Tíminn - 03.02.1950, Síða 1

Tíminn - 03.02.1950, Síða 1
r————^ ^ ± y RitstjórU \ Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason ' Útgejandi: Framsóknarflokkurinn ---------------------------- Skrifstofur f Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 34. árg. Reykjavík, föstudaginn 3- febrúar 1950 28. blaú Fjárskipti samþykkt a svæö- inu frá Hvaifiröi að Snæ- feiisnesi Ekki oinliinlei>a ákvoðið, hvort fjárskipt- in fara fram í haust oða haustið 1951 í síffasta mánuði fór fram atkvæffagreiffsla um frum- varp til fjárskipta í Mýra- og Borgarfjaröarsýslu og nokkr- um hreppum Dala- og Snæfellsnessýslu. Var frumvarpiff samþvkkt af tilskildum meirihluta fjáreigenda og verða þar því að öllum líkindum fjárskipti næsta haust eða haustiff 1951. Svæði það, sem atkvæða- j greiðslan náði til var frá Laxárdalsc Snæfeltsness- og Arnarvatnsheiðargirðing- um að Hvalfjarðærgirðingu. Innan þeirra takmarka er Borgarfjarðar- og Mýra- sýslur allar, þrír hreppar í Snæfellsnesssýslu, Kolbein- staðarhreppur, Eyjahreppur og Skógarstrandarhreppur, og þrír hreppar í Dalasýslu, Hörðudalshreppur, Miðdala- hreppur og Haukadalshrepp ur. Atkvæði úr kosningu þess ari voru talin í skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðar- sýslna 1. febrúar og urðu úr- slitin þessi: Á kjörskrá voru 695 fjáreigendur og atkvæði greiddu 512. Já sögðu 467, hei 36 og 6 seðlar voru auðir. Þar með er frumvarp þetta til fjárskipta á þessu svæði samþykkt af tilskildum meirihluta fjáreigenda sam- kvæmt lögum um fjárskipti. Ekki er endanlega ákveðið hvort fjárskipti þarna muni fara fram á næsta hausti eða haustið 1951. Embættispróf við háskólann Fimm manns hafa nýlega lokið embættisprófi í við- skiptafræðum við Háskóla ís land og einn í læknisfræði. Þeir sem luku prófi í við- skiptaf ræðum eru: Árni Fannberg með I. einkunn, 296 stig Guölagur Þorvald- son I. einkunn, 328 stig, Guð mundur Jóhannsson II. eink unn betri, 241 stig, Gunnar I-Ivannberg II. einkun betri, 221% stig og Pétur Pálma- son II. einkun betri 242 stig. í læknisfræði lauk Ragnar Karlssson embættisprófi með I. einkunn, 169 stigum. fflynd þessi sýnir sænska skipið „Divina“ sem sigldi á brezkan kafbát í mynni Themsár fyrir nokkru með þeim afleiðingum að nær 60 manns fórust. Divina er 650 lestir að stærð. Ármann J. Lárus- son vann skjald- arglímuna Skjaldarglíma Ármanns fór fram í íþróttahúsinu að Há- lpgalandi í fyrrakvöld. Bar Ármann J. Lárusson frá Ung mennafélagi Reykjavíkur sig ur úr býtum, hlaut. átta vinn inga. Hann er aðeins seytján ára gamall, sonur Lárusar Salómonssonar lögregluþjóns, en hefir áður sýnt, hvílíkt af- bragðs glímumannsefni hann er, svo ungur sem hann er enn að árum. Annar varð Sigurjén Guð- jónsson frá ungmennafélag- inu Vöku. Hann hlaut sex vinninga og einn aukavinn- ing- Þriðji varð Rúnar Guð- mundsson frá Ungmennafé- laginu Vcku. Hann hlaut sex vinninga og fegurðarverð- laun fyrir glímu sína. Ber það af, hve ungmenna- félagarnir stóðu sig í þessari skjaldarglímu. Námsstyrkir sam- einuðu þjóðanna Meðal merkustu mála, sem afgreidd voru á síðasta alssherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, voru ályktanir þingsins um veitingu náms- styrkja á sviði atvinnulífs. hagnýtingu náttúruauðæfa og reksturs ríkis- og bæjar- neytinu hafa nú borizt upp- lýsingar um tilhögun þessara mála. Árið 1950 munu verða veitt ir um 200 námsstyrkir til náms í ýmsum löndum og er krafizt að umsækjendur hafi 7—10 ára reynslu i þeirri greiiv, sem um er að ræða. Styrkir verða veittir til náms í um 80 greinum og eru , helztu flokkarnir þessir: 1. Hagskýrslur. 