Tíminn - 28.02.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.02.1950, Blaðsíða 7
49. blað TÍMINN, þriðjudaginn 28. febrúar 1950 7 Saiuvinnufræðsla Morgunblaðsins (FramhaJd aj 4. slðu). og enn ósvífnari en sem þessu nemur: Hinir tveir stjórnar- ' menn KEA eru báðir gamlir og grónir samvinnumenn, sem bændur vissulega ekki síður en aðrir hafa um ára- tugi kosið sem sína fuiltrúa og myndu alveg vafalaust gera, þótt þeir væru einir í Kaupfélagi Eyfirðinga. Þannig er þá það haldreip- ið, sem Mbl. trúði, að sér væri hættuminnst að hanga í. Hvað mun þá um hin öll, sem síður var treyst? — Og þó er ekki öll sagan sögð enn. Viðvíkjandi þeim framburði Mbl. gagnvart samvinnufé- lögunum yfsrleitt, sem áður er í vitnað, má athuga þessa staðreynd: í stjórnum sam- bandsfélaganna eru nú sam- tals 265 menn. Úr þessum hópi eru ekki færri heldur en 166 starfandi bændur, eða talsvert yfir % — en allir aðrir eru 99, eða mun m«nna en %. En þessar tölur, sem óumdeilanlega feykja mál- flutningi Mbl. veg allrar ver- aldar, nægja þó ekki til þess að sýna fulla fjarlægð þess frá sannleikanum. Það er fyrst og fremst vegna þess — eins og fram kom i dæm- inu um KEA — að af þessum 99 óréttlátu, að dómi Mbl., eru rnargir beinlínis kosnir af bændum og þannig fulitrúar bænda. í öðru lagi ber að minnast þess, sem áður er upplýst um skiptingu kaup- félagsmanna í sveitáfólk og annað. Hafa þeir nú engan sært? Mér viröist, að gjörsam- legra málefnalagt gjaldþrot en Mbls. í þessu máli geti ekki átt sér stað né heldur öllu óbermilegra vitni um vöndun að virðingu. Einkum ætti þetta að vera leiðinlegt fyrir blaðið og gefa því ástæðu til afsökunarbeiðni, þar sem ekki er um óáreitnari „and- stæðing" að ræða í flokks- legu tilliti heldur en sam- vinnusamtök landsmanna, ó- pólitískra og úr öllum stjórn- málaflokkum. En sVo rösult og dettið er Mbl. i þessum málum, að það, sem blaðið hyggst aumkva bændur fyr- ir sem volaða og llla með- farna aumingja, er einmitt óvéfengjanlegasti votturinn um það veröskuldaða traust, sem þeir öðrum fremur njóta innan samvinnusaintákanna, en þar einnig utan eig- in stéttar í ríkum mæli. eins og þegar hafa verið færð full rök að. í stað þess að hafa hægt um sig og fara yarlega á þessu hála svelli, duga brj óstheilindi Mbls. til þess að fárast yfir bænda-ánauð og verzlunareinokun og meira að segja koma með það, sem aldrei hefir nú heyrzt fyrr, að fólksstraumurinn úr sveit unum eigi rætur sínar að rekja til þess hörmungará- stands sem hin bændástýrðu kaupfélög búi sveitaíólkinu! — Það ætla ég svo, að þeir 265 kaupfélagsstjórnarmerín og 106 endurskoðendur — auk kaupfélagástj óranna sj álfra, sem margir eru bændur líka og flestir bændasynir — taki þá sneið, sem Morgunblaðið hér réttir að þeim um sam- vizkusemi, heiðarleika og drengskap í trúnaðarstörf- um, með tilhlýðilegu þakk- læti. Ein lítil fyrirspurn. E. t. v. mætti svo spyrja þessa, sem Mbl. af einhverj- um ástæðum láist að geta: Til hagsbóta hverjum eru kaupfélögin rekin af þeim 27. 