Tíminn - 12.11.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.11.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 12. nóvembcr 1949 244. blaff Islenzk kirkia og andleg heilbrigöi Á borðinu fyrir framan mig liggur síðasta hefti Kirkju- ritsins. í því er rætt allveru- lega efni, sem fremur lítið hefir verið tekið til opinberrar meðferðar á íslandi, en það er samstarf lækna og presta um andlega heilsuvernd. Það hefir löngum verið tal- ið algengt og að vissu leyti eðlilegt, að nokkurt bil væri á milli presta og lækna. Sú vat tíðin, að verulegir árekstr- ar urðu milli kirkjunnar manna og náttúrufræðinga. Náttúruvísindin hnigu á tíma bili mjög í efnishyggjuátt og afneituðu andlegum krafti. En* trúarbrögðin héldu sér hins vegar stundum fast við fornar og úreltar kenningar. Þetta hefir nú breytzt á seinni árum, því að heims- mynd efnishyggjunnar hefir ekki staðizt gagnrýni sjálfra náttúruvísindanna og trúar- brögðin hafa reynzt að halda lífi sínu og styrk, þó að þau afneítuðu hvergi raunvísind- um. Nú er það ekki efni þess- arar greinar að sanna neitt í„ trúarefnum. Trúfræðin er að vísu mjög skemmtileg fræðigrein, en því aðeins er trúin trú, að hún verður ekki sönhuð og gerð að skoðun. og er ekki þar með sagt, að menn eigi að trúa neinu, sem brýtur í bág við skynsamlega hugsun þeirra. Það er ekki ómerkilegt at- riði að gera sér grein fyrir þýðingu trúarlifsins, en það sannar ekki neitt um sann- leiksgildi trúaratriðanna. Þó að það sé gott fyrir andlega heilbrigði og tímanlega sál- arheill manna, að þeir séu trúaðir, afsannar það hvergi, að trúin geti verið sjálfs- blekking aðeins. Sannleiks- gildi þess, sem við trúum, verður ekki fundið eða metið eftir áhrifum trúarinnar á okkur. Sumir líta þannig á, að það sé geðbilun og gangi óviti næst, að trúa á nokkuð vit- undarafl utan við og ofan við manninn. Þeir vilja helzt ekkíi viðu'rkenna ahnað en það, sem verður vegið og efna greint í tilraunaglösum. Aðrir telja sig hafa full- gildar sannani.>- fyrir því, að ósýnilegar verur geti haft á- hrif á líf manna. Það mun lengstum verða trúaratriði hvað menn aðhyllast í þeim efnum. Sjálfsagt er, að hvorir um sig, beri fram sín rök og hver og einn geri svo upp við samvizku sína, hverju hann vill trúa. í þessu síðasta hefti Kirku- ritjsi-ns eru fjóraj- ritgerðir eða ræður um sálgæzlu presta og samstarf þeirra við lækna. Sr. Jakob Jónsson og dr. Helgi Tómasson ræða um nauðsyn presta að vita skil á sálfræði og sálsýkisfræði, en sr. Þor- steinn Lúther Jónsson og Al- freð Gislason læknir ræða um sálgæzlu. Það er merkast við þessar umræður, að þær sýna, að nú er svo komið, að læknar við- urkenna hlutverk og þýðingu kirkjunnar að stuðla að and- legu heilbrigði og jafnvægi geðsmunanna hjá sóknarbörn um sínum, og prestarnir vita að þeir eiga að vera aðstoð- armenn læknanna á þessu sviði. Læknavísindi nútímans við urkenna að gott, heilbrigt og Eftir Halldór þróttmikið kirkjustarf og trú- arlíf sé þýðingarmikið fyrir sálræna heilbrigði þjóðarinn- ar. Út frá þessu sjónarmiði verður viðhorf þjóðfélagsins til kirkjunnár annað en ella. Allt í kringum okkur er fólk, sem segja má að stund- um nálgist takmörk geðbil- unar. Það er alls ekki heil- brigt hvernig fólk lætur stund um, jafnvel þó að talið sé með fullu viti, — og það góða greind. Og flestir munu þekkja það af sjálfum sér og öðrum, að þungar áhyggjur geta lagzt á hug þeirra og haft lamandi áhrif. Þá getur það oft verið mikill léttir og hugbót að ræða það mál af einlægni við einhvern, jafn- vel þó að ekki sé um neinar ráðleggingar eða nýja lausn vandamálsins að ræða. Sjálfsagt vitum við öll af fólki, sem meira og minna stundar sálgæzlustörf, þó að embættislaust sé. Eitt af því, sem veigamest er í uppeldis- málum er einmitt hin and- lega heilsuvernd. Góður upp- alandi sefar æstar öldur hug- ans og gefur friðvana sál, sem í uppnámi er, ró og frið. En þó að margur leikmaður sé hollur sálufélagi að þessu leyti, er það þó sérstaklega presturinn, sem vegna mennt- unar