Tíminn - 04.04.1950, Síða 8

Tíminn - 04.04.1950, Síða 8
„ERIÆJVT YFIRLIT“ í ÐAG: Bœlcur oy höfundar. 34. árg. Reykjavík „A FÖRMIM VEGI“ t DAG: Biðrafiir tí ný. 4. apríl 1950 76. blað „Fólksflóttinn úr sveitinni, sem ég bý í, hefir stöðvast og' éjí tel það mcst að þakka þeirri aukmi | bjargræðisírú, seni menn hafa fengið við tilkomu nýja f járstofnsins“, sagði Jóhann- es E. I.CV V. oddviti í Þverárhreppi. Jóhannes E. Levý, oddviti í Hrísakoti í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu hefir verið hér í bænum undanfarna daga í erindum sveitar sinnar, og hitti tíðindamaður Tím- ans hann að máii í gær. — Veturinn hefir verið afburða- góður, sagði Jóhannes. Bændur hafa komizt af með mjög iítii hey, en hins vegar gefið talsverðan fóðurbæti. Ný bjargræðistrú með nýja fjárstofninum. — Þið skiptuð um fjárstofn fyrir tveim árum. Hefir nýi stofninn ekki reynzt ykkur vel? — Jú, ekki er hægt annað að segja, og sums staðar er hann þegar kominn hér um bil upp i þá fjártölu, sem áð- ur var, og alls staðar er fjölg unin á góðum vegi. Það er líka óhætt að fullyrða, að þessi nýi og hrausti stofn hef ir gefið mönnum nýja og aukna bjargræðistrú, og það er áreiðanlega mest honum að þakka, að fólki er hætt að fækka í sveitinni. Það er kom in stöðvun, þar sem áður var flótti, og ef til vill má vona, að aftur fari að fjölga. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund, hve mikið von- leysi hinn sjúki fjárstofn skapaði né hve lamandi á- hrif mæðiveikinnar voru á bjargræðistrú manna. Eilefu jarðir fóru í eyði. — Hafa margar jarðir far- ið í eyði í sveit þinni síðustu áratugina? — Já, ekki er hægt annað að segja. Síðustu tvo áratug- ina munu ellefu jarðir í hreppnum hafa farið í eyði og sumar þeirra góðar jarðir.1 En nú er fóikinu hætt að fækka, og vonandi byggjast sumar eða flestar þessar jarð ir aftur. í vor mun hin fyrsta þeirra byggjast á ný, og er það fagnaðarefni. um, þótt nú sé það ekki leng- ur, og gerðar hafi verið girð- ingar milli afrétta. Við þess- ar girðingar er auðvtað reynt að hafa öflugar varnir, en vafamál má telja, hvort hægt er að tryggja slíkar varnir að fullu, og mikið er í húfi. Ég tel því, að fjárskiptum í þeim landshlutum, sem enn búa við mæðiveiki, verði að hraða mjög, bæði vegna afkomu þeirra héraða sjálfra og sýk- ingarhættunnar, sem nýir stofnar í öðrum héruðum eru í. Hér er of mikið í húfi til þess að nokkru megi hætta. Bætt ákvæði áburðar- laganna. — Annars vil ég geta þess í sambandi við endurbygg- ingu jarða, sagði Jóhannes, að ég tel nauðsyn bera til að breyta ábúðarlögunum á þá lund, að eigendur jarða geti ekki haldið þeim ónytjuðum að miklu eða öllu leyti árum saman, þótt unga bændur vanti jarð næði. Tel ég nauðsynlegt að gefa hreppsnefndum rýmri hendur til að ráðstafa slíku jarðnæði, ef það er ónotað. Það er óverjandi, að eigend- ur, sem ekki búa á jcrðunum, nytji kannske aðeins veiði- rétt þeirra, en þær leggist í órækt og niðurníðslu að öðru leyti. Þannig má ekki halda jörðunum, ef til eru bændur, sem vilja búa á þeim. Vegur umhverfis Vatnsnes. urreisa, og verður það fjöl- sótt af ferðamönnum. Þarna er talið ágætt brúarstæði á ánni. Vantar síma á tíu bæi. — Vantar víða síma í hreppnum? — Hann vantar enn á 10 bæi, og er það nú eitt mesta áhugamál okkar að fá hann, svo að sími verði á hverjum bæ. Var ég að reyna að þoka því máli áleiðis, en í mörg horn virðist að líta í því efni og því erfitt um vik. Þó