Tíminn - 26.08.1949, Síða 4

Tíminn - 26.08.1949, Síða 4
4 n TÍMIXX, föstudaginn 26. ágúst 1949 178. blað ÞORKELL KRAFLA: Litla og stóra íhaldið — ein útgerð á tveimur skipum :Oaginn eftir. Aldrei mun hafa sést i.neiri breyting á blaði en A1 býdublaðinu — daginn eftir ,iö kosningar voru ákveðn- ar. í þrjú ár hefir það verið eins og aukaútgáfa af Morg unblaðinu. En daginn eftir ao yitað var um kosningar ;arö það skyndilega radikalt, íullt af áhugamálum og 1 jandsamlegt íhaldinu! jEin útgerð — iveir bátar. Ef menn ætla að fiska á tvennskonar miðum sam- fimis verða bátarnir að vera tveir þótt hluthafar í útgerð beggja bátanna séu hinir söttm. — Atkvæðatala Alþýðu flókksins yrði ekki há, ef Al- þýðublaðið væri skrifað í kosn lingum eins og milli kosninga —■ eða réttara sagt, ef blaðið væri skrifað eins og broddar í'lokksins hugsa og breyta í íramkvæmd og verki. Alþýðan þögul — íhaldið hlær. Ég hefi séð, að það slær hálf gerðum óhug á alþýðu manna við að lesa þessi skrif — og auglj ósu tvöf eldni Alþýðu- blaðsins. Umskiptin eru svo snögg, að það er eins og blað- ið sé að hæða lesendurna. íhaldið hlær líka óspart að þessum skrifum. Það hlær, en er hálfgramt yfir hæfileika- leysinu í leikaraskapnum, — enda getur það úr flokki tal- að. — Skulu nefnd nokkur dæmi. Svei heildsölunum! í hverju blaði Alþýðublaðs- Ins er nú heildsölunum sveið- að! Mikið held ég að greindir kjósendur taki þetta alvar- lega, minnugir Stefáns Jóhanns, formanns Alþýðu- flokksins. Hann fór á vegum ríkisstjórnarinnar fyrstur eft ir stríð til Svíþjóðar til að gera verzlunarsamninga. Til hvers varð ferðin. Stefán s^ofnaði hið fræga heilsölu- firma, er náði í mörg sænsk umboð. Alþýðublaðið birtir teikningar af sæg af heild- sölum með ýstru mikla. Ýms- jim virðast þær harla líkar Stéfáni Jóhann. Svarti markaðurinn ...,gr daglega umræðuefni Al- þýðublaðsins, alveg eins og það hafi aldrei haft áhuga fyrir öðru en að útrýma hon- um. En hvers verk er svarti markaðurinn? Hver afhenti ihajdinu öll lyklavöld verzl- onarinnar fyrir að fá að sitja i ráðherrastólnum? Hver af- henti þeim verðlagsstjóra, skömmtunarstjóra, formann viðskiptanefndar og fjárhags ráðs? Hver greiðir atkvæði á Aiþingi, í ríkisstjórn, í öllum nefndum, með íhaldinu til þess að viðhalda núverandi astandi í verzlunarmálum? Heldur vesalings Alþýðuflokk urinn að hann geti feikt í burt, þjónustu sína fyrir heild saladótið með því að skamma það og þann verzlunarmáta, sem Alþýðuflokkurinn hefir notaö vald sitt til að búa til | og vernda? Hverskonar tegund af fólki heldur flokkurinn að kjósend ur séu? Skoplegust þó eru skrif Alþýöublaðsins um Eggert Kristjánsson. Fyrst talaði það hlýlega um hann. Brátt sá það, að ekki dugði sá fjandi. Nú segir Al- þýðublaðið að greinilegasta dæmið um frekju heildsal- anna sé „hin ruddalega inn- reið Eggerts Kristjánssonar heildsala í Strandasýslu með nóg af gulli til aö kaupa at- vinnutæki og sennilega fleira ef falt er.“ En hverjir nota atkvæði sín til þess að haga verzluninni þannig að heildsalarnir eru með „nóg af gulli“ alþýðunn- ar í vösunum? Hámark hræsninnar mætti það líka kalla, að blað ið, sem þannig skrifar og læst nú meina þetta, sendi flokks- mann sinn Jón Axel Péturs- son í Fiskimálanefnd til þess að selja Eggert frystihúsið og aðstoða við „hina ruddalegu innreiö.