Tíminn - 03.02.1950, Síða 6

Tíminn - 03.02.1950, Síða 6
6 TÍMINN, fösíudaginn 3. febrúar 1950 28. blað TJARNARBÍD : 1 gegii um llrim og boða ; — Saga Courtneysœttarinnar —i Áhrifamikil og sérstaklega vel i ; leikin ensk mynd um Courtneys 5 ; ættina, sigra hennar og ósigra í þrjá mannsaldra. ; Aðalhlutverk: '< Ahna Neagle Michael Wilding !; Sýnd kl. 5, 7 og 9. M Ý J A B í □ Kjartan Ó. Bjarnason sýnir: > Vestmannaey.iar, < fjölbreytt fuglaííf, bjargsig, j eggjataka o. fl. > Vestfirðir, m. a. fráfærur í Önundarfirði og æðarvarp í Æðey. \ „Blessuð sértu sveitin mín“ Skemmtilegar minningar úr íslenzku sveitalífi. ; Blómmóðir bezta, myndir af ísl. blómum viðs vegar af landinu. Myndirnar eru í eðlílegum litum og með ísl. skýringum og hijóm- í list. — Sýndar kl. 5, 7 og 9. í Hafnarf jarðarbíó t giftingaþönkum Amerisk gamanmynd. Aðalhlutverk: Shirley Themple Franchot Tone Guy Madison Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9249. Erlent yfirlit (Framhald af 5. siöuj. ur yrði fyrst og fremst reynt að treysta þá þjóðnýtingu, sem þegar hefði verið ráðist í. Morrison taldi, að slíkt myndi samræmast viðhorfi miðstéttanna og flokkurinn mætti ekki heldur færast of mikið í fang. Andstæðingarnir óttast hann mest. Það er talið, að Morrison sé sá andstæðingur íhaldsmanna, er þeir óttast mest, því að þeir álíta hann slyngastan þeirra og beztan skipu- leggjanda. Þótt Morrison sé hygg- inn og kænn stjórnmálamaður, ífafa andstæðingar hans hinsvegar aldrei náð neinum höggstað á hon- um fyrir óheíðarleg eða óhrein vinnubrögð. Hann kemur ávallt hreint og hiklaust fram og er oft harður í horn að taka. Hann er góður ræðumaður og fimur í orða- skiptum. Hann er jafnan glaður og F.eiíur og viðfelldinn í framgöngu. . . Það er nú almennt talið víst, að Morrison myndi leysa Attlee öf hólmi sem forsætisráðherra, ef ílokkurinn heldur meirihlutanum1 OFSÓTTUR (Pursued) ROBERT MITCHUM, ásamt Theresa Wright. Bönnuð börnum innan 16 ára. j Sýnd kl. 7 og 9. ISaríittan við ræningjana Afar spennandi og skemmtileg ] amerisk kúrekamynd Sýnd Kl. 3. Sýnd kl. 5. vip 5KÚ14G0TU « * Safía VIVAN ROMANCE Louis Jouvel Pierre Renoir Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Flughetjurnar Hin bráðbkemmtdlega ame- ríska gamanmynd með Spencer Trasy Sýnd kl. 5. Sími 81936 Ungar stúlkur i æfintýraleit Bráðfyndin og skemmtileg þýzk gamanmynd, gerð eftir hinu fræga leikriti J. Skruznýs. — Danskar skýringar. Karin Hardt Hella Pitt Paul Hörbiger Sýnd kl. 5, 7 ^og 9. i GAMLA B I □ iAnnaKareninaí Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. San Qu^ntin- fangelsið Aafar spennandi amerísk í sakamálamynd, með: Lawrence Tierny Barton Mac Lane Marian Carr Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum BÆJAR B I □ HAFNARFIRÐI Ueikfélag Hafnarf jarðar „EKKI ER GOTT AÐ MAÐURINN SÉ EINN“ í kvöld kl. 8,30 Sími 9184 TRIPDLI-BÍD ( Njósnaförin Secret Mission) Afar spennandi ensk njósna- ; kvikmynd frá Eagle Lion, gerð af Marrel Hellman eftir sögu ; Shaun