2. Iðnrekstur. ! 3. Samgöngumál (þ. á m. fiugmál). 4. Fjarskipti. 5. Landbúnaður og hagnýt ing vatnsorku. 6. Fiskveiðar og hagnýting sjávarafurða. 7. Stjórn ríkis- og bæjar- skrifstofa. Námstími er áætlaður 3— 6 mánuðuir. Umsóknir ís- lendinga ber að stila til ut- ! anríkisráðuneytisins, og veitir það nánari upplýsing- | ar. Umsóknarfrestur er til '20. febrúar n. k. Samkomulag um kjarnorkumál brýnna en nokkru sinni fyrr Truman Bandaríkjafor- seti hefir lýst því yfir, að hann telji eftirlit með fram leiðslu kjarnorkuvopna af al þjóðlegri hálfu nú brýnna en nokkru sinni f yrr Segir hann að Bandaríkin muni halda áfram undirbún ingi að framleiðslu vatnsefn issprengjunnar unz slíkt eft irlit sé komið og fullkomið samkomulag hafi náðst um það svo að tryggt sé. Hann segir að Bandaríkin hafi þegar gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að kom ast að samkomulagi við Rússa um þessi mál, en all- ar tilraunir hafi orðið árang j uislausar. Nú verði aðrar þjóðir að leggja sig allar • fram til þess að ná því 1 marki. i Eikibiskup’nn af Kantara- borg ræddi þessi mál í stól- j ræðu í gær og kvað nú svo j komið, að mennirnir réðu lyfir svo áhrifamiklum eyði- legg'ngarvopnum, að þau j gætu orðið tortíming alls 1 heims'ns ef óvitar eða skammsýnir menn færu með. Því bæri nauðsyn til að allir friðelskandi menn og fram- sýnir beittu öllum áhrifum sinum í lokatiiraun til þess að koma á varanlegu alþjóða samkomulagi er tryggði skynsamlegri ipeðferð þess- ara mála og hagnýting kjarn orku í þágu friðsamlegra framfara. Á þessa óheillaför þjóðanna yrði að binda ! endi. iiiiiiiiiiiiihihhii j „Kettir eru spendýr, mýs eru spen- | dýr og þess vegna eru kettir mýs” Hökviilur MorgHublaðsins leiðréttar. * Morgunblaðið reyndi nýlega að hrekja þá stað- reynd, að samvinnureksturinn sé hagkvæmasta rekst- urrsformið við lýði í landinu. Beitir það fyrir sig þeirri rökvillu, að úr því að Kaupfélag Hafnfirðinga hafi ver- ið rekið með tapi á s.l. ári þá hljóti samvinnurekstur- inn að vera óhagkvæmt rekstursform. Minnir þessi röksemdafærsla óþægilega mikið á kattarrökvilluna frægu: „Kettir eru spendýr, mýs eru spendýr; þess vegna eru kettir mýs“. Stjórnendur K. H. munu vafalaust svara árásum Mbls- á félagið, svo ekki virðist ástæða til að taka það mál upp hér. En hitt er svo freistandi að benda Mbls.- mönnunum á, að úr því þeir telja að hallarekstur eins félags nægi til að fordæma rekstursformiff sjálft, þá væri þeim hollt að líta í Greinargerð framkvæmda- stjórnar landsbankans. Þar sézt m. a., að það er ekki eitt eða tvö einka- og ríkisfélög (-útgerðar- iffnaðar- og verzlunarféleg-), sem rekin hafa verið með tapi að undanförnu heldur skipta þau tugum og jafnvel hundr uðum. í greinargerðinni segir m. a.: ★ „Af 104 útgerffar- og fiskiffjufyrirtækjum, sein hafa látið Landsbankanum í té r?ikninga fyrir það ár, (1948), voru 80 rekin með halla. sem nam alls 24,7 millj. kr. . • . „Betri étkoma hefir verið hjá verzlunar- og iðnfyrirtækjum, sem Landsbankinn heíir fen?- iff reikninga frá, en þó hvergi nærri viðunandi. Árið 1948 voru 29 af 65 fyrirtækjum rekin með trkjuhalla, að upphæð 2,3 millj. kr. og árið 1948 62 af 150 fvrirtækjum með tekjuhalla að upp- hæð 3,5 millj. kr. Það væri fróðlegt að sjá, hverjar ályktanir Mbls.-menn myndu draga af þessum tölum, ef þeir skoðuðu þær í ljósi kattarröksemda sinna. H. J •IIIHMHMIIWIHHIIIHIHIU

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.