Tíminn - 20.08.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1949, Blaðsíða 5
175. blaff TÍMINN, laugardaginn 20. ágúst 1949 5 Laugm’d. 20. ágúst linitariskir brautryðjendur Marklausar yfirlýs- ingar Kyndug deila er nú hafin milli Alþýðublaðsins og Morg unblaðsins. Deila þessi snýst um stjórn ísafjarðarbæjar. Sennilega er samkomulag um það milli þessara blaða að velja sér þetta deiluefni. Þau þurfa að sýnast ósam- mála fyrir kosningarnar. Þar sem þau eru hinsvegar sam- mála um landsmálin, verða þau að velja sér einhvert málamyndardeiluefni eins og þetta. í skrifum Aiþýðublaðsins er því haldið fram og færð að því allmikil rök, að ísa- fjarðarbæ hafi verið mjög illa stjórnað undanfarin ár. Ástæðan er talin sú, að Sjálf stæðismenn og kommúnistar j hafa í sameiningu farið með stjórn bæjarmálanna. Al- þýðublaðið notar það tilefni síðan til að deila á Sjálfstæð’ ismenn fyrir samvinnuna við kommúnista. Bendir það rétti' lega á, að lítil heilindi séu í! því að stimpla kommúnista! svikara og landráðamenn, I eins og Morgunbl. gexúr, en) hafa síðan samvinnu við þá um að setja heilt bæjarfélag á hausinn, eins og eigi sér stað á ísafirði. Þetta er vissulega eðlilega og réttilega mælt hjá Al- þýðublaðinu. Hitt er svo ann að mál, hvort foringjar Al- þýðuflokksins hafi hér að- stöðu til að setja sig í vand- lætarasæti. £ sambandi við það er ekki úr vegi að benda Alþýðu- blaðinu á annað bæjarfélag, Vestmannaeyjabæ. Þar hafa kommúnistar einnig þátt- töku í stjórn bæjai'félagsins. Hinsvegar er sá munurinn, að þar eru Sjálfstæðismenn1 ekki annar samstarfsaðilinn. Þvert á móti eru það flokks- bræður Alþýðublaðsins, Al- þýðuflokksmennirnir þar. — Plest það sama, sem hægt er að segja miður um stjórn bæjarmálefnanna á ísafirði, er hægt að segja um stjórn þeirra í Vestmannaeyjum. Á sömum sviðum gengur hún jafnvel enn verr. Það er t. d. ekki langt síðan að minnstu munaði, að togarar bæjarút- gerðarinnár í Vestmannaeyj um yrðu seldir á nauðungar- uppboði og höfðu þeir þó aflað einna bezt af nýju tog- urunum. Slík hafði verið hin sameiginlega stjórn kommún ista og Alþýðuflokksmann- anna á bæjarútgei’ðinni í Vestmannaeyj um. Það vantar ekki, að Alþýðu blaðið fordæmi kommúnista neitt óskelegglegar en Mbl. og kalli þá föðurlandssvik- ara, skemmdarverkamenn og öðrum slíkum nöfnurn. Þess- ar yfii'lýsingar sínar taka forvígismenn Alþýðuflokks- ins hinsvegar ekki hátíðleg- ar en svo, að þeir virliast fúsir til að grípa fyrsta tæki- færi til samstarfs við komm- únista, ef það tryggir þeim eitthvað aukin völd og veg- tyllur. Það virðast þeir líka síður en svo láta sér neitt fyrir brjósti brenna, þótt af því leiði lélega stjórn og ófarnað heilla bæjarfélaga. (Framhald af 4. slðu). á fyrri hluta nítjándu ald- arinnar, var únitara klerkur inn frá Boston, William Ell- ery Channing. Með orðstír hans vóx álit og gengi hinn- ar únitarisku kirkju og af hans orðstír ■ og samherja hans lifir vor kirkjudeild enn í dag. Urn alla- þá, sem fylgdu honum að málum mætti heilar bækur rita, ég vil að- eins geta um tvo, og þó að- eins með örfáum oröum, tím ans vegnax Pai'ker og Emer- son. Parkei' var spámaður- inn í eldinum. og af eldinum. Hann þrumaði sinn hrein- skilningslega boðskap um mannlegar yfirsjónir og mannréttindi þar til rnenn hlutu að vakna annað hvort til samþykkis eða mótmæla. Hann var hirin mikli