Terrence Young. Aðalhlutverk: James Mason Hugh Willams '~9 Michael Wilding Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182 áfram og Attlee kýs að draga sig í hlé. Eínstakir leiðtogar flokksins kunna að standa honum framar á vissum sviðum, en engínn þeirra sameinar jafn alhliða og farsælar gáfur sem hann né stendur hon- um framar að dugnaði og starfs- fjöri. Frumvarpið um fjárskiptin (Framhald af 4. slðu). armeiri atriðum en hér um ræðir. Það sem fyrir okkur vakti fyrst og fremst var það að koma í veg fyrir að fjárskipti yrðu af fjárhagsástæðum rík- issjóðs stöðvuð eða dregin á langinn. Aðalatriðið er, að þau geti haldið áfram af full um krafti. Á þann hátt eru mestar líkur til, að þau heppnist- Bændur eru orðnir lang- þreyttir á að búa við pestir í fé sinu, sem von er. Áhugi flestra þeirra á fjárskiptum er mikill og þeim ljúki sem fyrst. Munu þeir almennt líta svo á, að það sé meira um vert en hitt, hvort þeir fá nokkrum krónum meira eða minna í bætur á kind, eða hvort þeir taka hluta af bót- unum í skuldabréfum til fárra ára. Að lokum skal á það bent, að það er almenn skoðun, ekki sízt þeirra, sem bezt þekkja til, að dragá verði nú þegar úr útgjöldum ríkis- sjóðs á sem allra flestum svið um. Þetta virðist raunar liggja alveg ljóst fyrir, og á því er þetta frumvarp byggt. Sé hér um ímyndun eða mis- gáning á fjárhagsástæðum ríkissjóðs að ræða, er engin ástæða til að draga fremur úr útgjöldum eða stuðningi við þessar framkvæmdir en aðrar, og er þá opin leið fyr- ir Alþingi að fella frv. þetta eða stinga því undir stól. Reykjavík, 31. jan. 1950. Sæm. Fríðriksson. Einar Bjarnason- Guðmundur Jónsson, Hvítárbakka. WILLY CORSARY: 28. dagur Gestur í heimahúsum Ef til vill getur hamingjan orðið gömul og af sér gengin á fáeinum mánuðum —- ef til vill er það þess vegna, að hún er mér horfin? Ég hefi barizt harðri baráttu til þess að bjarga henni. En sú barátta var árangurslaus. Það var eitthvað. sem hefir smátt og smátt eitrað líf mitt. Það er einhver eiturgjafi innan í sjálfri mér'— eins og dautt fóstur. Ég fæddist of seint. Það líf, sem ég hefi þráð, er liðið. Ég er eins og nunnan, sem kom heim í klaustrið eftir margra ára fjarvist, og sá aðra komna i sinn stað. Hún hafði í rauninni lifað hennar ár. Það var henni lífgjöf. Yfir mér er það dauðadómur. Þau ár, sem H i n hafði lifað fyrir mig, er öll ævi min. Þótt ég reyni að gera mér grein fyrir því, hvenær sól ham- ingju minnar tók að hníga, stoðar þáð ekki. Getur nokkur maður yfirleitt gert sér grein fyrir slíku? Ástvinur veikist og deyr. í angri sínu spyr maður sjálfan sig, hvenær sjúkdómurinn hafi byrjað. Maður minnist þess, að hann hafi verið óvenju fölur og tekinn þetta eða hitt kvöldið og harmar það, að hafa ekki veitt því nánari at- hygli. En maður getur aldrei uppgötvað það augnablik, er dauðinn lagði hönd sína á öxl honum og ákvarðaði þá stund, sem hann átti ólifað. Eg man fyrsta geiginn, sem setti að mér — fyrsta sinn, er sársaukinn læsti sig um mig. Það var eins og þegar mað- ur uppgötvar, að maður er ekki heill heilsu. Þá minnist mað- ur skyndilega ýmis konar óþæginda, kvíðinn grípur mann .