Tíminn - 26.08.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.08.1949, Blaðsíða 3
178 blað TÍMINN, föstudaginn 26. ágúst 1949 3 Ómakleg árás Eftir Óskar Jónsson Fram—K.R. 1:1 Síðari umferð Reykjavíkurmóísins í knattspyrnu hófst s. 1. þriöjudagskvöld. Fram og K. R. gerðu jafntefli eftir ( nokkuð jafnan og skemmtilegan leik, en ekki að sama skapi vel leikinn. Eftir fyrri umferðina stóðu stigin þannig að1 Fram hafði hlotið 6 stig (vann alla leikina) Valur 3 stig, ; K. R. 2 stig og Víkingur 1 stig. Á víðavangi Gangur leiJcsins. K.R. kaus að leika undan vindi í fyrri hálfleik. Liðin þreifuðu fyrst fyrir sér og var leikurinn nokkuð óná- kvæmur og lítið samspil sást. K.R.-ingar eru þó heldur sæknari og góð samvinna var milli Haralds og Gunnars, sem virðist í framför og var það eini ljósi punkturinn í framlínu K.R. Hinir þrír „stóru" í fram- línunni virtust heldur lág- sigldir í þessum leik. Um miðjan hálfleikinn gaf Har- aldur góðan knött til Harðar, sem var frír við Frammárkið og skoraði hann. Adam, mark vörður hefði átt að verja, en virtist haf'a misreiknað knött- inn. Stuttu seinna tekst Rík- arði að leika á 4 K.R.-inga og komast að markinu og skoraði. Var þetta mjög vel af sér vikið. Framan af seinni hálfleik var K.R. meira í sókn og fengu þrjú góð tækifæri til að skora en það mistókst, og þegar 20 mín. voru af leik, fengu þeir vítaspyrnu á Fram. Guðbjörn bakvörður spyrnti á markið en Adam varði. Eftir þetta föru Framarar að sækja i sig veðrið og héldu uppi nokkuð stöðugri sókn það sem eftir var af hálfleikn- um, en þeim tókst þó ekki ao skora. Liðin. í Framliðinu var Karl Guð- mundsson beztur. Þar var ekki nóg, að hann héldi Ólafi Hannessyni alveg niðri, held- ur byggði hann leik Fram einnig bezt upp. Sæmundur og Hermann voru mjög dug- legir og í framlínunni vann Ríkarð á við alla hina. í K.R liðinu voru Bergur markmaður, Steinn og Stein- ar beztu mennirnir, sérstak- lega virtist Steinn öruggur. Dómari var Ingi Eyvinds. H. S. - Valur—Víkingur 1:1 Annar leikur Reykjavíkur- mótsins fór þannig, að Valur og Víkingur gerðu jafntefli eftir rnjög skemmtilegan og jafnan leik. Ausandi rign- ing var meðan leikurinn fór fram og varð völlurinn afar biautur og var erfitt fyrir leikmennina að fóta sig. En samt sem áður tókst báðum liðunum vel upp. Fyrri hálfleikur. Valur lék undan vindi í fyrri hálfleik og hóf í byrj- un leiks nokkra sókn, sem strandaöi á, Víkingsvörninni. Víkingar nái oft stuttum, lag- legum # samleik, þar sem knötturinn gekk frá manni til manns heim að Valsmark- inu, og nokkur góð tækifæri buðust til að skora, sem þó ekki nýttust. Valsliðið náði eining oft ágætum leik og áttu nokkur hættuleg mark- skot, sem Gunnar markmað- ur Víkings varði með prýði. En þegar ein mínúta var eftir af hálfleiknum, tókst Ellert Sölvasyni að komast fríum. heim að Víkingsmarkinu og skoraði óverjandi. Seinni hálfleikur. Þegar hér var komið var völlurinn orðinn mjög háll og duttu leikmenn oft og eins stanzaði knötturinn oft í stærstu pollunum. Víkingar