Tíminn - 26.02.1950, Qupperneq 3

Tíminn - 26.02.1950, Qupperneq 3
48. blað TÍMINN. sunnudaginn 26. febrúar 1950 3 SKIÐABÚNINGAR UM VIÐA VERÖLD Meðal bænda á Suður-Ítalíu Núna þegar skíðalandsmót - ið fer að nálgast, eru sjálf- sagt einhverjir, sem hafa á- huga á að kynna sér tízkuna á sviði skíðabúninga, auk þess sem ýmsir fleiri hafa e. t. v. gaman af að vita eitthvað ég hér nokkrar myndir með um hana. í tilefni af því birti nýjustu tízkubúningunum, — því sjón er sögu ríkari. Buxurnar eru hafðar þröng- ar niður, með svokölluðu regnhlífar- eða blýantssniði. Jakkarnir eða úlpurnar geta haft ýmis snið, og er þá venjulega fyrst og fremst far- ið eftir því, sem er hentug- ast — og svo auðvitað fallegt líka. Skíðabúninga má vitanlega nota við fleiri tækifæri en þegar farið er á skíði, því þá er hætt við að margur bún- ingurinn fúnaði niður lítt slitinn. Það er alveg tilvalið að nota hann í kuldum á vetrum, þegar farið er út, því hann er bæði hentugur, hlýr og smekklegur úti í snjó og ó- færð — í stað e. t. v. silki- sokka — eða nylonsokka, sem eru bráðhættulegir, vegna þess að í miklum kulda bráðnar nylonið og getur þá valdið svokallaðri nyloneitr- un. Eins eru hælaháir skór alveg sérlega hlægilegir í snjó Gleymd þjóð í vonlausu landi, segir Alex Valentin um bændur Suður-Ítalíu, — Lúkaníu og Kalabríu — í grein þeirri sem hér fer á eftir og þýdd er úr sænska blaðinu Vi. Á Suður-ítaliu hefir lengi verið hin mesta bændaánauð, en nú eru þar umbrotatímar og varpa þessar ferðaminningar ljósi vfir þau mál. Hentugir og þægilegir bún- ingar en getur því miður alioft að líta undir þessum kringum- stæðum. Stúlkurnar vara sig ekki á því, að þær geta átt á nætiu að fá frostbólgu í fæt- urna, sem getur haft það í för með sér, að fæturnir aflagist allir meira og minna, — að maður ekki tali um gæsa- húðina og blámann, sem prýðir fótleggina. — Það er annars undarlegt i landi, sem liggur á því breiddarstigi, sem ísland liggur, að það skuii vera ógerningur að fá al- mennilega ul’arsokka hvernig sc m farið er að. — í húfu, t-refiJ, vettlinga og leista, er alveg tilvalið að nota iopa mcð einhverjum falleg- um lit. B. H. Þetta er búningur til að nota á kvöldin, eftir að komið er af skíðum ,.til að tgka sig úi í" Glæsilegur búningur Auglýsingasími Tímans 81300 Gamli maðurinn spýtti gætilega út i pollinn og þurrk aði sér um munninn með handarbakinu. — Það er ekki fátæktin, sagði hann, sem er ógæfa okkar. Það er vonleysið. Og það er miklu verra. Menn geta þolað eymd og basl með an þe!r eiga einhverja von um að úr geti rætzt. En ef vonin er brostin eru allar bjargir bannaðar. Hann lyfti stafprikinu sínu og benti á umhverfið, - hrjóst ugar hæðif Lukaniu og Kala- bríu og slcógivaxnar hlíðarnar niður að grænni sléttunni við sjóinn. — Tvær milljónir manna eiga hér he:'ma, sagði hann hægt. Tvær milljónir, — 6% af ítölsku þjóðinni. En við erum gleymdur ættbálkur í landi vonleysisins. Róm er höfuðborg í öðru landi. Hann rótaði saman ofur- litlum moldarhaug með end anum á prikinu sínu, spýtti á hann af mikill hæfni og rölti