Tíminn - 26.07.1949, Page 8
.JEÉXÆNT VFIÍÍÍJT" t DAG:
Deila Síússa of§ Hmsóslavu
'i. árg. Reykjavík
„A FÖRJVUM VEG1“ í DAG:
Skrítnir reikninytur
28. júli 1949 155. blað
Góöar horfur m kariofio-
uppskeru í Hornafirði
Griisvöxtur orðinn mihill otf heysktijjtur
stendur sem hœst
Tíðindamaður blaðsins átti í gær símtal við Bjarna Guð-
mundsson kauplélagsstjóra í Höfn í Hornafix’ði og spurði
hann frétta austan úr Skaftafellssýslu. Sagði Bjarni að tíð
hefðí verið all géð að undanförnu og bændur búnir að slá
mik’3 og hirða talsvert. Þurrkar hefðu þó ekki vei’ið eins
mi|í-k' -og þurft hefði.
Géðav horfur með
kavtöfluuppskeru.
í Kornafirði er árlega rækt
aö mikið af kartöflum og
mun kartöfluframleiðsla
hvergi vera jafn mikil í einni
sveit á landinu. í vor áraði
illa með kartöflurækt þar
eins og annars staðar á lanö-
inu og var ekki hægt að
setýa niður á réttum tíma,
eða þeim tíma sem heppileg-
astur er talinn. En vegna þess
hve það, sem af er sumrinu,
hefir verið einmuna hlýtt í
veðri eru nú betri horfur með
kartöfluuppskeruna, en menn
þorðu að gera sér vonir um.
Er útlit fyrir að vorkuldarn-
ir og það hve voraði seint
komi að lokum ekki svo mik-
ið að sök, komi haustið ekki
snemma og illa. Hins vegar
verða'kartöflur nú síðsprottn
ari en venjulega, ekki von
til að nýjar kartöflur íslenzk
ar komi á markaðinn á rétt-
um tíma.
Góð spretta og hey-
skapur hafin.
Túnaspretta var lítil fram-
an af í vor og tún grá og
gróðurlítil fram eftir öllu
vori. En batinn kom skyndi-
lega og vel, svo að nú í meira
en mán.uð hafa verið hlý-
viðri og grasviðri, þannig að
úrkomu hefir ekki skort. Er
nú svo komið að úrkoman er
farin að tefja heyskap, þó að
enn hafi ekki komið til vand
ræða, þar sem jafnan hafa
verið þurrkar öðru hvoru svo
K.R. íapaði í Osio
1—0 en sigraði í
Stange raeð 6—3
Meistáráflokkur K.R. fór
til Noregs eins og áður er
getið, þann 19. júlí. Fyrsti
leikurinn fór fram 22. þ. m. í
■ Bislet leikvanginum í Osló.
Keppti þá K.R.-liðið við eitt
bezta félag Noregs, Vaaler-
engen. K.R. tapaði þeim leik
1:0, eftir ágætan leik og mikla
hrifningu áhorfenda.
Annar leikur K.R.-inganna
fór tfram á sunnudagskvöld í
Stange. Kepptu þeir þá við
Hamars Idrettslag og unnu
K.R.-ingarnir þann leik með
6:3.
Keppnin fór fram á nýj-
um íþróttavelli og var þetta
vígsluleikurinn. Völlurinn er
grasvöllur.
Á eftir leikinn hafði bæjar
stjðrnin í Stange boð inni
fyrir K.R.-ingana og helztu
íþróttafrömuði borgarinnar.
hægt hefir verið að þurrka
liey. En bændur þora ekki að
slá af eins miklum krafti
niður túnin meðan þerrar
eru svo ótryggir. A.nnars er
víða búið að slá mikið og
hirða talsvert. Flestir bænd-
ur eiga þó meira og minna
hey úti.
Ekki róið til fiskjar.
Ekki er róið til fiskjar
heimanfrá Höfn eins og sakir
standa og eru nokkrir af
smærri bátunum þaðan á
dragnótaveiðum á Austfjörð-
urn og liggja þar við, en einn
bátur, Hvanney, er á síldveið
um fyrir Norðurlandi.
Héiaðsmót Úlfljóts.
Héraðsmót Ungmennasam-
bandsins Úlfljóst í Austur-
Skaftafellssýslu var haldið í
Höfn í Hornafirði síðastlið-
inn sunnudag. Veöur var hið
bezta, sólskin og logn, og mik
ið fjölmenni á mótinu.
Til skemmtunar voru ræðu
höld, íþr>:tir, söngur og dans.
Árangur í mörgum greinum
íþrótta var sæmilegur, þegar
tekið er tillit til þess, að þeir
sem þarna kepptu hafa fæst-
ir haft viðunandi aðstöðu eða
tíma til æfinga. í hástökki
stökk sigurvegarinn, Þor
steinn Jónsson, 1,62 metra,
en beztum árangri í íþróttun-
um náði Rafn Einarsson,
Miðskeri, og vann hann sig-
ur í mörgum greinum. Til-
töiulega bezti árangur hans
mun hafa verið 100 metra
hlaup, sem hann vann á 11,4
sek.