“ Ilvaðan eru peningarnir, sem heildsalar og þesskonar manntegundir nota til hinna „ruddalegu innreiða“ sem er móðgun við sæmilegt fólk, eins og Alþýðublaðið réttilega undirstrikar? — Kaupfélagið á Hólmavík selur eitt bygging arvörur á stóru svæði Strandasýslu. Kaupfélagið hefir þrátt fyrir ítrekaða þrá beiðni til Viðskiptanefndar, ekki fengið Ieyfi fyrir meira en um helming þess efnis, sem þarf til að nægi fjárfest ingarleyfum á svæðinu. Hitt verður að knékrjúpa heildsöl unum til að fá eins og nú horfir. Og hver stendur fyrir þessari verzlunaraðferð? Auð vitað enginn annar en Al- þýðuflokkurinn — með at- kvæðum flokksmanna sinna í Viðskiptanefnd. Með slíkri vernd á braski heildsalanna á kostnað alþýðu manna, er þeim auðvelt að græða fé og kosta „ruddalegar innreiðir.“ Peningarnir sem notaðir eru til hina „ruddalegu inn- reiðar“ víöa um land, þótt hún sé, ef til vill ruddalegust innreiðin í Strandasýslu, þeirra afla hcildsalarnir með atkvæðum þingmanna Al- þýðuflokksins, fulltrúa þeirra í verzlunarnefndunum og með atkvæðum ráðherra flokksins, ef þarf. Þetta eru staðreyndir, sem liggja fyrir í vinnubrögðum Alþýðuflokksins undanfarin ár. Eru Iíkur fyrir breytingu? Líkur fyrir breytingu í vinnubrögðum Alþýðuflokks- ins eru engar. Til þess að hrista af sér þær afætur, sem heildsalarnir eru, verður að koma í veg fyrir að Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafi meirihluta vald á Alþingi eftir kosning- ar. Ef þeir halda meirihlutan um heldur verzlunarsvindlið í öllum sínum myndum á- fram. Það stendur með þeim og fellur með þeim, hvernig sem Alþýðublaðið skrifar núna. Skrif Alþýðublaðsins nú eru svona vegna þess, að nú þarf þessi útgerð, sem er eitt bak við tjöldin, að fiska á tvennskonar miðum við kosningarnar. Eftir kosningarnar verður aflinn sameinaður í eina kös, þá sömu sem nú er, þá sömu sem nú hefir meirihluta á Alþingi — og nota það eins og staðreyndirnar sanna í verzlunarmálum og öðrum málum. Það er hægt að brosa að skrifum Alþýðublaðsins um heildsala, svartan markað, húsaleiguokur og allt það. En að taka það alvarlega, — taka það sem stefnubreytingu frá því, sem nú er, skyldi eng- inn gera. Fyrir það verður hann að greiöa skatt úr eig- in pyngju næsta kjörtímabil. íhöldin verða söm við sig eftir kosningarnar. Það, eina, sem dugar, eina vörn þjóðar- innar gegn verzlunarorkrinu, húsaleiguokrinu, vöruþurð og svarta markaðnum er að taka meirihlutavaldið af þeim flokkum, sem hafa búið til þessa verzlunaraðferö og mun halda henni áfram eftir kosningar, ef þeir hafa vald til. SKÍPAUTG€«Ð RIKISINS „Skjaldbreið" til Vestmannaeyja hinn 30. þ. m. Tekið á móti flutningi á mánudag og árdegis á þriðju dag. Pantaðir farseðlar ósk- ast sóttir á mánudag. „ESJA” vestur um land til Akureyrar hinn 31. þ. m. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar, ísafjarðar, Siglufjarð- ar og Akureyrar árdegis á morgun og á mánudag. Pant aðir farseðlar óskast sóttir á mánudag. í dag er einn af merkismönn- um þessarar þjóðar sjötugur. Það er Steingrímur Arason kennari. Hann hefir lengi verið þjóð’kunnur maður og að ýmsu leyti brautryöjandi í uppeldis- málum þjóðarinnar. Blöðin munu að sjálfsögðu flytja af- mælisgreinar um þennan merk- ismann, en mig langar líka til að helga honum að vissu leyti spjallið í baðstofunni í dag. Islenzkar barnabókmenntir voru ekki sérlega fjölskrúðugar þegar Leikföng komu út, en það var safn af sögum eftir þá Steingrím Arason og Hallgrím Jónsson, en kostnaðarmaður bókarinnar var Jörundur Bryn- jólfsson. Þeir félagar þrír höfðu þá um hríð gefið Unga ísland út og það er áreiðanlegt, að með ritstörfum sínum og útgáfu- starfsemi unnu þeir sér varan- legar vinsældir og ítök meðal margra ungra lesenda. Þá sáu