síðan burt í rökkrinu. Ég rakst á þennan gamla mann án þess að spyrja hann að nafni, — það skipti ekki svo miklu. — Ég hitti hann fyrsta daginn í sjö daga ferðalagi um syðstu héruð Ítalíu. Ekkert af því, sem ég sá og heyröi seinna, ómerkti ályktun hans. Bændurn'r þarna suður frá eru fyrst og fremst Luk- aníumenn og Kalabríumenn, og ekki ítalir fyrr en í öðru lagi. Aldir þjáninga og von- brigða hafa kennt þeim að líta á sjálfa sig sem olnboga börn þjóðfélagsins. Róm er í þelrra huga höf- uðborg í öðru landi, — landi sem heitir Ítalía og nær ekki lengra sður en Neapel. Þegar ókunnugur maður kemur allt í einu til þessa fólks, mætir það honum fyrst og fremst með tor- tryggni, dálítilli óvild og mikilli forvitni. Það þykir þvi furða, að nokkur skuli koma alla leið frá Rómaborg t.T þess eins að hitta það. En þó vex undrunin enn, ef komumaður fylgist af á- huga með áhyggj umálum þess. Því finnst svo langt síðan nokkur skipti sér af því.segir það. Tortryggni þess hverfur svo smám sam an og því fer að verða liðugt um mál, og svo segir það frá með barnslegum á- kafa. Kann hvorki að lesa né skrifa en heyrir í útvarps- tæki barónsins. Mario trúði mér fyrir ýmsu á heimleiðinni frá skákinni sinni í hlíðum Silafjallanna. — Gott kvöld herra, sagði Mario. Herrann verður að af saka ítölskuna mína. Hún er ekki reglulega góð, því að við tölum okkar málýzku hér, og það er svo sjaldan, sem við þurfum að tala við aðkomu menn, einkanlega ítali. — Ég lærði ofurlítið í ítölsku í skólanum, en ég j varð að hætti vlð það þegar j ég var tíu ára, því að þá þurfti ég að fara að hjálpa föður mínum við búskapinn. Nú er ég tuttugu og sjö ára. — Nei, herra. Ég kann hvorki að lesa né skrifa, en ég skil það, sem ég heyri í útvarpinu út um gluggann hjá baróninum. Leiguliði barónsins. Hver baróninn er? Jú. Bar óninn á allt landið hér. Það er sagt, að hann eigi þrjátíu þúsund hektara lands, en ég veit það ekki svo glöggt. Nei, herra! Baróninn býr ekki sjálfur á þessu öllu. Ég hef sjálfur fjórar dagslátt- ur á leigu gegn þvi að skila baróninum þriðjungi eftir- tekjunnar. Bróðir minn og faðir minn hjálpa mér við búskapinn og á þessu lifir fjölskyldan okkar. — Við erum tíu í heimili, herra. Það er heldur þröngt, en sem betur fer á María (það er systir mín) að gift- ast eftir viku, og þá verður einum færra á fóðrum. — Það er býsna fallegt af herranum að lofa mér að aka með í bilnum. Það er ekki oft, sem ég losna við að ganga þessa átta km., ut- an af akrinum. Herrann virðist vera hissa en ég get sagt herranum, að þetta er alls ekki sem verst. Hann Luigi frændi á til dæmis þrettán km. leið út á akurinn sinn. Hvers vegna? Já, — það er lítið um at- vinnu og við verðum að bjarga okkur eins og bezt gengur. Það er sagt, að stjórnin hafi ekki ráð á að láta byggja upp í sveitum, svo að við búum þar sem við áttum heima áður og göng- um til vinnu okkar. — Þetta er samt ágætt á sumrin, því að þá getum við soíið úti á akrinum. Við komu vitanlega heim um helgar, til að vera við messu og borða sunnudagsmatinn hjá mömmu. Baróninn vill ekki