðs- hræringu sinni noti þau orð, sem andinn leggi þeim á varir. Alkunn er hin forna saga um manninn, sem sat á áhorfendapöllum hringleika- hússins, og sá kristna menn láta líf sitt niðri á leiksvið- inu. Hann sá þá deyja með lofsöngvum og taæn á vörum. Loks stóð hann upp úr sæti' sínu og hrópaði: „Ég er krist- inn“. Fleiri orða þurfti ekki við. Þetta nægöi til að af- marka stefnuna gagnvart um- heiminum, sem ofsótti Krist. Það var oftar en undir þess- um kringumstæðum, að kristnir menn sáu ástæðu til að játa trú sína. Þegar heiðnir menn létu skírast til trúar á Krist, varð það smám saman venja, að þeir lýstu yfir þeirri trú með einhverskonar trúar- játningu. Fyrst í stað hafa þessar skírnarjátningar að öllum líkindum verið mjög einfaldar, ef til vill falið lítið annað í sér en hina ' gömlu játningu, sem táknuð var með fisk-merkinu. Fiskur var fimm stafa orð á grísku, og væri hver staíur látinn tákna upphafsstafina í orðunum: Jesús Kristur Guðs Sonur Frelsari, þá táknaði fisk- myndin fagra og einfalda trúarjátningu. Slík kenni- merki notúðu kristnir menn stundum sín á milli, þegar þeir ætluðust ekki til, að aðr- ir gæfu gaum að. Skírnarjátn ingarnar voru aftur á móti bornar fram í heyrenda hljóði við guðsþjónusturnar, og smám saman fóru þær að fela meira og meira í sér. Ástæöan er augljós og eðlileg. Hinir fyrstu kristnu menn skera sig ekki að verulegu leyti úr gyð- inglegu samfélagi, nema í því að þeir trúa á Krist sem Guðs son — sem Messías. Meira þurfa þeir ekki að taka fram um guðshugmynd sína. Öðru máli er að gegna, þegar um er ao ræða kristna söfn- uði, sem heima eiga innan um heiðna menn, sem hafá margs konar hugmjmdir um marga og ólíka guði. Loks kemur aö því, að vart verður við ýmis- konar klofningskenningar, sem kirkjulegum umsjónar- mönnum og yfirvöldum er ekki um, að verði viðloðandi í kristilegum boðskap. Þá er farið að leggja áherzlu á að játa eitt og annað, sem fór í gagnstæða átt við villukenn- ingarnar, og undirstrika það, sem talin var rétt kenning á : þeim tíma. Þannig úrðu til ! játningarrit, s^m að vísu hafa aldrei verið notuð sem skírn- arjátningar, heldur einskon- ar stefnuskrár tiltekinnar kirkjudeildar. Svo var háttað um játningar lúthersku kirkj- unnar. Þó að Ágsborgarjátn- ingin hafi fyrst og fremst átt að sýna - fram á, hvar lút- herskir menn voru enn í sam- ræmi við hina fornu kirkj u og Fræðin væru fyrst og fremst samin sem kennslubók, þá hafa þessi rit verið talin höf- uð-játningar eða aðalgreinar- gerð fyrir stefnu hinnar lút- hersku kirkjudeildar. Fleiri rit hafa ekki verið samin af lút- herskum kirkjudeildum, sem eignað hefir verið játninga- gildi — að minnsta kosti ekki á Norðurlöndum — nema hin merka yfirlýsing norsku kirkjunnar á stríðsárunum, „Kirkens Grunn“, verði ein- hverntíma talin til slíkra rita. Nú kem ég að spurningu, sem hefir mikla þýðingu. Hún er sú, hvort vér getum alveg verið án þessarra játninga? Nei, vér getum ekki fleygt þeim fyrir ofurborð. Þessi gömlu og hálf-fyrndu rit hafa tvennskonar þýðingu fyrir oss, alveg án tillits til allra lagasetninga um gildi þeirra. Og þýðing þeirra er bæði nei- kvæð og jákvæð. Vér skulum taka einfalt dæmi, sem skýrir þetta vel. Ef ég lít í sálmabók hinnar svokölluðu Samein- uðu kirkju í Canada, sem þar , í landi er einhver stærsta I kirkjudeildin meðal ensku- | mælandi manna, þá sé ég, að i þar eru, auk sálmanna, ýmsar : aðrar trúargreinar, svo sem | postulleg trúarjátning og i boðorðin. En ég sé fljótt, að , ekki ber saman um boðorðin. Annað boðorðiÖ hljóðar þar svo: Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, o. s. frv. Síðan koma hin boðorðin, sem auðvitað fá þá aðra töluröð, vegna þessa innskots, en níunda og tí- unda boðorðiö hjá oss er þar sameinað í eitt: „Þú skalt (Framhald á 7. síðu) Utanfari nokkur sendir okkur þær upplýsingar, sem fara hér á eftir í bréfi hans: „Ég fór nýlega skyndiferð til útlanda og fannst mér sjálfum, að það væri ekki erindisleysa eða eingöngu gert til að viðra sig og lysta og eyða frítíma og peningum. En hvað sem um það má segja, þá fékk ég nokkurn gjaldeyri til fararinnar og lít því svo á, að á engan hátt hafi ver- ið gengiö á lög og rétt og ríkj- um að fá danskar krónur fyrir Þegar ég sótti um þann gjald- eyri, sem ég fékk, bað ég líka um að fá danskar krónur fyrir 300 krónur íslenzkar til ’ að kaupa bækur fyrir. Við þessu fékk ég það