vekjari þjóðarinnar. Hann lét hana kenna til. Hánn átti rnikinn og kannske flestum fremur þátt í því, að mikill hluti hins betur menntaða hluta þjóð- arinnar tók að fyrirverða sig fyrir þrælahaldið, sú sektar- kennd kynnti þann eld og vakti þann storm, er að síð- ustu þvoði smánarblett þræla haldsins af þjóðinni, því mið ur samt með blóðbaði styrj- aldar af því fólkið skorti vit ög siðferðisþrek til að leysa vaixdamálið með rökum og stillingu. Stefnu Parkers verður ekki betur lýst, en með hans eigin orðum, en gæta verður þess, að með þessum tilfærðu oi'ðum á hann ekki einungis við þræla haldið í Bandaríkjunum, held ur allt misrétti meðal mann- anna. Hér fer á eftir kaflar úr ræðu, sem hann hélt á kirkjuþingi únitara í Wor- chester árið 1853: Um kirkjuna: „Engir þrjá tíu þúsund íbúar þessa lands eru yfirleitt eins fordómsfull ir og þröngsýnir, sem þrjátíu þúsund prestar, sem nú þjóna fyrir ölturum í hinum ýmsu kirkjum. — Kirkjan hefir dregizt aftur úr skipalest- inni á framsóknar siglingu mannkynsins. — Til þess ætti kirkjan að vera, að end- urbyggja heiminn til hins kristilega skipulags i sam- ræmi við glæsilegustu vonir og göfugustu hugsjónir sinn- ar samtíðar....“ Litlu seinna segir hann í sama erindi: „Gáum að hinum mikla mismun, sem á sér stað á lífskjörum mannanna, ör- birgð og cfgnótt býr í hinu nánasta nágrenni. Athugaðu alls leysið, glæpina, óhófið, nautnirnar og þær afleiðing ar, sem af því fljóta í spill- ingu aldarfarsins, í eyðilegg- ingu manndómsins hjá ung- um og gömlum, körlum og konum- Sjáið hversu þarfir hins snauða. eru sniðgengnar af hans betur megnandi bræðrum, meðan sviti þeirra og erfiði notast til að byggja öðrum hallir og ræktar þeirra reiti.“ í öðrum stað segir hann: „Ég hefi ritað þessa ræðu með hlaðna skammbyssu við hendina reiðubúinn að verja líf mitt, ef á þarf að halda.“ — Hversu margir prestar munu þurfa að gera það nú, og ef þeir þurfa þess ekki kemur það ekki til af því, að orð þeirra og prédikanir eru ekki dæmdar hættuleg- ar fyrir hið verandi vald? Emerson var næsta ólíkur Parker að mörgu, en engu að síður ákveðin í að berjast með réttlætinu gegn hvers- konar kúgun og rangsleitni. Hann hefir oft verið nefndur spekingurinn frá Concord og stundum líka, dánumaðurinn frá Concord. Hann var hvort tveggja. Páir menn hafa haft meiri áhrif á menningarlíf þessarar álfu, enda var hann heimskepingur, skáld prest- ur og lista rithöfundur. Hann bar hag hinna snauðu mest fyrir brjósti og lagði lag sitt mest við alþýð- una. Varð hann ákveðinn tals- maður hinna snauðu og sagði meðal annars: „Til- gangur allra stjórna ætti að vera andleg þroskun þegn- anna. Ríkið verður að vernda hinn snauða. Hvert barn sem fæðist á rétt á því að hreppa hin hagkvæmustu tækifæri til menningar og sjálfs þroska. — Við látum erfiðis mennina fyrir okkur vinna, en göngum þegjandi fram hjá þeim á strætum úti. — Við virðum hvorki störf þeirra né hæfileika, við gleðjumst ekki af gengi þeirra' og á þingum tökum við sjaldan þeirra málstað. Þótt Emerson væri manna ljúfastur var hann ósveigan- legur og einlægur. Hann réð izt jafnvel á únitara kirkj- Á víðavangi BALDUR OG KONNI HÖFÐU BETUR. Morgunblaffiff sér aff því hefir orðiff á í messunni, þeg una, eins og hún var á hans' ar það sagði frá því sérstak- dögum, og þótti hún hvorki, lega, aff „þrefaldur húsfyll- nógu lýðræðisleg