vil ég treysta því fastlega, að það dragist ekki lengi úr þessu. Símin ner ómissandi. — Hefir mikið verið rækt- að? — Já, allmikið. Þó hefir verið sá hængur á, að beltis- dráttarvél sú, sem við áttum að njóta, hefir staðið aðgerða laus síðan snemma í fyrra- sumar, vegna þess, að í hana vantar lítið varastykki. Er slíkt óþolandi, og til lítils að kaupa dýrar vélar, ef ekki er hægt að halda þeim gang- andi. Ein skurðgrafa hefir starfað á þessu svæði, en það er of lítið og stendur á fram- ræslu. Lítið er byggt, en marg ir hafa hug á að byggja bæði íbúðarhús og peningshús og hafa sótt um fjárfestingar- leyfi, en enginn veit, hvort þau fást. Kaupfélagið athafnasamt. — Hefir kaupfélagið staðið í miklum framkvæmdum að undanförnu? — Já, allmiklum. Það hef- ir lokið byggingu hraðfrysti- húss og verið er nú að byggja íbúðarhús fyrir kaupfélags- stjóra. Nú verður ekki leng- ur hjá því komizt að byggja verzlunarhús, þvi að starf- semi félagsins er vaxin upp úr húsastakknum fyrir löngu. Hinn nýi kaupfélagsstjóri, Karl Hjálmarsson, sem kom að félaginu fyrir tveim ár- um, er mjög ötull maður og vel látinn, og hefir verzlun héraðsmanna við kaupfélag- iff vaxið mjög hin síðari ár. iii vopn s baráttunni við kommúnista Marshall ræddi vift íréttamenn í gær á tve^g'ja ára aímæli MarshaliSijálparinnar. Marshall, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi í gær við fréttamenn í tilefni þess, að þann dag voru tvö ár liðin síðan Truman forseti undirritaði lög þau, sem stað- festu efnahagshjáip til Evrópulanda, en Marshall var upp- haísmaður og aðalhvatamaður þeirrar áætlunar. Marshall lagði áherzlu á það í viðtalinu, að nú mætti ekki hætta við hálfnað verk, og Bandaríkjamenn mættu ekki minnka hjálpina frá því, sem verið hefði, og ekki held- ur miða hana eingöngu við matargjafir til Evrópu. Mest riði á að veita endurreisn at- vinnulífsins í hinum ýmsu löndum sterka hjálp. Marshall sagði ennfremur, að þessi áætlun væri sterk- asta vopn hinna lýðfrjálsu þjóða gegn útbreiðslu komm- únismans, og í þeirri baráttu mætti ekki láta deigan síga, því að hún væri hatrömm og áköf, þótt hún væri ekki háð með vopnum. Fjórum bónaðar- námskeiðum lokið Undanfarnar vikur hafa ráðunautar Búnaðarfélags ís- land haldið fjögur búnaðar- námskeið á Austurlandi, og er þeim nú lokið. Á námskeiö- um þessum mættu þeir ráðu- nautarnir Páll Zóphóníasson, Ragnar Ásgeirsson, Björn Bjarnarson og Bragi Stein- grímsson, dýralæknir. MáIfundah<V|>eir F.U.F. Málfundahópur F.U.F. held ur fund í Edduhúsinu á þriðjudagskvöl kl. 8,30. Rætt verður um, hvort ís- land hafi möguleika sem ferðamannaland. Frummæl- andi verður Björn Guðmunds Þingið verðnr að taka ákvörðun Deveze formaður frjálslynda flokksins í Belgíu fór til Sviss um síðustu helgi og ræddi við Leopold Belgíukonung um þá tillögu, sem Deveze hefir bor- ið fram, aö konungi verði leyft að hverfa heim til þess að afsala sér vödum. Konung ur ítrekaði þá yfirlýsingu sína að hann mundi ekki fallast á neina breytingu á því sem áður hefði verið ákveðið í þessum málum, og yrði belg- íska þingið nú að skera úr um heimkomu hans eins og því bæri skylda til og mundi hann hlíta úrskurði þess. Fræðslufundur FUF. á miðvikudaginn Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavik hefir í vet ur gengizt fyrir fræðslufund- um um ýms málefni, sem efst eru á baugi.Næsti fræðslu fundur verður næstk. mið- vikudagskvöld í Edduhúsinu kl.8,30 um