Tíminn - 23.07.1949, Side 4
-4
TÍMINN, laugardaginK 23. júlí 1949
154. blað
ifreiðastæði í Reykjavík
Einn stærsti vandinn í sam
íongumálum Reykjavíkur er
*ð koma upp nægum bifreiða
itæ'ðum. Eins og ástandið er í
jiessum málum, má það telj-
ast alveg óþolandi. Iðulegt er
(iú að sjá bifreiðaraðir beggja
ínegin við mjóar og fjölfarn-
ar götur og geta allir séð,
áviíík hætta og tafir fylgja
díku. Má það teljast furðu-
íegt, að lögreglan skuli leyfa,
að bifreiðar séu látnar standa
iiannig.
Það má segja, að ekki hafi
'■/erið vonum fyrr, að bæjar-
itjórn Reykjavíkur hófst
aanda í þessu máli, en það
/ar fyrst vorið 1948, er hún
ikipaði lögreglustjóra, bæjar-
/erkfræðing og hafnarstjóra í
ueínd til þess að gera tillög-
ar.um bifreiðastæði í bænum.
Vefnd þessi hefur nýlega skil
að áliti. Þar sem hér er um
;nai að ræða, er bæjarbúa
. aímennt varðar, þykir rétt að
birta aðalatriðin úr áliti henn
ar:
„Nefndinni er Ijóst, að bif-
reiðastæðamálinu verður ekki
komið í viðunandi horf, nema
með allmiklum fj árframlög-
um. Verður því eigi komist
hjá því lengur, að háttvirt
oæjarstjórn veiti ríflega fjár
upphæð til bifreiðastæða
strax á þessu ári. í því sam-
bandi mætti ef til vill athuga
"úm sérstakar leiðir til fjár-
öflunar, þannig að, kostnað-
ar við bifreiðastæði kæmi að
einhverju eða öllu leyti á herð
ar bifreiðastgenda. Hefir
nefndin rætt þetta nokkuð
við herra bor>arstjórá Gunn-
ar Thoroddsen, en eigi þyk-
ir ástæða til að íhuga hér
aánar fjárhagshliðina.
Það er alkunna, að stöður
bifreiða á götum bæjarins
valda ört vaxandi erfiðleik-
ym. Tala bifreiða, sem skrá-
settar eru hér í bænum, hef-
. ír hækkað mjög á síðari árum.
Sömuleiðis hefir flutnin^ur á
íólki og vörum með bifreið-
um til og frá bænum a'ukist
mjög og á.mikill fjöldi utan-
. bæjabifreiða erindi til Reykja
víkur af þeim sökum. Hins
vegar hefir til þessa lítið ver
:ið gert til þess að skipuleggja
svæði, þar sem unnt er að
skilja eftir bifreiðar, svo að
þær séu eigi til trafala fyrir
umferð eða beinlínis til
hættu. Mjög fá bifreiðaskýli
hafa verið byggð að undan-
förnu, en til þess liggja ýmsar
ástæður. Bifreiðaeigendur
þeir, sem jafnframt eru lóð-
.areigendur, nota ekki nóg-
samlega lóðir sínar fyrir bif-
reiðastæði, enda þótt unnt
sé, en skilja bifreiðir sínar
■ ‘fremur eftir á götunni, rétt
við lóðarmörk.
Margar af götum bæjarins
eru eigi byggðar fyrir nútíma
umferð. Á það eigi síst við um
miðbæinn og í þeim öðrum
bæjarhlutum, þar sem verzl-
anir eru flestar og bifreiða-
, urpferð því mikil. Umferða-
./Cruflanir verða oft á dag á
aðalgötum bæjarins af völd-
um bifreiða, sem lagt er öðr-
um megin eða jafnvel beggja
megin gatna þessara. Staf-
ar af þessu mjög mikil slysa-
hætta, eins og dæmi sanna,
auk þess sem það tefur fyrir
greiðari umferð.
I.
