Tíminn - 13.04.1950, Side 4
4
TÍMINN, fimmtudaginn 13. apríl 1950
80. blað
Breytingar tryggingalaganna
Niðurlag.
Iðgjöld atvinnurekenda til
trygginganna eru tvískipt,
svo sem kunnugt er. Samkv.
113. gr. laganna greiða þeir
sérstök iðgjöld til að standa
undir slysatryggingu laun-
þega, mismunandi eftir teg-
und starfsins. Sú iðgjalda-
kvcð verður ekki gerð að sér-
stöku ádeiluefni hér, en á-
stæða er þó til að taka fram,
að þess verður víða vart, að
það stríðir gegn heilbrigðri
réttlætiskennd manna, að
nokkur geti tryggt sig eða sitt
gegn áföllum, án þess að
leggja nokkuð fram til þess
sjálfur. Er því vissulega íhug
unarverð, í því sambandi, til-
laga sú, sem ársþing Stéttar-
sambands bænda 1948 gerði
til breytinga á þessu ákvæði,
að launþegum væri gert að
greiða ákveðið lágmarksið-
gjald (sem t. d. svaraði til ið-
gjalds í lægsta áhættu-
flokki), en vinnuveitendum
þeirra viðbót, eftir því sem
áhætta væri metin mikil við
viðkomandi starf.
Þó að þannig geti verið á-
greiningsmál, hvort réttlátt
sé eða farsælt að slysatrygg-
ingaiðgjöldin hvíli að öllu
leyti á atvinnurekendum, þá
verður ekki um það deilt, að
sú iðgjaldakvöð — hvort
meiri er eða minni — stend-
ur í ákveðnu, rökrænu sam-
bandi við starfsemi þeirra.
Öðru máli gegnir um iðgjöld-
in samkv. 112. gr. laganna.
Þau eru ekkert annað en
skattur, lagður á atvinnurek-
endur til að styðja fjárhag
trygginganna almennt, en
sem engin réttlæting verður
fundin fyrir, frá því sjónar-
miði, að þeir njóti hlunninda
af tryggingunum, öðrum
landsbúum fremur, nema þá
að síður væri. eins og ýms
ákvæði laganna sanna. Að
vísu hafa málsvarar þessa á-
kvæðis tryggingalaganna
haldið því fram, að þau leystu
vinnuveitendur undan til-
teknum skuldbindingum
gagnvart starfsfólki sínu,
samkvæmt hjúalögunum. Ó-
líklega hafa þeir hinir sömu
gert sér það ómak að athuga
þann lagastaf, því þá hefðu
þeir naumast til hans vitnað
í þessu sambandi. Það er að
sönnu svo, að þau lög leggja
húsbændum nokkrar skyldur
á herðar í sjúkdómstilfellum
hjúa þeirra. En með trygg-
ingalögunum er hvorki þetta
ákvæði hjúalaganna né önn-
ur afnumin, svo þeim mætti
beita jafnt eftir sem áður.
Einu bótahlunnindin, sem til
greina gæti komið í slíku til-
felli, eru slysabætur og
sjúkrabætur, en þær á sjúkl-
ingurinn en ekki húsbóndinn,
svo hann er, jafnt og áður,
hægt að sækja um þær skyld
úr, sem hann kynni að vera
bundinn hjúinu, um ókeypis
matarvist m. m. f legunni.
Það, sem jafnframt tekur af
skarið um fánýti þess, að
vitna í hjúalögin í þessu sam
bandi, er það undirstöðuat-
riði þeirra, að taka einungis
til vistarsamninga, sem gilda
um heilt ár, og að hjúið sé á
kosti og húsnæði hjá hús-
bóndanum. Slíkar ársvistir
eru nú orðnar svo fágætar —
þegar frá er skilið um börn
húsbænda, en þetta ákvæði
Eftir Jón Ganta Pétursson.
hjúalaganna var skiljanlega
ekki sett þeirra vegna — að
hjúalögin mega teljast úr-
elt, þó að ekki séu þau nema
rúml. 20 ára gömul í núver-
andi mynd sinni. Það má því
næstum teljast broslegt, að
reynt skuli vera að færa þá
vörn fyrir hinum stórfelldu
sériðgjöldum atvinnurekenda
til trygginganna, að með
þeim séu þeir leystir undan
öðrum kvcðum, sem aldrei
hafa náð til mikils þorra at-
vinnurekenda, sem nú rfru
gjaldskyldir, og aldrei hafa
verið afnumdar gagnvart hin-
um, á annan hátt en svo, að
atvinnuskipulagiö í landinu
er alveg vaxið frá þeim, svo j
þær eru að engu orðnar í
reyndinni! — Nei, atvinnu-J
rekstrariðgjöldin e’ru skatt-!
lagning — ekkert annað en
skattlagning, og verða að,
ræðast frá því sjónarmiði.