stjórnarskrármálið Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri flytur framsöguerindi. Þar sem vænta má mikillar aðsóknar, eru menn hvattir til að mæta stundvíslega, til að fá sæti. Á eftir framsögu- erindinu verða frjálsar um- ræður. Öllu Framsóknarfólki er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. — Nauðsyn að halda fjár- skiptum áfram. — En er nýi fjárstofninn ekki í sýkingarhættu frá öðr- um landshlutum, sem ekki hefir verið skipt í? — Jú, fé Húnvetninga og Borgfirðinga hefir löngum gengið saman suður á heið- Bólusótt í Skotlandi Bólusótt kom fyrir nokkru upp í Skotlandi og hafa alls 21 maður tekið hana. Ein kona hefir látizt úr veikinni, sem þó er talin væg. Um 60 þúsund. manns hafa látið bólusetja sig gegn veikinni í Skotlandi, og nú er komið til Englands bóluefni til að bólu- setja um 50 þúsund manns í viðbót. — Hvernig eruð þið staddir í vegamálum? — Sæmilega að því er telja má. Þó vantar nú herzlumun inn á, að vegur komist um- hverfis Vatnsnes, en vonandi verður það á næsta sumri. Með honum næði saman hringur vegakerfis um vest- anverða sýsluna á því svæði, sem sækir verzlun til Hvamms tanga, og yrðu allir flutning- ar þá miklu hagfelldari. Ef mjólkurbú verður reist á Hvammstanga, sem þegar hef ir verið hreyft, yrði hægt að ná til alls svæðisins um flutn inga að og frá verzlunarstaðn um í einni hringferð. Það mundi og verða all-fjölfarin ferðamannaleið, því að það er fallegt og sérkennilegt á Vatnsnesinu. Annars vantar okkur nú að fá bættan svokallaðan Ás- bæjaveg, sem nú er sýsluveg- ur. Þyrfti þá brú á Víðidalsá gegnt Stóru-Borg. Þessi veg- ur liggur fram hjá Borgar- virki, sem nú er verið að end Skólasundmótið hefst í sundhöliinni í kvöld Um 15 sveltir frá 9 skóluiu keppa. í kvöld hefst í Sundhöllinni hið árlega sundmót skólanna, sem stofnað er til af íþróttanefnd, bindindisfélaga í skólum og sundkennurum framhaldsskólanna í Reykjavík. Alls verða keppéndúr frá 9 skólum. Eru þeir þessir: Héraðsskólinn að Laugar- vatni, Menntaskólinn í Rvík, Kvennaskólinn í Rvík, Gagn fræðaskóli Austurbæjar, Gagn fræðaskóli Vesturbæjar, Gagnfræðaskólinn við Lind- argctu, Kennaraskólinn, Verzlunarskólinn og Iðnskól- inn. Frá sumum skólunum keppa tvær sveitir. í boð- sundi kvenna 10x33y3 m. bringusund verður keppt um bikar, sem framkvæmda- stjórn Í.S.Í. gaf. Handhafi bikarsins er nú héraðsskól- inn að Laugarvatni. í boðsundi karla 20x33 V3 m. bringusund verður keppt um fálka úr keramik, sem eigendur Njju blikksmiðj- unnar gáfu. Handhafi fálk- ans er nú Iðnskólinn í Rvík. í boðsundi karla á sömu vegalengd — frjáls aðferð — verður keppt um bikar, sem Helgi H. Eiríksson slcólastjóri gaf. Handhafi bikarsins er Iðnskólinn í Reykjavík. U.M.F.R. vinnur flokkaglímuna Landflokkaglíman var háð að Hálogalandi s. 1. sunnu- dag. Sigurvegari i 1. flokki varð Ármann J. Lárusson frá U.M.F.R., sem er skjaldar- hafi. Hlaut Ármann 4 vinn- inga og lagði alla keppinauta sina. í 2. flokki sigraði Gunn- laugur Ingason úr Ármanni í 3. flokki var Sigurður Hall- björnsson sigur úr býtum. í drengjaflokki sigraði Þórður Jónsson frá U.M.F.R.. Fegurðarverðlaun fengu þessir: í 1. flokki Ármann J. Lárusson, í 2. flokki Steinn Guðmundsson, í 3. flokki Pét- ur Sigurðsson og í drengja- flokki fengu 3 fegurðarverð- laun þeir Gauti Arnþórsson, Eysteinn Þorvaldsson og Þórð ur Jónsson. Keppendur voru 46 að tölu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.