Tíminn - 21.01.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 21. janúar 1950 17. blaff Á aö byrja á því aö skeröa hlut þeirra, sem erfiöast eiga? Ætlar Alþingi að byrja á því áð rýra hlut þeirra, sem einna. erfiðast eiga í þjóðfé- laginu — mannanna, sem eru að gera tilraun til að tryggja framtíð íslenzkra sveita með því að farga öllu sauðfé sínu, og sumir hverjir með því að vera án aðalbústofns síns 1 ár. Árs-sauðleysi er nokkuð víða líkt því, að sjómaðurinn lofaðí að afla ekki fiskjar úr sjó eitt ár sér til framfæris, en ákvæði að vera í landi og gera við veiðarfæri sín. Eg hefi nokkuð kynnzt því, hve fjárskipti eru bændum, erfið fjárhagslega og atvinnu lega. Þessvegna tel ég það ekki verjandi að sitja hjá án! þess að segja skoðun mína á þessu máli. Mörgum bónda mun Þykja það. kaldhæðið, að um leið og Alþingi gerir ráðstafanir til aukins stuðnings við aðrar stéttir — launamenn, útgerð 'landsins, greiðslur, sem nema tugum milljóna —, þá eru gerðar ráðstafanir tH að rýra mjög stuðning þann, er Al- þingi hefir ákveðið fyrir tæp- um -þremur árum vegna til- rauna við útrýmingu fjár- pestanna. Mál þetta, útrým- ing sauðfjárpestanna, hefir mjög verið vanrækt, þótt það sé frekar öllu öðru tilraun til að halda byggðinni við í stór- unr' byggðarlögum. 1. ^yo að menn viti glöggt, hv^ð hér er að gerast, set ég hér niður þær aðalbreyting- ar, sem liggja fyrir Alþingi á fjárskiptalcgunum, og sem mest rýra aðstoð ríkisins í þessu máli. 1. Sett er hámark á styrk á bótaskylda kind kr- 75.00. Þó getur ríkisstjórnin, ef stór felldar verðlagsbreytingar verða, breytt þessu hámarki. Ákvæði þetta á að ná til bóta, sem- 'féllu í gjalddaga 1949. — Nú er ekkert hámark — framlagið fer eftir niðurlags veði lamba. 2. Bætur vegna sauðleysis eiga að hlíta sömu reglum, en falla ekki í gjalddaga fyrir skurð. En nú 1 ári eftir niður skurð. 3. Bæturnar má greiða með vaxtalausum verðbréfum að 1/5 á lið I, og 3/5 á lið II, sem greiðast að fullu eftir 5 ár frá' útgáfudegi. — Nú er öll greiðsla i peningum. Um þessi atriði segir nefnd in, sem undirbjó frumvarp þetta,.meðal annars: „Við teljum, að ekki sé heppilegt að lækka bæturnar beinlínis úr því, sem komið er, jþví slíkt væri mikið ósam- ræmi frá því sem verið hefir og kæmi niður á þeim, sem lengst hafa búið við veikina". Eg er sammála nefndinni í þessu, en tel, að tillögur hennar séu í fullri andstöðu við þessa stefnuyfirlýsingu og vii skýra þetta að nokkru. Nefndin ætlast til, að á- kvæði þessi nái til greiðslna, sem þegar eru fallnar í gjald daga 1949 hvað hámarkið snertir og svo áfram, og verð Eftir llafsloin Pétursson, Gunn- steinsstöðum bréfaákvæðið nær til þess, sem fellur í gjalddaga 1950 (bætur milli Blöndu og Hér- aðsvatna og Snæfellsnes), og svo áfram- Með hámarksákvæði þessu mun ríkissjóður ná af okkur, sem eigum að fá bætur 1949, ca- 10 kr. af bótaskyldri kind, eða ca. 12% og líklega ca. 15% 1950. Heimild ríkisstjórnar til að breyta hámarkinu, ef óvenju legar verðsveiflur eiga sér stað,. virðist mjög vafascm og sízt betra en hinar sann- gjörnu reglur, sém nú gtfda og gefur stöðugt tilefni til tor- tryggni og óþarfra pólitískra deilna og jafnvel árlegrar tog streytu. Ennfremur gætí ráðherra skilið þetta svo, að bændur mættu aldrei fá fullar bætur samkv. útreikningi eða að há markið ætti að vera lægra en samkv. gildandi reglum, eins ög nú verður, ef þetta er sam- þykkt, Enda er augljóst, að Alþingi gerði þetta, ef sam- þykkt yrði, eingcngu til að ná í krónur. — Þetta er eins og annað nú á tímum, líkt og fálm drukknandi manns, sem ekki gætir neins annars en að ná yfirborðinu; þótt það aðeins verði til að drekkja