éða frjáls-jir“ hefffi hlustaff á skemmti- lynd. Sagði að andi framsókn arinnar væri að fjara þaðan út og guðfræðingarnir í Har vai'd hefðu gengið til náða. Hann kenndi nýja guðfræði atriffin á Hólmavíkurfundi Sjálfstæðismanna, en ræffur þeirra Bjarna Ben. og Egg- erts Kristjánssonar hefðu hins vegar verið fluttar ut- Transcentalisnx, sem í fáum' an húss. Þessi skilgreining oröurn lýsir sér í þeirri hug- ! Mbl. gaf nefnilsga of skýrt nxyixd, að guð þrengi sér í j til kynna, aff Strandamenn gegnum bæði efni og anda' hefffu metiff skemmtiatriffin eins og ljósið í gegixum myrk! meira en þá Eggert og xxr, exx í maixnlegri sál, draum ' Bjarna. Strandamenn -eru um hennar, hugsjónum henn ar og vonurn birtist skapar- jmx í sinni skærustu mynd. Það er all merkilegt og ber að harma, að nútíðar únitar isminn hefir gefið svo lítinn líka áreiðanlega ekki einir urn þaff að telja þá Baldur og Konna ólíkt skemmtilegri en hina fyrrnefndu. í tilefni af þessu birtir Bjarni grein eftir sig í Mbl- gaum þessari kenningu, sem; £ gær, þar sem reynt er að er bæði fögur og nothæf til mannlífs betrunar. Þannig í stuttu máli eru brautryðjendur únistarism- ans í Ameríku og þegar við eignumst foringja, sem slíka, verður endurreisn í vorri kirkju, því stórir og göfugir andar hafa aðdráttarafl, sem segullinn, og hvenær sem al- þýðan og hugsjónamennirnir uppgötva kirkju, sem þeir trúa fyrir sínum dýrmætustu hugðarmálum, flykkjast þeir til hennar og lyfta henni með stuðixingi sínum og fylla hana með nærveru sinni. Við eigum dýran arf að geyma og guð gefi að við megum vernda og ávaxta þann arf heiminunx til gagns, en þeim guði, sem vér tilbiðjum, til verðugs sóma- Það sýnir stjórnin á Vest- mannaeyjabæ. Alþýðublaðinu ferst það því ekki, aö vera með neina fordóma um Sjálfstæðismenn í þessu sambandi. Það er nákvæmlega alveg eins á- statt um forvígismenn Al- þýðuflokksins. Hér er einmitt komið að einni mestu - meinsemd ís- lenzkra stjórnmála. Margir stjórixnxálaforingjar gefa stór yrtar yfirlýsingar, en standa svo ekki við, þær stuixdina lengur, ef þeir hafa einhvern bráðabirgðaáviixning af að bregðast þeim. Yfirlýsingar forvígismamxa Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins um afstöðuna til kommún- ista eru harla gott dæmi unx þetta. Þjóðin á eftir að heyra í þessari kosningabaráttu há- værar yfirlýsingar þessara manna um það, að þeir munu ekki uixdir neiixum kringum stæðum vinixa með kommún- istunx. Á sama tima mun hún svo verða áhorfandi að því, að samvinna þeii-ra við konxmúnista á ísafirði og í Vestmannaeyjum helzt á- franx jafn bróðurleg og áður. Hver treystir sér svo til að trúa slíkum stjórnmálafor- ingjum? Það mun og vafalaust ekki vanta, að þessir flokkar reyni að halda því fram, að Framsóknarflokkurinn ætli sér samvinnu við kommún- ista. Það mun verða reynt að búa til alls konar kviksögur til þess að gera þann áróður sem trúlegastaix. Framsókn- armenn munu í tilefni af því ekki vera með neinar yfirlýs- ingar, heldur aðeins benda á verkin. Þau tala skýrara máli en nokkrar yfirlýsingar fá gert. Framsóknarflokkur- inn er eini stjórnmálaflokk- urinn, sem aldrei hefir flek- ast til neinnar samvinnu við kommúnista, er haft hefir af sér tjóix fyrir landið eðá einstök bæjarfélög. í augum allra hugsandi kjósenda mun sú reynsla mega sín meira en hinar stóryrtu yfirlýsing- ar