Tíminn - 19.02.1950, Side 4

Tíminn - 19.02.1950, Side 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 19. febrúar 1950 ^ W!*q 42. blað Athugasemdir við greinargerð Jóhanns Þ. Jósefssonar í Morgunbl. 14. þ. m. er löng grein, sem ber yfirskrift ina: „Áburði Tímans um „embættisafglöp“ sjávarút- vegsmálaráðherra svarað. Greinargerð Jóhanns Þ. Jós- efssonar“. Þessi langa grein er um lánveitingar fyrrver- andi fjármálaráðherra til skipakaupa, en upplýsingar um það mál komu fram á Alþingi rétt fyrir jólin í vet- ur, í ræðu núverandi fjár- málaráðherra um fjárlaga- frumvarpið, og síðar fengust nákvæmari upplýsingar um málið í svörum við fyrirspurn um um það, en fyrirspurn þessa bar ég fram á Alþingi snemma í janúar. I umræðum um fyrirspurn mína á Alþingi var uppiýst, að ríkissjóður skuldar Lands bankanum milli 10 og 20 milljónir króna vegna kaupa á 6 af þeim togurum, sem rík ið lét smíða og keypti til landsins. Þrír af þessum tog- tifúm hafa verið afhentir Bæjarútgerð Reykjavíkur, tveir hlutafélögum í Reykja- vík og einn Akureyrarkaup- stað. Af skuldinni við Lands- bankann vegna þessara tog- arakaupa borgar ríkissjóður 7% vexti, en útgerðarfyrir- tæki skipanna borga 2 y2% vexti af því fé. Kemur þarna fram vaxtamismunur, sem ríkið borgar, og nemur hann um það bil 100 þúsund krón- um á ári fyrir hvert skip. í greinargerð Jóhanns Þ. Jósefssonar ráðherra segir m. a. að hér hafi raunveru- lega aðeins verið um að ræða „bráðabirgðagjaldfrest á nokkrum hluta kaupverðs- ins, eða sem svaraði stofn- lánum þeim, sem skipin áttu að fá úr stofnlánadeild". Og I framhaldi af því segir svo í greinargerðinni: „Ekkert lánsfé var greitt út, enda var ríkissjóður áfram eigandi að skipun- um“. Nú hefi ég fengið þær upp- lýsingar hjá skipaskráning- arskrifstofunni í Reykjavík, að þrír af þessum togurum séu þar taldir eign Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, en hin- ir tveir, sem gerðir eru út frá Reykjavík, eru taldir eign tveggja hlutafélaga. Samkvæmt skipaskránni er ríkissjóður ekki talinn eig- andi togaranna. Hér ber þeim því ekki sam- an, skipaskránni og ráðherr- anum. En hvort sem ríkissjóður er eigandi togaranna eða ekki, þá eru ráðstafanir ráðherr- ans gerðar í fullu heimildar- leysi. Sé ríkissjóður eig- andi skipanna, hafði ráðherr ann enga heimild til að leigja þau. En ef skipin eru annarra eign, hafði ráðherr- ann heldur enga heimild til að veita eigendum þeirra lán af ríkisfé. Togarinn „Jörundur“. Einn þátturinn í þessari greinargerð ráðherrans er um Akureyrartogarann „Jör- und“. Þar segir m. a. svo: „Eigandi togarans hafði í höndum skiiyrðislaust Ioforð framkvæmdastjórn- ar deildarinnar (þ. e. Lands bankastjórnarinnar) um stofnián“. Eftir Skúla Gnðmundsson. Eg hefi ástæðu til að ætla, að hér sé rangt frá skýrt. A.m.k. hefi ég ekki fyrr heyrt þess getið, að stjórn Lands- bankans hafi ekki staðið við loforð um lánveitingar, en það er áður kunnugt, að eig- andi togarans „Jcrundar" hefir ekki fengið lán hjá