— maður spyr sjálfan sig: Skyldi sjúkdómurinn vera búinn að grafa lengi um sig? .... Er þetta ef til vill hættulegur sjúkdómur? .... Mann langar til þess að hlæja að sjálfum sér, en finnur samt staðreyndirnar ógna sér. Þannig var mér farið. Ég titra af skelfingu, er ég nú segi þér, hvernig ég varð fyrst vör við návist dauðans. Kannske heldur þú, að ég sé ekki með öllum mjalla. Það var þegar hann sagði: — Ég get ekki þolað þetta tildur í þér með hárið á þér. Þú ert ekki lengur sjálfri þér lík! Þetta hljómar broslega. Ég hafði sagt við hárgreiðslukonuna, að mér leidd- ist að ganga ævinlega með hárið greitt á sama hátt. Þá breytti hún til. Mér fannst nýja greiðslan fara mér vel. Mér fannst ég verða eitthvað fínlegri en ég hafði áður verið. Það sögðu líka allir — nema hann. Hann renndi hend- inni gegnum hárið, eins og hann vildi með því færa það aftur í samt lag og áður hafði verið. Og loks tókst honum það líka. Þessi orði virðast mér orsök þess, að ég dey. Það var ann- erlegur blær í rödd hans, er hann sagði þau. Þú ert ekki lengur sjálfri þér lík, sagði hann. En dýpst 1 leynum hjarta hans hljómaði önnur rödd, og hún hvíslaði að honum: Þú ert ekki lengur lík Hinni. Ég greindi þessa rödd í leynum, án þess að ég áttaði mig á henni, því að ég minnist þess, að það fór um mig titr- ingur, án þess að ég vissi, hvernig á því stóð. Fólk segir stundum, þegar svo ber við: Það gengur einhver yfir gröf- ina þína! Það er gömul hjátrú, en það býr stundum undar- legur sannleikur í þjóðtrúnni og málsháttunum. Það gekk einhver yfir gröf mína í þessu andartaki. Þessi litla setning varð til þess, að ég uppgötvaði sjúkdóminn, sem var að læsa sig um mig. Sól hamingju minnar var að hníga að vesturhveli, og hamingja mín og líf mitt verða að fylgjast að. Ég hefi stundum lokað augunum og troðið fingrunum í eyrun, eins og hrætt barn, sem heldur að það sé öruggara, ef það hvorki sér né heyrir. En slíkt var árangurslaust. Það var líka árangurslaust, þótt ég reyndi að berjast gegn örlögum mínum. Aðeins eitt hefði getað bjargað mér: Ef ég hefði misst minnið! Her- sveitir liðinna stunda sóttu að mér — endalausir herskarar afturgenginna augnablika og atvika. Nú er þetta allt um garð gegnið. Ég þjáist ekki lengur. Það er oft svo, að þeir, sem að dauða eru komnir, njóta að síð- ustu undarlegs friðar — jafnvel sældar. Ég er frjáls. Ég ávarpa þig úr fjarlægð, sem er utan við áhrifasvið mann- legs máttar, og færi fram þessa bæn: Fyrirgefðu mér, hve ég hefi leitt mikla sorg yfir þig, og reyndu að skilja mig. Vertu ekkj hryggur! Ég fer héðan fúslega, örugg og fegin, eins og dauðvona manneskja, sem þráir aðeins hvíld. Sorgin er þreytandi sjúkdómur, sem lamar vilja manns og þrek á undraskömmum tíma. Hvernig á ég að gera þér þetta ljóst. Það er harla erfitt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.