Nefndin leggur áherzlu á,
að til framkvæmda komi eins
.fljótt og únnt er, samþykkt
Tillöghi' lásgregliistjóra, bæjjarverkfræð-
Iiigs ag Iiafnarstjóra
bæjarráðs um uppsögn allra
benzínsölustöðva í miðbæn-
um. Jafnfram verði svæði
þau, er þær hafa nú til um-
ráða, tekin fyrir bifreiða-
stæði, að svo miklu leyti sem
samningar nást um. Myndu
þannig fást mörg bifreiða-
stæði og umferð minnka nokk
uð í miðbænum, þar eð flest-
að bifreiðar bæjarins sækja
þangað benzín nú.
II.
Eftirtalin svæði verði skipu
lögð sem bifreiðastæði:
Miðbær:
1. Vikið milli Iðnó og Báru-
lóðarinnar verði fyllt og svæði
það, sem þannig vinnst, verði
notað sem bifreiðastæði. Gert
verði þó ráð fyrir gangstétt
næst Tjörninni.
2. Svonefndur Bæjarfógeta
garður við Aðalstræti og
Kirkjustræti, sem nálega að
öllu leyti á að fara undir götu
síðar meir, verði nú þegar
tekinn undir stæði.
3. Brunrústir Kirkjustrætis
4—6.
4. Lóðin Aðalstræti 14.
.5. Gangstétt vestan Naust-
ar, milli Tryggvagötu og
Hafnarstrætis, verði tekin
upp og þar komið fyrir ská-
settum bifreiðastæöum.
6. Athuga, hvort fært þyki
að taka af Austurvelli mjóar
ræmur milli hornstíga við
Pósthússtræti, Vallarstræti og
Thorvaldsensstræti, svo
leggja megi þar bifreiðum
skáhallt.
7. Svokallað „plan“ við
Pósthússtræti og Tryggva-
götu verði tekið fyrir bifreið-
ir lögreglunnar, svo eigi þurfi
að nota Pósthússtræti til
þeirra hluta.
8. Svæðið norðan Tryggva-
götu, milli Pósthússtrætis og
Verkamannaskýlis.
9. Gert verði ráð fyrir a. m.
k. 50 bifreiðastæðum austan
megin Lækjargötu, er sú gata
verður endurbyggð.
10. Afmörkuð verði bifreiða
stæði við hús Búnaðarfélags-
ins við Lækjargötu.
11. Athugaðir verði mögu-
leikar á því að fá lóð Stein-
dórs Einarssonar, Hafnar-
stræti 7, fyrir bifreiðastæði.
Austurbær:
12. Grasflötur norðan Safn-
hússins við Hverfisgötu til
viðbótar núverandi bifreiða
stæði við Lindargötu.
13. Lóð db. dr. Helga Péturs
við Hverfisgötu verði tekin á
leigu, ef um semst.
14. Vitatorg verði skipulagt
sem bifreiðastæði.
15. Svæði við Snorrabraut
milli Hverfisgötu og Skúla-
götu meðfram Gasstöð.
16. Á þeim hluta Hverfis-
götu, þar sem breidd hennar
er mest, að Barónstíg, verði
afmarkaðir reitir sunnan
megin götunnar. Bifreiðum
verði leyft að standa á hin-
um afmörkuðu reitum um tak
markaðan, stuttan tíma, en
bannað að nema staðar, þar
sem gatan hefir eigi fulla
breidd.
86 við Laugaveg.
18. Athugaðir verði mögu-
leikar á því, að fá lóðina nr.
75 við Laugaveg til afnota
sem bifreiðastæði.
19. Lóð við Grettisgötu fyrir
austan Austurbæjarbíó.
j 20. Svæði austan Rauöar-
' árstígs, milli Guðrúnargötu
og Flckagötu.
| 21. Lóð við Bergþórugötu
milli Sundhallar og Mjólkur-
stöðvar.
22. Við Snorrabraut, vestan
megin, í grennd við Miklatorg
á væntanlegri Landspítala-
lóð.
