Tíminn - 24.01.1950, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, þriðjudaginn 24. janúar 1950
19. blað
HúsnæðismáSin og verka
lýðsflokkarnir
Fyrir rúmum tug ára var
Alþýðuflokkurinn brjóstvörn
verkamanna og málsvari
jafnréttis. Þá hafði hann
traust þeirra, sem úr minnstu
höfðu að spila, enda barðist
flokkurinn þá skeleggri bar-
áttu, gegn fjárplógsmönnum
og öðrum þeim, er sitja vildu
yfir hlut allrar alþýðu.
Á þeim árum komu Fram-
sóknar- og Alþýöuflokkurinn
fram lögunum um verka-
mannabústaði, og njóta nú
þeirrar lagasetningar all-
margir menn úr hópi verka-
manna og annarra. En tím-
arnir breytast og mennirnir
með. Leiðtogar Alþýðuflokks-
ins fengu glýju í augun af
gulli íhaldsins, og þeim fór
svo, að þeir gengu gullinu á
hönd, og gerðust þjónar fjár-
plógsmannanna, er réðu yfir
Sjálfstæðisflokknum. Þeim
var þar búið þægilegt rúm.
Látið fara vel um þá, og þeir
hirtu fegins hendi molana af
borðum húsbænda sinna. En
endurgjald skyldi nokkuð
koma í stað værðarvoða leið-
toganna. Þeir urðu að láta
flokkinn ganga til þjónustu
við íhaldið. Þetta hafði þau
áhrif, að fjöldi kjósenda þessa
flokks hrökkluðust frá flokkn
um og yfir til annarra flokka.
Nú mun vart finnast v.erka-
maður í Reykjavíkurbæ, sem
styður hinn svonefnda Al-
þýðuflokk. Þegar svo hús-
bændurnir, stóra íhaldið, er
að gera gælur við þéssa sauð-
tryggu þjóna sína, þá kalla
þeir þá pínu-pínu-litla flokk-
inn.
Til sönnunar þessari her-
leiðingu Alþýðuflokksbrodd-
anna, er tilvalið að taka mál
eins og húsnæðismálin.
Eins og að framan er sagt,
átti Alþýðuflokkurinn virkan
þátt í hinum þörfu lögum um
verkamannabústaðina, og
þau lög komu til fram-
kvæmda meðan Framsóknar-
flokkurinn var í samvinnu við
Alþýðuflokkinn.
Óhappaárið 1942 byrjaði
Alþýffuflokkurinn að feta
sína ólánsbraut. 1944 settist
hann í stjórn með Sjálfstæð-
is- og kommúnistaflokkn-
um, og á tveim árum eyddu
þessir flokkar öllum gjald-
eyrissjóðum þjóðarinnar. Við
skyldum nú ætla, að hínir
tveir flokkar, er kenna sig við
verkalýðinn, hefðu á þessum
árum séð vel fyrir fjárhags-
legri afkomu verkamannabú-
staða og samvinnubygginga.
En hvað skeði?
Stríðsgróðamennirnir réistu
villubyggingar í hundraðatali
— svo ópraktiskar og dýrar,
að péningum þyrfti að rigna
af himnum, — eins og brauð-
inu yfir Gyðinga forðum
daga — til að framleiðsla
þjóðarinnar gæti risið undir
slíkum húsum.
En það fór lítið fyrir prakt?-
ískum sambyggingum efna-
minna fólks, það var afhent
„fasteignaspekulöntunum"
sem bráð, er þeir skyldu naga
um.
Gróðafélög byggðu nokkrar
sambyggingar og seldu íbúð-
irnar með ærinni álagningu.
Fasteignabraskararnir keyptu
og ^seldu,- svo íbúðirnar. og
heilu húsin margfölduðust í
verði frá upprunalegum
stofnkostnaði. Sá er seldi.
stal að jafnaði megninu af
Eftir Hannes Pálsson frá Vndirfelli.
hagnaði sínum undan skatti,
og notaði gróðann til nýrra
„spekulationa“, til bölvunar
fyrir þjóðfélagið. Á þessum
árum þraut fé til að byggja
verkamannabústaðina og
samvinnubyggingafélögin
urðu að hætta starfsemi
sinni af fjármagnsskorti.
