Tíminn - 12.11.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.11.1949, Blaðsíða 7
244. blað TÍMIftN, laugardaginn 12. nóvember 1949 í endurminningum sínum segir Eufemia Waage frá lífi og skemmtunum Reykvíkinga í um hálfrar aldar skeið, Helztu kaflar bókarinnar eru þessir Bernskuár - Embættismenn og aðrir þekktir menn - Skólaár - Skemmtanir Reykvíkinga fyrir aldamótin - Bolludagurinn og bræð ur hans — störf Pabba í þágu lekilistar og bindindis.— fréttir og blöð — Umræðuefni almennings — Ráðherra fyrir ísland — Skemmtiferð fyrir aldamótin — Upphaf íslandsbanka — Fyrsta skref spíritismans—Minningar um Gröndal — Bíll Tormvm — Konungskoman 1907 — Að tj.afdbaki í Leikfélaginu — Frostaveturinn — Kötlugos — Gaman og alvara. Þjórsárbniin (Framhald af 8. síðu). til þess að ekki yrði öf bratt upp brekkuna frá austur- enda brúarinnar. Varð því að gera mikla fyllingu, allt 6,0 m. háa, við vesturenda brúarinnar. Að uppsetningu brúarinn- ar í sumar unnu svo brezkur yfirsmiður við stálsmíðina, á- samt nokkrum brúarsmiðum brezkum frá félaginu Dorman & Long, sem smíðaði brúna og seldi hana hingað til lands. Verkstjóri viö bygginguna að öðru leyti var Sigurður Björnsson, sem verið hefir verkstjóri við brúargerðir í fjöldamörg ár og hefir unnið að uppsetningu og smíði flestra meiriháttar brúa, sem reistar hafa verið hér á landi. Yfirverkfræðingur var Árni Pálsson. í brúna þurfti 228 smálest- ir af stáli, auk annars efnis, svo sem sementssteypu og timburs. Yfir boröum í Tryggvaskála voru fluttar margar ræður. Þar töluðu, auk vegamála- stjóra, Helgi Jónasson fyrsti alþingismaður Rangæinga. Hann rakti þá þýðingu sem þessi nýja brú hefir fyrir sveit irnar austan árinnar, sem verða að hafa alla sína flutn- inga á landi yfir Þjórsá, sök- um hafnleysisins. Engir aðr- ir en þeir, sem við slíkar að- stæður búa, vita það eins vel, hvers virði þessi brú er fyrir atvinnulífið. Hann þakkaði öllum þeim, sem léð hafa máli brúarinnar lið, bæði ut- an þings og innan, og þá ekki sízt verkamönnunum inn- lendum og útlendum sem báru hita og þunga dagsins. Helgi lauk máli sínu með því að segja, að þetta væri gleði- dagur í lífi Rangæinga. Auk Helga tóku til máls Sigurður Björnsson verkstjóri, Guðni Þorsteinsson verka- maður, Gísli Jónsson alþingis maður, Ingólfur Jónsson al- þingismaður og Magnús Jóns- son. Vígsluhátíð í vor? Til orða hefir komið aust- an fjalls að efna til hátíða- halda í vor óg fagna þá hinni nýju brú. Ungmennasamband ið Skarphéðinn verður þá 40 ára, og eru ráðgerð hátíða- höld að Þjórsá í tvo daga til að fagna afmælinu og brúnni nýju. Yfir Þjórsá eru nú hlið við hlið tvær brýr, gömul brú og ný, fulltrúar gamla og nýja tímans. Þróunin í atvinnu- málum þjðarinnar hefír kall- að fram hið nýja samgöngu- mannvirki, vegna þess að veg- ir, brýr og hafnir eru frum- skilyrði þess, að atvinnulíf blómgist og haldi áfram að vaxa í landinu. Fjalla-Eyvindur (Framhald af 8. síðu). síðan 50% af öllum brúttó tekjum I sömu löndum eftir þ'essi tvö ár, 6- Ennfremur skal greiða Jóni Leifs allar þær tekjur er hið franska Stef (S. A. S. E. M.) á rétt til. Óaðgengílegar kröfur. Frönsku kvikmyndafélögin tilkynntu síðan íslenzka fé- laginu, að þessi skilyrði væru algerlega óaðgengileg, og þótt miklar líkur væri til, að mál þetta ynfiist á þann hátt, að Jón LeifS yrði að standa við upphaflégt tilboð ' sítt, vilja félögin ekki sækja kvikmynd- unarréttirin með lögsókn. Þau hafr ætlað sér að vinna verk þetta í góðri samvinnu við islenzka aðila, og vilja heldur hætta við þetta verk- efni en Wtarfda í málaferlum vegna þess. Hefir því fyrir- huguð kvikmyndun Fjalla- Evvindar stöðvast, og allt virðist benda til, að hún sé fyrirbyggð næstu átta ár, því að hið franska. félag hefir rétt>nn þangað til og mun að likindum láta hann liggja ónotaðan, þar sem hann er háður slíkum skilmálum. Það er illa farið, að kvik- myndun Fjalla-Eyvindar skyldi nú farast fyrir, þvl að svo virðist, sem unnið hafi verið míkið að undirbún ingi og af alúð bæði af frönsk Aðalfundur Leik- félagsins Leikfélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn síðastl. sunnu- dag. Fundurinn var