Tíminn - 13.04.1950, Side 5
80. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 13. apríl 1950
5
Fimmtud. 13. upríl
Loddaraskapur
kommúnista
l
Undarlegir menn eru ís-
lenzkir kommúnistar. Þeir
þykjast oft vera allra manna
róttækastir og áhugasamastir
um félagslegar umbætur og
aðhald gagnvart gróðamönn-
um og yfirgangi þeirra. Fylgi
þeirra hefir líka að mestu
leyti byggzt á því, að þeim
hefir tekizt að telja fólki trú
um þetta.
En reynslan er ólýgnust og
hún ber vitni í þessum mál- j
um. Sósíalistaflokkurinn hef
ir átt menn í ríkisstjórn og
þá voru að ýmsu leyti merki
legir tímar. Lengi munu sjást j
minnisvarðar þeirra Brynjólfs
og Áka sósíalistaráðherr-!
anna. Hvergi í Evrópu voru
þá byggð villuhverfi sambæri
leg því, sem gert var í þeirra
höfuðborg. En samtímis því,
sem þessi dæmalausu auð-
mannahverfi risu upp, til
verðugrar og varanlegrar
minningar um þessa vinstri
leiðtoga, flutti alþýða höfuð-
borgarinnar hundruðum og
þúsundum saman í óhæft hús
næði.
Þetta er sýnishorn af stjórn
arstefnu Sósíalistaflokksins í
framkvæmd.
Bygging verkamannabú-
staða féll að mestu niður í
þeirra stjórnartíð.
f verzlunarmálum voru þá
engar leiðréttingar gerðar.
Aldrei hafa verið eins mikl
ir uppgangstímar og gróða-
tímar fyrir fésýslumenn og
fjárplógslýð á íslandi.
Loddaraleikurinn og ábyrgð
arleysið eru höfuðeinkenni
íslenzkra kommúnista. Önn-
ur hlið þeirra mála kemur
vel fram í því, sem hér hefir
verið rifjað upp. En hinjilið-
in er þó engu síður athygl-
isverð, en það er ábyrgðar-
leysi í tillögum og umræðum
um innlend «iál.
Kommúnistar hafa talað
margt á móti gengislækkun-
inni. Þeir- hafa fundið henni
það til foráttu, að henni
fylgdu alltof þungar byrgðar
á almenning. En jafnframt
þessu láta þeir þó í veðri
vaka, að þeim finnist alltof
hart gengið að útgerðarmönn
um. Þeir þykjast vera á móti
framleiðslugjöldum á nýju
togarana og annað er eftir
því.
Þannig er öll stefna Jiess-
ara manna. Þeir þykjast vera
fylgjandi sem mestum fríð-
indum og hlunnindum fyrir
alla, en eru á móti öllum
tekjustofnum, sem undir
þeim fríðindum eiga að rísa.
Þetta er pólitík tvöfeldn-
innar, loddaraskapur alvcru
leysisins.
Það eru flokkseinkenni
Sósíalistaflokksins, samein-
ingarflokks alþýðu.
Villan í stjórnmálum ís-
lenzku þjóðarinnar er fyrst
og fremst sú, að töluverður
hluti þjóðarinnar tekur mark
á þessum manneskjum og
heldur að þar sé um ein-
hverja vinstri stefnu að ræða.
Þjóðviljinn lætur nú svo
sem hann óttist mjög að hlut
ur auðugra manna verði
miklu betri en verðugt er. Þó
ERLENT YFIRLIT:
Utanríkisstefna Bandaríkjanna
Aches®M Iieflr nýlega flntt tvær athyg’Iis-
veröar ræður um ntanríkismál.
Arásir þær, sem afturhaldsmenn
innan republikanaflokksins hafa
haldið uppi gegn Dean Acheson
utanríkisráðherra, virð'ast nú full-
komlega hafa misst marks. Jafn-
framt virðist nú hafa tekist á ný
samstarf milli demokrata og þess
arms republikana, sem fyigir frjáls
lyndari stefnu í utanríkismálum.
Það er m. a. merki þess, að Tru-
man forseti hefir nýlega skipað
John Foster Dulles sem ráðunaut
Achesons í utanríkismálum. Einn-
ig heíir hann falið einum af fyrrv.
öldungadeildarmönnum republik-
ana að vera Acheson til ráðuneyt-
is á utanríkisráðherrafundi þríveld
anna, sem haldinn verður í Lond-
on í næsta mánuði.
