Tíminn - 31.08.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.08.1949, Blaðsíða 5
182 blað TÍMINN, miðvikudaginn 31. ágúst 1949 5 Miðvihud. 31. áffúst ál málanna ERLENT YFIRLIT: Qhugnanlegt morðmál Fi*önsk ekkjja ákæt’IS fyrtr að liafa drepið margt mairna með eltrt. Alþýðublaðið kallar forustu grein sína í gær: Mál mál- anna. Uppistaðan í greininni er að lýsa andstöðu Alþýðu- flokksins gegn niðurfærslu eða gengislækkun. Þótt belgingur Mbl. sé oft mikill, er hann þó tæplega jafn hlálegur og þessi belging ur Alþýðublaðsins. Alþýðu- flokkurinn hefir nefnilega ó- trauður stutt allar stjórnarað gerðir, sem miðað hafa að verðrýrnun peninganna. Síð- an hann fékk stjórnarforust- una hefir hann beitt sér fyrir mörgum tollahækkunum, sem raunar eru ekkert annað en gengislækkanir.Undir forustu Alþýðuflokksins hefir líka verið gerð eina niðurfærslan, sem ráðist hefir verið í, vísi- töluskerðingin. Öll fortíð Al- þýðuflokksins afsannar því eins og verða má þennan belg ing Alþýðublaðsins. í bréfi því, sem Alþýðu- flokkurinn skrifaði Framsókn arflokknum 9. þ. m., er líka viðurkennt, að nauðsyn sé á! nýjum róttækum ráðstöfun- um til að tryggja rekstur framleiðslunnar, en hinsveg- ar verði flokkurinn að nefna það, hverjar þessar róttæku1 ráðstafanir eigi að vera. Hann i segist ekki vilja gera það að svo stöddu — þ. e. fyrir kosn- ingarnar. Samkvæmt framansögðu er alveg óhætt að fullyrða það, að eftir kosningarnar verður enginn ágreiningur um það milli þeirra flokka, sem staðið hafa að núverandi ríkisstjórn, að grípa verði til róttækra ráðstafana til hjálpar fram- leiðslunni eins og niður- færslu, gengislækkun eða annara þvílíkra. Um það mun ekki verða deilt og það því ekki verða neitt málanna, eins og Alþýðublaðið vill vera láta. Um hitt verður aftur á móti deilt, hvort fyrir eða jafn- hliða skuli gerða aðrar ráð- stafanir til að draga úr dýr- tíðinni og tryggja framlög hinna ríku, svo að kjaraskerð ing bænda og launamanna verði sem minnst. Það er deilan um þetta, sem verður mál málanna. Framsóknarflokkurinn mun gera það að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir stuðningi sínum við niðurfærslu eða gengis- lækkun að jafnhliða verði gerðar ráðstafanir i- verzlun- ar- og húsnæðismálum, er bæti kjör almennings, og tryggt verði með stóreigna- skatti og öðrum aðgerðum, að auðmennirnir leggi fram sinn fulla skerf til viðreisnarinn- ar. Framsóknarflokkurinn lít- ur svo á, að tilgangslaust sé að ráðast í gengislækkun eða niðurfærslu, nema framan- nefndar ráðstafanir séu gerð- ar áður eða jafnhliða. Ann- ars sé ekki hægt að fá almenn ing til að sætta sig við þær, enda fyllsta ósanngirni að ætla að leggja byrðarnar á hann einan og iáta auðmenn ina og braskarana sleppa. Reynslan sýnir hinsvegar, að samlokuflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, munu beita sér gegn slíkum ráðstöfunum. Það sýnir sú afstaða þeirra Um þessat mundir er á döf- inni í Frakklandi morðmál, sem vekur engu, minni athygli en mál enská’ sýrumorðingjans, sem mest v.ar rætt um í vetur og sumar. Auðug ekkja, Marie Besnard, var fyrir nokkru á- kærð fyrir að hafa byrlað manni sínum eitur, en síðan þykir hafa Sanpast, að