Það getur að sjálfsögðu ver j
ið sjónarmið fyrir sig, að,
sanngjarnt sé og heppilegt að ,
atvinnurekendur leggi sér-'
staklega fram fé til stuðn- J
ings byggingastarfseminni í
landinu, — gefi í guðskist-|
una, mætti einnig orða það. ‘
En þó áð allir landsmenn
væru á einu máli um þetta,
gæti þeim sýnst sitt hverjum
um aðferð til að jafna slíku
skattgjaldi’ niður. Leið sú,
sem til þess er valin í trygg-
j ingalögunum, er næstum svo
j fráleit, sem ■ hugsast getur,
, þar sem telja má, að hún
| leggist á nokkurnveginn í öf-
ugu hlutfalli við arðsvon af
rekstrinum: Því örðugri t. d.
sem jörð er til búrekstrar,
torveldari til vélayrkju og
þessvegna mannfrekari, því
meiri iðgjöld þarf ábúandinn
að greiða af jöfnum af-
rakstri. Sama máli gegnir
um útgerð, sem krefst mik-
ils mannafla að tiltölu, verzl
un, sem vegna óhagstæðra
húsakynna þarf fleira starfs
fólk en ella o. s. frv. Því lak-
ari, sem aðstaðan er, því
meiri iðgjöld á að greiða. En
geti einhver atvinnurekandi
bætt starfsaðstcðu sína, fækk
að starfsfólki, án þess af-
rakstur þverri, svo ætla megi,
að rekstrarniðurstaðan batni,
þá lækka jðgjöld hans, og því
meir, sem lengra verður kom
ist í því efni. Væri hægt að
reka atvinnu án starfsfólks,
myndi engra iðgjalda verða
krafist af þeim atvinnurek-
anda. — Þannig er þessum
skatti jafnað niður. Enginn
ríkisskattur, engin útsvars-
niðurjöfnun kemst í hálf-
kvisti við þennan skatt um
að elta upp með hæstum á-
lögum þau fyrirtæki, sem
höllustum fæti standa um
rekstrarniðurstöðu, eða rekin
eru með halla.
Það væri ekkert vandaverk
að koma fram með tillögu til
umbóta á álagningartilhög-
un þessa skattgjalds, þegar
af þeirri einföldu ástæðu, að
verri gæti hún aldrei orðið.
Hér verður það ekki gert, en
þeir, sem hlaðnir eru óbif-
anlegri sannfæringu um að
atvinnurekstur landsins eigi
að skattleggja í umræddu
augnamiði, geta unnið sér til
fremdar með slíkum tillög-
um, ef þeir treysta þvl, að
meirihlutí fáist fyrir því á
Alþingi, að þessi skattpr
haldist framvegis. Hitt liggur
nær, áður en skilið er við
þetta mál, að athuga, hvort
það sé réttlátt og haldkvæmt
til frambúðar að hafa at-
vinnureksturinn að einum
aðaltekjustofni trygging-
anna.
Til þess að það gæti talist
réttlátt að leggja sérstök
tryggingagjöld á atvinnurek
endur. cnnur þá en slysa-
tryggingargjöld að nokkru
eða öllu, þyrfti að vera hægt
að sýna og sanna, annað-
hvort, að þeir hefðu meiri
hagsmuni og hlunnindi af i
tryggingunum en aðrir lands ■
menn, éða að á þeim hvíldu j
sérstakar skuldbindingar,
gagnvart öllum landslýð í t
þessu tilliti. Hvorugt þetta er ,
til staðar, svo sem hér hefir
verið sýnt fram á og verður
því að leita annarra ástæðna
og hvata fyrir umræddum til-
tektum en þeim, að þar hafi
löggjafinn verið að leita rétt-
lætis.
Þegar lögin um almanna-
tryggingar voru í undirbún-
ingi á árunum 1943—1945,
gat engum dulist, að örðugt
myndi reynast að afla svo
mikilla tekna, sem með
þyrfti, án þess að eiga á
hættu að tekjuöflunin spillti
fyrir framgangi málsins. Þá
vildi svo til, að yfir stóð, og
var þó að mestu hjá liðið,
bað tímabil í atvinnulífi ís-
lenzku þjóðarinnar, sem var
atvinnurekendum hagstæð-
ara en nokkur dæmi eru til
áður né síðan. Lágu fyrst og
fremst til þess þær ástæður,
að verðlag á framleiðslu
landsmanna steig þá jafnt
og þétt, og miklu örara en
svo, að kaupgjaldskröfurnar
fylgdu eftir, lengi vel. Þó að
þetta gengi all misjafnt yfir
má renna rökum undir það,
að eins og þá stóðu sakir væri
réttmætt að á atvinnurekend
ur legðust sérstakar byrðar í
almann^þágu, meðan svo var
ástatt, til tryggingastarfsemi
ef svo vildi verkast, eða þá
annarra þjóðnýtilegra hluta.
Er enginn v^fi á því, að þess-
ar sérstöku, tímabundnu á-
stæður orkuðu mjög miklu
um það, að svo ósleitilega var
róið á það borðið að laggja
tryggingagjöldin á atvinnu-
rekendur, eða miklu hærra
hlutfall, þó að við það hefði
verið haldið, sem lögin ætl-
uðust til, en í nokkru öðru
landi, þar sem tryggingastarf
semin er á sambærilegu stigi.