svar, að Viðskipta- nefnd hafi samið við bókaverzl- anir okkar um það, að veita ekki einstaklingum leyfi til bókakaupa og beri mér því að snúa mér til þeirra. Nú er ekki margt um þetta að segja, en þó vil ég benda á tvennt. Annað er það, að í utan- íör minni sá ég bækur, sem mig langaði til að lesa, en hafði ekki hugmynd um að væru til fyrri en ég sá þær. Sömuleiðis sá ég í fornbókaverzlunum ýmsar girnilegar bækur, sem mér þóttu góð kaup í. En samkvæmt því, sem íslenzka ríkið skipar þess- um málum. á ég eftir heimkom- una að biðja einhverja bóka- verzlun að panta þessar bækur fyrir mig, ef ég vil fá þær og þær skyldu fást ennþá. Hitt er satt, að enginn lítur eftir því þó aö ferðamaðurinn kaupi sér bók fyrir eitthváð af þeim ferðagjaldeyri, sem hann hefir. Vel má 'vera, að það megi kallast ferðagjaldeyrir, þegar hann gefur útlendum peninga- stofnunum skýrslu um gjaldeyri sinn. En hér á landi greiða menn 75% skatt af ferðagjaldeyrinum. en það er mér sagt að eigi ekki aö ná til bókalcaupa. Það verð- ur því þrátt fyrir allt ódýrara, að láta bókaverzlun panta fyrir sig, en að kaupa bók fyrir venjulegan ferðagjaldeyri. Ekki dettur mér í hug að áfell- ast neinn fyrir þessa tilhögun. Hún er eflaust í göðri meiningu gerð. Því vona ég líka, að öll- um hlutaðeigendum þyki vænt um að sagt sé frá því, hvaða samkomulag bóksalar og inn- flutningsyfirvöldin hafa gert og það er nú það minnsta, þó að maður geti þess sem gert er og láti það eigi liggja í þagnargildi sem vel er gert. Ráðamenn okk- ar eiga það sannarlega skilið, að þjóðin fái að vita hvað vel og dyggilega þeir stjórna málum hennar.“ Það eru dálítil blaðaskrif í til- efni af komu þýzka fólksins þessa dagana. Þjóðviljinn hefir ónotazt við innflutningi þess og nú í gær kemur upp í dálk- um hans sú skoöun, að eittlivað af þessum mörinum kunni að hafa flúið af hernámssvæði Rússa og þá sé nú ekki von á góðu af þeim.Ef til vill bólar hér á dýpri rökum málsins. Annars hefir Þjóðviljinn byggt málflutn ing sinn á því, að það væri nóg framboð af islenzku fólki í sveit- irnar. Það er nýtilkomið ef svo er, og vel má blaðið hugleiöa það, að því búi, sem þarf manneskju með allt árið, er lítil stoð í því, þó að einhver vilji fara þangað í 2 mánuði eða skemmri tíma. En vonandi verður ekki erfitt að finna í Þjóðviljanum í haust auglýsingar frá stúlkum, sem vilja komast í vist í sveit í vet- ur, ætíð þó sem ráðskonur. Þær ættu hvorki að þurfa að ganga svangar né berfættar í þeirri vist og ekki heldur að þurfa að búa í kjallara. Fyrst Þjóöviljinn. veit um þetta íslenzka fólk, sem þráir að starfa í sveitunum, er vonandi, að hann tapi því ekki til liaustsins. En svo skal því bætt við, þó að ég búist við að þau orð verði rangfærð og notuð til að afla mér óvinsælda, að til er fólk, sem engin ástæða er til að menn sækist eftir á heimili sín. Það getur líka verið um „vörusvik" að ræða á vinnumarkaöi. Og þó að það falli ekki vel í geð á tím- um lýðskrums og loddaraskapar, skal það sagt hér, 'að til er í verkalýðsstétt á íslandi þannig íólk, að bændur munu í lengstu lög vilja sneiða hjá þeirri skap- raun að hafa það á heimilum sínum. Þetta veit ég að Þjóðvilj- inn mun reyna að gera að of- sókn og rógi í garð vinnandi al- þýðu. En hitt er jafnsatt fyrir því, að stundujn er það satt enn þann dag í dag, að betra er autt rúm en illa skipað, og það er ekki víst, að þörf heimilisins sé borgið, jafnvel þó að einhver vilji fara- þangað. Það er ekki sama hver það er. En um þýzka fóikið er svo það að segja, að íslendingar hafa ráðið það hingað, svo að ekki er ástæða til að amast við því, sem um þýzka innrás væri að ræða. Um hugarfar þess og hjartalag kann ég ekki að dæma, en Mbl. og Þjóðviljinn, sem birta nú fjálgar greinar um „ógæfu og smán“ þeirra, sem einhverntíma hafa ratað í að taka afstöðu með Hitler og naz- ismanum, ættu að velja þann kostinn, sem sæmri er, að þegja og hugleiða þá heldur við hverja mundi eiga hið fornkveðna: Vei yður, þér hræsnarar! Starkaður gamli. TILKYNNING :: A aðalfundi Útvegsbanka íslands h. f. var ákveöið að « greiða hluthöfum 4% arð af hlutabréfum fyrir árið J: 1948. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu bank- :: ans og útibúum hans á venjulegum afgreiðslutíma. :: frá Útvegsbanka (slands hi. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• ««:«t«i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.