274 íslendingum, sem I þeim eru og allir njóta nákvæm- lega eins og sama réttar til áhrifa á gang mála? Fyrir hverja er kúgað og einokað, og hverjir framkvæma verkn aðinn? Við höfum heyrt msð Morgunblaðsrckum, hverjir eru kúgaðir. Boðnir velkomnir. Að lokum vil ég geta þess, sem mér þykir ákaflega lík- legt, að camvinnumenn lands ins muni ekkert amast við hinum nýju kaupmönnum, sem Morgunblaðið gefur til kynna, að það muni á næst- unni senda út meðal fólksins, heldur jafnvel bjóða þá vel komna á vettvang, þótt ó- kunnugt sé um sáran söknuð vegna vöntunar slíkra manna. A. m. k. gætir áreiðanlega engrar aíbrýðissemi né ótta við þá frómu „frelsara“, sem fyrir valinu verða. (25.2.’50) B. Þ. Kr. Fasteignasölu- miðstööin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboði Jón Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. ■ B Skætingi svarað (Framhald a1 3. slöuj, 4. Voru ekki hlutfallskosn- ingarnar 14 ára hjá Þjóð-, verjum þegar nazistar náðu völdum þar í landi? • | 5. Kafa beinar hlutfalls- kosningar verið teknar upp í öðrum Evrópulöndum og þá hverjum og með hvaða afleiöingum .fyrir þingræöið og lýðræðið í þeim löndum? , Ég á enn bágt með áð trúa j því, að þingfulltrúar F.F.S.Í. j hafi gert ályktun sína í þessu, stórmáli án þess að athuga í íullri alvöru hvað þeir voru að gera. Áhrif kosningafyrir- komulags og kjördæmaskip- j unar á þróun lýðræðis og þingræðis er ekkert grin og ^miður heppilegt efni í órím- aðar öfugmælavísur. Það er engin afsökun fyrir sam- þykkt F.F.S.Í. að hún sé „til orðin í þeim augljósa tilgangi að bæta úr ranglátu kosn- ingafyrirkomulagi hér á landi.“ Tökum dæmi: Hafnsögumaður var að leggja m. s. Heklu að bryggju í Reykjavík núna um dag- inn, en skipið rann á upp- fyllinguna á lítilli ferð og stefni þess fékk slæma dæld. Gerum ráð fyrir að hafnsögu maður hefði lagt skipinu frá bryggju aftur, haldið nokkuð út á höfnina og rennt skipinu síðan með fullri ferð á bryggjuna. Að- spurður á eftir hefði hafn- sögumaður sagt, að hann hefði rennt skipinu á bryggj- una í síðara sinnið „í þeim augljósa tilgangi“ að jafna dældina, sem í stefnið kom hið fyrra sinnið. Hvílik af- sökun! , Það skiptir einnig næsta litlu máli hvort þér, herra skipstjóri, telijð stjórn F.F. S.f. skylt að annast „upp- lýsingastarfsemi“ um eitt eða annað. Ef þér teljið sam- tökin hafa rétt til að segja þjóðinni fyrir verkum um setningu stjórnarskrár, verð- ið þér að viðurkenna að slík- um réttindum hlj óti að fylgj a skyldur nokkrar. Og ef þér, eða þingfulltrúar F.F.S.Í., vit ið þess dæmi úr nokkru landi, að beinar hlutfallskosningar til löggjafarþings hafi eflt lýðræði og þingræði og stutt á þann hátt ,.sigur hins góða Köld borð og’ heít- ur matui' sendum út um allan bæ SlLD & FISKFR. Uppreisnin á Malakkaskaga Miklar óeirðir hafa að und- anförnu verið á Malakka- skaga og hafa uppreisnar- menn haft sig mjög í frammi. Hefir 350 þúsund manna lið sjálfboðaliða og hermanna stöðvað framsókn Uppreisn- armanna. Fer nú fram ýtar- leg rannsókn á smáþorpum, í frumskógunum til að leita' að vopnabirgðum uppreisnar manna. Miklar í^iðstafanir hafa verið gerðar til að stöðva algerlega fiutninga til þeirra af matvælum, vopn- um og sjúkralyfjum. Hafa verið settar upp hindranir