Tíminn - 06.11.1949, Qupperneq 5

Tíminn - 06.11.1949, Qupperneq 5
239. blað TÍMINN, sunnudaginn 6. nóvember 1949 Sunnud. 6. nóv. Bætt framkvæmd verzlnnarmálanna Allt síðasta kjörtímabil voru verzlunarmálin átaka- mál. Frá því stjórn Stefáns Jóhanns var mynduð og til þessa dags hafa verzlunarmál in verið ágreiningsmál i ríkis stjórn og á Alþingi. Og það var ekki síst vegna þeirra mála, sem kosningar fóru fram í haust. Franjsóknarmenn hafa þá stefnu, að almenningur eigi að hafa rétt til að velja milli verzlana og hafa þannig á- hrif á það, hver umsetning og innflutningur hverrar verzlunar verði. Sömuleiöis hafa Framsókn armenn vfljað skiþta inn- flutningnum réttlátlega milli héraða og greiða fyrir því, að þær vörur, sem nauðsynlegar eru vegna veittra fjárfesting- arleyfa, væru fluttar þangað, sem neytandinn teldi sér hag kvæmast. Jafnframt þessu er það svo stefna Framsóknarmanna að samtök almennings fái hlut- deild í eftirliti með gildandi reglum og lögum um verð- lag og verzlun og allri dul jerði svipt af meðferð þeirra mála. Um þetta hefir verið barizt. Sj álf sta/iisf lokkurinn hefir haldið því fram, að allt væri þetta óframkvæmanlegt og engar leiðir finnanlegar til að skapa réttlæti í verzlunar- málunum aðrar en þær að flytja inn meira af hverskon ar neyzluvörum en fólk kæm- ist yfir að kaupa, Nú er gj aldeyrismálunum þannig varið, að engar líkur eru til þess, að hægt verði að auka innflutning neyzlu- vöru í heild svo að verulegu nemi. Stefna Framsóknar- manna er því alveg eins tíma bær og hún hefir verið, enda mun Framsóknarflokkurinn enn sem fyrr stefna að því, að inn verði fyrst og fremst fluttar þær vörur, sem al- menningur þarf og dreifingu þeirra hagað sem bezt í sam ræmi við almenna hagsmuni. Framsóknarmenn hafa bent á ákveðnar leiðir í þess um málum og barizt fyrir þeim. En þeir hafa álltaf ver ið reiðubúnir að hlusta eftir öðrum tillögum, sem gengju í sömu átt, fúsir að rétta hönd til samkomulags í þeim efn- um. En þær tillögur hafa al- drei komið fram. Það er enginn efi, að þær umbótatillögur, sem Fram- sóknarflokkurinn beitti sér fyrir í þessum málum, eiga góðan þátt í kosningasigri hans. Flokkurinn hefir því fengið hvatningu til þess að herða enn sóknina í þessum málum og það því fremur, sem almenningur i öllum flokkum krefst þess nú. að innflutningsmálin og verzl- unarmálin verði tekin til rækilegrar endurskoðunar og stjórnarvöld þau, sem með þessi mál fara geri þar hreint borð hjá sér. Framsókn arflokkurinn er enn sem fyrr öruggur málsvari ails ERLENT YFIRLIT: John Boyd Orr Eini l>«Midinn, sem hefir hlotið frifiarverð- lann Nóbels. Friðarverðlaun Nobels í ár I Boyd Orr tvær dætur) en hann voru nýlega veitt skozka bónd- | féll í heimsstyrjöldinni seinni. anum og vísindamaniiinum John Boyd Orr. Hann er löngu heimskunnur fyrir vísindastörf sín í þágu landbúnaðarins og það þótti því vel valið, er hann var kjörinn fyrsti formaður landbúnaðar- og matvælastofn- unar sameinuðu þjóðanna (FAO), en því starfi gegndi hann um tveggja ára skeið. Hann lét af formennskunni, er honum þótti stofnunin gerð of valdalítil, en hann hefir síðan verið óþreytandi í því að berj- ast fyrir eflingu hennar og ann- arra alþjóðlegra samtaka. Nú er hann t. d. formaður hreyf- ingarinnar One World (Einn heimur) og fleiri alþjóðlegra samtaka. Höfuðkenning hans er sú, að frumskilyrði fyrir friði sé að rækta jörðina og tryggja öllum þjóðum góða af- komu, því að þá sé helzta deilu- efninu útrýmt. Grein sú, sem hér fer á eftir, er eftir danska rithöfundinn Anker Kirkeby og birtist hún fyrir nokkru í „Politiken". Kirkeby hefir verið samverka- maður Orrs um alllangt skeið og kann því vel að segja frá hon- um og störfum hans. Hefst svo grein Kirkebys: Sannur Skoti. Boyd Orr lávarður er fæddur í Skotlandi og varð 69 ára gam- all núna í september. Hann hefir aldrei gleymt þjóðerni sínu. Kvöld eitt í sumar, þegar þau hjónin voru að fara upp til sín í hótel d’Anglaterre, sagði einn gesturinn við hann í lyftunni: „Ég veit hverrar þjóðar þér er- uð og þér vitið líka um mig.“ — „Já“, svaraði sir John: „Þér er- uð Ameríkumaður, en þér vitið ekki hvers lenzkur ég er“. Ame • ríkumaðurinn hélt það nú samt. Hann væri Englendingur. Þá brosti lávarðurinn og sagði: „Nei. Ég er Skoti“. í sumar kom Boyd Orr til Kaupmannahafnar. Þegar hann heyrði sagt að nokkrir skozkir sekkjapípumenn frá Black Watch Highlanders voru staddir í borginni, spratt hann upp og sagði með leiftrandi augum: Þar verð ég að vera. Þeir eru frá minni herdeild, þar sem ég er heiðursforingi. „Ég er venjulegur bóndi“. Boyd Orr er læknir að mennt- un, en sneri sér fljótt frá venju- legum læknisstörfum að vís- indastörfum, sem fjölluðu eink- um um húsdýr og akuryrkju og varð hann síðan áberandi mað- ur í rannsóknarstofnunum landbúnaðarins í Bretaveldi. Hann gegndi herþjónustu í heimsstyrjöldinni fyrri en við ófriðarlok sneri hann sér strax að nýjum störfum í þjónustu friðarins. Heima í Brechin í Skotlandi átti hann tvö óðalssetur og þar vann hann að rannsóknum sín- um. Önnur jörðin átti að koma í hlut einkasonarins (auk hans á Nú rekur gamli maðurinn bú á báðum jörðunum með fulltingi ráðsmanna. En hann heldur bví jafnan fast fram, að hann sé „blátt áfram venjulegur bóndi“. Ég er bara bóndi, segir hann. Og þegar ég hitti aðra bændur á alþjóðamótum, úr hvaða heims- álfu sem er, af hvaða kynþætti sem vera skal og hvað sem stjórnmálaflokkum þeirra líður, þá skil ég þá undir eins og þeir skilja mig. Þar verða aldrei vandræði. Við tölum um jörð- ina, korntegundir. og búfjár- kyn og kemur alltaf saman. Þess vegna eiga þjóðirnar að leysa hávaðasömustu vandamál með því að menn tali blátt á- fram saman um hversdagsleg- ustu hluti hinnar hagnýtu, raunhæfu lífsbaráttu. Og þá kemur heimsfriðurinn af sjálfu sér. Þegar Boyd Orr var aðlaður fyrir einu misseri, kallaði hann sig baróninn af Brechin. w«MPVit|WJllili?!! Bóndinn fljúgandi. Svo vildi til, að það kom í minn hlut í sumar, að verða Boyd Orr samferða í löngum flugferðum og taka þátt í mót- um og samkomum með honum. Það er einn af mestu atburðum ævi minnar. Þessari samfylgd lauk með því, að ég elskaði hann eins og barn elskar föður sinn í öruggu trausti. Dagfar hans var fullkomlega samboðið enskum — fyrirgefið, skozkum heiðurs- manni. Útlit þessa manns er heims- kunnugt. í öllum löndum vita menn skil á þessum hörðu, veð- urbitnu andlitsdráttum, stóra nefinu og augabrúnunum mik- ilúðlegu, sem slúta eins og stórt og hélað stráþaksskegg langt fram yfir bláu, hreinu barns- augun. Starfsþrek