Það hefir vafalaust þótt hent
ugt og líklegt til að mælast
vel fyrir, að ná tekjunum upp
með þessum hætti, og það er
því líkast, sem treyst hafi
v^rið á, að þau uppgrip, sem
margir atvinnurekendur
höfðu hér á fyrri hluta stríðs
áranna, yrðu vaxandi.
En hversu haldkvæm hefir
svo þessi hentistefna reynst?
Nú er svo komið, að eng-
inn atvinnurekstur í landinu
stendur undir sjálfum sér, án
styrkja eða ábyrgðar frá rík-
inu, lána- og vaxtaívilnana,
ellegar þá verndartolla, eða
annarra tolla, sem verka eins
og þeir. Vitanlega næði engri
átt að halda því fram, að það
ástand stafi af skattgreiðsl-
(Framhald. á 7. síðu.J
Þórarinn Þorleifsson á Skúfi
hefir orð fyrir okkur í dag:
„Sæll vert þú, Starkaður
gamli!
Stundum lít ég á „Baðstofu-
hjalið“ þitt, það er á góðum
og áberandi stað í Tímanum og
það er eins og allir vita, ekki
sama hvar maður er í tíman-
um. Þar sá ég nýlega, að þú
varst að mælast til þess, að
„hagyrðingar" sendu þér visur
til upplífgunar, eins og þú orð-
aðir það. Ég er nú (andskotann)
enginn hagyrðingur, en hnoða
bara leir, og sannast að segja
finnst mér leirinn mesta þarfa
þing og ég held enda að öll
þessi blessuð „skáld“ noti hann
meira eða minna og gætu því
hreoint ekki neitt ef hann væri
ekki til. Sem sagt: Ég held upp
á leirinn, auk þess^sem mér
finnst „Baðstofuhjalið“ vera á
góðum stað í Tímanum, þess
vegna sendi ég þér'fáein leir-
hreint ekki neitt ef hann væri
það að þú farir að klessa þess-
um leir í blaðið. Mér er alveg
sama. Leir er leir og sennilega
verður alltaf eitthvað til af
leir. Meira að segja gæti ég
trúað að. hann verði til eftir
dómsdag, eða myndaðist fljót-
lega þegar færi að rignia.
Þetta kalla ég lausavísur með
fyrirsögnum:
Þreyta.
Nú skal pretta strit um stund
starfsins létta vöku,
til að rétta lúna lund
láta detta stöku.
Vorjafndægur.
Ljósið ræður lífinu,
lífið áfram rólar.
Jörðin hallar höfðinu,
hún er að gá til sólar.
Sumarfrelsi.
Gull í fangi færir oss
frelsisganga hjarðar.
Sólin langan sumarkoss
sendir vanga jarðar.
Vorhret.
Gróður dó en Helja hló
hverju dró úr spori.
Hríðin sló með kuldakló
kalinn mó á vori.
Haust.
Fellir snjá á fölnuð strá
frosti spáir blika.
Yfir bláan' bólginn sjá
bylgjur háar stika.
Gandi.
Nú er fjandi ljótur laus
lyftist grand og vandi.
Felldi’ að sandi frægan haus
frá Indlandi Gandi.
Seinustu réttir.
Ég er ekki gripa glöggur
greyptur hlekkjum flóns
við stig,
náms á bekkjum vesæll Vöggur,
varla þekki sjálfan mig.
Heims frá gerður gnauði feginn
gáfnasnauður vitkan finn,
þegar verð ég dauður dreginn
í dilkinn sauða, — eða hinn.
Stúdenta stálþráður.
Skyldi hækka hagur manns,
hverfa verstu nauðir?
Andskotinn og árar hans
eru sagðir dauðir.
Helvítis var harmur stór.
— Hríðar inn um skjáinn. —
Húsfreyjan á húsgang fór
en — hún er ekki dáin.
Örlitla, — sem einhver gaf
örbyrgð til að þoka, —
sprengju kjarna osti af
á hún sneið í poka.
Ekkjustands í arkar móð,
— öll er von ei falin —
Kerllngin er kjarna fljóð,
kannski ’ún giftist Stlin.
Öllum verður armmóð þá
afturfyrir skotið.
Starfi engu stendur á
Stalin erfir kotið.
Vakna skrækir Víti í,
varpar ryk úr glóðum,
ef hann sækir eld á ný
og í kveikir hlóðum.
Hér látum við staðar numið
í dag en nokkrar vísur eru eftir
og þær koma bráðum.
Starkaður gamli.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og
jarðarför
SIGFÚSAR SIGURÐSSONAR
' skólastjóra.
Sigr. Nikulásdóttir, börn og tengdasynir.
Nemendum mínum frá Akranesi og úr Borgarnesi,
samkennurum og öllum öðrum vinum mínum og kunn-
ingjum, þakka ég innilega hlýjar kveðjur á sextugs-
afmæli mínu.
___ _ HERVALD BJÖRNSSON
Skátaskemmtun
i 1950
verður endurtekin í kvöld, fimmtudag, kl. 8, fyrir alla
skáta og gesti. — Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl.
2—6 í skátabúðinni.
K. S. F. R.
S. F. R.