Jafnhliða því, sem aukið sam-
starf virðist þannig vera að takast
aftur milli demokrata og republik-
ana, er utanríkisstefna Bandaríkj-
anna að taka á sig fastara form, j
en hún hefir um skeið virzt nokk-
uð á reiki, einkum eftir ósigur
Kuomintangmanna í Kína.
Asíumálin.
í síðastl. mánuði flutti Acheson
tvær ræður vestur á Kyrrahafs-
strönd, þar sem hann markaði
stefnu Bandaríkjanna í utanríkis-
málum í stórum dráttum.
Fyrri ræða Achesons fjallaði
einkum um Asíumálin. Sú ræða
var i höfuðatriðum aðvörun til
kínversku kommúnistastjórnarinn-
ar um að hyggja ekki á útþenslu
og landvinninga í Asíu. Jafnframt
var hún á)beint fyrirheit um, að
Bandaríkin myndu veita þeim
Asíulöndum, sem enn væru óháð
kommúnistum, efnahagslega hjálp
og jafnvel senda þeim vopn, ef þau
þyrftu á að halda.
Mörg erlend stórblöð, eins og
„Times“ í London, hafa talið þessa
ræðu marka engu þýðingarminni
tímamót en Harvardræðu Mars-
halls, þegar hann boðaði Marshall-
hjálpina til handa Evrópuþjóðun-
um.
Það þykir sýna, að Bandaríkja-
stjórn ætli að láta Asíumálin stór-
um meira til sin taka en áður, að
Truman hefir fengið Philip Jessup
til þess að vera áfram ráðunaut
stjórnarinnar, en hann er manna
fróðastur um Asíumálin. Þá er og
kunnugt, að John Foster Dulles
hefir sérstaklega kynnt sér Asíu-
málin í seinni tíð.
Hinir „sjö punktar“.
Seinni ræða Aehesons f jallaði um
viðhorfið til Rússa og er einkum
fræg fyrir hina „sjö punkta“ eða sjö
skilyrði, sem Acheson taldi Rússa
verða að fullnægja, ef taka ætti
friðarvilja þeirra alvarlega.
Þessi sjö skilyrði eru: _
1. Rússar geri friðarsamninga
við sameinað Pyzkaland, Japan og
Austurríki og hjálpi til að
tryggja, að þessi ríki geti valið
sér stjórnir á lýðræðislegan hátt.
2. Rússar hætti íhlutun um mál-
efni þjóðanna í Austur-Evrópu og
sjái jafnframt um, að frjálsar kosn
ingar geti farið þar fram.
3. Rússar hætti að torvelda starf
sameinuðu þjóðanna með neikvæð
um vinnuaðferðum.
4. Rússar taki fullan þátt í sam-
vinnu um afvopnun og eftirlit með
kjarnorkuframleiðslu.
5. Rússar hætti að styðja bylting
arundirróður í öðrum löndum.
6. Rússar veiti sendimönnum er-
lendra ríkja sömu réttindi í Sovét-
ríkjunum og þeir njóta annars-
staðar.
7. Rússar hætti að rangflytja af-
stöðu Bandaríkjanna meðal rúss-
neskrar alþýðu eins og þeir gera
nú í þeim tilgangi að skapa óvild
og hatur til Bandarikjanna.
Ef Rússar fullnægja þessum skil
yrðum sýna þeir, að þeim er það
full alvara, sagði Acheson, að ná
samkomulagi við þá. Með því að
gera þetta endurvekja þeir þá til-
trú, sem er nauðsynlegt frumskil-
yrði þess, að hægt sé að semja
við þá á ný.
Er stórveldafundur ekki
tímabær enn?
Eins og sakir standa virðast litl-
ar eða engar líkur til þess, að Rúss
ar fullnægi þessum skilyrðum og
sennilega hefir enginn gert sér það
betur ljóst en Acheson. Var Ache-
son þá að loka samningaleiðinni
með því að setja Rússum þessi
skilyrði?, hafa ýmsir spurt. Yfir-
leitt er því svarað neitandi. Til-
gangur Achesons hafi fyrst og
fremst verið sá .að sýna Rússum,
hvað þeir þyrftu að gera og hvað
væri vel séð af Jýðræðisþjóðun-
um, að þeir gerðu. Það væri spor
í áttina til samkomulags, þótt
Rússar fullnægðu ekki nema ein-
hverju af þessum skiiýrðum.
Ýmsir blaðamenn telja líka, að
með því að setja skilyrði Banda-
rikjanna jafn glögglega fram, hafi
Acheson viljað gefa Rússum tæki-
færi til að gera gagntilboð. Þess-
vegna hafi hann gert upptalningu
*sína sem ýtarlegast, svo að sæmi-
legir möguleikar væru til afsláttar,
ef til samninga kæmi.