mannsins er undravert. Allur heimurinn kallaði á krafta hans í senn. Hann átti að stjórna áveitunum' í Kína og afstýra hungursneyð í Indlandi meðan hann kæmi fram í embætti sínu í London og kæmi á allskonar mót víðs- vegar um Evrópu. Auk alls ann- ars er hann rektor háskólans í Glasgow, og hann lét ógjarnan undir höfuð leggjast að vera nokkursstaðar, þar sem hann átti að koma. „Einn heimur“. Síðustu árin hefir hann mjög bundið framtíðarvonir sínar um velferð mannkynsins við fé- lagsskapinn „Einn heimur“, og hugsjón hans um eitt alþjóð- legt alheimsríki. Hann vildi að þetta félag starfaði samhliða Sameinuðu þjóðunum og bæri anda þeirra og stefnu lengra fram. í þessu tilefni fór hann vakningarferð um Vestur-Ev- rópu í sumar. Á hverju kvöldi flutti hann ræðu í nýju landi á nýju tungumáli. Þegar við hinir vorum tilbúnir að ganga til hvílu eftir miðnætti, var hann John Boyd Orr. enn sama prúðmennið. Hann hélt alltaf sínu rólega brosi og hafði alltaf holl ráð, vinsam- leg svör og hughreystandi orð á takteinum. Innsta eðli hans og hreyfiaflið í öllu hans starfi var, — eins og hjá Nansen — hin mikla hjartagæzka hans. Hrifinn af dönsku ö"krunum. í allt sumar hefir Boyd Orr flogið frá einu móti til annars. Hann hafði tíma til alls og hon- um var ómögulegt að segja nei, þegar ungir menn báðu hann einhvers. Einn daginn, sem hann var í Kaupmannahöfn, hafði konan hans elskuleg, sem verið hefir honum mikill styrk- ur, óskað eftir því, að ég sýndi þeim höll Hamlets Danaprins. Þegar ég hitti þau í veitingahús- inu um morguninn, sagði Boyd Orr, að af þessu gæti víst ekki orðið, en í þess stað skyldi ég koma með sér út að Holte. Þar ætlaði hann að tala á sumar- (Framhald á 7. síðu.) Raddir nábáanna Hjásetuyfirlýsing Alþýðublaðsins Alþýðublaðið heldur áfran að skrifa um kosningarna) og væntanlcga stjórnarmýnc un eftir þær. Það býggfi & sömu röngu forsendunum og áður, að kosið hafi verið mill Framsóknarflokksins og Sjálf stæðisflokksins annarsvega) og Alþýðuflokksins hinsvegar og gengislækkunin hafi verit aðalkosningamálið. Af þess- um röngu forsendum dregur það þær ályktanir, að Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðís menn eigi að mynda stjórr. og Alþýðuflokkurinn eigi aí standa utan við. Þeir, sem nokkuð fylgdusi meö kosningabaráttunni, sj& auðveldlega frásagnarskekkjc Alþýðublaðsins. Framsóknar- flokkurinn rauf stjórnarsam vinnuna, en bæði Sjálfstæðih menn og Alþýðuflokksmenr vildu halda henni áfram Samstaðan var því mílli Sjáli stæðisflokksins og Ai- þýðuflokksins en ekki á milli Framsóknarflokksins og Sjáli stæðisflokksins. Framsóknar- menn rufu stjórnarsamvinn- una ekki vegna þess, að þeii kröfðust gegislækkunnax heldur vegna þess að þeh kröfðust margháttaðra ráð- stafana í verzlunar- og hús- næðismálum, sérstaks stör eignaskatts og annara slíkrt aðgerða til að koma í veg fyrir kjaraskerðingu af völc um þess, sem gert yrði fram leiðslunni til hjálpar. Á slíka) ráðstafanir vildu hinir stjöri, arflokkarnir ekki fallast og því rofnaði stjórnarsamvinu- an. Það var um þennan ágreii ing, sem var kosið, en ekk um gengislækkunina. Samkvæmt þessu er það hin óréttmætasta ályktun, aí kosningabaráttan og úrsii) hennar, sýni að Framsóknar menn og Sjálfstæðismeni eigi að mynda stjórn saman