Tíminn - 02.09.1949, Side 1

Tíminn - 02.09.1949, Side 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgejandi: Framsóknarflokkurinn ~—---------------——I Skrifstofur l EdcLuliúsinu Fréttasímar: l 81302 og 81303 (1 Afgreiðslusími 2323 Auglysingasími 81300 Prentsmiðjan Edda | S3. árg. Reykjavík, föstudagiim 2. september 1943 184. bla® Helgi Jónasson Eæknir í Björn Björnsson sýsiur efstu menn listans í Rangárvallasýslu Framsóknarmenn í Rang- árþingi hafa ákveðið' að framboðslisti þeirra við kosn- ingarnar í haust verði skip- aður þeim Helga Jónassyni lækni á Stórólfshvoli, Birni Björnssyni, sýslumanni á Hvolsvelli, Sigurði Tómassyni, bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð og Guðmundi Árna- syni, bónda í Múla á Landi. Helgi Jónasson var fyrst kosinn þingmaður Rangæ- inga árið 1937, og hefir jafn- an síðan Verið endurkjörinn með miklu öruggu fylgi. Hef- ir hann jafnan verið fyrsti þingmaður Rangæinga síðan séra Sveinbjörn Högnason lét af þingmennsku fyrir þá'. Björn Björnsson hefir ver- ið sýslumaður Rangæinga í nær tólf ár, og voriö 1942 var hann kjörinn annar þing- maður Rangæinga og átti sæti á sumarþingi því, sem þá var háð. Við nýjar kosn- ingar, sem fóru fram um haustið, eftir að listakosning- um hafði verið komið á í tví- menningskjördæmum, va: hann annar maður á lista Framsóknarmanna, en náði þá ekki kosningu. Hann var einnig annar maður á lista Framsóknarmanna við kosn- ingarnar 1946. Sigurður Tómasson á Bark- arstöðum og Guðmundnr Árnason í Múla eru báðir landskunnir bændur og virtir vel. Sigurður er fæddur árið 1893, og hefir lengi tekið þátt i margháttuðum framfara- og nauðsynjamálum Rangæ- inga, bæði búnaðarmálum og félagsmálum ýmisskonar, og gegnt mörgum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og sýsl- unga. Guðmundur er fæddur 1879, og á langa og góða starfssögu að baki. Hann hefir einnig tekið mikinn þátt í-framfara- baráttu héraðsins og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyirr sveit sína, sýslu og stétt. Fjórir vélbátar á nauðungaruppboði NatVðungaruppboð á fjór- um vélbátum í Reykjavík eru auglýst í síðasta Lögbirtinga- blaði. Eru þetta bátarnir Dag- ur, Heimaklettur, Nanna og Svanur. Uppboðin eru auglýst að kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík. Helgi Jónasson, læknir. Björn Björnsson, sýslum. Illskuveður á síldarslóðunnm Ingólfsfjarðarverk- siniðjan Iiætt mót- töku síldar Lítil sildveiði hefir verið að undanförnu, enda veður hið versta nyrðra. Lítilsháttar hefir þó birizt af síld, en hana munu skipin hafa veitt áður en óveðrið skall á. Til Siglufjarðar komu í fyrrinótt um sjö hundruð mál, og í gær komu nokkur skip til Raufarhafnar með um 2400 tunnur til söltunar. Eitt skip, Fagriklettur, kom með nær 600 tunnur til Seyð- isfjarðar. Síldarverksmiðj an á Ing- ólfsfirði verður ekki straf- rækt lengur þetta sumar, entía hefir sama cg ekkert borizt af síld í sumar. Lóðamál meenía- skólans rædd í bæjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær urðu all- miklar umræður um breikkun Lækjargötu og lóð Mennta- skólans. Ætlun bæj aryf irvaldanna var að taka 20 m. af Mennta- skólalóðinni til breikkunar á Lækjargötu, en samkomu- lag hefir nú xráðst milli borg- arstjóra og menntamálaráö- herra þess efnis, að ekki skuli teknir nema rúmlega 16 m. af lóðinni. Engin bifreiða- stæði munu því verða framan við Menntaskólalöðina, eins (og ætlazt hafði veriö til. I PSJmi Hannesson rakti ít- j arlega lóðamál Memxtaskól- ans á fundinum og verðxxr nápar sagt frá ræðu hans og umræðunum síðar. Skemmtanir og merkjasala þriggja íþrottaféfaga um helgina §kemiutanir Iieíjasí á iaugardag'skvöM » Tivoll og Iialtla áfram á suniuidag. Þrjú stærsíu íþróttafélögin í Reykjavík, Ármann, í.8r og K.R. munu efna íil merkjasölu og skemmtana til fját" öflunar fyrir starfsemi sína á laugardaginn og sunnudag • inn kemur. ÖII þessi félög hafa lagt í kostnaðarsamar ut anferðir til íþróttasýninga og þátttöku í íþróttamótum, og; eru nú að reyna að afla fjár til greiðslu á þeim kostanaði. og til hinnar miklu starfsemi sinnar almennt. Skemmtim- unum verður hagað á þessa leið, eftir því sem Jens Guð'- björnsson, formaöur Ármanns tjáði blaðinu í gær: Samtal við Guðmimd á Melum: ílfær vegur frá Gjögri Ingólfsfjörö aðkallandi nauðsyn Merkjasalan. Ætlað er að merkjasa.lax.'