Meðal demokrat^ hafa þær radd-
ir verið talsvert uppi, að Banda-
ríkin ættu að bjóða Sovétríkjun-
ætti blaðinu að vera óhætt
að treysta því, að undir for-
ustu núverandi stjórnar verð
ur allt annað lag á stjórn-
málunum en þegar þeir
Brynjólfur og Áki fóru með
völd. Þá voru byggðar lúxus-
hallir, en nú verða byggðir
verkamannabústaðir.
Hvað sem Þjóðviljinn vill
um það segja, þá er það nú
svo þrátt fyrir allt, að Fram-
sóknarflokkurinn kemst
lengra í vinstri átt í sam-
starfi við Ólaf Thors og
Björn Ólafsson heldur en rik
isstjórn íslands auðnaðist
þegar þeir Áki Jakobsson og
Brynjólfur Bjarnason skip-
uðu þar sæti. Þetta er stað-
reynd, þrátt fyrir allt. Fram
hjá því verður ekki komizt.
Kommúnistarnir íslenzku gýu
nú ekki meiri vinstri menn
en þetta..
Það þarf enga kappa til að
lofa því hástöfum á torgum
og gatnamótum að dreifa
hundruðum milljóná króna
meðal almennings án þess að
afla nokkurrar krónu í því
skyni. Hitt er merkilegt, að
til skuli vera menn, sem eru
svo gjörsneyddir kimniskyn-
inu, að þeir halda að slik
frammistaða verði tekin al-
varlega og ekki verði hlegið
að þeim.
En reynslan er ólýgnust og
hún sýnir okkur, að íslenzkir
kommúnistar treysta á lodd-
araleikinn og ábyrgðarleysið.
Acheson.
um viðræður um ágreiningsmálin.
Acheson og Truman virðast þess
hinsvegar ekki fýsandi eins og sak
ir standa. í fyrsta lagi vilja þeir,
að viðræðurnar fari fram innan
ramma sameinuðu þjóðanna og
verði hinu aiþjóðlega samstarfi
þannig til styrktáP í öðru lagi
telja þeir, að slíkar viðræöur geti
aðeins gert illt verra og hert kalda
stríðið, ef þeim lyki án nokkurs á-
rangurs. Þessvegna eru þeir tald-
ir vilja hafa nokkra tryggingu fyr-
ir því áður en viðræðurnar hefj-
ast, að þær geti borið nokkurn ár-
angur.
Af þessum ástæðum getur það
dregizt nokkuð enn, að til við-
ræðna komi milli stórveldanna um
ágreiningsmálin. Þau þurfa enn að
kynna sér betur, hvort það leiðir til
nokkurs árangurs, að þau setjist
strax að samningaborðinu.
Afstaða Bandaríkjanna.
Meðan að málin standa þannig,
virðist það ljóst af áðurgreindum
ræðum Achesons, hver afstaða
Bandaríkjanna verður. Hún mun i
meginatriðum beinast að því að
hindra frekari útþenslu kommún-
ista, en forðast hinsvegar alla
beina íhlutun um málefni þeirra
(Framhald á 6. síSu.)
Raddir nábúanna
Forustugrein Alþýðublaðs-
ins í gær fjallar um það, að
10 ár eru nú liðin frá innrás
Þjóðverja í Danmörku og
Noreg. í tilefni af því minn-
ist það á hlutleysiskenningar
kommúnista og segir m. a.:
„Það er ólíklegt, að nokkur
frjáls smáþjóð Evrópu láti, eftir
hörmulega reynslu síðari heims-
styrjaldarinnar, villa sér sýn með
slíku hjali um öryggi varnarleys-
isins og hlutleysisins. Og víst er
um það, að minnsta kosti, að1
ekki gera frændþjóðir okkar,1
Danir og Norðmenn það. Þær
hafa lært nóg af árásinni, sem
á þær var gerð 9. apríl 1940, til
þess að vera gersamlega lækn-
aðar af öllum tálvonum um hlut-
leysi í nýrri heimsstyrjöld, ef til
kæmi. Þess vegna hafa þær báð-
ar sagt skilið við hlutleysispóli-
tíkina fyrir fullt og allt og bund-
izt varnarsamtökum við aðrar
lýðræðisþjóðir í Atlantshafs-
bandalaginu. Því einu, og engu
öðru, treysta þær nú til þess að
vernda þær fyrir endurtekningu
þeirra viðburða, sem yfir þsér
dundu, er herskarar Hitlers réð-
ust inn i lönd þeirra fyrir tíu
árum. x
Það má-að vísu deila um það,
hvort Atlantshafsbandalagið verð
ur þess megnugt að afstýra
þriðju heimsstyrjöldinni, þótt
það sé þess höfuðtilgangur. En
fái svo öflug varnarsamtök lýð-
ræðisþjóðanna ekki gert það, þá
eru önnur ráð til þess að minnsta
kosti áreiðanlega vonlaus".
