Tíminn - 26.08.1949, Síða 8

Tíminn - 26.08.1949, Síða 8
y „EKLEJVT YFÍitMT I DAG: Erfiðleikar Gottwalds. 33. árg. Reykjavík „Á FÖRJVt/M VEGI« í DAG: Þar sem ríkið fiengur á undan. 26. ágúst 1949 178. blað K Skáldkonan Margit Ravn á förum héöan Heflr unað sér vel á Íslandi. Síðastliðinn mánuð hefir dvalið hér á landi norska skáldkonan Margit Ravn, höfundur ungmeyjarbókanna vin- sælu. Megnið af tímanum dvaldi hún á Akureyri, en hún kom hingað í boði horsteins M. Jónssonar, sem gefið hefir út 19 af bókum hennar, í þýðingu Helga Valtýssonar. Frúin heldur heimleiðis með Dr. Alexandrina í kvöld. Tíðinda- maður blaðsins náði sem snöggvast tali af frúnni í gær- morgun að Hótel Borg. Hefir unað sér vel hér. — Eg hef haft ákaflega gam a'n af að koma hingað í heim- sókn, sagði hún. Mig hafði aldrei dreymt um það, að ég ætti eftir að fara til íslands, og sennilega hefði ég aldrei komist hingað, ef Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri hefði ekki boðið mér. — Eg hefi ferðast talsvert um landið, til Mývatns og Ásbyrgis, og svo auðvitað til Gullfoss og Geys- is. Og ég er alveg heilluð af náttúrufegurð íslands, sem er sérkennilegri en allt annað, sem ég hefi áður séð. Eink- um var ég hrifin af Mývatns- sveit og öllum náttúruundr- unum þar. Og ekki hefir það spillt fyrir, að allir hér hafa verið mér ákaflega góðir og borið mig á höndum sér. Lú?t vel á íslenzku stúlk- urnar. — Hvernig lízt yður á ís- lérizku stúlkurnar? Aldeilis prýðilega. Þær eru yfirleitt ljómandi myndarleg ar, a. m. k. þær sem ég hef séð. Þær eru ef til vill dálítið dekkri á brún og brá, en norsku stúlkurnar, en ann- Trufla útvarp ars held ég, að ungar stúlk- ur séu allsstaðar sjálfum sér Iíkar — hvort sem það er í Noregi eða á íslandi. Von á nýrri bók í október. — Er von á nokkurri nýrri bók frá yður á næstunni? — Já, það kemur út ný bók eftir mig 1 október næst- komandi í Noregi. Og næsta ár mun svo koma framhald af þeirri bók og hef ég von um, að geta þá skroppið með söguhetjuna, sem er ung stúlka, í stutta ferð til íslands. Og það verður áreiðanlega skemmtileg ferð, því hingað er skemmtilegt að koma. Margir aðdáendur. Hinir fjölmörgu aðdáendur frú Margit Ravn hér á landi, sem bæði munu í hópi eldri og yngri kynslóðarinnar, þakka henni kærlega komuna hingað og hlakka til þess að sjá, hvernig ungu söguhetj- unni hennar líst á sig hér á íslandi. Vill að V.-Þýzka- land gangi í N.A.- bandalagið Konrad Adenauer formað- ur kristilega lýðræðisflokks- ins í Þýzkalandi flutti ræðu í gær og ræddi um stöðu Vest ur-Þýzkalands í framtíðinni. Sagði hann meðal annrs, að Vestur-Þýzkaland yrði að stefna að því að gerast sem fyrst aðili að N.-Atlanzhafs- sáttmálanum. Títós Kominform hefir nú hafið raunVerulegt útvarpsstríð við Tító. Útvarpa stöðvar komm- únista á sömu bylgjulengd og á sama tima og rikisút- varpið í Beograd. Eru þá flutt ar margs kyns áróðurssögur um Tító og .svik hans við þjóð sína. ÞEKKTILÍKIÐ ÁLYKLUM í gær var fyrirskipuð þjóð- arsorg í Frakklandi eins og skýrt var frá í frétt- um í gær. Leikhús, kvikmynda hús og alllr skemmtistaðir voru lokaðir og fáni var dreg inn í hálfa stöng á opinberum byggingum. Um 80 lík hafa staðið uppi í skólum og ráð- húsinu í Þorpinu Cesta. Þar brunnu um 200 íbúð arhús til ösku. Ættingjar reika þar um meðal lík- anna og reyna að þekkja þau. Þar þekkti kona ein lik manns síns á nokkrum lykl- um, er hann hafði borið á sér. En líkið var svo brunnið, að hún gat borið leifar þess heim til sín vafðar inn i dagblað. Syngur fyrir Rauða Krossinn Þýzki óperusöngvarinn, August Griebel, frá Kölnar- óperunni, sem hér hefir dval ið að undanförnu, efnir til söngskemmtunar í Gamla Bíó í kvöld kl. 7,15 til ágóða Danska serumstofnunin fús til samvinnu um rannsókn búfjársjúkdóma Fyrir nokkru var á ferð hér á landi þekktur danskur vísindamaður, Albert Hansen, dr. phil., deildarstjóri í ser- umstofnun danska ríkisins. Hefir dr. Hansen meðal annars unnið sér það til ágætis, ásamt tveimur öðrum dönskum vísindamönnum, að finna nýja aðferð við lækningu gin- og klaufaveki. Nýtur hann hins mesta traust við rannskón- ir og lækningar búf jársjúkdóma í Danmörku. fyrir Rauða Kross íslands og Mið-Evrópusöfnunina, — og rennur allur inngangseyrir- inn til þessara stofnana. Hef ir söngvarinn mikinn áhuga fyrir þvi að styrkja þessar stofnanir. Söngskráin er mjög breytt frá því, sem var á fyrri söngskemmtuninni