Stofnlánadeild Ltandsbank- ans, heldur fékk hann stofn- lán af ríkisfé hjá fyrrv. fjár- málaráðherra Jóh. Þ. Jósefs- syni, að upphæð 1 y2 millj. kr., og var lán þetta veitt í heimildarleysi. t Svíþjóðarbátarnir. í greinargerð Jóh. Þ. Jós- efssonar er einnig getið um lánin til eigenda Svíþjóðar- bátanna, en þau lán voru samtals yfir 7 millj. króna. Engin heimild var heldur til þeirra lánveitinga. Aðeins útvaldir hljóta lánin. Eins og áður er kunnugt var Helga Benediktssyni út- gerðarmanni í Vestmannaeyj um neitað um lán í Stofn- lánadeild Landsbankans út á vélskipið „Helgi Helgason", þó að hann hefði meðmæli Nýbyggingarráðs á sír.um tima. Þann 15. des. s.l. skrif- aði H. B. fjármálaráðimeyt- inu og fór fram á stofnlán frá ríkinu út á skipið, með j skírskotun til þess, að í árs- skýrslu Landsbankans var frá því skýrt, að rikið hefði veitt stofnlán út á togara, sem ekki fengu lán í Stofn- lánadeildlinni. Þessari máialeitun svaraði fjármálaráðherra með bréfi eftir áramótin. Ég hefi aírit af því bréfi og birti það hér á eftir: Fjármálaráðuneytið. Reykjavík, 3. jan. 1950. Til svars bréfi yðar, dags. 15. des. s.I., skaí yð- ur hér með tjáð, að ríkið veitir engin stofnlán^ énda engin heimild til slíkra Iánveitinga úr ríkissjóði. Þar eð fé Stofnlánadeild- ar sjávarútvegsins var þrotið, hefir ríkið til bíáða birgða veitt nokkrUm kaupendum nýsköpunar- togara þeirra, er ríkið lét smíða, greiðslufrest á þeim hluta kaupverðsins, er sam svarar stofnláni. Ráðuneyt ið hefir að auki haft milli- göngu um Iánsútvegun út á einn nýsköpunartogara, sem alveg sérstaklega stóð á um, en þessi afskipti rík- isins af umræddum togara kaupum eiga hvorki né geta skapað fordæmi um stofnlán úr ríkissjóði til skipakaupa. Björn Ólafsson. (Sign.) Magnús Jónsson. (Sign.) Til herra útgerðarmanns Helga Benediktssonar, Vestmannaeyjum. ________ Þannig hljóðar svarið. Ekki ásaka ég Björn Ólafsson fyr- ir það, þó að hann neitaðí um lánið, þvi að eins og í bréfinu segir, er engin heim- ild til slíkra lánveitinga úr ríkissjóði. En B. Ó. sleppir því í bréfinu að geta um lán- in til eigenda Sviþjóðarbát- anna, sem fyrirrennari hans í fjármálaráðuneytinu veitti. Ekki gefur hann heldur nein ar skýringar á því, hvers- vegna eigandi togarans „Jör- undar“ fékk ríkislánið. Það getur líka vel verið eitthvað óþægilegt að útskýra það, hvers vegna eigandi „Jörund- ar“ fékk lán úr rikissjóði hjá fyrrv. fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, en eig- andi „Helga Helgasonar“ fékk það ekki. (Fratnh. d 6. síðu.) mynd I Morgunblaðinu 13. þ. m. birtist fréttaskeyti til Mbl. frá Patreksfirði. Þessi frétta- klausa er á engan veg merki- leg, enda þótt úr henni megi lesa flokkslegt oftraust. Það var myndin, sem blað- ið setur undir greinina, sem vakti athygli- mina, og sem mér finnst táknræn, fyrir það málefni, sem hér um ræðir. Það er ekki alveg rétt nið- urstaða, sem fréttaritari Mbl. hefir komist að, með það. að andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins hér hafi reynzt ó- kleift að fá menn á lista sina, heldur vildu þeir alls ekki stilla fram listum, enda þótt þeir væru óánægðir með flest ar gjörðir hreppsnefndar- manna Sjálfstæðisflokksins, sem öllu hafa ráðið hér s. 1. kjörtímabil. Það eru miklu fleiri en andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins, sem eru óá- nægðir með stjórn sveitar- málanna s. 1. kjörtímabil. Það gat því vel farið svo, að ihinn sjálfumglaði flokkur, hefði ekki náð aftur hrein- um meirihluta, ef andstæðing ar hans hefðu stillt fram list- um, og barist fyrir kosningu sinna manna. Það var einmitt þetta, sem andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins á Patreksfirði vildu ekki að ætti sér stað. Hin dauða hönd íhaldsins, sem Morgunblaðinu hefir tek ist að fá svo ágæta mynd af, hefir lagst með þeim þunga á allt fjármálalíf, og alla framtíðargetu Patrekshrepps, s. 1. 4 ár, að erfitt verður úr að bæta. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna hér, vildu með engu móti losa þá undan þeirri skyldu, að bylta sér enn um stund í bólinu, sem bráðlega mun illþolandi, vegna óværð- ar. Sj álf stæðismenn grunaði þessa hrekki, og gerðu ýtar- legar tilraunir, til þess að fá (nenn af öðrum flokkum á lista með sér. en það tókst ekki. Þeim er því nauðugur einn kostur. Að rétta sig við, eins og mönnum sæmir, eða verða sér til algerðrar háðungar, með stjórn sína hér, sem því miður margt bendir til, að ekki geti öðruvísi farið. Patreksfirði, 20. janúar 1950 Á. G. Þ. GÓA KEMUR MEÐ gæðin sín, ’ svö framvcgis og kringum þessar segir í gpmlu yísunni og við skul- ' stofnanir allar er mikil atvinna, um vænta ókkúr> alls: hins bezta þó 'að þessi liður sé sennilega smá af' henni :í þetta sinri; enda þótt vægilegur hjá hinu, að Reykja- horfur'og útiit sé ef til vill ekki vík er miðstöð verzlunar og við- I allra bezta lagi. skipta á íslandi. ÞINGEYINGUR hefir skrifað mér i tilefni af útvarpsumræðum f yrir • bæ jarn ar s tjórnark osning a-rn - ^ ar í Reykjavík. Hann segir, að borg arstjórinn hafi haldið því fram, að útsvarsstiginn í Reykjavík væri lægri en í öðrum íslenzkum kaup- j stöðum, en aðrir hafi viljað lýsa j þv£ á annan veg. Þykir honum, sem þessir menn hafi gefið ósam- J hljóða upplýsingar og veit ekki hvað sannast er. EG VÆNTI NÚ REYNDAR, að síðan þetta bréf var skrifað hafi Þingeyingur séð samhengi þessara mála af blöðum, sem þá hafa ekki verið komin til hans. En samt skal ég ræða þetta lítils háttar við hann. Útsvarsstiginn í Reykjavík var lægri síðastliðið ár en í öðrum kaupstöðum, en útsvarsbyrði á hvern bæjarbúa var meiri þar en annarsstaðar. Skýringin á því, að Reykjavíkurbær gat innheimt svo mikla útsvarsbyrði með lægri stiga en aðrir kaupstaðir, er vitanlega sú, að hann hefir svo marga tekjuháa gjaldendur og svo mörg fyrirtæki á að leggja. HÉR SKAL EG nefna dæmi um útsvarsgreiðslur fyrirtækja, sem reka skipti við allan landslýð, en eiga heima í Reykjavík: S.