23. Við Snorrabraut, vestan
megin, hjá Skátaheimilinu.
24. Á Barónstíg gegnt Leifs
götu.
25. Við Bergþórugötu með-
fram Sundhöllinni.
26. Við Njarðargötu, beggja
vegna Leifsstyttunnar.
27. Óðinstorg verði skipu-
lagt sem bifreiðastæði.
28. Lóðin nr. 16—18 við
Bergstaðastræti verði tekin
á leigu fyrir bifreiðastæði.
29. Ræma af lóðinni Lauf-
ásvegi 31, Hellusundsmegin,
verði.tekin á leigu fyrir bif-
reiðastæði. Ennfremur. gæti
komið til greina hornlóð á
Grundarstíg og Hellusundi.
30. Ræma af lóðinni Skál-
holtsstígur 7, Miðstrætismeg
in, verði tekin á leigu fyrir
bifreiðastæði.
31. Brunarústir við Ant-
mannsstíg verði ruddar og
svæðið skipulagt sem bifreiða
stæði. Ennfremur gæti komið
til greiná hornlóð Antmanns-
stígs/Skólastrætis.
Vesturbær:
32. Við Hringbraut með
jfram Kirkjugaröi sunnanverð
um.
33. Við Hringbraut og Súð-
urgötu, norðan og vestan
Þj óðminj asaínsins.
34. Svæði vestan. Hofsvalla-
götu, sunnan Reynimels.
35. Svæði við Brávallagötu
næst fyrir vestan hið ný-
byggða starfsmannahús Elli-
heimilisins.
36. Tekin verði á leigu lóð
eða lóðaræmur við Ásvallag.,
milli Hofsvallagötu og
Bræðraborgarstígs.
37. Landakotstún við Há-
vallagötu, milli Hólavallagötu
og Blómvallagötu.
38. Lóð Reykjavíkurbæjar
við Garðastræti gegnt Rán-
argötu.
39. Athugaðir verði mögu-
leikar á því að fá svonefnt
„Glasgow“-port til afnota fyr
ir bifreiðastæði.
40. Við Ægisgarö, vestan
verbúða.
III.
Bifreiðastæði þau, er um
getur að framan, ásamt þeim
bifreiðastæðum, sem nú eru
notúð, verði skipulögð þann- j
ig aö sem minnst hætta stafi
af inn- og útkeyrslu og af-
notasvæði hverrar bifreiðar
verði afmarkað. Staðsetning ^
þeirra verði síðan vandlega
auglýst.
IV.
Byggingarnefnd leyfi eigi
byggingu bifreiðaskúra, nema j
með því skilyrði, að opið lóð- ;
arsvæði að götu sé fyrir fram
an skúrinn fyrir bifreiða- j
stæði, eftir því aem aðstæður
frekast leyfa. Hið sama skal
og gilda um leyfisveitingar
til girðinga, enda þótt bií-
reiðaskúr sé enn eigi byggð-
ur. Jafnframt sé hlutast til
um, að bifreiðaeigendur, sem
hafa lóð til umráða, láti bif-
(Framhald á 6. síðu).
Fréttabréf nr
Strandasýsln
Guðmundur Valgeirsson,
Bæ, Norðurfirði, skrifar Tím
anum 16. þ. m.:
— Vorharðindin komu hér
illa viö eins og víöar. Hér var
orðið heylitið yfirleitt á sum-
armálum og sumir heylaus-
ir með öllu, enda mátti heita
óslitin innistaða á fé og
hrossum frá 1. desember.