hún hafi ráðið 13 vandamönnum sínum bana á sama hátt. Meðal þeirra eru faðir hennar og móðir. Morðin framdi hún öll í fjár- auðgunarskyni seða til að fá arf eftir þá látnu. Saga þessa máls er rakin í eftirfarandi grein eftir norska blaðamanninn Axel Kielland, sem er fréttaritari Dagbladets í París. Síöan greinin var skrif- uð hafa fleiri morð sannast á Marie. - Til þess að skilja þennan harmleik til hlítar verða menn að vera kunnugir þorpinu Lou- dun. Flestir franskir smábæir | eru hrífandi, að sumu leyti, með ! allar sögusmetturnar og Gróu- sögurnar, sem þar fljúga á milli manna — eins og t. d. Cloche- merle í skáldsögu Chevaliers. En Loudun er eingöngu óhugnan- legt þorp. Þar lifa enn sagnir frá 17. öldinni og þorpsbúar saka hver annan enn þann dag í dag um galdra. Þar var Ur- bain Grandier píndur og brennd ur á báli, og almenningur trúir því enn, að kölski sjálfur heim- sæki þorpið alltaf annað veifið, í ákveðnum erindagerðum. Hatri'ð milli hinna ýmsu f jöl- skyldna er ennþá lifandi og sterkt, eftir 400 ár, og óhugn- anlegar sögur um blóð og glæpi ganga enn manna á milli. Ef einhver deila kemur upp — hvort sem það er um konu eða jarðarskika — þá er þegar rifj- að upp allt það, sem viðkom- andi fjölskyldum hefir borið á milli frá því fyrsta. Og það hafa margir einkennilegir atburðir gerst í Loudun — dularfull sjálfsmorð, undarlegir eldsvoð- ar, erfðagripir hafa horfið o. s. frv. Það hefir aldrei neitt veriö upplýst um mál þessi — ekki eitt einasta þeirra. En það er pískrað og hvískrað í hverjum krók og kima og andrúmsloftið í þorpinu er þrungið illkvittni og rógburði. Fyrir tuggugu árum gengu þau María og Leon Besnard í heilagt hjónaband og það gekk allt saman vel, eins og venjan er með slík hjónabönd, sem stofnað er til af skynsemi. Leon var af auðugu fólki kominn og átti í vændum mikinn arf.María var dugnaðarkona, en alltof fíkin í veraldlegan auð, eftir því sem nágrannarnir sögðu. Margir dóu einkennilegum dauðdaga fyrstu 10 árin, sem þau voru gift, en það var ekki fyrr en 1947, að harmleikurinn hefst fyrir al- vöru. Það var þegar yfirvöldin fluttu þýzkan stríðsfanga til Loudun og komu honum fyrir á setri þeirra Besnard hjóna. Alfred Lietz var 21 árs að aldri, stór og myndarlegur, með blá augu. María, sem stóð á fimmtugu, varð ástfangin við fyrstu sýn. Og nú fengu rógtungur þorps- ins byr undir báða vængi. Niðri við ána hafði María lánað Al- fred sínar eigin bleikrauðu silkibuxur til þess að hann gæti fengið sér bað. Þau hefðu kysst hvort annað bak við prests setrið! Ekkert var of gott handa Al- fred, hann'fékk ný föt og reykti ekki annað en dýrustu vindl- inga. Það er hann, sem er húsbónd- in á heimilinu! sögðu þorpsbúar. Og Leon Besnard, hinn frið- samlegasti maður, sem ekki hafði áhuga á öðru en hestum sínum, tók að kvarta og kveina: Ég fæ engu að ráða heima hjá mér, síðan þessi Þjóðverjadjöf- ull kom þangað! Eftir því, sem Leon varð þög- ulli og þungbúnari á svipinn, varð María æ unglegri og blóm- legri. Það var enginn vafi á því, að þetta var í fyrsta sinn á æv- inni, sem hún var ástfangin — og hún var þess reiðubúin að berjast fyrir elskhuga sinn með „kjafti og klóm“. Hún sendi