þeim, sem vill bjarga honum. Þar sem ætlast er til, að ríkisstjórnin ráði ein hámark inu, ef óvenjuleg hækkun eða lækkun á sér stað, án nokkurra reglna, þá getur það bakað bændum stórfellt tjón frá því sem nú er, ef „vand- ræða“-stjórn situr við völd. <f**Þá"er það stefnan gagn- vart þeim, sem fyrirskipað er að vera sauðlausir 1 ár. Það kemur í ljós, að nefndin á- lítur minni þörf á styrk fyrir saúðleysisár en fjárskiptaár- Fyrir sauðleysi má greiða 60 kr. af hverjum 100 í vaxta- lausu 5 ára skuldabréfunum og gjaldfrestur er 2 ár frá niðurskurði í stað eins árs fjárskiptaárið. Bóndinn, sem er saúðlaus, fær því engan stuðning næsta haust eftir niðurskurðinn, þegar hann hefir ekkert innlegg til þess að greiða með framfæri liðna ársins og þarf að greiða fyrir nýjan bústofn. Mér finnst ekki þurfa mörg orð til að skýra það, að maður, sem er bústofnslaus, er ver settur en sá, sem hefir hálfan bústofn eða meira (allt að 70%). Þarna er því um ranglæti að ræða. En hvers virði eru nú 5 ára skuldabréf vaxtalaus miðað við. greiðslu út í hönd? Þarna er gert ráð fyrir, að bóndinn sé betri viðskiptaaðili gagn- vart ríkissjóði en Landsbank inn, sem tekur 7% ársvexti. Bóndi, sem hefir slik bréf í höndum, er nú jafn kaupgetu laus og peningalaus maður í flestum tilfellum. Hvaða verði gæti maður bú ist við, að hægt væri að selja slík bréf? Rikistryggð bréf hafa verið keypt í bönkum með 2% afföllum, ef þau gefa 6% ársvexti. Á frjálsum og öruggum verðbréfamarkaði yrði verð- mæti bréfanna hv. 100 kr. ca. 72 kr„ en nú get ég ekki hugs að mér hærri sölu en 50 kr- fyrir hverjar 100 kr. Greiðsla vegna fjárleysis yrði því þannig 2 árum eftir niðurskurð (ef ríkissjóður stendur í skilum) $. bótask. kind kr. 30.00 í peningum og í verðbréfum kr. 42.00, sem er seljanlegt fyrir kr. 25.00 í peningum. Samtals kr. 55.00- Samkv. gildandi lcgum er það nú ca. kr. 88.00 + 1 árs vöxtum kr. 5.00. Kr. 93 00. Samkv. þessu gerir þessi breyting lækkun á bótum vegna sauðleysis ca. kr. 38.00 eða kr. 55.00 í stað kr. 93 00. Þetta kalla ég stórfellda lækkun. Aftur er lækkunin talsvert minni vegna fjár- skipta ársins, þar sem greiðsla á að fara fram ári fyrr og greiðsla í vaxtalaus- um bréfum er aðeins 1/5 bóta. Minna bréfamagn er mik- ilsvert og gefur meiri líkur til möguleika til að liggja með þau. Mætti þvi áætla muninn þannig: Nú styrkur á bóta- skylda kind kr. 88.00, eða skv. breytingum peningar kr. 60.00- Verðbr. nafnv. 15 kr. verðgildi kr. 10.00, eða samt. kr. 70.00. Ef ríkissjóður getur tekið upp svona viðskiptalíf, hvers vegna segir hann ekki seðla- bankanum, sem hann á sjálf ur, að lána sér fé vaxtalaust? Ef lausn fjárhagsöngþveitis- ins á að vera niðurfelling vaxtagreiðslu, hversvegna er þá ráðist á þá stétt, sem hef- ir erfiðasta aðstöðu? Mest furðar mig á glám- skyggni þeirra manna, sem nú taka við 20% uppbót á laun sin, en leggja um leið til stórfellda lækkun á fram- færslufé þeirra manna, sem ríkisvaldið sviptir atvinnu- frelsi vegna nauðsynjar þjóð arheildarinnar. Loks má benda á, að hér fær peningamaðurinn nýtt verksvið, að safna bréfum þessum að sér fyrir lítið verð, sem einskonar viðbót á happ drættisbréf ríkisins. (Bréf þessi hverfa úr umferð líkt og þau.) 2. Þá er atriði, sem mér virð- ist eðilega mikilsverðast í þessu máli- Mér skilst aff það sé var- hugaverff leiff í stjórnmál- um ef Alþingi nemur úr gildi ákvæði laga, eftir aff kröfur samkv. ákvæffunum eru fallnar í gjalddaga til þess aff losna við kröfuna- Auk þess er í gildandi fjár- skiptalögum eiginlega um samningsgerð að ræða milli þeirra, sem farga fé sínu, og ríkisins, þar sem það er borið undir atkvæði mann- anna, hvort