Reynt var aö fá hey að eftir
því sem mögulegt var, en það
var orðið miklum örðugleik-
um buhdið. Var hey því alls
staðar á þrotum og varð að
sleppa sauðfé fyrir þá sök
fram úr Hvítasunnunni. Var
þá eklci á neitt að sleppa
nema fjöruna, því snjór lá
þá enn alveg niður í sjó. Þó
máttu lambahöld telj ast
sæmileg víöast hvar fram að
Trínitatis. En í því áfelli
sem þá gerði virtist eins og
viðnámsþróttur lambanna
væri þrotinn. Hafa þau síð-
an örepist stórkostlega, svo
að fátt er eftir af lömbum
víða. Er þetta því tilfinnan-
iegra, sem meira hafði verið
kostað til fóðurs á fé nú en
venjulega. Er ekki séð, hvern
ig margir bændur fara út úr
því að mæta þessum skakka
föllum í bili.
Eftir miðjan júní breytt-
ist veður algjörlega til batn-
aðar og má heita að ein-
muna blíða hafi verið síðan.
Ekki hefir það þó nægt til
að vinna upp á móti harð-
indinum í vor. Víðast hvar
eru tún stórkalin, svo að
vart verður um neinn hey-
feng af þeim að ræða í ár.
Allur gróöur í nýrækt síð-
ustu ára er eyðilagöur. Horf-
ir til vandræða af þessum
sölcum.
Sláttur er hvergi hafinn hér
enn og byrjar sennilega ekki
Raddir nábúanna
í forustugrein Þjóðviljans í
gær er það prédikað, að valt
sé að byggja á sjávarútvegin-
um einum. Rök Þjóðviljans
eru þessi:
„Aflinn er svo stopull og þá
fyrst og fremst síldveiðin, að
það er óhugsandi að eiga all-
an innflutning þjóðarinnar
undir því hvernig aflast. Það
er því eftirsóknarvert að geta
að meira Jeyti en hingað til
byggt á útflutningi iðnaðar-
vöru, sem hægt er að fram-
leiða jafnt og þétt allt árið,
2. Fiskimiðin eru óviss sem
framtíðarauðlind fyrir oss Is-
lendinga með þeirri rányrkju,
sem fiskveiðarnar eru reknar
með og einkennandi eru fyr-
ir búskaparhætti auövaldsins,
þar sem allt miðast vio skjót-
fenginn gróða augnabliksins
án tillits til heildarhags-
muna mannfélagsins í fram-
tíð og nútíð.“
Þetta er rétt hjá Þjóðvilj-
anum, þótt það hljóði á ann-
an veg en stefna Einars Ol-
geirssonar meðan hann hafði
um þessi mál að segja í Fjár-
hagsráði. Þá taldi hann öllu
borgið með að efla útgerðina
einhliða, eins og síldarverk-
smiðjubyggingar Áka eru
frægt dæmi um. Með góðri að-
stoð Einars og annarra for-
kólfa Sósíalistaflokksins, var
öllum stríðsgróðanum eytt, án
þess að eyrir væri lagður fyrii\
til stórra raforkuframkvæmda
eða annarrar stóriðju. Má
líkja þessari stefnubreytingu
Einars við það, þegar menn
iðrast fyrst eftir dauðann.
fyrr en seinnipart næstu
viku. Vorverk hafa eðlilega
öll dregist á langinn og orð-
ið að sleppa mörgu af því
sem ætlað var að gera að
þessu sinni, vegna hinna
langvinnu vorharðinda.
MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIII3IIIIIIIIIIIU
Lokað
vegna sumarleyfa frá 23. júlí fil 8. ágúsf
Kassagerð Reykjavíkur
piiMiyiHHiiit'iii n itiMiii iit iii imiin 1111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiimiiiiiimiiiiiniiii iiMtiiiiiniiiiiin
??
H Vér útvegum frá Svíþjóð gegn gjaldeyris- og inn-
flutningsleyfum
olíukynta miðstöðvarkatla
Og
1 sjálfsvirka olíubrennara
:? Verðið er mjög hagstætt.
♦♦
«
Talið við oss áður en þér festið kaup annars staðar.
Samband ísl. samvinnuféiaga
INNFLUTNINGSDEILD
«
...:««««!
ÍAUGL-ÝSIÐ í tímanum