Tíminn - 10.08.1949, Síða 8

Tíminn - 10.08.1949, Síða 8
„ERLMT ¥F1RLIT« t DAG: Vi&horf Þjjó&verja 33. árg. Reykjavík 99 A FÖRTVUM VFMI“ í DAG: Sjjóbaðsíeeðtiritm við Sfoerýa- fjjörð. 10. ágúst 1949 166. blað Bandaríkin mega ekki missa fótfestuna í Evrópu Ummæli Jolinson. hennálaráðherra Johnson, hermálaráðherra Bandaríkjanna, flutti í gær skýrslu á sameiginlegum fundi hermálanefndar og utanríkis- málanefndar öldungadeildarinnar. Hvatti hann til þess að hernaðaraðstoðin við Evrópu yrði samþykkt óbreytt. John- son sagði, að það mætti aldrei oftar koma fyrir, að Banda- ríkjamenn neyddust til þess að frelsa Evrópuþjóðirnar úr hlekkjum hernáms og hefja innrás þangað yfir hafið. Ekki aðeins í orði. Hann sagði, að ef Banda- ríkin gættu þess, að „missa ekki fótfestuna“ í Evrópu, myndi aldrei koma til þess, að þau þyrftu framar að frelsa Evrópuþjóðirnar úr á- þján. Hann sagði, að Vestur- Evrópubandalagið væri ekki aðeins í orði heldur og á borði. i*. **•*»•*■; * fmlifiiWiilS Komnir heim. Bandarísku herráðsforingj - arnir eru nú komnir aftur til Washington úr ferð sinni um Evrópu. Þeir munu flytja hin um tveim nefndum öldunga- deildarinnar skýrslu á morg- un. Bradley, herráðsforingi, lét svo ummælt, að viðræð- urnar í Evrópu hefðu verið glæsilegt upphaf að skipu- lagðri einingu Atlantshafs- ríkjanna og samræmingu á hervörnum þeirra. Tillaga Rússa felld Ráðstefna sú í Genf, sem fjallar um styrjaldir og fórn ardýr þeirra, og setin er af fulltrúum 59 þjóða, felldi í dag tillögu frá Rússum, með 35 atkv. gegn 9. í tillögu sinni skoruðu Rússar á allar þjóðir að samþykkja bann við því, að kjarnorkusprengj- ur yrðu notaðar í styrjöldum. — Þeir sem greiddu atkv. gegn tillögunni, þar á meðal Banda ríkjamenn og Bretar, sögðu, að það væri utan verkahrings ráðstefnunnar að fjalla um bann á kj arnorkuvopnum. Henni væri ætlað að fjalla um fórnardýr styrjalda, en ekki vopn. Stjórnarkreppa í Belgín að leysast ? Leiðtogar frjálslynda flokks ins í Belgiu lýstu yfir i kvöld, að þeir myndu fúsir til þess að ganga til stjórnarsam- vinnu með kaþólska flokkn- um. Telj a stj órnmálafrétta- ritarar, að þetta bendi til þess að hin sex vikna stjórnar- kreppa í Belgíu sé í þann veg inn að leysast. — Sem kunn- ugt er hefir ekki tekizt að mynda stjórn í landinu, síðan kosningarnar fóru fram, þar eð flokkarnir hafa ekki get- að komið sér saman um kon- ungsvandamálið svonefnda, þ. e. hvort Leopold konungur skuli snúa aftur heim og setj ast að völdum. Ríkið ábyrgist lán til síldarútvegs- manna Fjármálaráðherra hefir í dag með.pamþykki allrar ríkis stjórnarinnar skrifað Lands- : bankanum og Útvegsbank- | anum og farið fram á, að þeir veittu síldarútvegsmönn | um þeim, sem illa eru á vegi i staddir fjárhagslega, en vilja 1 halda skipum úti áfram, bráðabirgðalán á svipaðan hátt, sem gert var í fyrra, aoallega tii þess að gera út- vegsmönnum fært að greiða hásetum áfallnar kaup- greiðsiur, enda verði ríkis- sjóður ábyrgur fyrir slíkum lánum, ef útvegsmennirnir geta ekki sjálfir greitt þau. j Hefir þetta verið gert eftir ! að áskoranir hafa borizt frá Síldarverksmiðjum ríkisins, Síldarútvegsnefnd, Lands- sambandi íslenzkra útvegs- manna og frá almennum fundi útgerðarmanna, sem haldinn var í gær á Siglu- firði. f bréfum sínum til bank- anna leggur fjármálaráð- herra áherzlu á það, að að- stoðin til útvegsmannanna verði veitt sem allra fyrst. (Fréttatilkynning frá ríkisstjórninniý. Norræn fegurö og failegir búningar stúlknanna frá Laugarvatni vöktu athygli á Lingbátíðinni Sýning þeirm þótti