voru áberandi meira í sókn í seinni hálfleik og virtist bleytan ekki hafa eins mikil áhrif á leik þeirra, enda eru leikmenn Víkings yfii’leitt léttari og liprari en leikmenn Vals. Um miðjan hálfleikinn tókst Víking að jafna leikinn, en þá hafði Bj. Guðnasyni tekizt að hlaupa Valsvörnina af sér og skoraði hann mjög fallega. Víkingar fengu einnig fleiri góð tækifæri til að skora, sér- staklega þegar Ragnar Emils- son var frír við markið en rann til í bleytunni og datt. Valsmenn náðu einnig hröð- um upphlaupum við og við, en vöi-n Víkings var mjög góð og tókst að hrinda áhlaupun- um án þess að nokkur vevu- lega hættuleg tækifæri sköp- uðust. Liðin. Lið Víkings var óvenju.ega heilsteypt í þessum leik og er þetta einn bezti leikur þeirra í sumar. Ragnar Emilsson lék nú með á hægra kanti og var það liðinu mikill styrkur. Aft- asta vörn Vikings var örugg. Guðmundur var ágætur og Helgi Eysteinsson er án efa bezti miðframvörðurinn hér, fljótur og öruggur i stað- setningum. Einar Pálsson lék einn sinn bezta leik og gætti Sveins Helgasonar mjög vel. í framlínunni bar mest á Bjarna, einnig var samvinna Gunnlaugs og Ragnars ágæt. Valsliðið var mun ójafn- ara. Framlínan var betri hluti liðsins, sérstaklega Sveinn Helgason, sem lék sinn bezta leik í sumar og var tvímæla- laust bezti maðurinn á vell- inum. Halldór og Jóhann voi-u einnig ágætir. Valsvörn- in var aftur á móti nokkuð sein og staðsetningar ekki sem beztar. Gunnar Sigur- jónsson var beztur og Sigurð- ur átti sæmilegan leik. Guð- brandur Jakóbssoxi varð að yfirgefa völlinn í fvrri hálf- leik og veikti það vörnina mikið. Dómari var Þráinn Sigurðs- son. H. S. fluylijAil í 7'ímahum Fyrir tilviljun barst mér í hendur í dag siðasta eintak af Mánudagsblaðinu. Það virtist um fátt merkilegt, en greinaflokkur nokkur, undir gleiðletraðri fyrirsögn, vakti athygli mína, Fyrirsögnin var svohljóðandi: „Hótelin“ og fornfrægir staðir, og undir-1 fyrirsögn: ” Laugarvatns- hneykslið. — Verndið sögu- staðina fyrir húsameistara. — Gistihúsið Valhöll. — Nið- urníðsla Kirkjubæjarklaust- urs. Ég ætla alveg að ganga framhjá að ræða nokkuð um innihald greinaflokks þessa, vegna vanþekkingar minnar á því, sem þar er sagt, nema þess síðasta, sem kallað var Niðurníðsla Kirkjubæjar- klausturs. — Það er áreiðanlega í fyi’sta sinn, um langan tíma, að það hafi heyrzt, hvað þá sézt á prenti, að hinn fornfrægi staður, Kirkjubæjarklaustur, sé í niðui’níðslu og að vinnu- brögð öll og framferði fólks- ins þar, sé svo mikil „hrylli- mynd“, eins og blaðið orðar það, að greinarhöfundi „sé um og ó að bregða líenni upp fyrir bæjarbúa“. Ef til vill góð mynd fyrir sveitafólk? Þeir, sem þekkja til þeirra ágætismanna, sem um langa hríð hafa byggt Kirkjubæjar- klaustur, og þá þekkja að minsta kosti allir Vestur- Skaftfellingar, geta ekki tek- ið þegjandi við slíkum ábui’ði, sem þeim, er birtur er í á- minnstri grein í einu blaði höfuðborgarinnar, á hendur þeim ' ágætismönnum, sem Klaustui’bræður eru, sem ekki hvað sízt lýsir sér í þeim stór- brotnu