Þeir voru einmitt höfuðand stæðingarnir í kosningabar- áttunni og því ólíklegastir tií samstarfs eftir kosningarnai Það er Iíka með öllu fjar stæð ályktun, að kosninganr slitin sýni, að Alþýðuflokk- urinn eigi nú að fara í íýlr, og draga sig í hlé. Hann gal I forustugrein Mbl. í gær er spurt um skýringuna á því, hversvegna kommúnistar hafi haldið fylgi sínu í seinustu kosningum. Mbl. svarar því m- a. á þessa leið: „Hún er fyrst og fremst sú, að við íslendingar erum töluvert fjær þeim löndum og þjóðum, sem nú stynja undir oki hins kommúnistiska ofbeldis og of- stækis. Þjóðir meginlands Evr- ópu eru í nábýli við það fólk, sem rænt heíir verið sjálfstæði, ' persónufrelsi og lífshamingju af fámennum ofbeldisklíkum. Þess- ., . , ., r. , , ar þjoðir sja vegg nágranna i J . sinna brenna í surtarloga hins |or<^ °° hann a að \ ínna ai því að fá þeim framfylgt, er. mikla fjölda, sem krefst þess, að verzlunarmálin verði tek- in nýjum tökum. Enn er ekki hægt að lofa neinum öruggum endurbót- um í framkvæmd viðskipta og verzlunarmála. En hitt er hins Ihægt að fullyrða, að hagstæö kommúnistiska ofbeldis. Hundruð þúsunda af örvingluðu fólki flýr ógnarstjórn kommúnista í lönd- unum austan járntjaldsins og leitar ásjár meðal hinna lýð- frjálsu þjóða. Þetta flóttafólk hefir flutt með sér vitneskjuna um ástaridið í löndum þess. Það er vitneskjan um nálægð- ina við þetta ástand, sem vakið hefir viðbjóð allra frelsisunnandi manna á hinni viðurstyggilegu moldvörpustarfsemi kommúnista- flokkanna í löndum þeirra. Ekk- ert hefir t. d. átt eins ríkan þátt í að svifta kommúnistaflokkana í Svíþjóð, Danmörku og Noregi fylgi þessara þjóða og einmitt vitneskjan um örlög smáríkj- anna við Eystrasalt, Lettlands, Eistlands og Lithauen“. Þessi skýring er vafalaust rétt, svo langt, sem hún nær. En það á vafalaust ekki minni þátt í fylgi kommún- _____________________________|ista hér, að fjárgróðamönn- j unum hefir með aðstoð Sjálf- skipun verzlunarmálanna fyr ! stæðisflokksins tekizt að ir alþýðu landsins liggur, halda upp margháttaðri nokkru nær eftir þann ] spillingu, sem er ákjósanleg- kosningasigur, sem Framsókn ur jarðvegur fyrir öfgastefn- arflokkurinn hefir unniö, urnar. Með því að uppræta þótt enn kunni meira þurfa að vinnast áður en því máli er komið heilu í höfn. hana, væri einnig unnið að því að uppræta kommúnism- ann. leiðin til þess er ekki að draga sig í hlé. Leiðin til þess er eíi. mitt að leita samstarfs vic' aðra flokka um að koma lof orðunum fram. Einn af blaðamönnum Ai þýðublaðsins, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, lýsir þannig blaðinu í gær ástandi þvi sem stjórn Stefáns Jöhanm Stefánsson skilur við: „Þjóðfélagið er maðk- smogið. Menn tr,*a um þaí á kaffihúsum hvernig þeii' hafi farið að því að svíkjc undan skatti. Það er sjálf sagur hlutur, svona eiris ot. að stunda heiðarlega vihnu Vcrzlunarmálin eru í arg asta ólagi, svartur markac ur er með fjölda margt og þykir engin goðgá. Hus- bændur fá jafnvel allt i: einu hjá verzlun sinni, Vöri tegund, sem hvarf af mart aðinum fyrir einu árí og hefir ekki verið framleidc síðan.“ Alþýðuflokkurinn fékk areu anlega ekki umboð lija kjos endum sínum til þess að halda (Framhald á 6. cíðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.