Tíminn - 03.02.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 3. febrúar 1950 28. blaff Frumvarpið um f járskiptin Þann 21. jan. s.l. er birt í Tímanum grein eftir Haf- stein Pétursson, þar sem rætt er um frumvarp til laga, sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum frá 1947 um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra. Við undirritaðir, sem eftir skipun frá fyrrverandi ríkis- stjórn undirbjuggum frum- varp þetta, teljum okkur ekki komast hjá því að leiðrétta nokkrar skekkjur, sem fram koma í grein þessari, um inni hald frumvarpsins og skýra það að öðru leyti frá okkar sjónarmiði. Þegar rætt er um frum- varpið verður fyrst og. fremst að gera sér ljóst, hvaða verk- efni það var, sem okkur nefndarmönnum var falið að leysa af hendi- f skipunar- bréfum okkar er tekið fram, að okkur sé einkum ætlað aö finna, hvaða breytingar séu nauðsynlegar á gildandi lög- um til þess að unnt verði af fjárhagsástæðum að halda á- fram fjárskiptum af fullum hraða. Atvinnumálaráðherra og fjármálaráðherra lýstu því yfir í viðtölum við okkur, að ekki væru líkur til, að unnt yrði að leggja árlega svo mikið fé fram úr ríkissjóði, sem þyrfti til þessara fram- kvæmda, að óbreyttum lög- um og þeim áætlunum, sem fyrir lægju. Að þessu athug- uðu var því ekki nema um tvær leiðir að velja fyrir nefndina: Annað hvort að skorast algerlega undan þessu starfV eða benda á ein- hverjar viðunandi leiðir til að draga úr árlegum útgjöld- um rikissjóðs, án þess þó að skerða um of þá aðstoð, sem bændur fá við fjárskiptin. Atlms'ascmdir við grein Hafsícins Péturs- sunar á Guiinsteinsstöðum. ", Þær aðalbreytingar, sem frumvarp þetta felur í sér, frá núgildandi lögum, eru í fáum orðum sagt þessar: 1. Ríkinu er gert að skyldu að viðhalda varnarlínum í 4 ár eftir að fjárskipti hafa far ið fram beggja megin við þær og lengur, þar sem þær af- marka garnaveikissvæði. Eft ir lögunum eru engin föst á- kvæði um þetta. 2. Bætur verði miðaðar við niðurlagsverð sláturlamba á hlutaðeigandi fjárskipta- svæði, en ekki við kaupverð líflamba eins og nú er eftir gildandi lögum. Hámark verði sett á bætur, kr. 75.00 á bótaskylda kind. 3- Ríkissjóði er heimilað að greiða hluta af bótunum í 5 ára vaxtalausum ríkisskulda- bréfum, venjulegar fjárskipta bætur að 1/5 hluta og sauð- leysisbætur að 3/5 hlutum. Ef þessi þrjú atriði eru at- huguð, kemur í ljós, að það fyrsta er eingöngu sett til að auka öryggi við framkvæmd- irnar, en flestir munu viður- kenna, að það sé eitt aðal- atriðið I þessu máli. Um annað atriðið er það að segja, að við álítum eðlilegra að miða við niðurlagsverð sláturlamba en við kaupverð líflamba. Ástæðan er sú, að á þann hátt eru líkur til, að bæturnar verði meira í sam- ræmi við það afurðatap, sem menn verða fyrir við fjár- skiptin. Hámarkið kr. 75.00 á kind er sett með tilliti til þess, að hærra hefir ekki verið greitt eftir núgildandi lögum. Enn- fremur virtist okkur, að ekki væri full ástæða til að bæt- ur hækkuðu í hlutfalli við brúttóafurðir af fé. Jafnvel þó að verðlag hækki úr því, sem nú er, er ekki þar með sagt, að nettóarður af hverri kind hækki. Og þar sem krafa var gerð til nefndar- innar um að draga úr kostn- aði, var naumast hægt að fara vægar í sakirnar en að leggja til, að bæturnar stæðu í stað. Auðséð er, að hvorugt þeirra atriða, sem nefnd hafa verið hér, verka til lækk unar á útgjöldum ríkissjóðs, miðað við undanfarin ár, eða þær áætlanir, sem fyrir liggja. Hámarkið aðeins varnar því, að útgjöldin hækki á bóta- skylda kind- Kemur þá að þriðja atrið- inu, heimild til að greiða hluta af bótunum í skulda- bréfum. Er þar bent á leið til að draga úr árlegum út- gjöldum ríkissjóðs og færa kstnaðinn á þann hátt yfir lengra timabil. Miðað við fjárhag ríkissjóðs og horfur í fjármálum yfirleitt, virtist okkur ekki um annað að gera en benda á þessa leið. Um það má deila, hversu mikinn hluta bótanna ætti að heim- ila að greiða í skuldabréfum, en til þess að lækka árleg út- gjöld ríkissjóðs verulega, varð það að vera allstór hluti heildarbótanna. Það, sem Hafsteinn geng- ur alveg fram hjá 1 grein sinni er það, í hvaða tilgangi nefndinni var falið að starfa. En tilgangurinn var, eins og áður segir, að benda á leiðir til að hægt væri að halda á- fram fjárskiptum af fullum hraða, án þess að rikissjóði yrði um megn að standa und ir árlegum kostnaði við þau. Auk þess fer H. P. ekki rétt með efni frumvarpsins í sum um atriðum. 