Hefðu nú leiðtogar Alþýðu-
og Kommúnistaflokkanna
verið að hugsa um hagsmuni
almennings, þá hefði þessum
góðu mönnum e. t. v. hug-
kvæmst að koma upp fast-
eignasölumiðstöð, sem hefði
með höndum alla sölu fast-
eigna, og samhliða því lagt á
allháan verðhækkunarskatt,
serri runnið hefði i sjóði, sem
notast skyldi til útlána i
verkamannabústaði og sam-
vinnubyggingar. Með þessu
hefðu þessir verkalýðsfor-
ingjar gert tvennt: Tryggt
byggingarsamtökum fátækr-
ar alþýðu nægjanlegt veltufé
og fyrirbyggt skattsvik og ó-
heilbrigða auðsöfnun fast-
eignabraskaranna, svo og
sparaff þjóðinnj allfjölmenna
stétt, sem við það fæst að
vera milliliður á milli selj-
anda og kaupanda. Um þetta
verkefni svikust foringjar
verkalýðsflokkanna, og
þetta er fullkomin sönnun
fyrir alþýffu manna, að þess-
um flokkum getur hún ekki
treyst fyrir hagsmunum sín-
um.
En áframhaldið er eins og
byrjunin.
Framsóknarflokkurinn hef-
ir árum saman barist fyrir
því, að koma á stóríbúða-
skatti, til að tryggja það, að
gjaldeyri væri ekki eytt til ó-
nýtis, eða að þeir, sem hefðu
svo fullar hendur fjár, að þeir
leyfðu sér óhófshúsnœði, létu
nokkurt fé af hendi rakna til
stuðnings lakar settum sam-
borgurum. Nú er málið kom-
ið i það horf, að skatti þess-
um er œtlað að renna óskert-
um í sjóði verkamanna- og
samvinnubústaða.
Samþykkt frumvarpsins
getur jöfnum höndum aukið
möguleika fyrir efnalítið
fólk, að koma sér upp sœmi-
legri vistarveru, og aukið og
bœtt hagnýtingu þess hús-
nœðis, sem fyrir er.
En hvað skeður. Klíkan,
sem ræður yfir Alþýðublað-
inu og miklum hluta þing-
flokksins, lýsir því yfir, að
„smáíbúðafrumvarp" Fram-
sóknarflokksins skuli aldrei
komast í gegn fyrir tilstilli
Alþýðuflokksins.
Þið, sem ennþá hafið kosið
Alþýðuflokkinn af gömlum
vana og í því trausti, að á-
lagahamur íhaldsins félli af
honum, viljið þið nú athuga,
hversu óralangt leiðtogar
Alþýðuflokksins eru komnir
frá því fólki, sem þeir þykj-
ast vera að vinna fyrir. Þegar
þeir þekkja svo lítið til lífs-
kjara ykkar, að þeir kalla
það smáíbúð, þar sem þrjár
manneskjur hafa 90 fermetra
íbúð skattfrjálsa, og fjögra
manna fjölskylda 105 fer-
metra.
Hversu margir alþýðumenn
— verkamenn og láglauna-
j menn í þessum bæ — hafa
rýmri íbúð? Engin verka-
j mannaíbúcin nær skatti, þó í
jhenni búi barnlaus hjón, og
enginn láglaunamaður getur
leyft sér að búa í svo rúm-
góðri íbúð, að hún nái skatti.
Svo langt ganga þessir
menn, að þeir láta blað siti
Ijúga því hreinlega upp, að
skatturinn nái til verka-
mannabústaðanna. Þeir virð-
ast treysta á það eitt, að svo
og svo mikill hópur fólks viti
ekki hvað flatarmeter er
stór, og hafi bókstaflega enga j
dómgreind. j
Hið hrörnandi fylgi Alþýðu- ,
flokksins mun sánna, að þeir
álíta kjósendur dómgreindar-
minni en þeir munu reynast.
Alþýða íslands, til sjávar og
sveita. Sjáið þið ekki í þjón-
ustu hvaða manna leiðtogar
Alþýðuflokksins eru komnir.