sinnar og embættis á að vera sjálfkjörinn til slíkra starfa. Hann er sálusorgari sóknarbarna sinna, sálgæzlu- maður safnaðarins. Það er embætti hans. Presturinn trúir. Hann trú- ir því að góðar vættir vaki yfir mönnunum og vilji hjálpa þeim til þroska. Þessi trú er honum mikil hjálp, þegar talla þarf við menn undir erfiðum kringumstæðum. Til- tölulega fáir eru svo fjarlægir trúnni, að þeir óski sér þess ekki að öðrum þræði, að þeir væru trúaðir, þegar erfiðlega gengur. Þeir hlusta því. En hvað sem um það er, þá veitir trúin andlegan styrk, jafn- vægi og ró, og það hugará- stand hefir svo aftur áhrif á þann, sem presturinn talar við. Trúaður maður stefnir með lífi sínu að takmarki, sem er ofar og fjær en allt hið hvers dagslega í þessu lífi, er hann á sér samkvæma lífsskoðun. Hann hefir annað æðra og stærra til viðmiöunar en flest það, sem frá degi til dags raskar sálarró margra. Hann á því oft tiltölulega létt með að fá óánægða og vansæla sál til að líta hærra en hún hefir gert, og láta sér í léttu rúmi liggja þann hégóma, sem ef til vill var að svipta hana heilbrigði. Vitanlega geta menn verið göfugir í hugsun og haft fagra lífsskoðun og þroskaða þó að þeir trúi til dæmis ekki á framhaldslíf. Þó hlýtur það að leiða af eðli málsins, að þá hafa þeir þó ekki annað en þetta líf við að miða. Og hvað sem menn vilja segja um réttsýni og þroska, þá er það staðreynd, að mörgum manni verður það huggun og styrkur að mega treysta því, að lífið haldi áfram. Það kann að vera virkileiki, en þetta er staðreynd engu að síður. Þegar þessar staðreyndir eru rifjaðar upp, liggur það Kristjánsson. raunar ljóst fyrir, að prest- urinn hefir á þessu sviði góða aðstöðu til hjálpar. Hann er í þjónustu kirkjunnar, sem vill vera breyzkum börnum sínum góð móðir og vísa þeim á veg kærleikans og lífsins. Hann er Jjundinn þagnarskyldu vegna embættis síns og sóma um öll trúnaðarmál, sem hon- um eru sögð. Hann hefir feng ið menntun til að sinna þess- um störfum. Og þeir prestar, tfem hlotáíð hafa, einhverja reynslu í starfi, eiga þar með að hafa fengið dýrmæta æf- ingu, sem orðið geti þeim að mikilli hjálp í vandasömu lífsstarfi fravvegis. Það er því þannig komið, að menn eru farnir að sjá kirkjulíf og prestsþj ónustu í nýju ljósi. Þó að prestar lækni ekki þá sem óðir eru orðn- ir, er þeim ekki neitað um það, að starf þeirra sé heilsu- vernd og þeir eigi þátt í því að viðhalda andlegri heil- brigði þjóðarinnar. Ef óhamingja manns og andlegt gæfuleysi er rakið að rótum finnst það oft, að það á upptök sín hið innra með þeim sjálfum. Ef til vill er það skortur á sáttfýsi, jafn- aðargeði eða mildi, sem veld- ur þar mestu um. í ofsa augna bliksins hafa þeir gert eitt- hvað,sem orðið hefir þeim að ævitjóni, ef til vill af því að þá skorti manndóm til að leita sátta og yfirbóta meðan tími var til. Vegna skapgalla sinna hafa menn hrundið frá sér þeim, sem gátu veitt þeim gleði og styrk, og svo vérða þeir þreyttir og einmana eft- ir á. Hér þarf ekki að rekja flækjur sálarlífsins í þessu sambandi.Þeim.sem einhverja lífsreynslu hafa og um slíkt hafa hugsað, er þetta allt kunnara en svo, að um það þurfi að tala, en öðrum tjáir ekki af því að segja. En fyrst þetta er svona, er það fljót- séð, að það er einmitt upp- eldisleysið, — andleg órækt mætti segja, sem mönnum verður erfiðust. Og þá erum við enn komin að því, að kirkjan er stofnun, sem hefir þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Víst fáum við mörg dæmi utan kirkjuunar um fegurð lífsins og hin dásamlegu öfl þess og eðlisbundna. göfgi og vaxtarmátt mannsins. Við ættum ekki að þurfa í kirkju til að öðlast trú á fegurð lifs- ins og tilfinningu fyrir tign hins fórnandi kærleika. En lífssýn kirkjunnar og lífsskoð un skipar þessu öllu í sam- ræmda heild, tengir brotin saman og kallar afl lífsins hvar sem er vitnisburð um dýrð og gæzku hins guðlega. Og hún byggir lífsskoðun sína ekki sízt á viðurkenningu þessara staðreynda og opin- berun þeirra. Og starf kirkj- unnar og hlutverk