framkvæmdum, sem þeir hafa ráðist í, staðnum til umbóta og prýðis. Til þess nú að hnekkja þeim rakalausa óhróðri sem borinn er á hendur ábúendum Kirkjubæjarklausturs, sem eru þeir bræðurnir Siggeir, Valdimar, Helgi, Júlíus og Bergur Lárussynir, skal hér í stuttu máli skýrt frá þeim framkvæmdum sem þar hafa verið gerðar og eru að gei’ast hin síðustu ár. Lárus Helgason bjó urn langa hríð á hinum fornfræga stað rausnarbúi. Efldi hann staðinn mjög með stórfelldum ! framkvæmdum þeirra tima1 og hóf staðinn til fornar virðingar. Auk þess sem hann fórnaði tíma og kröftum til viðreisnar og hjálpar þeim er minnimáttar voru og hvatti þá til aukinna átaka og dáða af sínuin alkunna skörungs- skap. Síðan hann leið hafa synir hans allir staðið sem einn maður að því að gera Kirkju- bæjai’klaustur að einu hinu mesta höfuðbóli þessa héraðs, meö stórfelldum framkvæmd um, sem lýsa eindæma stór- hug og framsýni. — Þar hefir verið byggð ein stærsta raf- stöð er til er hérlendis á ein- um sveitabæ, ráðist í ein- stæða og stórmerka ræktun- arframkvæmd, þar sem um er að í-æða að græða upp allan Stjórnai’sand. Gróðursettar þúsundir trjáplantna í brekk- urnar fyrir ofan bæinn og við hann, sem mun áður langt um liður, verða ein höfuð- prýði staðarins, komið upy myndarlegu gistihúsi, að vísu (Framhald & 6. siSu). VINSTRIMENNSKA í ALÞÝÐUFLOKKSINS I Álþýðublaðið þykizt ætla að afsanna það í gær, að Framsóknarfl. sé „vinstri flokkur“. Málflutningurinn er eins „góðgjarn" og „heið- i arlegur" og vænta mátti.' Þess gei’ist því enginn þörf, að svara honum. Hins vegar er rétt að benda á það í þessu sam-; bandi, að annað verkefni stendur Alþýðublaðinu stór- j um nær, og það er að sýnaJ fram á, að Alþýðuflokkur- j inn sé „vinstri flokkur,“ eins og hann þó þykizt vera. Það væri t. d. fróðlegt, ef Alþýðu- blaðið vildi benda á ein- hverjar aðgerðir Stefáns Jóhanns í húsnæðismálunum og Emils Jónssonar í verzlun- armálunum, er bæru þess merki, að Alþýðuflokkurinn væri „vinstri flokkur?“ Því er sérstaklega spurt um þetta, að Stefán Jóhann hef- ir verið húsnæðismálaráð- herra og Emil Jónsson verzl- armálaráðherra nú um 2yz árs skeið. Alþýðublaðið ætti vissu- lega að sanna vinstrimennsku Alþýðuflokksins áður en það fer að deila um skort á henni hjá öðrum. ★ TÓMAHLJÓÐIÐ í ALÞÝÐUFLOKKNUM f svari sínu til Framsókn- arflokksins, 9. þ. m., viður- kennir Alþýðuflokkurinn að fljótlega muni verða þörf rót tækra ráðstafana til að tryggja rekstur sjávarútvegs- ins. Hann nefnir hins vegar ekki einu oröi, hvei’jar þess- ar ráðstafanir eigi að vera, en læst hins vegar bæði vera mótfallinn gengislækkun og niðurfærzlu. Það væri fróðlegt að vita, hvað þaft er, sem Alþýðu- flokkurinn vill þá gera- — Hvers vegna stendur það í honum að nefna þessar rót- tæku ráðstafanir, sem hann telur að verði nauðsynlegar? Eru þær kannske þannig, að ekki mega nefna þær fyrr en eftir kosningarnar? ★ FAGERHOLM OG STEFÁN JÓHANN i Fagerholm forsætisráð- , herra Finna á nú í baráttu j við verkfallsöldu, sem komm únistar