Þegar þeir berjast gegn þvi,
að hægt sé að láta lögin um
verkamannabústaði koma til
framkvœmda með því að
hindra að sú starfsemi nái í
veltufé. Þegar þessir sömu
menn berjast gegn því að
nokkur jöfnuður sé gerður í
húsakosti bæjarbúa, og berj-
ast gegn því, að uppvaxandi
æska braggahverfanna og
annarra heilsuspillandi í- j
búða fái mannsæmandi vist- j
arverur.
Þetta sýnir Alþýðuflokkur- 1
inn í framkvæmd, þó hann j
brosi til ykkar og þykist vilja
bæta kjör ykkar.
Það má segja um leiðtoga '
Alþýðuflokksins, að þeir
svíkja alþýðuna í þessu landi
með kossi, eins og Júdas sveik
meistarann. Enda hafa þeir
fengið sína silfurpeninga.
Þáttur kommúnista.
Ekki má gleyma skrípaleik
kommúnista í húsnæðismál-
um. Þeir eiga alveg sömu sök
og Alþýðuflokksleiðtogarnir,
á því, að ekkert var séð fyrir
húsnæðismálum hins efna-
minna fólks, meðan þeir fóru
með völd. Þeir afhentu fólkið
til húsnæðisokraranna og
létu þá sjúga út hvern þeirra
spariskilding. Þeir unnu með
j ráðum og dáð að því, að safna
sem flestu fólki úr dreifbýl-
inu í'braggahverfi bæjarins.
i Þeir komu ekki með neina
framkvæmanlega tillögu í
i byggingarmálunum, nema að
jkrefjast þess, að bærinn
byggði yfir alla. Þeir vissu, að
ihaldið myndi láta sér hægt
um slíkt, af því gæðingar í-
haldsins þurftu að græða á
húsnæðislausa fólksins.
Þeir voru ekki að hugsa
um raunverulega hagsmuni
J fólksins, heldur að skapa ör-
eigalýð, sem hvorki hafði
húsaskjól né atvinnu. Eftir
j því sem meiri mismunur varð
á lífskjörum borgaranna,
j eftir því var hægra að koll-
steypa hinu borgaralega þjóð-
, félagi. Þennan leik, leika
kommúnistar allra landa.
Vesalmennska Alþýðuflokks-
ins og spilling Sjálfstæðis-
flokksins hjálpaði þeim, og
þeir fitnuðu eins og púkinn á
fjósbitanum. Ekki í bókstaf-
legri merkingu heldur með
örvinglun fólksins, sem barð-
ist í bökkum með að sjá sér
og sínum fyrir lífsnauðsynj-
um.Meðan fégráðugir „speku-
lantar“ lifðu 1 hverskyns
munaði.
Þessir menn óttast nú að
(Framhald á 7. siöu)
Alltaf finn ég það betur og
betur hvað fólkið er gott og
göfuglynt í þessum bæ. Kosn-
ingar eru ósköp mannbætandi,
því að jafnvel harðsnúnustu
fjárplógsmenn klökkna þá af
mannkærleika og samúð með
þeim, sem minna mega sín. Þó
að menn séu alltaf endranær
niðursokknir í að græða og
hafa af öðrum með lögum og ó-
lögum, verða þeir allt í einu
svo hugsunarsamir og nær-
gætnir við almenning, þegar
kosningar fara í hönd, að það
er dásamlegt.
Þá er það nú heldur ekki neitt
lítilræði, sem blessað Mbl. er
búið að tala til tilfinninganna
út af stóríbúðarskattinum. Til-
finningar ekkna og munaðar-
leysingja, friðhelgi heimilisins
og fleira er nefnt í því sam-
bandi. Og lesendur blaðsins fyll-
ast heilagri vandlætingu við þá
vondu menn, sem vilja leggja
skatt á íbúðir og til dæmis ekkj
leyfa einhieypum manni að
hafa skattfrjálsa heila íbúð í
verkamannabústöðunum, sem
allt í einu þykja nú ekki „mann-
sæmandi'Y til hvers sem þeir
hafa þá verið byggðir. Og rit-
stjórar Alþ.bl. og Þjóðviljans
komast við af hinum hjart-
næmu greinum Mbl. og keppast
við að sverja stóríbúðaskattinn
af sér og sínum. Þannig geta
hinir snjöllu pennar Mbl. líka
ráðið Alþ.bl. og Þjóðviljanum
þegar mikils þarf með.
