Tíminn - 03.09.1949, Qupperneq 3
185. blað
TÍMINN, laugardaginn 3. september 1949
8
I Þ R O T T 1 R
-♦♦A
♦♦í
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<!!
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«IX
Dómarinn og Fram unnu
Víking 4:0
Guðmundur Sigurðsson er tvímælalaust frægasti knatt-
spyrnudómari íslands. Enginn íslenzkur dómari hefir dæmt
jafn marga leiki, sem eru í minnum hafðir vegna ein-
kennilegra dóma, eins og hann og nægir í því sambandi
að minna á „vítaspyrnuleikinn mikla“- Og nú í leiknum
milli Fram og Víkings tókst Guðmundi sérlega vel upp i
vitleysunni og kemst þessi leikur því í tölu hinna frægu
leikja, sem hann hefir dæmt.
Leikur Fram og Víkings s. 1.
fimmtudagskvöld var að
mörgu leyti skemmtilegur,
en dómarinn setti óþarfa
hörku í leikinn. Fram mætti
til leiks með sitt sterkasta
lið, en hjá Víking vantaði
Gunnlaug Lárusson. Fram
lék gegn vindi í fyrri hálf-
leik og hóf í byrjun leiks nokk
uð stöðuga sókn, sem endaði
með því að Magnús Ágústs-
son skoraði á 6. mín. Eftir
það var leikurinn mun jafn-
ari og brá oft fyrir laglegu
spili hjá báðum liðunum og
bæði mörkin komust í hættu
en þó voru ekki skoruð fleirri
mörk í þessum hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var
skemmtilegri. Fram náði stutt
um samleik og gekk knöttur-
inn frá manni til manns, og
voru framherjarnir Hermann
og Sæmundur ásamt Ríkarði
virkustu mennirnir. Víking-
ar náðu einnig ágætum upp-
hlaupum og fengu þrjú mjög
góð tækifæri til að skora, en
misnotuðu þau herfilega.
Einnig áttu þeir nokkur
markskot en Adam varði þau
öll. Þegar nokkuð var liðið af
hálfleiknum dæmdi dómar-
inn vitaspyrnu á Víking og
skoraði Ríkarður. (Það yrði
erfitt að telja allar þær víta
spyrnur, sem Guðmundur hef
ir dæmt á Víking)- Nokkru
síðar skoraði Ríkarður aftur
og var það skot með öllu ó
verjandi. Stuttu fyrir leiks
lok bættu Framarar (nei,
dómarinn) svo fjórða mark-
inu við, en þá fékk Óskar
knöttinn, þar sem hann stóð
nokkrum metrum fyrir inn-
an Víkingsvörnina og skoraði
án þess að nokkur hindraði
hann. Og auðvitað dæmdi
dómarinn mark!!
Liðin.
„Mér finnast sterkar rætur hafa
brostið, er ég hætti búskapnum"
Afmælisviðtal við Sigurjón Steinþórsson frá Króki
Sigurjón Steinþórsson frá
Króki í Hraungerðishreppi er
áttræður í dag. -— Það er um
hann eins og fjöldan alla af
íslenzkum bændum, er unnið
hafa störf sín í kyrrþey, af
dyggð, trúmennsku og ást á
gróandi jörð, — um hann hef-
ir aldrei staðað neinn styrr í
hversdagslífinu. Sigurjón hef
ir ávallt verið óhnýsinn um
annarra málefni, hann hefir
ort sitt æviljóð með þjóðleg-
um bragarhætti og í fyllsta
samhljómi við gróanda lífs-
» i. , , ,. . ms og frjómagn íslenzkrar
Þetta er einn bezti leikur. ., a v.
„ . . . , . I moldar. Ospar hefir hann ver-
Fram 1 sumar, þvi þeir naðu , . „ ,
oft ágætum stuttum samleik.!* * hverskonar samsirfs
markinuVaogT?vímæg£ust er
,________í.,..,,__________ hefir horft mnan þeirrar
bezti markmaður íslendinga.
í vörninni var Haukur beztur
en nokkrar slæmar stað-
setningavillur komu fyrir í
vörninni, sem hefðu átt að
kosta mörk. Framherjarnir
voru ásamt Ríkarði virkustu
menn liðsins og er nú Rík-
arður farinn að nota sam-
herjana mun betur en áður,
en markskot hans eru ekki
eins örugg. Víkingsliðið lék
einnig oft vel. Gunnar varði
með prýði og hefur bætt út-
spörkin mikið. Helgi og Ein-
ar voru beztu menn liðsins,
sérstaklega vann Einar mikið.