Sjálfstæðisflokksins og A1 þýðuflokksins, sem þjóðin hefir daglega fyrir augum, að ekki er staðið við- Raddir nábúarma Alþýðublaðið birtir í gær svar til Sigurðar Bjarnason- ar í tilefni af deilu þess og Mbl. um stjórnina á ísafjarð arbæ. Þaö segir m. a.: „ Þessi drýlna persóna, sem oft hefir farið flatt á því að ræffa um „smæff“ annarra, sannar í flokksblaði sínu í fyrradag enn þá einu sinni alvöruleysi sitt og blaðsins, þegar kommúnistum er út- húffað þar. í feitletursgrein lýsir Morgunblaðiff hugsjón kommúnista réttilega, ís- lenzkum almenningi til viff- vörunar, þannig, aff hún sé: „A3 vinna aff heimsyfirráff- um miffstjórnar kommúnista í Kreml, svo þeim megi tak- ast aff svipta hverja þjóffina af annarri frelsi sínu og þá fyrst og fremst að þeir geti hneppt íslendinga í fjötra, eins og þeir hafa gert viff hinar kúguffu þjóðir austan járntjalds." Þannig er skrif- aff á bls. 4, en á bls. 6 er sjálft leiffarapláss blaffsins notaff til þess aff afsaka sam- starfiff á Isafirði viff menn- ina, sem hafa þá hugsjón eina, „aff svipta hverja þjóff- ina af annarri frelsi sínu,“ og ofurselja þær erlendu valdi. Meff þessu háttalagi er efflilegt að Morgunblaðinu og forustu Sjálfstæffisflokksins gangi erfiðlega aff hreinsa sig af áframhaldandi makki viff kommúnista.“ En hvað finnst þá Alþýðu- blaðinu um Alþýðuflokkinn, senx hefir sams konar sam vinnu við kommúixista í Vest mannaeyjum og Sjálfstæðis menn á ísahrói? gera á þessu bragarbót og leiffrétta þessa skyssu Mbl. Bjarni segir í greininni: „Öllum fregnum frá Hólmavíkurmóti Sjálfstæff ismanna ber saman um það, aff ræffum þeirra Bjarna Benediktssonar og Eggerts Kristjánssonar hafi veriff þar einkar vel tekið.“ Já, miklir menn erum viff Hrólfur minn. En skyldi Bjarni samt ekki hafa kveð- iff talsvert sterkara aff orffi, ef undirtektirnar hefffu ver- iff slíkur, eins og hann hefði helzt kosiff. Þótt Bjarni lát- ist hrækja hraustlega, er þó blærinn á frásögn hans þannig, aff flestum mun finnast hún harla mis- heppnuff bragarbót og Bald- ur og Konni hafi bersýnilega, fariff meff sigur af hólmi í samkeppninni viff Eggert og Bjarna. Undir þessum kringum- stæffum er það líka afsak- anlegt, aff Bjarni hnýtir aft- an í frásögn sína spádóma um þaff, aff Eggerti muni ganga vel á Ströndum. Ein- hverja uppbót verður Eggert aff fá eftir aff hafa lagt fram fjármuni til aff ná saman miklu fjölmenni og bíffa svo í fyrstu umferff algeran ósig ur í samkeppninni við Bald- ur og Konna. Sú ganga, sem þannig hefst, virðist vissulega lík- legust til alls annars en þess aff enda sem sigurganga! ★ BEÐIÐ EFTIR SVARI. Alþýðublaffið heldur áfram aff birta hólgreinar um Stef án Jóhann og telja hann merkasta og mikilhæfasta stjórnmálamann samtíffar- innar á landi hér. Meðan Alþýðublaðiff held- ur uppi þessum skrifum, er beffiff eftir því, að kjósendur Alþýðufloklssins láti í ljós, hvort þeir eru því sammála. Séu þeir þaff, munu þeir tefla Stefáni fram í höfuff- staffnum, þar sem hann er þekktastur og möguleikar eiga aff vera mestir til fylgis- öflunar. Séu þeir hinsvegar Alþýffublaðinu ósammála, munu þeir hafa sama hátt- inn á og seinast, aff bjóffa Stefán fram til málamyndar í einhverju kjördæmi, þar sem fylgiff er svo lítiff, aff einu skiptir hver frambjóð- andinn er, en tryggja honum (Framhald á 6. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.