sérkeiuilleg og eftir- tektarverð ög misuta á íslenzkar þjóð* sögnr Á Lingfimleikahátíðinni í Stokkhólmi vöktu íslenzku stúlkurnar, sem þár lcomu fram mikla hrifningu. Hefir áð- ur verið sagt frá afrekum Ármannsstúlknanna hér í blaðinu, en eins og kunnugt er fór líka kvennaflokkur frá íþrótta- kennaraskólanum, á þessa miklu fimleikahátíð. Hlutu þær einnig ágæta dóma og þótti sýning þeirra fögur og nýstárleg og búningarnir þeir fegurstu á hátíðinni. Kyrraliafsbandalag Syngman Rhee, forseti Suð ur-Koreu og Ciang Kai-shek hafa undanfarið setið á fundi og hafa þeir nú gefið út sam eiginlega yfirlýsingu. En þar I er skorað á Quirino, forseta Filippseyja, að kalla saman ráðstefnu Asíu-þjóða, til þess að undirbúa stofnun Kyrra- hafsbandalags. Kjarnorknmál rædd * , a Fréttir frá Lake Success, herma, að leynilegar viðræður um kjarnorkumál séu nú hafnar af fulltrúum Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakk- lands, Rússlands, Kanda og Kína. Er fundur þessi hald- inn í samræmi við þá ákvörð un kjarnorkunefndarinnar, að hún gæti ekki haldið áfram störfum fyrr en stórveldin hefðu komið sér saman um einhvern samningsgrundvöll. Kona Siiimior Welles látin Kona Sumner Welles, fyrr- um aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lést ný lega í Lausanne í Sviss. Þau hjóriin dvöldu þar vegna heilsu Sumner Welles, en hann hefir verið veikur und- anfarið. Hinn nýi sendiherra Kanada kominn Hinn nýskipaði sendiherra Kanada hér á landi, Edward Joseph Garland, er kominn til Reykjavíkur, ásamt eigin- konu sinni. Mun sendiherr- ann leggja trúnaðarbréf sitt fyrir forseta íslands á fimmtudag. Fyrsti fundur ráðgjafaþings- ins í Strassöurg í dag Flestir af þ§im 101 fulltr., er sitja munu ráðgjafaþing Evrópuráðsins í Strassburg, er nú komnir þangað. Ráð- herranefndin, en í henni eiga sæti utanríkisráðherrar við- komandi Ianda, lauk í dag við að ganga frá undirbúningi fyrsta fundar ráðgjafaþingsins á morgun. Komu ráðherr- arnir sér saman um dagsskrá þingsins og tilhögun þing- funda. Er talið, að ráðherrarnir hafi m. a. lagt til, að þing- ið ræði sambandið milli Evrópuráðsins annars vegar, og ým- issa efnahagssamtaka Evrópu hins vegar, m. a. endur- reisnaráætlunar Evrópu. Einnig, hvern þátt Evrópuráðið geti átt í menningarmálum álfunnar. Churchill á leiðinni. Morrison, formaður brezku sendinefndarinnar, kom til Strassburg í dag, ásamt Dal- ton. — Churchill er væntan- legur þangað næstu daga, frá Norður-Ítalíu, en þar hef ur hann dvalið í sumarfríi. íslandi boðin þátttaka. Utanríkisráðherrar Grikk- lands og Tyrklands tóku þátt í fundum ráðherranefndar- innar í dag, í fyrsta sinn, en sem kunnugt er var þátttaka þessara tveggja lands sam- þykkt í gær. Samþykkt hefir og verið, að bjóða íslandi þátttöku. Forseti Filippseyja heimsækir Truman Elpido Quirino, forseti Filippseyja kom til Washing- ton í dag, i boði Trumans for seta. Hann flutti í dag ræðu á sameiginlegum fundi beggja deilda Bandaríkjaþings og hvatti Bandaríkin til þess að styðja væntanlegt Kyrrahafs- bandalag, og stuðla þar með að því, að framsókn kommún- ista í Asíu yrði stöðvuð. Nú hafa borizt blöð frá Svíþj óð með greírium um hina miklu fimleikahátíð í Stokk- hólmi, sem hófst 27. júlí með skrúðgöngu 15 þúsund fim- leikamanna og kvenna, frá ýmsum löndum heims, í íþróttabúnjngum fögrum og skrautlegum, með öllum regn bogans litum, um götur Stokk hólmsborgar og inri á stærsta íþróttaleikvang Svía „Stad- ion“, þar sem aHt íþrótta- fólkið raðaði sér -upp. Leik- vangurinn var þéttskipaður áhorfendum og- þúsundir manna, sem ekki komst inn á leikvanginn, röðuðu sér upp með fram götunum, til þess að sjá hinar glæsilegu fylk- ingar íþróttafóik-s- af öllum þjóðum fara framhjá, á leið sinni á leikvarigHih og var fimleikafólkið óspar hyllt af áhorfendum. Á leikvanginum- fór fram aðalsetningarathöfnin með miklum hátíðarhrag. Stór Iúðrasveit lék uíídir göngu iþróttafólksins. 