fjölmenn- ur og var rætt um framtíð félagsins. Áliti skilaði nefnd sú, sem kosin var í september síðastliðnum til þess að hafa með höndum lúkningu gam- alla samninga við þjóðleik- hússjóð og ennfremur til þess að gera tillögur um framtíð félagsins á grundvelli þess nýja viðhorfs, sem nú skap- ast við stofnun þjóðleikhúss- ins. í nefndinni áttu sæti á- samt stjórn félagsins, þeir Lárus Sigurbjörnsson og Þor- steinn Ö. Stephensen. Hafði nefndin orðið sammála um, að ekki væri að svo komnu tímabært að leggja fram end- anlegar tillögur um framtíð félagsins en bar fram svo- fellda tillögu: „Þar sem þeirri undirbún- ingsvinnu, sem nefndinni var ætlað að leysa af hendi, en óhjákvæmileg er til þess að byggja á tillögur um framtíð félagsins, er ekki lokið, leggur nefndin til, að kosið verði fimm manna framkvæmda- ráð, er stjórni félaginu og leggi fyrir framhaldsaðalfund svo fljótt sem mögulegt er, it- arlegar tillögur um framtíð þess.“ Tillagan var samþykkt og framkvæmdaráð kosið, og skipti það með sér verkum þannig: Formaður Þorsteinn Ö. Stephensen, ritari Lárus Sigurbjörnsson, gjaldkeri Hall grímur Bachmann og meö- stjórnendur Gestur Pálsson og Vilhelm Norðfjörð. Leikfélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína í haust eins og venja er til og var fyrsta verkefni þess Hringurinn eftir Sommerset Maugham. Sýn- um og íslenzkum aðilum. Eng inn vafi er heldur á því, að slík kvikmynd hefði verið hinn ákjósanlegasti kynnir á bókmenntum og menningú íslendinga. ingar á Hringnum eru nú í fullum gangi, en þó mun vissara að fresta ekki of lengi að sjá þessa sýningu, þvi næsta verkefni félagsins, Bláa kápan, er nú æfð af kappi og munu sýningar á henni hefjast áður langt um líður. Um önnur verkefni fé- lagsins á næstunni er ekki ráðið, en líklegt er að nokk- urt hlé verði á sýningum fé- lagsins um miðbik vetrar, þar sem svo að segja allir leik- kraftar bæjarins munu þá um skeið verða bundnir störfum annarsstaðar. Gar ðy rk juf y r irlest- ur í háskólanum N. J. Sennels, garðyrkju- ráðunautur frá Kaupmanna- höfn, mun á þriðjudaginn halda fyrirlestur í háskólan- um á vegum Garðyrkjufélags íslands. Hefst fyrirlestur þessi klukkan hálf níu. Sennels hefir ferðazt víða um Norðurlönd og flutt þar fyrirlestra um garðyrkju. „ERA” rottukex Drepur rottur og mýs aðeins. Er óeytrað mönnum og hús- dýrum. Kr. 3.50. Póstsendum. SEYÐISFJARÐAR APÓTF.K Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. JÓN AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. AuqlýMÍ í Tímahuftt íslenzk kirkja og andleg heilbrigði (Framhald af 4. slðu). Trúfræðin hlýtur að sjálf- sögðu að verða vegin og met- in af sérhverri kynslóð og við endurskoðun finnst oft eitt- hvað, sem þykir vafasamt. Hugmyndir manna eru að mörgu leyti bundnar við stop- ula þekkingu og stundar- tízku á hverjum tíma. Hálf- könnuð dægurvísindi leiða menn stundum afvega og gamlar kreddur verða þeim að fótakefli. En þrátt fyrir allt er það staðreynd, að menn verða að viðurkenna hið andlega og taka tillit til þess. Andlegt ástand manna mótast af ó- sýnilegum áhrifum. Nálægð annarra hefir á ósýnilegan og óskýranlegan hátt áhrif á okkur. Utanaökomandi áhrif, sem við sjáuifi e'fki hvaðan koma og kunnum litt að rekja svo að sannað sé, valda því hvernig geðblær okkar er og hvort við erum móttækileg fyrir illt eða gott. En það"er einmitt slík stilling hugans, hins andlega móttökutækis, sem skiptir svo miklu fyrir velferð okkar og heilbrigði. Hver er kunnátta okkar og gæfa við þá stillingu? Eins og menningu og siðferð isþreki þjóðarinnar enn er komið, eru miklar líkur til þess, að það borgi sig á mæli- kvarða Mammons gamla að kosta kirkjuna til andlegrar heilsugæzlu. Það gerir færri geðbilaða sjúklinga og fleiri dagsverk unnin á þjóðarbú- inu. En þó ætti það að vera einróma álit okkar allra, aö miklu meiri verðmæti séu hér í húfi fyrir framtíðina. Krist- in kirkja hefir alltaf viður- kennt gildi hins einstaka manns og byggt /;arf sitt á því. Það gefur henni gildi enn í dag og ekki sízt nú á tímum múgmennskunnar. ttvcr fylgist meS tímanum ef ehki LOFTUR?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.