Í.S. 150 þús. Olíufélagið h.f. 150 þús. Olíu- | verzlun íslands 125 þús. Shell 100 ( þús. Egill Vilhjálmsson h.f. 80 þús. j Flugfélag íslands 40 þús. Loftleiðir h.f. 20 þús. Svo má líka nefna Sláturfélag Suðurlands með 85 þús. kr. út- svar, Slippfélagið 70 þús., Smjör- líkisgerðina h.f. 40 þús., Smjörlík- isgerðina Ljóma 30 þús., Sælgæt- isgerðina Freyju 58 þús., Víking- ur sælgætisgerð 30 þús., Vinnu- j fatagerð íslands 28 þús., Lakk- og málningarverksm. Harpa h.f. 50 þús., Litir og Lökk h.f. 36 þús. EG HÆTTI ÞESSARI upptaln- ingu, en hér hefi ég nefnt af handahófi nokkur fyrirtæki, sem reka framleiðslu og verzlun fyrir þjóðina alla eða að minnsta kosti miklu víðar en í Reykjavík. Svo má minna á allt starfslið opin- berra stofnana, sem hefir tiltölu- lega góð laun. í Reykjavík er há- skólinn, ríkisútvarpið, stjórnarráð ið, hæstiréttur, landsspítalinn og SVO MÁ MINNA Á skiptiút- svörin. Atvinnufyriftækin í Reykja ,vik-„háfh haft í þjónustu sinni fjölda manns, sem á heima utan bæjarins. Hundruðum saman búa menn í Kópavogshreppi og Sel- tjarnarneshreppi, en vinna í Reykjavík og Reykjavík tekur hluta af útsvörum þeirra. Eg veit’ ekki hvað þessi skiptiútsvör nema samtals • miklu fyrir bæjarsjóð Reykjavíkur, en það er mikil fjár- hæð, sem þannig fellur til bæjar- ins frá fólki, sem hann ber eng- an kostnað af. MENN EIGA MARGHÁTTUÐ erindi til Reykjavíkur, Ijúf og leið. Menn koma að sjá höfuðborgina, skemmta sér og sjá frændur og vini. Menn koma líka í viðskipta- erindum og margskonar mála- rekstri. Og menn koma í læknis- leit. Reykjavík er ferðamannabær og við það skapast mikil atvinna. Það er ekki nema rétt að bærinn hafi tekjur af því, en þetta er þáttur í atvinnulífi og fjárhags- lífi hans og því nefni ég hann hér, að um sérstöðu nokkra er að ræða. ÞINGEYINGUR á heima í sveitahreppi virðist mér og hann ætti að gera sér grein fyrir, hvern ig útsvarsstiginn í sveitinni hans væri orðinn, þegar þar væri búið að jafna niður útsvörum, sem næmu þúsund krónum á hvert mannsbarn í hreppnum eins og gert er i Reykjavík. Og hann mætti svo gjarnan íhuga, hvort munurinn á útsvarsstiganum hjá flonum, eins og hann væri þá, og útsvarsstiganum i Reykjavík, myndi einungis stafa af þvi, að stjórnvizka bæjarstjórnarinnar tæki svona langt fram stjórnar- hæfileikum hreppsnefndarinnar. EG HEFI ORÐIÐ svona lang- orður um þetta af því, að mér finnst málið merkilegt og mér er umhugað um að menn átti sig á þessum hlutum. Eg fullyrði, að Tíminn hefir aldrei ætlað sér að villa menn í þessum sökum og ég vona, að harm hafi bæði nú og áður átt þátt í því að skýra þau mál, sem um er rætt, en ekki flækja, en þá kröfu á að gera til almennra blaða. Starkaður gamli. AUGLYSING Ríkisjarðirnar Unaós og Heyskálar í í Hjaltastaðahrepp í Norður-Múlasýslu eru lausar til ábúðar í næstu fardögum. Jörðinni Unaós fylgir reki og nokkur silungsveiði. Komið getur til mála, að byggja jarðirnar saman. Umsækjendur snúi sér til hreppstjóra Hjaltastaða- hrepps, Sandbrekku. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.