í framlínunni var Ragnar
Emilsson beztur og var óhepp
inn að skora ekki tvö mörk.
Sanngjör úrslit í leiknum
hefði verið eítt til tvö mörk
yfir, Fram i hag.
í fyrri umferð Reykjavík-
urmótsins vann Fram Víking,
með tveimur mörkum gegn
einu. Sigurmarkið skoraði
Fram úr vítaspyrnu. Og hver
dæmdi þann leik? Alveg rétt!
Auðvitað Guðmundur Sig-
urðsson.
íþróttafréttir frá ísafirði
Drengjamót Vestfjarða
stéttar, er hann hefir skipað
sér hverju sinni. í tilefni af
þessu merkisafmæli Sigur-
jóns röbbuðum við saman um
liðna daga.
— Hvað geturðu sagt mér
um ætt þína og uppvaxtarár?
- Ég er fæddur 3. septem-
ber 1869, að Arnarhóli í Gaul-
verjabæjarhreppi. Foreldrar
mínir voru þau Steinþór Ei-
ríksson, bóndi þar og Sigríður
Jónsdóttir frá Beinakeldu í
Húnavatnssýslu. — Um æsku-
árin get ég verið stuttorður,
en það er helzt frá að segja,
að ég vandist snemma á hvers
konar vinnu, enda miðaðist
allt við að börnin öðluðust
sem fyrst nokkra sjálfsbjarg-
arviðleitni og ábyrgðartilfinn
ingu.
— Hvað fannst þér ein-
kenna mest heimilislífið á
Arnarhóli?
— Án efa baðstofulífið —
kvöldvökurnar — það var oft
fjörugt og skemmtilegt. Móð-
ir mín var bókelsk, en bækur
voru af skornum skammti.
Helzt voru það guðsorðabæk-
ur, svo sem Vídalínspostilla o.
H. S. fl. Móðir mín las ávallt hús-
lestur, og mér er nær að
halda, að hún hafi kunnað
Vidalinspostillu utan að. —
|Séra Páll Sigurðsson í Gaul-
í 2. Veigar Guðmundss. V. 59,8 verjabæ kom oft til okkar að
frjálsum íþróttum fór fram 3. Sig. B. Jónsson V.
á ísafirði dagana 13- og 14.
ágúst.
Flest einstaklingsstig hlaut „
Svavar Helgason, Umf. Gísla I VeiSar Guðm. s. V. 5:06,0
1500 m. hlaup.
60,4 Arnarhóli, og man ég að móð-
ir mín og hann skeggræddu
oft um bækur og leiddu jafn-
1. Haukur Sigurðss. H. 4:58,0 el saman hesta sína a þeim
Súrssyni, sigraði í fimm grein 1 Þrístökk.
um, er hann tók þátt í og
hlaut 25 stig.
Árangur Svavars er athyglis
verður. Hann sýnir að þétt-
býlið er ekki það ákjósanleg-
asta til íþróttaiðkana.
Úrslit þessa móts sýna, að
Svavar hefði ekki þurft mikla
aðstoð til að sigra félögin á
ísafirði, sem ætla mætti að
hefði betri aðstöðu til æf-
inga.
Þessi frammistaða Svavars
Helgasonar mætti verða öðr-
um drengjum um allt land,
sem við líka aðstöðu búa, til
fyrirmyndar.
Úrslit í einstökum greinum:,
80 m. hlaup.
1. Haukur Sigurðss Herði 9,7
2. Sig. B. Jónss. Vestra 9,8
3. Veigar Guðmundss. V. 10,0
4. Jón S- Jónsson H. 10,2
12,43
1. Svavar Helgason
U.m.f Gísli Súrsson
2. Jón K. Sigurðss. H.
3. Jens Sumarliðas. H.
4. Sig. B. Jónsson V.
Langstökk.
1. Sv. Helgas- Umf. G.S. 5,77
2. Sig. B. Jónsson V. 5,38
3. Kjartan Kristj.s. Þrótti 5,29
Hástökk.
1. Sv. Helgas. Umf. G. S. 1,65
2. Jens Sumarliðas. H- 1,55
3. ísak Jónsson V. 1,40
Kúluvarp.