menn, að Steingrímur var mannvinur og hafði tök á skáld- skap, bæði í bundnu og óbundnu máli. Þá birti hann meðal ann- ars þessar fallegu og spaklegu sísur: Unglingur kann ekki að stýra, ýmsar stefnur skipið tekur, flestir meta farminn dýra fyrst þegar upp á skerið rekur. Hafðu á bátnum beztu gætur. Beygðu ei í kjölfar hinna. Mundu það, að mamma grætur missirðu fleyið vona þinna. Þessar vísur bera í sér lífs- skoðun og lífsstarf Steingríms. Hann vildi vekja unga fólkið til ábyrgðar og kenna þvi að verða farsælt. Seinna komu frá Steingrími barnabækur, sem voru nýjung hér á landi. Þær voru við hæfi yngri barna og óþroskaðri í lestri en átt höfðu áður nokkrar lesbækur við sitt hæfi á ís- lenzku. Hér er nóg að nefna Unga litla og Litlu, gulu hæn- una. Þar var Steingrímur að nema ný lönd og auka nýjum þætti við islenzka menningu. Á síðustu árum hefir Stein- grímur skrifað Mannbætur og Fósturdóttir úlfanna kom frá hans hendi á íslenzku. Hann trúir á uppeldið og vill gera þjóð sinni Ijóst, hver ábyrgð fylgir því að umgangast börn, Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10B. Síml 6530. Annast sölu fastelgna, sklpa, blfreiða o. fl. Enn- íremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagl ís- lands h.f. Viðtalstlml alla virka daga kl. 10—5, aðra tima eftir samkomulagi. — hve miklu er hægt að spilla, ef illa tekst til og hve mikið er þar að vernda og græða, ef rétt er á haldið. Steiiigrímur er ekki mann- vinur til þess að sætta sig við alla vitleysu og finna ekki að neinu. Fáir munu hafa skrifað rökfastari og snjallari ídeUu- greinar en hann getur brugðið fyrir sig. Hann hefir t. d. skrif- aö um tóbaksnautn og pá ónær- gætni og yfirgang reykinga- manna, að skemma orðalaust hús og húsgögn, þar sem þeir koma inn, með því að blása reykjarfýlunni út um allt loítið, svo að hún situr eftir í öllu, sem inni er. Það þarf kjark og hreinskilni, manndóm og hug- sjón, til að segja slíkt. Á síðasta vetri kom út lítil bók með kvæðum eftir Steingrím Arason og hafði hann gefið sjóði einum, sem vinnur að menningarmálum, handritið. Þetta er falleg bók og þó að Steingrímur sé ekki í röð lipr- ustu ljóðskálda, er formið jafnan sæmilegt, hugsunin fal- leg og margt mjög vel og spak- lega sagt og sums staðar bregður' fyrir gamansemi. Ég ætla að ljúka spjallinu í dag með til- vitnunum í þessa bók: Listin sú er langtum bezt að læra að hugsa og þegja. Sumir þeir, sem mæla mest, minnst hafa til að segja. Fjölmörg byrði óþörf er, eyðir ró og gleði. Þyngst af öllu þótti mér það, sem aldrei skeði. Gleðin sú, er fékkst úr flösku, fáum haldgóð varð; oft hefir lítill leki brotið langan stíflugarð. Hve Ijúft ér að verða að liði um langan og fagran dag, í kærleikans kyrrð og friði svo kveðja um sólarlag. Og það fer vel á því að enda þessar tilvitnanir, sem gerðar eru af handahófi, mel þessu litla erindi, sem geymir lífsskoð- un Steingríms og trúarjátningu: Hlutverk þitt er, vinur minn, heiminum í, að hjálpa þjáðum bróður og vaxa á því. Starkaður gamli. Innilega þökk fyrir auðsýna samúð við andlát og jarðarför föðursystir okkar, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Frændsystkinin Kjörseyri Hjartanlega þökkum við öllum vinum og vanda- mönnum, sem heiðruðu okkur með heimsóknum, gjöf um og skeytum 31. júlí s. 1. í tilefni af 50 ára hjúskap- arafmæli samhliða 80 og 75 ára aldursafmæli okkar. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Einarsdóttir, Sigvaldi Guðmundsson Sandnesi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.