er blátt áfram þaðl, að opna augu manna fyrir þessum opinber- unum fegurðarinnar í tilver- unni og vekja trú þeirra á hin góðu öfl lífsins og sveigja líf þeirra til samræmis við þetta allt. Þar með er lagður grundvöllur að fagurri lífssýn, starfi, sem á sér æðra tak- mark og sannri lífsgleði. (Framhald á 7. síðu.) Ég var að lesa Þjóðviliann frá ’ því um daginn, síðustu blaðsíöu1 ungu mannanna í Æskulýðsfylk- ingunni. Það hafa oft verið stór orð í því blaði. Það er eins og rithöfundar þess hafi alltaf verið að leita eftir staerstu og svakaleg- ustu grófyrðum íslenzkrar tungu, sem við lærðum ungir, að væri kraftmikið og kjarngott mál. Landráð og landráðamenn hefir Þjóðviljinn oft nefnt. Landráð þótti einu sinni ljótt orð, en nú er það orðið þvættað og bragðlaust eftir meðferð Þjóðviljans á því. Þeir finna það líka, ungu menn- irnir í æskulýðsfylkingunni, að þeim eldri og reyndari menn eru búnir að þvæla þetta orð svo, að enginn kraftur er eftir í því. Og þá er dálítill vandi að vera ungur og sýna' hreysti og dáð æskunnar, þegar þeir gömlu eru svona stór- orðir og ljótorðir. En Sósíalistaflokkurinn er ekki öllum heillum horfinn. Enn á hann unga menn, sem tala stórt og hafa hugkvæmni til að leita nýrra orða. Hvað gerði það til, þó að þeir gömlu væru búnir að kalla alla andstæðinga sína landráða- menn? Æskulýðurinn átti mann, sem fann í málinu annað orð, sem aidrei fyrr hefir verið notað í blaðadeilum á íslandi. Og æsku- lýðsfylkingin setti nýtt met. Hinir ungu urðu meisturum sínum meiri. Þeir fundu upp á því, að kalla pólitíska andstæðinga sína „móð- urmorðingja". Hvaða illyrði tungunnar eru nú eftir til að nota um málefnalega andstæðinga? Hvernig á næsta kommúnistakynslóðin að fara að því að segja meiningu sína um okkur hin? Ég sé ekki fram á, að hún geti gert það á íslenzku. Það ' væri þá, ef hægt væri að nota 1 rússneskuna til að kveða upp ein- kunn okkar. Það er annars undarlegt, að okk ur er sagt, að sá flokkur, sem leilt- ar sér kjörfylgis og lýðhylli með slíkum munnsöfnuði og öðrum hliðstæðum tilraunum til að æsa til haturs og skapa mannfyrirlitn- ingu, þykist einmitt byggja stefnu sína á bróðurkærleika og háleitum hugsjónum. Mér finnst það álíka fráleitt og þegar sérgóðir fjórplógs menn, skattsvikarar og glæfra- menn telja sig kallaða og útvalda til að standa vörð um almenna hagsmuni og þykjast jafnvel hafa einskonar einkarétt á hinni æðri siðfræði. Það er eflaust hœgt að byggja byltingu á hatri og æsingum, en farsælt og réttlátt þjóðfélag verð- ur aldrei byggt á hatri. Menn verða sannarlega að læra að fylgja um- bótatillögum og jafnaðarstefnu í víðtækri merkingu orðsins af ein- hverjum ástæðum öðrum en hatri og heift. Á þeim grundvelli rís aldrei musteri alþýðumenningar og almennra heilla. En þegar ég les stóru orðin ljótu á síðum Þjóðviljans, get ég ekki að því gert, að hún læðist fram í huga minn þessi staka eftir Örn Arnarson: Hávært tal er heimskra rök, hæst í tómu bylur, oft er viss í sinni sök sá, er ekkert skilur. En þessari stöku var stungið að mér vegna Þjóðviljans: Út með feigðarópunum ofsi og hræðsla þýtur, herða þeir á hrópunum hvar sem rökin þrýtur. Starkaður gamli. | Maðurinn minn KRISTJÁN JÓNSSON, | andaðist að heimili sínu, Forsæti, Villingaholtshreppi, | 1 9. þ. m. — Jarðarförin ákveðin siðar. María Einarsdóttir. i | iiReykjavíkur ogHafnarf jarðar | iiTilkynning um símaskrá u Vegna útgáfu hinnar nýju símaskrár, óskast breyt- ingar við Reykjavíkurskrána sendar skriflega skrif- o (> stofu Bæjarsímans í Reykjavík, í Landsímahúsinu, her- j J '' bergi 205 II. hæð, fyrir 25. nóvember næstkomandi. + o Einnig má afhenda þær innheimtugjaldkeranum í af- f ° greiðslusal Landsímastöðvarinnar i Reykjavík. Z ,, Tilkynningareyðublöð eru í Símaskránni (bls. 9). ° <1 Símanotendur í Hafnarfirði eru beðnir að afhenda ,, breytingatilkynningarnar símastöðinni í Hafnarfirði. 1 ► (» ° :: Bæjarsímastjórinn ;; i; í Reykjavík | Frestið ekki iengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.