nafnlaus bréf til þeirra, sem gerðust svo djarfir að tala um þetta ástaræfintýri hennar. Þessi bréf voru í senn barnaleg og ósiðsamleg. Þar úði og grúði af dónalegum orðum og orðatil- tækjum, sem engan myndi gruna að dyggðug kona kann- aðist við — hvað þá notaði. Hún sakaði nær allar konur í þorp- inu um að hafa reynt að véla að hafna tillögum verkalýðs- samtakana í vor. Það sést á ástandinu í verzlunar- og hús næðismálunum, sem er sam- eiginlegt afkvæmi þeirra. ÞaS sést á hverskonar hlífð þeirra og undanlátsemi við gróðamenn- og braskara. Þeir munu því láta sér nægja ein- hliða niðurfærslu eða gengis- lækkun og vilja sleppa öllum öðrum ráðstöfunum. Það verður því mál mál- anna eftir kosningarnar, hvort einhliða skuli ráðist í niðurfærslu eða gengislækk- un eða hvort jafnhliða skuli gerðar róttækar ráðstafanir til að vega gegn kjaraskerð- ingunni og þeir ríku látnir borga sinn fulla skerf. Úrskurðurinn í þessu máli málanna mun þó ekki falla eftir kosningarnar, heldur í sjálfum kosningunum. Kosn- ingaúrslitin munu ráða því, hvorri þessari stefnu verður heldur fylgt. Fái Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokku'rinn áfram þingmeirihluta verður annað hvort ráðist í gengislækkun eða niðurfærslu einhliða. Eflist Framsóknarflokkurinn hinsvegar svo mikið, að þess- ir flokkar geta engu komið fram, án samvinnu við hann, mun hann fá aðstöðu til að þvinga hinar ráðstafanirnar fram. Það er um þetta, sem raun verulega er kosið. Það er þetta, sem Alþýðublaðis er að reyna að dylja með hinum hlægilega og innantóma belg ingi um gengislækkun og nið- urfærslu. Af því mega kjós- endur ekki láta blekkjast, heldur marka sér afstöðu eft- ir hinu raunverulega máli málanna, sem hér er réttilega lýst. MARIA BESNARD Leon Besnard og bjó til hinar furðulegustu sögur. Bréf þessi undirritaði hún „Kona, sem grætur“, eða eitthvað þvíumlíkt. Allir vissu, frá hverjum bréf þessi komu. En engum kom til hugar að gera neitt í málinu. Þorpsbúar voru orðnir svo vanir slíku. Lífið á sveitasetri Besnard- hjónanna gekk sinn vanagang: klukkan fimm á morgana sást Leon fara af stað með plóg sinn og hesta. Klukkan 10 kom Al- fred slangrandi út með vindl- ing í munninum og fékk sér sólbað. Þessi dóni gerir bara það sem honum sýnist, andvarpaði Leon. Fyrsta sunnudaginn í október 1947 óku Besnard-hjónin af stað til býlis eins, sem þau áttu í Liboreaux og þar ætluðu þau að dveljast í fjóra daga. Á fimmtudag kom vinur Leons í heimsókn, M. Barodon að nafni, og snæddi hann kjöldverð með þeim hjónum. Skömmu eftir að Leon hafði lokið við að snæða (Framhald á 6. síðuj. Raddir nábúanna Mbl. ræðir í gær um sam- vinnu Sjálfstæðismanna og kommúnista í bæjarstjórn ísafjarðar og segir síðan: „Um bæjarstjórnarsam- vinnuna við kommúnista er það að segja, að í flestum bæjarstjórnum og hrepps- nefndum á íslandi vinna menn úr öllum pólitískum flokkum saman að ópólitísk- um málum og hagsmunamál- um byggðarlaga sinna. Þar gætir yfirleitt ekki stjórn- málaágreinings. Vatnsveitur, raforka og hafnarbætur eru yfirleitt ekki pólitísk mál. Þess vegna getur venjulegt fólk í öllum stjórnmálaflokk- um unnið saman að fram- gangi þeirra.