1. Hann segir, að breyting á hámarkinu úr kr. 7500 á kind gæti orðið til þess, að bændur fái aldrei fullar bæt- ur, samkvæmt útreikningi. Heimild til að breyta hámark inu er eingöngu sett til þess, að hægt væri að hækka bæt- ur úr kr. 75.00, ef miklar verð breytingar ættu sér stað til hækkunar. Samkvæmt frum- varpinu getur greiðslan ekki farið niður fyrir kr. 75.00 á kind, nema verðlag lækki svo, að hálft lambsverð sé metið lægra en þeirri upphæð nem- ur. 2. Á einum stað 1 greininni segir Hafsteinn orðrétt: „Bóndi, sem er sauðlaus, fær því engan stuðning næsta hayst eftir niðurskurðinn, þegar hann hefir ekkert inn- legg til þess að greiða með framfæri liðna ársins og þarf að greiða fyrir nýjan bú- stofn“. Hér skeikar miklu. Einmitt næsta haust eftir niðurskurð eru fyrri bæturnar greiddar til þeirra, sem eru sauðlausir- Samkvæmt frumvarpinu minnst 80% i peningum og mest 20% í skuldabréfum, en það er sama haust og lömb eru keypt, eftir eins árs sauð- Ieysi. En út af þessum mis- skilningi skal tekið fram, að í frumvarpinu eru engar breytingar frá lögunúm -váfð andi þann tíma, sem baátur eiga að greiðast. Venjulegár fjárskiptabætur á að greiða einu ári eftir niðurskutð og sauðleysisbætur tveim árum eftir niðurskurð. Þarinig hef- ir þetta setíð verið. En þar sem ákvæði í núgildandi lcg- um eru óglögg um það, hvort fyrri eða síðari bæturnar skuli teljast sauðleysisbætur, þótti ástæða til að skilgreina nánar í frumvarpinu, að síð- ari bæturnar teljast sauðleys isbætur. 3. Þá álítur Hafsteinn, að skuldabréfin, sem gert er ráð fyrir að verði vaxtalaus, muni ekki seljanleg nema á 50% miðað við nafnverð. Þetta er auðvitað sagt alveg út í bláinn. Þess ber að gæta, að bréfin á að greiða að fullu eftir 5 ár frá útgáfudegi. Gegnir því allt öðru máli með sölugildi þeirra en skulda- bréfa, sem e.t.v. eru til 20 eða jafnvel 40 ára. Mestar líkur eru því til, að bréfin verði tekin til tryggingar skuldum, ef á þarf að halda og ekki verði um annað en vaxtatap- ið að ræða. En það skal viðurkennt, að jafnvel þó að bréfin séu ekki til lengri tíma en 5 ára, er ákvæðið um að þau verði vaxtalaus óaðgengilegt fyrir bændur og reyndar eina at- riðið í frumvarpinu, sem bein línis rýrir rétt þeirra frá því, sem verið hefir. Þá er rétt að skýra frá á- stæðum fyrir þvi, að við töld- um eðlilegt að ákvæði frum- varpsins næðu einnig til þeirra fjárskiptasvæða, sem lokið hafa niðurskurði, en eiga ógreiddar bætur að öllu eða einhverju leyti. Fyrst er það, að á árinu 1950 er samkvæmt áætlun þunginn á ríkissjóði við fram kvæmdir þessar (þ. e. Sauð- fjárveikivarnirnar) allra mestur, eða alls yfir 7 millj- ónir króna. Er því mest þörf- in á að lækka þau útgjöld í bili og nota skuldabréfaleið- ina þegar í sambandi við greiðslur á því ári. Auk þess mælir öll sanngirni með því, að sömu ákvæði verði látin ná til allra, sem ógreiddar bætur eiga. Hitt vildum við ekki leggja til, að þau tækju einungis til þeirra héraða, sem ekki hafa enn fengið fjárskipti staðfest, allra sízt sökum þess, að þannig vill til, að þau svæði hafa lengst bú- ið við veikina og goldið mest afhroð- Þá hefði og áhrif skuldabréfaleiðarinnar til lækkunar á árleg útgjöld rík- issjóðs verkað minna í heild og ekki einmitt þegar þörfin virtist mest, þ. e. á árinu 1950. Hvort hér yrði um brigð frá hendi ríkisins að