1. Sv. Helgas. Umf. G. S. 14,97
2. Ól. Gunnars. Ármann 12,90
3. JórfS. Jónsson H. 12,49
4. Kjartan Kristjánss- Þ. 11,83
40!O m. hlaup.
l: Haukur Si^urðss. H.
56,7
Krínglukast.
1. Sv. Helgas. Umf.G. S. 40,25
2. Kjartan Kristjáns. Þ. 34,14
(Framhald á 6. síOuJ.
vettvangi. Eg man vel, að þeg
ar hann fór halloka í þessum
sennum, hló hann hátt við.
— Hvenær hleyptirðu svo
H;99 heimadraganum og hvert?
11^94 j — Ég hélt í verið, reri á
11,66 árabátum fjórar vertíðir frá
Loftsstaðasandi. Seinna reri
ég frá Stokkseyri, — þar gaf
oftar á sjó. Samtals reri ég
þaðan í 17 vertíðir, lengst at
hjá heppnis-formanni, Sig-
urði Árnasyni frá Hafliðakoti
í Hrunahverfi. — En það er
víst ekki þess vert að vera
langorður um sjómennskuna.
Nútímamenn mundu víst varla
unna okkur árabátasjómönn-
unum að bera sjómannsnafn,
þótt við gömlu ræðararnir sé-
um þar á öðru máli. Víst var,
að oft þurfti þar á sannri
karlmennsku og sjómanns-
hæfileikum að halda, er Ægir
gamli ygldi sig skyndilega og
huldi land hvítfyssandi brim-
sköflum
verstöðvum á yngri árum?
Jú, ég reri tvær vertíðir
af Álftanesi og aðrar tvær frá
Gróttu. En mér leiddist alltaf
að róa langt frá heimili mínu
á vorin. Ég vildi helzt vera
heima um sauðburðinn, þvi að
mér þótti gaman að sauðfé.
—En ekki var alltaf hægt að
gera eins og mann lystir, þvi
við vorum 11 systkynin og ég
þeirra elztur, en eina hálf-
systir átti ég eldri. — Af þessu
geturðu séð, að nokkurs hefir
þurft við heima fyrir.
— Hvað er svo að segja um
næstu þáttaskipti í lífi þínu?
— Það var þegar ég réðizt
í vinnumennsku til séra Ólafs
Helgasonar, Hálfdánarsonar,
sem þá var nývígður prestur
að Gaulverjabæ, en hafði þá
fengið veitingu fyrir Stokks-
eyrarprestakalli og fluttist að
Stórahrauni, sem þá var búið
að gera að prestssetri. Á kross
messu um vorið lagði ég á
stað í nýju vistina með aleigu
mína með mér, en það voru
nausynlegustu vinnuföt, yfir
sæng og gömul hnakkpúta.
Fyrsta árið greiddi séra Ólaf-
ur mér áttatíu krónur í árs-
kaup og fernan fatnað, en síð
an var ég dubbaður upp til
verkstjóra á heimilinu með
150 króna kaupi um árið.
Hæsta vinnumannskaup var
þá hundrað krónur á ári og
fengu það aðeins viðurkennd-
ir dugnaðarmenn. Séra Ólaf-
ur hafði stofnað málleysingja
skóla á heimili sínu og var
það þvi mannmargt og um-
fangsmikið, en húsbændur
voru einstök lipurmenni og
og heimilið mjög skemmtilegt,
enda var séra Ólafur mikill
húmoristi. Þarna var ég i 4 ár
og leið prýðilega.
— Var þá farin að brjótast
í þér einhvers konar sjálfs-
mennska?
— Já, að vísu. — Þó tók ég
það fyrir að vera lausamaður
eitt ár enn og réði mig á
skútu um vorið. Ég vildi prófa
sjólífið til hlítar eftir því, sem
þá var unnt, áður en ég tæki
stefnuna að fullu. Ég réði mig
á 80 tonna kútter, ágætt skip
og prýðis áhöfn. Skipið hét
Sigríður, eigandi þess var
var Thorsteinsson i Liverpool,
en skipstjóri var Jóhannes
Sveinsson, þá búsettur í
Flatey á Breiðafirði, mikið
prúðmenni. Við fiskuðum lit-
ið um vorið, svo að ekki varð
ég hökufeitur þar af. Samt
hafði ég að þessum reynzlu
tíma loknum, óljósan grun
um, að ég mundi geta orðið
sæmilegur sjómaður. — En
hugur minn stóð þó alltaf til
landbúnaðar, svo ég axlaði
minn sekk og hélt austur að
Túni í Hraungerðishreppi og
var þar í kaupavinnu um sum
arið. Þar var rólegt að vera
og góð regla á því sóma heim-
ili. Vorið eftir losnaði svo úr
ábúð hjáleiga í Hraungerðis-
hverfi, er Lambastaðir heitir.