Jón Hjaltason lögfræðing-
ur flutti aðalræðuna á mót-
inu. En að lokinni ræðu og
keppni í íþróttum skemmtu
ungar stúlkur með söng og
gitarundirleik og karlakór
söng. Að lokum var dansað.
Skrifstofum Banda-
ríkjanna í Kína
lokað
Kínverskir kommúnistar
hafa nú gefið fyrirskipanir
um, ao bandarísku upplýs-
ingaskilfst. í Nanking skuli
lokað. — Er þetta fimmta
upplýsingaskrifst. Bandaríkj-
arina í Kína, sem kommúnist-
ar loka, á þeim forsendum,
að ekkert stjórnmálasam-
band hafi verið tekið upp
milli kínverskra komrnúnista
og bándairísku stjórnarinn-
ar. Hinar fjórar voru í Sjang-
hai, Hankow, Peiping og Ti-
entsin.
Hátíðaguðsþjónusta
í Holtskirkju
ísffirðSiigar, sem
fí33*EEEílii* ei*H í kir.kj-
EttiBii fserSa heuiii
rausaai'lega p0ES"
ingagjöf
Síðastliðinn sunnudag fór
fram hátíðagúðsþj ónusta í
Holtskirkju í Önundarfirði í
tilefni af því að kirkjan er
80 ára um þessar iriundir. —.
Gamlir Önfirðingar, sem nú
eru búsettir á ísafirði, en
fermdir eru í kirkjunni fjöl-'.
menntu viö guðsþj ónustuna.
Séra Jón Ólafsson prófastur
í Holti messaði, en séra Sig-
urður Kristj ánsson, prestur í
ísafirði þjónaði fyrir altari í
upphafi messunnar.
Að lokinni guðsþj ónust- :
unni var kirkjugestum boðið
til kaffidrykkju í stóru sam- 1
komutjaldi. Voi’u þar ræður ’
fluttar undir borðhaldi. Séra
Jón Ólafssóir prófastur rakti
sögu kirkjunnar og sóknar-
innar. Kristján Kristjánsson
hafnsögumaður hafði orð fyr
ir ísfirðingum og afhenti
kirjcjunni að gjöf 11200 krón
ur, sem variö skal til við-
halds og endurbóta á kirkj-
unni.
: i
vrópu 1,4
ara hernaðaraðstoð
.
IS©Sskl|phB* foi’seía tsl Isisigslias í gasi*
Truman, íoteeli Bandaríkjanna, fór þess á leit við Banda-
ríkjaþing í da^^ð það samþykkíi „hernaðai’aðstoð tií haixda
frjálsnm þjóð^íý til þess að gera þær færar um aö verjast
ógnunum áráj*fctyrjaldar og treysta möguieikana á varð-
veizlu heixnsfx^irins.“ Hernaðaraðstoð sú er forsetinn fer
fram á, neu^fljfcyL450 milljónum dollara á fjárhagsárinu
1950, er hófst£$rýsta þ. m.
valdi stæði til þess að koma
í veg fyrir endurreisn Evrópu.
„Með hiiium ofsalega á-
róðri sínum, með því að
æsa kommúninstaflokka
alls heimsins til sviltráða
og samsæra og með því aö
hafa þann stærsta her á
friðartímum, er sagan get
ur um, héfir Rússland með
ráðnum hug skapað and-
rúmsloft ótta og aukið á
stríðshættuna í heimin-
um,“ sagði Truman.
Samband
fiskimatsmanna
Stofnfundur Sambands
Úiskimatsmanna íslands,
var haldinn 17. og 18. júlí s.
1. í Oddfellowhúsinu. Áður
var starfandi samband að-
eins fyrir freðfiskmatsmenn,
en þetta nýja samband er
fyrir alla, sem hafa réttindi
til þess að vera fiskimats-
menn á hvaða sviði sem er.
Aðaltilgangur sambands-
ins er, að stuðla að bættri
vöruvöndun við íslenzka fisk
framleiðslu, og kynna fyrir
meðlimum sínum allar. nýj
ungar á því sviði. Einnig að
sjá til þess að alltaf veljist
hæfustu menn, sem völ er á,
til þess að vinna fyrir fisk-
framleiðsluna, og að þeir séu
meðlimir sambandsins. Þá er
það tilgangurinn að auka og
efla samvinnu meðal fiski-
matsmanna hér á landi, að
því er snertir vinnuskilyrði
þeirra og hagsmuni, og vinna
að aukinni þekkingu þeirra
á allan hátt, svo sem með
fyrirlestrum sérfróðra manna
á fundum sambandsins og
deildum þess.
Samþykkt var að gefa út
tímarit um þessi efni.