þeir samþykki eða vilji fjárskipti samkv. ákveðnum lagaákvæðum og það liggur því ljóst fyrir, að það er undir því komið hvort menn samþykkja niðurskurð- (Framhald á 7. aí3u) KNÚTUR ÞORSTEINSSON írá Úlfsstöðum, skólastjóri í Höfn í Hornafirði, sem lesendum Tímans er að góðu kunnur, hefir sent Tím- anum stökur þær, sem hér fara á eftir og nefnir þær Við áramót 1950: Yfir þögul ísalönd, ofar vegum skýja, ljómar heið á himins rönd hásól ársins nýja. jk‘* ! ú i Hennar fagra geislaglóð glaðan vekur haginn, ljósa daga, ljúfan óð lætur svífa í bæinn. Mundi hennar milda bál megna heim að prýða friði þjóða, friði í sál, fegri menning lýða. EG KOM í GÆR til stúlku, sem býr ein og hefir eitt herbergi og eldhús. Hún spurði mig eftir stór- íbúðaskattinum eins og fleiri, og hvort hann myndi ná fram að ganga. Hún var að hugsa um að bæta öðru herbergi við sig, en góð- viljaðir menn höfðu spurt hana, hvort hún væri vitlaus að láta sér detta slíkt í hug. Hún fengi á sig stóribúðaskatt og yrði gjaldþrota. Stúlkan er í góðri atvinnu og iifir spart og skynsamlega. Hún sagðist vera við því búin að gang- ast undir stóríbúðaskattinn. Sér væri ánægja að því að létta und- ir með þeim húsnæðislausu, en til þeirra ætti skatturinn að renna. Eða væri ekki sagt, að við ættum að reynast öðrum eins og við vild- um að þeir reyndust okkur? ‘ ÞESSI SIÐFRÆÐI fékk víst litl- ar undirtektir hjá þeim góðvilj- aða. En ég mældi lauslega húsnæði stúlkunnar. Stofan, sem hún býr í, er aðeins betur en 2 metrar á hvern veg, og svipað sagði hún mér að væri herbergið, sem hún ætlaði að bæta við sig. Eg sagði henni, að hún mætti hafa 7 her- bergi eins og stofuna sína skatt- frjálsa. Eldhúsið er aðeins stærra en stofan, svo að stúlkunni væri óhætt að þrefalda húsnæði sitt að minnsta kosti, án þess að til skatt- greiðslu komi. En jafnvel í svona dæmum er reynt að æsa fólk og hræða með stóríbúðaskatti. ALLTAF ERU AÐ SÍAST til min pennastriksvisur og læt ég koma hér fáein sýnishorn af því, hvern- ig menn vilja hafa þær: Kommúnista kjörvinur kjaftaði heldur mikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Bíður þjóð við borðin þur, byrgir loforð rykið. Örkina taktu Ólafur og á hana gerðu strikið. TV! Einn er brunnur orðinn þur, sem að mun síðar vikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Eins og gamall geithafur, sem gleypir alltof mikið. Er því sagt að Ólafur alþjóð hafi svikið, Oft við komma auðmjúkur, ann þeim fjarska mikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Vegna eyðslu alræmdur, elskar váldaprikið, ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. íhaldsdindla dávaldur dansar um skýjarykið, en ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. .s --• ' Kjaftagleiður Kvöldúlfur koðnað hefir mikið, ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Lokkaprúður, léttmálgur, laus í heitum mikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Hér læt ég þá staðar numið með þennan kveðskap og er vafasamt, að meira birtist af honum. Starkaður gamli. Innilega þökk fyrir auðsýnda samúff við andlát móff- ur okkar HÓLMFRÍÐAR KNUDSEN. Börn hennar. HJARTANLEGA þakka ég 'óllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á áttrœðis- afmœli mínu, 2. jan. sl. Guð blessi ykkur öll um ökomna framtíð. PÁLL HANNESSON, Guðlaugsstöðum. Hjartans þakkir færum við öllum, bæði innsveita og 1 | utansveitarfólki, sem á allan hátt auðsýnda okkur | | hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför okkar | i ástkæra fóstursonar, ÓSKARS KARLSSONAR. Guð blessi alla. Geithellum, Geithellahreppi. FÓSTURFORELDRAR. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.