Þegar við göngum um nýlegar
götur í þessari borg, sjáum við
viða stór og glæsileg hús. Þó að
íbúðin í kjallaranum sé minni
en uppi á hæðunum, því að í
kjallaranum er miðstöðin,
þvottahúsið og geymslur þeirra,
sem á hæðunum búa, er oft
fleira fólk í kjallaranum en á
tveimur efri hæðunum. Oft er'
það barnafólk, og þar af leið- [
andi það fólkið, sem mesta þörf
hefir fyrir gott húsnæði. Þetta
fólk hefir ef til vill aldrei haft
ráð á að eignast íbúð, en samt
er það þetta fólk, sem að veru-
legu leyti borgar íbúðina fyrir
þá, sem hafa rúmt um sig uppi
á hæðinni.
-
En fólkið uppi er duglegra,
ráðdeildarsamara og svo fram-
vegis, segið þið. 1 kjallaranum
búa menn, sem eru bara barna-
kennarar, hásetar á fiskibát,
verkamenn eða eitthvað þess-
háttar. Þeir byrja dagsverkið
kl. 7 eða 8 og þurfa því ef til
vill að vakna kl. 6 en vera má
að þá fyrst sé að hljóðna veizlu-
glaumurinn uppi á hæðinni. Það
snertir ekki hinar göfugu til-
finningar ritstjóranna við Mbl.
og leppa þeirra við Alþ.bl. og
Þjóðviljann, þó að láglaunafólk
verði andvaka í leiguhúsnæði
og sjálfsagt væri það brot á frið-
helgi heimilanna að trufla eða
lægja veizluglaum um nætur í
sambýlishúsum, fyrr en þá að
veizlugestir sjálfir finna á-
stæðu til að kalla á lögregluna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
kalsyrðum er kastað að þeim,
sem láta sér nægja að vera
heiöarlegir og þjóðhollir starfs-
menn og hafa ekki „falskar
faktúrur" í neinni mynd sér til
frægðar. Almenningur má vel
við una meðan hann þykir hæf-
ur í kjallarana, — á sömu hæð
og forréttindamenn hefir hann
ekkert erindi, þar sem Mbl.
mótar tilfinningalífið.
Ég þekki fólk í sveit. Það hef-
ir byggt sér nýjan bæ og er að
flytja í hann. Það hugsar sér að
rífa gamla bæinn og nota til
annars það sem notandi er úr
honum. Auðvitað eru margar
minningar bundnar við hús, sem
búið hefir verið í um hálfrar
aldar skeið. Flestum myndi
þykja gaman að geta látið
gamla bæinn sinn standa ó-
breyttan, þar sem þeir fæddust
og uxu upp og foreldrar þeirra
lifðu. Mbl. kallar það, að sví-
virða sínar helgustu tilfinning-
ar að breyta nokkru í húsakynn-
um sínum frá því sem áður var.
Og þetta snertir hinar góðu
taugar lesendanna. En nú er
bara eftir að finna ráð til þess,
að menn geti almennt veitt sér
þetta. Það ráð er áreiðanlega
ekki að leggja 600 króna neyzlu-
skatt á hvert einasta barn þjóð-
arinnar til jafnaðar eins og
Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér
núna eftir hátíðarnar.
En nú ætla ég að biðja ykkur
að taka eftir því þegar Mbl. fer
að álasa kaupsýslumönnum
fyrir að gera nauðsynjar al-
m.ennings dýrari en þörf er á,
húsnæði, fatnað og svo fram-
vegis. Hin ríka samúð blaðsins
með tilfinningum fólksins mun
ekki láta á sér standa að for-
dæma harðlega hvers konar
faktúrufölsun, sem gerð er til
að féfletta almenning.
Og Alþ.bl. og Þjóðviljinn koma
á eftir.
Starkaður gamli.
Ræktunarsambönd, Búnað- *
arfélög og aörir:
Getum útvegað með hæfriegum fyrirvara frá
Ameríku, gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum
beltisdráttar^élar IHC af stærðunum TD—6, TD—9,
TD—14 og TD—18 með tilheyrandi jarðýtum og jarð-
yrkjuverkfærum.
Athugið: Ef vélarnar eiga að notast til voryrkju er
áríðandi aö leyfin berist oss sem allra fyrst.
Samband ísl. samvinnufélaga