Atvinnulausir meðlimir
eiga að senda stjórn sam-
bandsins skriflega beiðni um
aðstoð, og vill stjórnin hafa
samvinnu við fiskframleið-
endur og yfirmatið um þau
mál.
Fyrsta stjórn þessa sam-
bands er skipuð þessum
mönnum: Jakob A. Sigurðs-
son, Akranesi, formaður, Lýð
ur Jónsson, Akranesi, ritari.
Viggó Jóhannesson, Reykja-
vík, gjaldkeri. Helgi Jónsson,
Keflavík, og Guðmundur Jó-
hannsson, Reykjavík.
S. Þ. eklci iióg®íj|flugar.
í boðskap. sjp|iri til þíngs-
ins sagði Trt^ísferi m. a. að
reynslan þvi miður
sýnt, að Samemuðu þjóðirn-
ar væru ekki nægilega öfl-
ugar til þess aö veita þjóðum
heimsins öi’yggi og útrýma
óttanum við árásarstyrjöld
og ofbeldi.
Ofbeldi.
„Er litið er yfir heimsvið-
. burðina frá 1945 sést, að
engin vissa er fengin fyrir
þvi, að allar þátttökuþjóð-
ir S. Þ. virðií grundvallar-
reglur samtakanna um
varðveizlu frijðarins í reynd
inni. Þvert a ‘móti höfum
við sannanir fyrir því, að
sumar af þáíttökuþjóðum
S. Þ. hafa hó$að og bcitt of-
beldi til þess að koma fram
málum sínum. Þetta hefir
gert þjóðir heimsins ótta-
slegnar, svift þær öryggi og
jafnvægi og staðið í vegi
fyrir efnahagslegri og fé-
lagslegri þroun,“ sagði
Truman.
Svik Rússa.
Þá sagði forsejiirin, að Rúss
ar hefðu gert állt sem í þeirra
Segir að Masaryk
hafi verið i myrtur
Tékkneski stjórnmálamað-
urinn Smutny, sem nýlega
flýði til bandapiska hernáms
svæðisins í Þýzkalandi frá
Tékkóslóvakíu- hefir lýst yfir,
að ekki sé minnsti vafi á því,
að Masaryk hafi verið myrt-
ur. Hann segiry-að Vestur-
veldin geti lært það, af valda
ráninu í Tékkþslóvakíu „að
semja aldrei yið kommún-
ista“. Smutny gegir ennfrem-
ur, að það hafi yerið skipu-
lagsleysi og skortur á vopn-
um, sem gerði það að verk-
um, að Tékkar í’.isu ekki upp
gegn kommúnistiim.
Þríþætt aðstoð.
Megnið af aðstoð þeirri,
sem forsetinn fer fram á,
mun fara til handa Vestur-
Evrópuríkjunum. En Grikk-
land, Tyrkland, Kórea, Fil-
ippseyjar og Persía munu og
fá nokkra aðstoö. Forsetinn
lagði til, að hernaðaraðstoð
þessi yrði þríþætt: takmörk-
uð f j árhagsaðstoð, aðstoð
veitt í hernaðartækjum og
aðstoö veitt af hernaðarsér-
fræðingum, varðandi fram-
leiðslu og notkun hernaðar-
tækja og þjálfun hermanna.
— í lok boðskapar síns sagði
Truman, að hernaðaraðstoð
þessi væri eingöngu veitt í
varnarskyni, á sama hátt og
Atlantshafssáttmálinn væri
eingöngu varnarsáttmáli..
Rússar aflétta
flutningabanni
Rússnesku hernaðaryfir-
völdin í Berlín hafa nú svar-
urveldanna varðandi hið svo-
að mótmælaorösendingu Vest
nefnda „litla flutningsbann"
með því að tilkynna, að því
hafi hérmeð verið aflétt. Und
anfarið hefir aðeins einn veg
ur verið opinn til Berlínar, þ.
e. a. 's. Helmstedt-vegurinn.
Astralska verk-
fallið að leysast
Frá Melbourne herma fregn
ir að allt útlit sé nú fyrir að
kolanámuverkfallinu í Ástr-
alíu fari senri aö ljúka, þrátt
fyrir háværar yfirlýsingar
um að verkamenn muni ekki
snúa aftur til vinnu fyrren
leiðtogum þeirra hafi verið
sleppt úr fangelsinu. — Kom-
múnistar virðast á undan-
haldi og óttast klofningu í
samtökum námuverkamanna
en margir þeirra hafa snúið
aftur til vinnu, þrátt fyrir
fyrirskipanir kommúnista.
Scðlafalsarai*
Fregnir frá Frankfurt
herma, að bandarísku yfir-
völdin í Þýzkalandi hafi ný-
lega ljóstað upp um víðtæka
seðlafölsun. Allmargir fransk
ir pólitískir, þýzkir, og spánsk
ir menn hafa verið handtekn
ír í sambandi við mál þetta.
Þeir munu hafa falsað seðla
að upphæð 3 milljónum doll-
ara.