10 skotum úr fallb/?su. var hleypt af, sem kom hinuiri íriikla 37 ára gamla leikvangi til að skjálfa. Krónprins Svía fíélt ræðu og fleiri hátiðahöld fóru fram. Næstu daga föfú svo fram sýningar í flestum stærstu samkomuhúsum Stokkholms. Stærstu hópsýningarnar fóru fram á sjálfum iþróttaleik- vanginum, með “íiundruðum iþátttakenda í hverjum flokki. Mótinu lauk suririúdaginn 31. júlí með mikilli viðhöfn í ráð húsi Stokkhólms, og fengu allir flokkar skjöjd á fána- stengur sínar, tif minningar um hátíðina. ------- íslenzku k.ypnflokkarnir fengu mjög góga dóma í blöðunum. í „SVenska Dag- bladet“ 28. júlí,„.segir í lýs- ingu á setningarhátíðinni, að íslenzku íþróttakennaraskóla stúlkurnar hafi verið glæsi- legastar af öllum (Elegant- ast) í grænum .. og hvitum búningum (New„.Look) og grænum skóm. Birtust og margar og stórar myndir af þeim í blöðunum í ýmsum æf ingum og sögðu að þær hefðu verið í fegurstu leikfimisbún- ingum allra flokka á „Lingia- den“. „Stokkhólms - Tidningeri' 30. júlí segir: „íslenzki íþrótta skólaflokkurinn undir stjórn Sigríðar Valgeirsdóttur. Fög- ur sýning með fallegum stúlk um. Músik samin með hlið- sjón af gömlum íslenzkum stefum og tilbrigðum, varpaði ævintýralegum blæ á æfing- arnar. Hrífandi! Jafnvægis- æfingarnar á slá með óþekkt- um samsetningum fyrir okk- ur hér. Nokkuð smávaxnar en annars greinilega norrænar. í „Dagens Nyheter“ 29. júlí, segir m. a. um Ármannsstúlk- urnar, að þær hafi vakið at- hygli áhorfenda, kerfi þeirra hafi verið úr ýmsum áttum, en skemmtilega samsett, en þegar kom að æfingum á hárri slá, var enginn vafi á hvað var sérgrein þeirra. Því- líkt öryggi og vissa í hverri hreyfingu höfðu Stokkhólms- stúlkurnar varla í því bezta sem þær sýndu. í sama blaði segir um íþróttakennaraskóla stúlkurnar og stór mynd birt með, að þær hafi verið sérstæð útgáfa af Reykjavík- urdeildinni. Dansleikfimin kom áhorfendum til að hugsa til hinna/gömlu heiðnu sagna og þegar svo langt er náð hafði formstífni annarra flokka algjörlega horfið. Mik- il áherzla var lögð á slá æf- ingar, sem íslenzku stúlkurn ar hafa sérstaklega mikinn áhuga fyrir. „Svenska Dag- bradet“ 30. júlí birtir mynd af íþróttaskólastúlkunum í jaínvægisæfingum á dýnu, með undirskriftinni,, íslenzku stúlkurnar vöktu aðdáun í „Musikalska Akademien" og grein. „íslenzki íþróttakenn- araskólinn undir stjórn frú Valgeirsdóttur, var eftirtekt- arverð viðkynning. Við segj- um stundum hér í Svíþjóð að okkar sænska formstífni — einnig í leikfimi — stafi af loftslagi okkar. Hvort það 'stafar af nærveru Heklu veit ég ekki, en íslenzki flokkur- inn var hvorki formstífur eða ' niðurfrosinn. Þvert á móti, Iþessi flokkur gæti verið sett- 'ur inn í sjónleik um hina fornu Egipta og mundi vissu- leg hrífa með mikilli skap- gerð. „Aftensbladet“ 28. júlí lýsir flokknum á setningar- hátíðinni, segir að íþrótta- skólastúlkurnar íslenzku hafi ' verið listrænar í grænum og hvítum búningum (NéwLook) | og grænum skóm „þvílikar brúður“ sagði fólkið. „Aftons- bladet“ 30. júlí segir meðal annars í grein undir yfirsögn- inni „Hvít sið pils“. Ekki má I (Framhald á 7. siðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.