“ Sjálfstæðismenn verða svo sem ekki í vandræðum, þótt þeir missi meirihlutann í bæj arstjórn Reykjavikur. Eftir þessu að dæma munu þeir auðveldlega geta bætt sér tap ið upp með því að vinna þar með kommúnistum. Að dómi Mbl. er þar ekki neitt til fyr- irstöðu. En eftir þessa yfirlýs ingu ætti Bjarni Ben ekki að vera að sverja eins kröftug- lega fyrir öll mök við komm- únista og hann hefir verið að burðast við undanfarið. Erlendi gjaldeyrir- inn og bændnr Mbl. hefir nú telft Gunnari Bjarnasyni fram við hlið Sig- urðar Bjarnasonar til að túlka ást og umhyggju Sjálf- stæðisflokksins í garð bænda og eru enn sem fyrr höfð mörg orð og stór um stórhug flokksins í því að birgja bændur upp að nýjum tækj- um. í því sambandi er rétt að festa sér vel í minni þess- ar staðreyndir. 25. maí síðastl. var gengið til atkvæða í ríkisstjórn ís- fands um þá tillögu Fram- sóknarráðherranna að hækka innflutningsáætlunina fyrir landbúnaðarvélum um 5 milj. króna eða úr 9,9 milj. í 15,7 milj. kr.. Sé gjaldeyrir tekinn af Marshall-framlaginu óaft- urkræfa. TiII. þesi var felld með atkvæðum Sjálfstæðis- manna og ráðherra Alþýðu- flokksins. Framsóknarmenn í Fjár- hagsráði lögðu til, að 6 millj. kr. væri varið til kaupa á jeppabílum, en Sjálfstæðis- menn lækkuðu þá upphæð um helming. Meðan Sjálfstæðisflokkur- inn er þannig að láta trún- aðarmenn þá, sem hann hef- ir sett til valda, fella tillög- ur um að verða við óskum bænda um ný og betri tæki, Iætur hann menn eins og Sigurð Bjarnason og Gunnar Bjarnason tala og skrifa um meiri innflutning og áhuga og stefnu flokksins í þeim efnum. Svo er Sjálfstæðis- flokkurinn að vona, að bænd ur reynist nógu einfaldir til þess að taka meira mark á fjasi og fleipri þeirra, sem hann lofar engu að ráðá, heldur en úrskurðum og at- kvæðum hinna, sem hann hefir fengið völdin í hendur. Bændur vita líka, að það er að þakka baráttu Fram- sóknarmanna gegn Sjálfstæð ismönnum, að sveitirnar hafa þó ekki orðið afskiptari en raun ber vitni um fjár- festingarleyfi til bygginga- Stefnu Sjálfstæðismanna í því sambandi hefir verið gleggst lýst af Birgi Kjaran, varaformanni Fjárhagsráðs, er sagði í Mbl. fyrir skömmu, að fulltrúar Sjálfstæðisflokks ins hefðu jafnan verið með því að gera hlut Reykjavíkur í þeim efnum „sem ríflegast- an“. Fyrir atbeina Fram- sóknarmanna hefir hins veg- ar tekist að tryggja nokkurn veginn jafnrétti milli Reykja víkur og landsbyggðarinnar. Þá er vert að minna á það, að Sjálfstæðismenn í Fjár- hagsráði drápu tillögu Fram- sóknarmanna um það, „að þegar Fjárhagsráð veitir fjár festingarleyfi fyrir næsta ár, skuli jafnframt leyfinu af- tíenda þeim, er slík leyfi fá, ávísanir á gjaldeyri fyrir því erlenda efni, sem til fram- kvæmdanna þarf.“ Það er mönnum ljósara en svo, að um þurfi að ræða, hvílíkt tjón og óhagræði bændum er búið með þessari synjun Sjálfstæðismanna, svo sem innflutningnum hefir verið skipt milli verzlaiia. Það tjón verður ekki bætt með marklausu masi neinna Bjarnasona, þó að það fylli Mbl. dag eftir dag. Það eru stjórnarframkvæmdir og úr- skurðir valdamanna, sem gilda, en ekki froðan úr þeim Bjarnasonum. Hitt má vel (Frtimhald á 6. síSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.