láía stygg ja veiðidýrin. ' — Þarna t:l vinstri er' járnbrautarstöðin. O — nei. Það eru meira en sex km. þaðan til bæjarins. Hvers vegna það? Herrann sér, að hér til beggja handa eru veiðilönd barónsins. Barón- inn vill ekki, að lestin styggi veiðidýr hang. — Fólkið þarna , — þarna t;l hægri, — það hefir tekið landspildu frá baróninum. Það sagði eitt kvöldið, að það þyrfti jörð, ef það ætti ekki að svelta í hel, og svo fór það bara og tók landið. En ég held nú, að það verði þar ekki lengi. Baróninn er vold ugur maður. Tíu manna rúm. — Þár erum við senn komn ir. Hér er það. Vill herrann ekki koma snöggvast inn og fá sér glas af víni? — Förum gætilega, svo að hann reki ekki höfuðið í, — betra að taka eftir grísnum hérna. Hérna á ég heima. Vill ekki herrann tylla sér á rúmið. Já — þetta er stórt rúm. Það þarf nú að vera það svo að það taki tíu manns, jú, við sofum saman, öll sömul, strákar og stelpur. Það fer vel. Pabbi og mamma eru líka við hliðina. — Það eru nú ekki alveg svona hús, sem við sjáum stundum í bíó í bænum. (Get ur herrann sagt mér hvar þeir hafa svinin í þeim hús- um?) — Ég held helzt, að lierr- ann verði að færa sig dálítiö til. Mamma er á le:ð að bera mat á borð. — Og muna eftir .að lita inn til okkar, ef hanh kem- ur aftur hingað. Sæll veri herrann! Lukanina og Kalabria eru fullar af mönnum eins og Mario. Þolinmóður og hjartagóðir krafsa þeir sig áfram frá degi til dags. Þeir vinna myrkranna á milli og á því byggist öll þeirra von. Gæði þessa lífs er þeim málsverður matar, þurrt rúm og glas af hvítu, sterku Kalabríuvíni. Kirkjan vakir yfir sálum þeirra og þeir þiggja and- lega huggun og styrk frá feðrunum, með þreytulegu andlitin. Bændurnir eru að vakna félagi! Guiseppe er öðruvísi. Ég hitti hann í litlu herbergi í húsi við helztu götuna í bæ Marios. Blað sem hafði verið neglt á rauða hurðinav blakti í vindinum. Á því gat að lesa þetta eitt ,,Partito Commun- ista Italiano.“ — Ég skal segja þér, f£lagi að þessi þjóð er farih að missa þolinmæðina. Bænda- bytlingin er í nánd. í þessu héraði einu saman höfum við lagt hald á nærri fjórtán þúsund dagsláttur ónntaðs lands á síðasta hálfum mán uði. Hvað? Jú. það er satt, að lögreglan hefir tekið”það allt af okkur aftur néiWáajéitt hvað hundrað dagsláttur. Það er afturkippur, félagi’ en bara tímabundinn. - * J • - Bændurnir eru að vakna fé lagi! Það er bráðum á enda, að jarðeigendurnir arðræni þá. Skipulagningin. Sikuplagningin eru örðug- asta viðfengsefnið fétagi. Hann velti orðinu skipu- lagning uppi í sér e:ns og hann væri að finna bragðið af þvi, og hann var áreiðan- lega ánægður með smekkinn. Skipulagning, félagi! Það er það, sem við þurfum. En það er erfitt. Bændurna vantar uppfræðslu ennþá. Já — þetta er það, sem við þurfum. Skipulagning og upplýsing. — En okkur er ekkert að vanbúnaði að skipa okkur í f ylkingarbr j óst hins vinn- andi fjölda, þegar hann kemur og vill forustu okkar. Já félagi! Viö erum tilbúnir. — Það er bara tímaspurs mál. Tíminn já. (Framhald á 7. siðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.