á vegum og hraöbátar gæta strandanna. Segir fréttin, að uppreisnarmenn séu nú mjög aðþrengdir. AÐVORUN frá bæjarsLmastjóranum. í Reykjavík Að gefnu tilefni skal á það bent, aö símanotendum er óheimilt að iána, leigja, eða selja öðrum afnot af síma, er þeir hafa á leigu frá Landssímanum. Brot gegn ákvæðum þessum varða m. a. missi símans fyrirvara- laust (sbr. 6. lið skilmála fyrir talsímanotendur lands- simans, bls. 20 í símaskránni 1947—1948). Með tilliti til hins alvarlega símaskorts í Reykjavík verður ekki hjá þvi komist, að taka þá síma, sem svo kann að vera ástatt um og verður það framkvæmt mánudaginn 6. marz án frekari tilkynningar. B •8 1 ♦*> r; B ar K TILKYNNING 1 ♦«* Verzlun vor á Laugaveg 2 verður lokuð næstu daga Hi vegna breytinga. 8 ♦«• Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir að snúa sér í útibú vor. að Laugavegi 32 eða Bræðraborgarstíg 16. H: Símar 2112 og 2125.' H Matvöruverzlun I Tómasar Jónssonar » ♦♦ 3 Verkfall í stál- iðnaði Frakka Verkföllin aukast í Frakk- landi og hafa nú 35 þús. stál iðnaðarmenn í Marseille Lyon og fleiri borgum bæzt við 120 þúsund, sem áður höfðu gert verkfall. Atkvæðagreiðsla með al starfsmanna við samgöngu tæki um hvort þeir skuli gera verkfall, mun fara fram. Bú- ist er við að meirihluti þeirra krefjist kauphækkunar. Stöðug verkföll eru meðal hafnarverkamanna í Frakk- landi. Neita þeir að hlaða vopnum í skip til Indó-Kína. Hefir verkamönnum verið boðin' 5% kauphækkun. Enn hefir boðinu verið hafnað. ngimg vantar til blaðburðar í niiðbæinn. T ÍMIN N Sími 2323. 30% og 40% OSTAR frá Húsavík, Akureyri og Sauðárkrók alltaf fyrirliggjandi í heildsölu hjá: Sarabandi ísl. samvinnufélaga «• ♦ Sími: 2678. ♦ f $ f 6 ►«> í heiminum," þá er yður alveg óhætt að segja hvar og hve- nær það hafi verið. Slíkt „ættu þeir ekki að hræðast, sem vita sig hafa góðan mál- stað, en hinum þarf ekki að vorkenna.“ Verði sú raunin, að þér, herra formaður, svarið ekki spurningum mínum eða að- eins með undanbrögðum, hlýt ég að líta svo á, að við séum þrátt fyrir allt sammála um að óska ekki eftir eyðilegg- ingu lýðræðis og þingræðis á íslandi með beinum hlut- fallskosningum til Alþingis og hörmum báðir, að þing F. F.S.Í. skuli hafa hent það leiðinlega slys að samþykkja seinni hluta ályktunar sinnar um kjördæmamálið. Gunnlaugur Pétursson. i j Stúdentafélagsfundur verður haldinn í kvölú kl. 8,30 í Listamannaskálanum. Umræðuefni: Tillögur ríkisstj órnarinnar í fjárhags- og atvinnumálum. Frummælendur: Ólafur Öjörnsson, prófessor, Gylfi Þ. Gíslason. prófessor, Jónas Haralz, hagfræðingur, og Klemenz Tryggvason, hagfræðingur. Að framsöguræðum loknum verða frjálsar umræður eftir þvi sem timi vinnst til. Öllum stúdentum, sem framvísa féiagsskírteinum, er heimill aðgangur að fundinum. Þeir stúdentar, sem enn hafa ekki vitjað félagsskírteina, geta fengið þau í Listamannaskálanum í dag kl. 5—7 og við inngang- inn. Afgreiðsla hvers skírteinis tekur nokkra stund, og ættu þeir, sem vilja komast hjá bið, því að vitja skír- teina sinna sem fyrst. Stúdentafélag Reykjavíkur. ,, J...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.