Prestur í Hraungerði var þá
Ólafur Sæmundsson og er það
einn sá tryggasti og vinfast-
asti maður, sem ég hefi
kynnst um dagana. Hann
þekkti til konuefnis míns, þvi
Rerirðú ekki frá fleiri | hún hafði verið vinnukona
hjá foreldrum hans þegar
hann var á skóla. Ég var fjar-
verandi um þessar mundir, en
prestur lét bíða að byggja
Lambastaði þar til hann náði
sambandi við mig, en hann
vildi endilega byggja okkur
kotið. Ekkert þekktumst við
að heitið gæti. Séra Ólafur
fór nú að grennslast fyrir um
efni mín, og sagði ég sem var,
að eignir okkar beggja væru
kr. 550.00. Þá hristi hann höf-
uðið og sagði, að ekkert vit
væri í að byrja með svo lítið.
— Ég lét hann heyra á mér
að ég væri ekki á flæðiskeri
staddur þótt ekki væri auður-
inn, þar sem ég væri búinn að
tryggja mér duglega konu og
sjálfur hefði ég stálvilja og
kviði engu. — Þá.brosti séra
Ólafur við og sagði, að bezt
væri að við fengjum kotið. —
Um veturinn reri ég á Stokks
eyri og aflaði vel. — Á Lamba
stöðum bjuggum við í 1 ár.
Mér þótti nokkuð þröngt þar
og slægjur rírar og ekki nær-
tækar, — þó hefir mörgum
búnast þar vel síðan. — Um
vorið kvongaðist ég Þorbjörgu
Einarsdóttur frá Sölvholti, en
við höfðum þá verið heit-
bundin í 5 ár og eignast 1 son.
— Þetta var árið 1898.
- Hvert fluttust þið svo?
- Um veturinn losnaði
jörðin Krókur í Hraungerðis-
hreppi úr ábúð. Þetta var
sæmileg slægjujörð. Það fór
svo, að ég fékk jörðina til á-
búðar að tveim þriðju hlut-
um, en seinna eignaðist ég
hana þó aíla. í Króki var að
mestu mannvirkjalaust er við
komum þar, öll hús að falli
komin, tún kargaþýft og grýtt
og mun hafa gefið af sér um
60 hestburði.
— Hvað var nú áhöfnin
mikil til að byrja með?
— Það var nú ekki hátt á
manni risið til að byrja með,
— tvær kýr, átta ær og þrjú
hross, en leigufénaður fylgdi
jörðinni, — ein kýr og tólf
ær, svo að þú getur séð þar öll
herlegheitin.
— Hvernig gekk svo með
uppbyggingu jarðarinnar?
— Fyrstu árin voru ekki
efni til sliks, og urðum við að
sætta okkur við að dytta að
því, sem mest var ábótavant.
Seinna byggðum við svo
hlöðu, og árið 1910 byggðum
við íbúðarhús úr timbri, en
steinhús þekktust þá ekki í
sveitum. Nokkru seinna reist-
um við svo tvær heyhlöður til
viðbótar, er hver um sig tók
300 hestburði og fjárhús, er
rúmaði um 300 fjár. — Fjós,
ásamt safnfor og haughúsi
byggði ég líka og rúmaði það
16 nautgripi. — Jafnframt
vann ég að jarðabótum, en
því miðaði seint, því að jörð-
in var grýtt og ekkert til af
þeim stórvirku verkfærum,
sem tíðkast nú til dags. Mest
og drýgst not urðu mér að
hakanum og járnkarlinum
við þessa túnasléttu. Við þetta
glímdi ég þar til túnið gaf af
sér fulla 300 hestburði af
töðu. — Seinna kom svo Flóa
áveitan til sögunnar og var þá
í mörgu að snúast, því mikiö
(Framhald á 7. síOuJ