. fari fram á sunnudaginri. Vonast félögin til þes að seir. flestir vilji bera merki þeirra þennan dag og styrkja urr. leið gott málefni. Merkir: verða seld á 2 kr. og 5 ki... Merkin verða afhent til sölr. í skrifstofum Sameinaða eft- ir hádegi á laugardag, og munu félagar þsfisara félags, selja merkin. Einkum erv. börn úr félögunum beðin að taka merki til sölu. Sími komiirn á flesta bæi í Árnesttreppl „Við gerum okkur vouir um, að undinn verði að því bráður bugur að gera bílfæran veg frá Gjögri og norður í Ingólfsfjörö“, sagði Guðmundur Guðmundsscn, bóndi á Melum í Trékyllisvík, við tíðindamann frá Tímanum í fyrradag. „Eins og sakir standa er aðeins bíifært frá Eyri í Ingc}fsfirði í Árnes“. Við eigum nú vo n á belt- isdráttarvél, sem væntanlega verður bæði notuð til jarða- bóta og vegagerðar, sagði Guðmundur ennfremur. Annars hefir að ýmsu leyti verið þungt fyrir fæti hjá okkur. Það er mikill skellur fyrir okkur, að síldveiðarnar brugðust eins og þær gerðu, svo að engin síld hefir borizt til verksmiðjanna á Strönd- um, og tíðarfarið hefir verið slæmt hjá okkur, eins og raunar viðar. Tún eru kalin, og engjar illa sprottnar. En annars hefir heyskapur geng- ið að vonum. Eins og kunnugt er, er Ár- neshreppur einn af víðlend- ustu hreppum landsins. En nú er svo komið, að allir bæir í hreppnum norðan Ófeigs- fjarðar — Drangavík, Drang- ar og Skjaldarvík — eru komnir i eyði. Er þá aðeins Reykjarfjörður — en þar er myndarbúskapur — eftir í byggð á öllu svæðinu frá Ó- feigsfirði og norður í Furu- fjörð, og vafasamt, hversu lengi nelzt byggð í Furufirði héðan af. Bolungarvík, norð- an Furufjarðar, fór r eyði í vor. Tveir syðstu bæir Árnes- hrepps, Byrgisvík og Kol- beinsvík, eru líka komnir í eyöi. Annars erum við þarna norður frá ekki að öllu leyti eins einangraðir og ætla mætti. Það er til dæmis sími á flestum bæjum sveitarinn- ar, og í Gjögri er dálítið þorp. Viðunandi vegasamband við Gj ögur myndi stórum greiða öll samskipti innan sveitar, og eftir því bíðum við. K i r k j a v í g ð í Möðrudal Á sunnudaginn kemur mun biskup íslands vígja nýja kirkju eöa kapellu, sem reist hefir verið í Möðrudal á Hóls- fjöllum. Er það Jón Stefáns- son bóndi þar, sem reist hef- ir kirkju þessa af eigin ram- leik. í henni er altari úr gam- alli kirkju í Möðrudal og Jón hefir sjálfur málað altaris- töfluna, en hann er drátt- hagur vel. Skemmtanir á laug- ardag. Reynt verður að hafa i skemmtiatriðin sem léttusx; í og skemmtilegust, sagði Jens ■ og íþróttirnar sem sýndar eru, munu verða þreytta;.' 1 meira í gamni en alvörú. Skemmtanir á vegum féiag- anna hefjast á laugardags- I kvöld kl. 8,30 í Tívólí. Veröx i þar m. a. sýnd knattspyrna , kvenna og keppa Í.R. og K.k. j Hollenzku fimleikamennm ■ i ir sýna og að síðustu verður , dansleikur. 18 manna hljómsveit í vagni Klukkan 2 á sunnudaginx . hefst gleðskapurinn a ný með því að 18 manna hljöm- sveit undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar mun fara uir, götur bæjarins í skreyttum. vagni, og kl- 3 leikur hún á Austurvelli. Klukkan 4 veröur haldið suður í Tívólí og hef; ast skemmtanir þar. Verðui þar kassaboðhlaup kvenna og einnig pokaboðhlaup karla. Þá kemur nýstárleg íþrótt, en það er náttíaía- boðsund. Fyrstu mennirnii leggja af stað í náttfötunun. þurrum, en síðan verða þeir að klæða sig úr þeim, er þeir koma að marki og næscr menn að klæðast þeim. Þa verða einnig fimleikasýningar trúðar, og hollenzku fimleika mennirnlr sýna. Hljómsveit- in mun leika milli skemmti- (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.