Alþýðublaðið segir ennfrem
ur, að kommúnistar á Norð-
urlöndum séu með hlutleysis-
róðrinum látnir leika sama
leikinn og Hitler lét hand-
bendi sín hafa í frammi við
hverja smáþjóðina eftir aðra
áður en hann réðist á þær.
Saga úr þjóðleik-
húsinu
í næstu viku rennur upp
sá langþráði dagur, að þjóð-
leikhús íslendinga tekur til
starfa. Með því er náð merk-
um áfanga í íslenzkri menn-
ingarsögu. Rökstuddar vonir
eru til þess, að starfræksla
þjóðleikhússins geti átt góð-
an þátt í viðhaldi og eflingu
íslenzkrar menningar.
Það er annars ekki ætlun-
in að ræða að þessu sinni um
verkefni þjóðleikhússins,
heldur segja lítinn þátt úr
byggingarsögu þess, sem full
ástæða væri að skrá síðar í
heild. A. m. k. ganga slíkar
sögur um ýms vinnubrögð,
sem þar hafa átt sér stað, að
þær ættu að geta orðið til að-
vörunar og gætu því ef til vill
gert gagn, ef þær kæmu fyrir
almenningssjónir.
Það mun hafa verið all-
löngu áður en þjóðleikhús-
stjóri var ráðinn, að raforku-
málastjóri ríkisins tók að sér
að hafa yfirumsjón með raf-
lögnum í húsinu. Tveir starfs
menn aðrir úr raforkumála-
stofnuninni munu hafa unn-
ið með honum að þessu verki,
en nú mun alls vera búið að
greiða fyrir það um eða yfir
100 þús. kr. Verk þetta hefir
verið unnið sem eftirvinna,
svo að greiðslan hefir gengið
til umræddra starfsmanna,
en ekki til raforkumálastofn
unarinnar. Stundum munu
þessir starfsmenn þó hafa
verið á ferli í þjóðleikhúsinu
á þeim tíma, sem átt hefir að
vera vinnutími þeirra hjá
raforkumálastofnuninni.
Þegar verki þessu var lokið
í vetur gekk bað, eins og
önnur verk slíkrar tegundar,
undir nokkurskonar próf
eftirlitsdeildar raforkumála-
stofnunarinnar. ílrskurður
hennar varð í stytztu máli sá,
að verkið, sem unnið var und
ir leiðsögn aðalforstjóra
stofnunarinnar, væri meira
og minna gallað. Allmargir
menn urðu síðan að vinna að
því í 3—4 vikur að betrum-
bæta þetta verk eftir að það
átti að vera fullunnið. Átti
þetta ekki sízt þátt í því, að
þjóðleikhúsið gat ekki hafið
starf sitt á þeim tíma, sem
upphaflega var ætlað.
Þessi saga ætti vissulega að
geta vakið athygli á því, að
það er sitthvað í hinni opin-
beru þjónustu, sem þarfnast
athugunar. Er ekkert eftirlit
með því, hvernig verk eru
unnin, eða hve mikið menn
geta unnið utan stofnana
sinna? Stóru þjóðirnar gera
miklar kröfur til trúnaðar-
manna sinna og því ætti ekki
fátæk smáþjóð eins og íslend
ingar að gera það sama.
Hin opinbera þjónusta gæti
vafalaust orðið ódýrari og
hagkvæmari á mörgum svið-
um, ef ekki ættu sér iðulega
stað svipuð mistök og hér hef
ir verið lýst. Þau verða að vísu
aldrei fyrirbyggð með öllu,
en það ætti að vera hægt að
draga úr þeim. Frumskilyrði
þess er, að þjóðfélagið vandi
vel val trúnaðarmanna sinna
og sé hæfilega strangt í kröf-
um sínum til þeirra. Annars
verður hinn opinberi rekstur
samfelld keðja óhappa og
mistaka, sem þjóðfélagið fær
ekki risið undir.
X+Y.