ræða, við þá fjáreigendur, sem sam- þykkt hafa fjárskipti, skal ekki deilt um. Hitt má benda á, að ákvæði ýmsra lagasetn- inga, s. s. laga um kreppu- lán, skuldaskil, húsaleigu o. fl., takmarka ótvíræðan rétt einstaklinga í miklu þýðing- íF.amli. á 6. síBu.) EG ITEPI GRÐIÐ ÞESS VAR, að ýtnsum fi'nnst furðu gegná, að brak ur vélskipinu Helga .skyldl reka vestur á Rauðasandi óg Barðaströnd. Það er. því ekki úr' vegi að géta. þess. að fyrir' heíir komið, að flöskupóstur,. sem Vest- mannaeyingar ’tetiuðu að senda Up’p á Landeyjasand, hafi haldið -sjff vestur fyrir 'Reykjanes og -ekki tekið land fyrr en á Rauðasandi. Hafstraumar liggja yfirleitt vest- ur með suðurströnd landsins frá Vestmannaeyjum og siðan norður með landi og oft er vesturfallið svo hart, að rekinn berst fyrir Snæ- fellsnes, en síðan tekur straumur hann inn í Breiðafjörðinn. Á Rauðasandi hefir löngum rekið ýmislegt, sem kemur þessa leið, þó að ekki sé um mikinn viðarreka að ræða á seinni árum. HÁS FÆR HÉR LÍNU og er bréf ið undirskrifað Ál. Engu þarf ég við það að bæta. en vil gjarnan koma því að, sem ég hefi nú fyrir satt, að allar þjóðir hafi byrjað þessa öld 1. janúar 1901 nema Þjóð verjar og Svíar. En bréfið er svo: „MÉR ÞÓTTI GAMAN að lesa bréfið frá Hás í Baðstofuhjalinu á þriðjudaginn. Hann gerir sér svo mikið far um að leggja mál sitt ljóst fyrir. Ágjet er samlíking hans, þar sem hann líkir tímanum við línu, sem sífelit lengist, og ára- mótunum við punkta. sem mark- aðir eru á linuna. Hann lætur lin- Una hefjast við punkt, sem hann nefnir núll. „Þegar eitt ár er lið- ið, kemur annar punktur; hann köllum við áramótin eitt“, segir Hás. Af því leiðir aftur, að þegar 10 ár eru liðin, kemur punktur, sem heitir áramótin 10, og þegar 100 ár eru liðin, kemur punktur, sem heitir áramótin 100. Hás seg- ir lika sjálfur: „Þegar ég tala hér um ákveðin áramót, þá táknar það þann punktinn, þar sem þeim á- bveðna árafjölda er náð“, það er . sv.o niörg ár eru liðin frá upphafi .iímatalsins, í PULLU SAMRÆMI við þetta -áe^ir ÍHás: „Við punktinn, sem við köllmn áramótin 1950, eru 1950 ár lið'in' 'ög þar með hálfnuð tuttug- asta öidin“. En hitt er svo alger- legá rangt hjá honum, að áramót- in 1950 (samkvæmt reglu hans) hafi verið siðustu áramót (áramót- in 1949—1950 eftir venjulegu máli), heldur verða það næstu áramót (áramótin 1950—1951), þegar árinu 1950 er lokið og 1950 ár liðin frá 1 upphafi tímatalsins. Þetta getur hver maður talið sjálfur. Mér sýn- ist, að Hás færi óhrekjandi rök að því, að tuttugasta öldin sé ekkl hálfnuð fyrr en við næstu áramót, enda er það rétt“. m SVO ER HÉRNA viðaukinn við bréf Refs bónda. Þar sjáum við, hvað hann raulaði um pennastrik- ið áður en honum bárust um það heilar visur í Tímanum: Oft við loforð ótrauður, öll þó hafi svikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Hrekki fremur, hálfdanskur hælist ennþá mikið. Ekki kemur Ólafur enn með pennastrikið. Fyrir tildur tómt og glys tæmdist sjóður þungur. Innstæðunum erlendis eyddi Tólffótungur. Gengislækkun lýðir fá, leitt þó flestum þyki. Þessar verða efndir á Ólafs pennastriki. Þakka ég svo þeim, sem til máls hafa tekið. Starkaður gamli. Hjartans þakkir til sveitunga okkar, frænda og vina nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hjálp viff andlát og jarðarför RUNÓLFS ÞORBERGSSONAR, fyrrv. bónda á Skáldabúðum, og svo minningargjafir. Þetta þökkum við allt af alhug. Vandamenn. GÚD BÚKAKAUP Úrvalsbækur, sem áður kostuöu 50—60 krónur fást nú fyrir kr. 25,00. Bækurnar eru þessar: Þeir gerðu garðinn frægan 1—2 bindi og Dáðir voru drýgðar Sendist í pósthólf 1044.. Undirrit.....óskar eftir að fá sendar í póstkröfu. Dáffir voru drýgðar. fyrir samtals kr. 25,00 Þeir gerðu garðinn frægan + burðargjald Nafn Heimili Póststöff TÍMANUM. - ÁSKRIFTAStMI 2323, GERIST ASKIUFEADLR AD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.