hafa vakið þar í landi. Fagerholm fer ekki dult með, að hann muni held ur biðjast lausnar en að fallast á kaupkröfur komnt- únista, því að það myndi kippa fótum undan atvinnu- vegiinum og reynast verka- lýðnum sjálfum óhagkvæm- ast, er til lengdar léii." Fagerholm er þannig á annari skoðun en Stéfári Jóhann, flokksbróðir háris á íslandi. Stefán kaus heídur að fallast á verulegar k^'úp- hækkanir á síðastl. vori' en að knýja fram kröfur verka- Iýðsfélaganna um lækkun dýrtíðarinnar. Hann riiat meira að vernda hagsmuiii braskaranna en að hug,sa um framtíð atvinnuveganria og afkomu verkamanna í því sambandi, eins og Fagerlíolm gerir. Hér er því spurning fyrir Alþýðublaðið: Hvern álítur það meiri verkalýðssinna .og þjóðhollari stjórnmálamann Fagerholm eða Stefán xjór hann? ★ NÝJA HREYFINGÍtf t GULLBRINGUSÝSLI^ Það sést orðið á ýmsu, að Sósíalistaflokkurinn missir nú frá sér sem óðast ýipsa vinstri sinnaða menn, er trúðu því um skeið að hann væri aðeins róttækur vinstri flokkur. Þannig hefir t. d. Hermann Guðmundsson i Hafnarfirði neitað að vera í kjöri fyrir hann og Jónas Haralz hefir enn sem komið er neitað með öllu að vera í framboði fyrir flokkinn. Til þess að reyna að leyna þessu fráhvarfi vinstri sinn- aðra manna, hafa kommún- istar hafið blaðaútgáfu í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og segja að hún sé studd af „kommúnistum og vinstri mönnum“ þar. Ekki hefir Þjóðviljinn þó énn getað nafngreint aðra sem stuðn- ingsmenn blaðsins en eld- heita kommúnista. Það má búast við því, að kommúnistar reyni víðar að setja upp slík málamyndar- samtök „kommúnista og vinstri manna“ í þeirri von að geta þannig enn um stund blekkt einhverja sak- leysingja til fylgis við sig. En þeir verða aldrei margir, sem nú láta blekkjast í slóð Sig- fúsar Sigurhjartarsonar og Héðins Valdimarssonar. Hrun kommúnista verður ekki taf- ið né stöðvað hér frekar en annars staðar með þessum eða öðrum skrípalátum. Smíðakennsla Handíðaskól- ans fyrir bændaefni Síðastliðin sjö ár hefir Handíðaskólinn árlega hald- ið uppi fjölbreyttri verklegri kennslu fyrir efnilega, lag- tæka pilta úr sveitum lands- ins. Sökum þröngra húsa- kynna hefir að jafnaði eigi verið hægt að veita viðtöku nema 4—5 piltum til þessa náms. Eins og að undanförnu verður þessari kennslu hald- ið uppi næstk. vetur. Hefst kennslan 1. okt. og lýkur í lok aprílmánaðar. Eru pilt- arnir við nám að heita má allan daginn, eða frá kl. 8 að morgni fram til 5—6 síð- degis. Megináherzla er lögð á trésmíði. Á undanförnum árum hafa flestir þessara pilta smíðað sér marga góða og vandaða gripi, einkum búshluti og húsgögn. Frá því er skólinn hóf göngxx sína fyrir 10 árum hefir í þessari kennsludeild skólans .fþi.lfil rækt verið við það lögð„ að finna hentuga, einfalda ep. fagra gerð húsgagna, er... vel henti á íslenzkum sveitabýl- um- Fyrir tveimur árum gaf skólinn út teikningar að slík- um húsgögnum, sem kenn- arár skólans höJfðu teiknað. (Framhald á 7. síSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.