og verða þar m. a. tónverk eftir Mozart og er söngskráin mjög fjölbreytt. Dr. Urbantschitsch verður við hljóðfærið- Þessi þýzki söngvari hefir yfirleitt fengið mjög góða dóma fyrir söng sinn. Hann söng inn á plötur fyrir ríkis- útvarpið í gær. Hann fer heimleiðis í fyrramáliö og getur ekki dvaliö hér lengur þótt hann gjarna vildi, vegna þess aö hann á innan skamms að syngja aðalhlutverkiö í Meistarasöngvunum eftir Wagner í Köln. Söngvarinn lætur hið bezta yfir dvölinni hér. Hann hefir ferðazt nokk uð um Suðurlandsundirlend- ið og meðal annars séð Geys- isgos. Sakaður um mil- jónamorð — en neitar Síðustu brezku réttarhöld- in yfir þýzkum hershöfðingja hófust í Hamborg í fyrradag og héldu áfram í gær. Eru þau yfir hinum 61 árs gamla hershöfðingja von Manstein. Er hann ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða hálfrar milljón manna í þýzkum fangabúðum síðan 1942. í á- kærunni eru dauðaorsakir nefndar misþyrmingar, skot, gasköfnun, drukknun, heng- ing og bruni. Fullar sannanir eru skjalfestar um það, að hann hafi sjálfur gefið skrif- legar fyrirskipanir um líflát manna með þessum hætti. Ákæran er í 17 aðalliðum og 39 blaðsiður að lengd. Forseti réttarins, Frank Simpson, las kæruna fyrir Manstein í rétt inum og spurði hann í lok hverrar aðalgreinar, hvort hann játaði sig sekan um Tíðindamaður frá Tíman- um hefir hitt dr^Hansen að máli og spurt h£tnn um ís- landsferðina. Kváðst hann hafa upplifað meira á íslandi á tíu dögum en heilu ári heima, enda ferðast víða um með vini sínum og' kunningja er boðið hafði sér til íslands, Oddi Jónassyni, frúmkvæmda stjóra. Annars kom dr. Hansen einn til íslands árið 1939, svo að jhann þekkti nokkuð til lands hátta. Meðal annars heimsótti dr. Hansen rannsóknarstöðina að Keldum í Mosfellssveit, skoö- aði tæki hennar, og kynnti sér nokkuð viðfahgsefnin. „Við í dönsku..jtofnuninni erum reiðubúnir-tii samstarfs við íslendinga á þessu sviði, ef það mætti verða til stuðn- ings við rannsóknir og tilraun ir til lækninga á-þúfjársjúk- dómum, sem við ér að stríða á íslandi“, sagði.,dr. Hansen að lokum. Inntakan^form- lega staðfest í gær var innganga Dan- merkur i Atlantfhafsbanda- lagið formlega stáðfest við há tíðlega athöfn í Hvíta húsinu í Washington eg var Truman viðstaddur. Hinrik Kauffman sendiherra Dana.:.j; Washing- ton kom þar fraiji:iýrir hönd lands síns. Samtímis fór fram sams konar staðfesting varð andi Portúgal og; Ítalíu. þetta ákæruatriðl, og sautján sinnum stóð Mansiein upp og svaraði: Saklaus..-. Manstein er 938. og síðasti Þjóðverjinn, sem leiddur er fyrir brezkan..-. stríðsglæpa- rétt eftir styrjöldina. Viðurkenna ekki 12-mílna landhelgi Rússar hafa borið fram þá kröfu, að landhelgi þeirra verði ákveðin 12 mílur í Eystrasalti. Þetta hefir þó ekki verið viðurkennt, en rússnesk varðskip hafa leyft sér að taka höndum sænska og danska fiskimenn, sem farið hafa inn fyrir þessa línu. Hafa orðið nokkrir á- rekstrar af þessum sökum, eins og kunnugt er. Nú hefir brezka herstjórn- in í Þýzkalandi lýst yfir því, að hún geti ekki fallizt á þessa kröfu Rússa um 12 mílna landhelgi í' Eystrasalti, og færir þau rök fyrir máli sinu, að Bretar hafi aldrei fallizt á að samþykkja meira en 3 mílna landhelgi hjá nokkru ríki, og geti því ekki fallizt á kröfu Rússa, bæði vegna Breta sjálfra eða Austur-Þýzkalands. Samtímis þessu hefir her- stjórnin þó aðvarað þýzka fiskimenn að fara ekki inn fyrir landhelgislínu þá, sem Rússar hafi ákveðið til þess að losna við óþægindi. Hollendingar vinna Belgi í frjálsum íþróttum Um síðustu helgi fór fram landskeppni í frjálsum íþrótt um milli Belgíu og Hollands. Holland vann með 88 stigum gegn 87. Mesta ath. vakti sig- ur Hollendingsins Slijkhuy’s i 1500 m. hlaupi og vann hann Gaston Reiff. Tími hans var 3:43,8 sek. sem er þriðji bezti tími, sem náðst hefir í heim- inum og bezti tími, sem náðst hefir í heiminum í ár. Er þetta nýtt hollenzkt met, en gamla metið var 3:49,6 sek. Heims- metið á vegalengdinni eiga Svíarnir Hágg og Strand 3:43,0. Alþjóðamót í Zúurich. Nýlega var haldið mót í Zúrich og tóku nokkrir banda rísku keppendanna, er kepptu í Osló í s. 1. mánuði þátt í mótinu. Bezta afrekið vann Richard í stangarstökki, stökk 4,50 m. Heimsmethafinn í kúluvarpi James Fuchs varp- aði kúlunni 17,96 (heimsmet- ið er 17,79), en kúlan reyndist vera of létt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.